Vilborg Pétursdóttir (Löndum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. október 2013 kl. 18:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. október 2013 kl. 18:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Vilborg Pétursdóttir''' húsfreyja á Löndum fæddist 1792 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og lést 30. mars 1859.<br> Foreldrar hennar voru Pétur bóndi í Stóru-Hildis...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Vilborg Pétursdóttir húsfreyja á Löndum fæddist 1792 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og lést 30. mars 1859.
Foreldrar hennar voru Pétur bóndi í Stóru-Hildisey, f. 1746, d. 17. júní 1817 á Syðri-Úlfsstöðum, Jónsson, (framætt ókunn).
Móðir Vilborgar var þriðja kona Péturs bónda, Þuríður húsfreyja í Stóru-Hildisey, f. 1756, d. 16. mars 1809, Guðbrandsdóttir bónda á Lágafelli í A-Landeyjum, f. 1729, Eiríkssonar bónda í Hörgsdal á Síðu, f. 1691, Bjarnasonar, og konu Eiríks í Hörgsdal, Hildar húsfreyju, f. 1701, Rafnkelsdóttur.
Móðir Þuríðar og fyrsta kona Guðbrands var Katrín húsfreyja, f. 1723, Vigfúsdóttir bónda í Hæðargarði í Landbroti, V-Skaft., f. 1653, Órækjusonar, og konu Vigfúsar, Valgerðar húsfreyju, f. 1688, Jónsdóttur.

Systir Vilborgar var Fídes Pétursdóttir húsfreyja í Dölum, f. 3. ágúst 1790, d. 17. júlí 1842.

Vilborg var vinnukona á Voðmúlastöðum í A-Landeyjum 1816, í Dölum 1828, húsfreyja á Löndum, en var að síðustu niðursetningur í Túni, þá ekkja, hjá þeim Sigurði Jónssyni bónda og konu hans Járngerði Sigurðardóttur.

I. Barn Vilborgar með Erlendi Sigurðssyni samkv. prestþjónustubók, en Pétur var skráður Halldórsson strax á fyrsta ári. Föðurætt Péturs er ókunn.
1. Pétur Halldórsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1824, d. 5. febrúar 1870.

II. Vilborg eignaðist barn með Daníel Bjarnasyni tómthúsmanni í Saurbæ. Daníel neitaði.
Barnið var
2. Daníel Daníelsson, f. 26. mars 1828, d. 9. apríl sama ár. Vilborg var þá vinnukona í Dölum.

III. Maður Vilborgar var Jón Þorsteinsson húsmaður á Löndum, f. 1783.
Börn þeirra hér:
3. Jón Jónsson, f. 17. júlí 1831, d. 23. júlí 1831.
4. Þuríður Jónsdóttir, f. 1. júlí 1832, d. 20. september 1851. Hún var tökubarn í Efri-Vatnahjáleigu (Svanavatni) í A-Landeyjum hjá Bjarna Péturssyni móðurbróður sínum og Margréti Jónsdóttur 1835 og 1840, vinnukona í Efri-Vatnahjáleigu 1850 hjá Eyjólfi Pálssyni og Salvöru Bjarnadóttur frænku sinni, síðan vinnukona á Miðhúsum.
5. Jón Jónsson, f. 12. mars 1833, d. 16. mars 1833.
6. Andvana fædd stúlka 9. október 1835.


Heimildir

  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.