„Vélbátaútgerð“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
 
(16 millibreytingar ekki sýndar frá 4 notendum)
Lína 1: Lína 1:
Saga vélbátaútgerðar
[[Mynd:Arabatur.jpg|thumb|200px|left|Árabátar voru ekki framtíðin og voru það vélbátar sem koma skyldi.]]
{{Snið:20.öld}}
Fyrstu vélbátarnir Eros Unnur og Knörr
Árið 1904 markaði tímamót í útgerðarsögu Vestmannaeyja því að þá var fyrsti vélbáturinn fenginn til Eyja. Hann var smíðaður í Reykjavík af Páli Þorkelssyni, skipasmið og var 3,5 tonn stærð.  Í Eyjum var sett í hann 6 hestafla vél af MöllerupsgerðBáturinn fékk nafnið [[Eros]] og einkennisstafina VE 79. Eigendur hans og upphafsmenn að þessari tilraun voru [[Gísli J. Johnsen]] kaupmaður, [[Sigurður Sigurðsson í Frydendal|Sigurður Sigurðsson]] í [[Frydendal]], sem var formaður á bátnum og [[Ágúst Gíslason]] frá [[Valhöll]] sem var vélamaður.
Vélbátaöld hefst árið 1906
Árið 1904 var í fyrsta sinn sett vél í bát í Vestmannaeyjum. Hann hlaut nafnið Eros. Sú tilraun uppfyllti ekki væntingar Vestmannaeyinga því að báturinn gekk ekki eins hratt og búist hafði verið og vélin var ógangviss. Ári síðar kom m/b Unnur til Vestmannaeyja og skömmu síðar m/b Knörr. Þessir tveir bátar hófu veiðar á næstu vetrarvertíð og gekk útgerð Unnar mjög vel og var þar með búið leggja grunn að vélbátaútgerð í Eyjum.
Síðan fjölgaði vélbátum afar ört enda var mikill hagnaður af rekstri þeirra.
   
Tilraunir til netaveiða á Unni I.
Árið 1908 og aftur 1910 var fyrst reynt með veiðar í þorskanet í Vestmannaeyjum og kemur hér smá frásögn frá Þorsteini í Laufási úr þeirri ferð:


,,Þá má það einnig til tíðinda teljast árið 1908, að 11. Apríl voru steinuð niður með blámöl og lögð á "Unni I " 10 þorskanet á 20 faðma dýpi hér á "Stakkabótina". Ég þorði ekki að fara dýpra vegna vandkvæða á því að ná þeim aftur upp. Þar sem engin áhöld voru til netdráttar, ekki einu sinni netarúlla. Þar í stað var bundinn áraleggur á handrið bátsins. Það var aðeins 1 þorskur í netunum enda lítil aflavon svona grunnt um þetta leyti árs. Þá kom í ljós að netin væru alveg ónýt vegna þess að enginn snúður hafði verið tekinn af teinunum áður en þau höfðu verið feld.
Eros, sem oftast var kallaður Rosi, uppfyllti ekki þær væntingar sem gerðar voru og var ekki gerður út til fiskveiða. Hann þótti óhentugur til slíks og við bættist vélin var ekki gangviss.
Ég hafði fengið 20 þorskanet til þessara tilrauna, og með 10 auka, þessi net voru öll svo hroðviknislega úr garði gerð að aðeins 16 möskva djúp eins og þá var notað við Faxaflóa. Svo var það í mars 1910 að ég gerði aðra tilraun og lagði þau 10 þorkanet sem ég átti og í þetta skipti fengum við 240 fiska, þorsk og ufsa, sem mátti teljast sem góð veiði fyrir utan þess hve léleg netin voru því að þau urðu alveg ónýt." (Þorsteinn:1958:156-157).
Þessar fyrstu tilraunir með netaveiðar í Vestmannaeyjum misheppnuðust því alveg, enda liðu nokkur ár þar til slíkar veiðar voru notaðar aftur, eða um 1912 og 1913 þá fóru þær að bera góðan árangur.
Aukin atvinna Vélsmiðja og viðgerðarþjónusta bátaflotans
Eins og líkum lætur olli hin öra uppbygging og vélvæðing skipastóls Eyjamanna ýmsum vandkvæðum og erfiðleikum í sambandi við gæslu og meðhöndlun á vélum bátaflotans fyrstu árin. Enginn lærður vélstjóri var í Eyjum. Yfirleitt voru þeir handlagnustu ráðnir á bátana þó að þeir höfðu vart séð slíka gripi áður, hvað þá að þeir hafi fengið nokkra kennslu í meðferð þeirra. Þetta gat náttúrulega ekki gengið þar sem áhafnirnar átti líf sitt undir að vélarnar stöðvuðust ekki ef óveður skylli á, sem var ekki óalgengt.
Matthías Finnbogason var þá nýfluttur til Eyja, hann var bæði tré-og járnsmiður, og fór hann til Kaupmannahafnar fyrir milligöngu Gísla til dvalar hjá Dan-mótorverksmiðjunni, þar sem Gísli var umboðsmaður hjá, til að læra þar meðferð véla. Þar aflaði Matthías sér góðrar þekkingar og tókst honum svo að námi loknu að afla sér fjárhagslegum stuðning erlendis frá til kaupa á tækjum og verkfærum til þess að geta stofnað viðgerðarverkstæði heima og fékk hann þar einnig lán frá sýslunefndinni til frekari kaupa og sýndi þetta hve mönnum þótti mikilvægt að einhver gæti séð um viðgerð á vélum bátanna.
Matthías reisti svo viðgerðarverkstæðið Jaðar og notaði það í allt sem varðaði viðgerðir og til að auka þekkingu vélstjóra .
Verður að telja þetta framtak Matthíasar merkilegan þátt í sögu útgerðar í Vestmannaeyjum, og hefur það án efa dregið verulega úr sjóslysum við Eyjar sem því miður voru allt of mörg gegnum árin sem fyrst og fremst stafaði af hinni geysilega hörðu sjósókn á litlum bátum fyrstu áratugi vélbátanna.
Flotinn stækkar
Á tímabilinu 1910-1920 hófu veiðar 45 nýjir bátar og voru margir þeirra nokkuð stærri en þeir sem fyrir voru og var m/b Óskar, sem smíðaður var í Eyjum þeirra stærstur eða 16 tonn. Einnig var m/b Emma keypt til Eyja á þessu tímabili og var hún um 16 tonn. Báðir voru þessir bátar frábrugðnir þeim sem fyrir voru því leyti að þeir voru ,,kútter"-byggðir og auk þess tvímastra og hvorugt mastrið hægt að leggja niður, og var seglabúnaðurinn í samræmi við það. Voru þetta fyrstu bátarnir af þessari gerð sem Vestmannaeyingar eignuðust, en seinna urðu þeir þó mun fleiri.
Netaveiðar hefjast
Eins og áður var getið gerði Þorsteinn í Laufási fyrstur manna tilraun með netaveiðar í þorskanet í Eyjum á vertíðinni 1908, og aftur 1910, en þær mistókust.
Bæði vegna þess að netin voru ranglega útbúin, og einnig vegna þess að engin spil voru komin í bátanna og netin því dregin af handafli sem útilokaði það algerlega að draga nema á grunnu vatni. Ýmsar fleiri tilraunir voru gerðar með lagningu þorskaneta en alltaf mistókust þær og leit þá ekki vel út með netaveiðar Vestmannaeyinga, en menn vissu að slíkar veiðar höfðu verið stundaðar á Faxaflóasvæðinu með ágætum árangri.


Það var ekki fyrr en á vertíðinni 1916 að þrír formenn taka sig til og hefja veiðar í þorsknet. Reyndar hafði norskur maður komið til Eyja 1913, sem kunni vel til í netaveiðum og stundaði þær í þrjár vertíðir í Eyjum en hann hafði mest norska áhöfn svo að Vestmannaeyingar kynntust því ekki svo mikið þá.
== Upphafið á Ísafirði ==
Veiðarnar hjá þremeningunum gengu vel enda nú komin spil í flest alla bátana (1912). Og varð þetta til þess að almennt var farið að stunda veiðar í þorsknet á hverri vertíð eftir það. Jókst heildarafli hjá Vestmannaeyjabátum eftir það til mikilla muna, og leiddi það til þess að fjárhagsafkoma útgerðarinnr varð mun betri en áður.
Vestmannaeyingar voru ekki forgöngumenn í vélvæðingu bátaflotans, því að tveimur árum áður hafði vél verið sett í bát á ÍsafirðiÍ nóvember 1902 var vél sett í sexæringinn Stanley á Ísafirði og síðan í fleiri bátaLíklegt má telja að þetta frumkvöðlastarf Ísfirðinga hafi verið kveikjan vélvæðingunni í Eyjum sem og annars staðar en [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn Jónsson]] í [[Laufás]]i kynntist þessari tækni í bátnum Bjólfi frá Seyðisfirði og hreifst af henni..
Bætt hafnaraðstaða hvetur til stærri báta
Hafnargarðarnir smíðaðir
Árið 1914 var hafist handa um gerð syðri hafnargarðsins og tók það nokkur ár, og var verkinu vart lokið fyrr en 1920. Veittti garðurinn mun betra skjól í innri höfninni en áður var, og var hafnarfestunum komið fyrir þar. Lágu þær frá austri til vesturs. Átti hver bátur sitt legufæru sem tengt var hafnarfestunum og var millibil milli festinga hvers báts haft það langt að ekki var hætta á að bátarnir rækjust saman. Höfnin var þó enn mjög grunn, en hinir smærri bátar flutu þá ávalt við legufæri sín , en þeir stærri tóku niðri um fjöru og var því reynt hafa þá þar sem mest dýpi var.
Bæjarbryggjan steypt
Stokkhellubryggjan gamla, eða bæjarbryggjan eins og hún var síðar nefnd, var steypt upp og síðar endurbætt mjög árið 1911, þannig að smærri bátarnir flutu oftast nær að henni og þeir stærri þegar hásjávað var og bætti þetta mjög alla aðstöðu til að losna við aflann þegar að landi var komið. Hvatti þessi bætta aðstaða menn einnig til að afla sér stærri og afkastameiri báta
Stærri og afkastameiri bátar
Vélbátar voru í lok áratugarins 61 að tölu og var brúttó-stærð þeirra samtals 609 tonn og meðalstærð því alveg um 10 tonn. Heildarafli Vestmannaeyjaflotans varð þennan áratug samtals 93.543 tonn, og var aflinn á þessum árum nær allur verkaður í salt og sólþurrkaður til útflutnings á þar til gerðum þerrireitum. Það sést einnig á þessum tölum að heildarafli flotans á þessum tveimur áratugum hefur aukist um 37.553 tonn.
   
Tilraunir til togaraútgerðar
Upphaf togaraútgerðar frá Vestmannaeyjum
Árið 1919 réðust Vestmannaeyingar í kaup á togara, þó að engir möguleikar væru á því að hann flyti inn höfnina, því að höfnin var ekki gerð fyrir togara.
En það var þó keypt tólf ára gamalt skip frá Bretlandi og var andvirði þess ásamt veiðarfærum greitt að fullu áður en það kom til landsins.
Togarinn hlaut nafnið Draupnir og var skrásettur í Vestmannaeyjum. Fór hann í sína fyrstu veiðiferð 18. mars 1920 og kom til Eyja með fullfermi af saltfiski 17. apríl og lagðist fyrir akkeri úti á ytri höfninni. En þegar til kom þótti ekki tiltækt að skipa aflanum upp úr skipinu, allra síst á þessum tíma þegar mestar annir voru hjá bátaflotanum, og var skipið látið fara til Reykjavíkur og landa þar og var togarinn svo gerður þaðan út og gekk útgerðin þar ekki sem best. Fleiri tilraunir voru ekki gerðar til togaraútgerðar í Vestmannaeyjum fyrr en árið 1945 þegar Helgafell Ve 32 var gert út.
   
Bátarnir stækka enn
Og enn héldu bátarnir áfram stækka, og var stærsti báturinn sem Vestmannaeyingar eignuðust á þessum tíma m/b Fylkir sem var 42 brúttó-lestir.
Einnig voru keyptir svokallaðir línuveiðarar, kolakynt gufuskip sem aðalega voru notuð til síldveiða, en það heppnaðist ekki vel.
Hafnaraðstaðan batnaði enn , hafnargarðarnir komnir í sína endanlegu mynd, sem skapaði mikið öryggi. Bæjarbryggjan var enn lengd og breikkuð og steypt dekk á hana alla sem skapaði meira svigrúm til löndunnar.
En hvorki innsiglingin eða höfnin hafði enn þá verið dýpkuð, og olli það miklum erfiðleikum, mátti stundum sjá báta fasta þar þegar lágsjávað var og urðu þeir þá að forðast það þegar þannig stóð á, en sjómönnunum var alveg sama þeir vildu sína stóru báta og stóðu í þeirri trú að einhvern tímann yrði höfnin stækkuð.
Dragnótaveiðar hefjast
Aflavon var sáralítil hjá Vestmannaeyjabátunum utan vetrarvertíðar, því að litlar sem engar veiðar voru stundaðar á sumri til, og þá með sáralitlum árangri.
Var það þá er Gísli Magnússon var á ferð um Danmörku að hann kynntist mönnum sem gerðu þar út á dragnót, og fékk hann þá Gísla J. með sér og gerðu þeir þá sameiginlega út veturinn 1921 m/b Ægi á dragnótaveiðar í Vestmannaeyjum. Þeir fengu með sér danskan vanan mann til þess að vera með bátinn.
Dragnótin skilar árangri
Veiðafærið reyndist mjög vel og skilaði miklum afla sem var fyrst mest þorskur en síðan mest af ýsu og kola. En á þessum tíma voru þessar fisktegundir verðlitlar, og var þá farið að flytja aflann ísvarinn til Bretlands því að hraðfrysting var ekki enn komin til sögunnar.


Dragnótaveiðar urðu undirstaða sumarútgerðar og gáfu góðar tekjur, sumarið 1937 stunduðu 40 bátar þessar veiðar frá Eyjum, en allt þar til að veiðarnar voru bannaðar með lögum, af mikilli skammsýni að því er Vestmannaeyingar töldu, því þær höfðu  mikla þýðingu fyrir þá.
== Fyrstu bátarnir ==
Línurennan
Frá því að línuveiðarnar hófust var lagning línunnar talið vandaverk, og hættulegt vegna önglanna sem varð að gæta að festust ekki í höndum þeirra, er þeim var kastað fyrir borð. Og voru það þeir handlögnustu og fljótvirkustu valdnir í þetta starf og fengu alltaf aukalega borgað.


Fyrsta tilraun gerð 1926
=== Knörr VE-73 ===
En árið 1926 var gerð fyrsta tilraun með hina svokölluðu línurennu, en hún heppnaðist ekki sem skildi og ekki heldur sú sem var gerð 1927. Stafaði það að mestu leyti af því að þá var enn mikið beitt af hrognum og annari ljósbeitu og vildi sú beita síga niður í línuhálsinn og línan fara ógreidd í sjóinn. Var hún svo enn endurbætt 1928, og var nú eingöngu beitt síld sem hentaði mun betur, og var nú hægt að leggja línuna þótt að bátarnir keyrðu næstum á fullri ferð. Nú gat hver bátur lagt lengri línu, meiri aflavon.
''Sjá aðalgrein:[[Knörr VE-73]]''
Hlutaskipti tekin upp
Í tíð áraskipanna var það almenn regla að áhafnir tækju kaup sitt sem hluta úr afla. En með tilkomu vélbátanna breyttist þetta, var þá hverjum greitt fyrirfram ákveðið kaup fyrir vetrarvertíðina sem stóð frá byrjun janúar til 11. mai,og tók þá útgerðin líka á sig allan kostnað af úthaldinu og sá mönnum fyrir húsnæði og þjónustu á meðan vertíð stóð.
Árið 1927 varð breyting á þessu og hlutaskiptin komu aftur til sögunnar.
Raflýsing vélbátaflotans
Áður en línuveiðarnar hófust á gömlu áraskipunum vertíðina 1897 munu engin ljósker hafa verið um borð í þeim og dagsbirtan látin ráða hve lengi væri verið á sjó, en með tilkomu línunnar var farið mun fyrr á stað og verið lengur úti þannig að oft var myrkur og var þá nauðsynlegt að hafa einhver ljós, og aðeins hin gömlu ljósker notuð en það var náttúrulega alls ekki næg birta.
Það var fyrst haustið 1927 af Haraldur Eiríksson rafvirkjameistari í Eyjum hefst handa um raflýsingu bátanna og mun m/b Emma hafa verið fyrsti báturinn sem róðra hóf vertíðina 1928 að fullu raflýstur.
Fyrsta loftskeytatækið
Árið 1927 lét Gísli J. smíða þrjá báta um 30 tonn að stærð fyrir vertíðina 1928. Þeir voru allir mjög vel útbúnir ekki aðeins vel raflýstir heldur var einn þeirra m/b Heimaey útbúin loftskeytatækjum og gat hann því haft samband við önnur skip sem slíkt höfðu, eða stöðvar í landi. Nú í dag er það talið sjálfsagt að hvert skip, sem stundar fiskveiðar hafi slík tæki um borð til að geta látið vita ef aðstoðar er þörf og hefur það vafalaust bjargað lífi margra sjómanna.
Síldveiðar Eyjabáta fyrir Norðurlandi
Eftir að bátaflotinn stækkaði meira var farið að hugsa um einhverja notkun á honum að vetrarvertíð lokinni, komu þá m.a til greina veiðar á Norðurlandi.
Fyrstir riðu á vaðið sumarið 1919 bátarir m/b Goðafoss og m/b Óskar undir stjórn þeirra Gísla Magnússonar og Árna þórarinssonar. Báðir þessir bátar stunduðu veiðar með reknet, en aflahlutur og afkoma útgerðarinnar varð lélegri en menn höfðu vonað, og lögðust þessar veiðar þá af í árabil. En seinna t.d um sumarið 1929 fór meira líf að færast í veiðarnar og voru Vestmannaeyingar orðnir virkir þáttakendur í þessum veiðum og hafa þeir ávalt stundað síldveiðar síðan hvar sem er við landið og á fjarlægari miðum á þeim tíma sem um hefur verið að ræða og veiðar hafa verið leyfðar.


Í fyrstu virtist Eyjamenn næðu ekki sömu tökum á síldveiðunum og þorskveiðunum, að sjómennirnir væru ekki eins áhugasamir fyrir þeim, oft var sagt þeir væru bara í sumarfríi, en það var nú samt ekki því Eyjaformenn hafa mörg undanfarin ár stundað þessar veiðar með jafngóðum árangri og aðrir, jafnvel verið í fremstu röð.
[[Mynd:Höfningamla.jpg|thumb|200px|Vélbátar farnir að kræla á sér í höfninni.]] Þó þessi fyrsta tilraun í Eyjum hafi misheppnast, lögðu menn ekki árar í bát.  Í september, árið 1905, komu tveir vélbátar til Eyja.  [[Sigurður Sigurfinnsson]], hreppstjóri og formaður á [[Heiði]], sigldi hingað báti sem fékk nafnið [[Knörr VE-73]].
Sigurður fór um sumarið til Noregs og keypti þar 14 tonna seglbát, smíðaðan úr eik og furu.  Hann sigldi honum til Frederikshavn í Danmörku og lét setja í hann átta hestafla Dan-vél.  Síðan sigldi hann bátnum frá Danmörku til Íslands og þótti það mikið afrek.
Eigendur að Knerrinum með Sigurði voru fjórir.  [[Árni Filippusson]] í [[Ásgarður (við Heimagötu)|Ásgarði]], [[Einar Jónsson frá Garðhúsum|Einar Jónsson]] [[Garðhús]]um, [[Lyder Höjdal]] [[Þingvellir|Þingvöllum]] og [[Magnús Þórðarson]] í [[Sjólyst]].
Í ljós kom vélin var of lítil fyrir jafnstórt skip og Knörrinn var.  Hann náði ekki sama gangi og áraskipin og væri eitthvað veðri, var vélaraflið ekki nóg til andæfa á línunni.  Þá var báturinn of djúpristur fyrir dýpið í höfninni.  Um haustið var Knörr notaður til flutninga milli lands og Eyja, bæði upp í Landeyjasand og til Stokkseyrar og þótti gífurleg framför frá því sem verið hafði.


97 vélbátar frá Vestmannaeyjum
=== Unnur VE-80 ===
Í lok áratugarins voru gerðir út alla 97 vélbátar frá Vestmannaeyjum, og er það mestur fjöldi báta sem nokkurn tíma hefur átt þar heimahöfn, voru þeir samtals 1.905 brúttólestir að stærð og meðalstærð þeirra 19,6 lestir.
''Sjá aðalgrein:[[Unnur VE-80]]
Samanlagður afli bátaflotans, sem kom í land á þessum áratug, var alls 214.926 tonn, og var hann að mestu verkaður á hefðbundinn hátt, saltaður og sólþurrkaður til útflutnings.
Fækkun báta
Á árunum 1930-1940 varð allveruleg breyting á bátaflota Vestmannaeyinga. Keyptir voru til Vestmannaeyja 48 bátar á þessum árum, en hurfu þaðan af skrá 61 bátur, og fækkaði þeim því úr 97, eins og þeir voru í ársbyrjun 1930, í 84 árið 1940
Heildarstærð bátaflotans hélst þó nokkuð í stað þar sem tonnatala hans var árið 1940 samtals 1.806 á móti 1.905 tonnum árið 1930. Meðalstærð báta hafði hækkað í 21
6 tonn í lok áratugarins.
Fjórði áratugurinn er sennilega daufasta og athafnaminnsta tímabilið í sögu vélbátaflotans í Vestmannaeyjum fram að þeim tíma. Ástæðan fyrir því er vafalaust verðfallið sem varð á saltfiskinum 1930. Eftir það úthald stóðu svo að segja allir útgerðarmenn í Eyjum eignarlausir, og sumir meira en það, og margir þeirra voru svo skuldum hlaðnir að þeir gerðu sér vart vonir um að þeim entist aldur til að greiða þær upp. Útlitið var því allt annað en bjart fyrstu ár þessa áratugar og því eðlilegt að það drægi úr áhuga manna til endurnýjunnar og stækkunnar bátaflotans. En úr öllu þessu átti eftir að rætast og útgerðin að rétta úr kútnum og það fyrr en varði, eins og síðar kemur fram.
Dýpkunarskip og úrbætur í hafnarmálum
En þrátt fyrir erfiðleika atvinnuveganna á þessum árum réðust bæjaryfirvöld í tvær mikilvægar framkvæmdir á vegum hafnarinar sem áttu eftir að koma vel að notum. Fyrri kaupin voru þau að keypt var dýpkunarskip 1935. Dýpkunarskipið tók til starfa strax eftir heimkomuna við að dýpka höfnina, í fyrstu innsiglinguna, þannig að allir bátar Eyjaflotans gátu farið áhættulaust út og inn úr höfninni hvenær sem var, síðan var höfnin dýpkuð svo að bátarnir flutu mun betur.
Önnur framkvæmdin var gerð Básaskersbryggjunnar sem lokið var við árið 1937. Leysti hún hinn mikla vanda sem skapast hafði við löndun aflans úr þeim mikla fjölda báta sem gerður var út frá Eyjum.
Upphaf togveiða
Sumarið 1938 fengu eigendur að m/b Von, sem var 24,78 tonna bátur með 50 hestafla vél, styrk frá Fiskimálasjóði til þess að setja togveiðiútbúnað í bátinn. Var ætlunin að hann gerði tilraun til humarveiða með þessum útbúnaði, þetta misheppnaðist þó aðeins því að ýmislegt fleira en humar kom með, en menn sáu þó að þarna var komið mjög nothæft veiðarfæri sem skilaði þó betri árangri en dragnótin.
Þýðingarmikil
Togveiðin varð strax mjög þýðingarmikil fyrir Eyjarnar. Og þegar landhelgin var færð út í áföngum varð veiðin ávallt erfiðari, því þá var veiðin mjög þrengd innan fiskveiðimarkanna við hverja útfærslu. Þetta kom harðara niður á bátunum en stóru togurunum sem gátu vegna stærðar sínar og meira vélarafls fiskað fjær landi en vélbátar. En útgerðarmennirnir héldu þó þessum veiðum áfram sem leiddi þá óhjákvæmilegfa til endurtekinna landhelgisbrota.
Alþingi var mjög erfitt að veita bátunum einhverjar undanþágur það var ekki fyrr en með breytingum árið 1968 álögunum um bann gegn botnvörpuveiðum innan fiskveiðimarkanna, og síðar fiskveiðilagasamþykktinni, sem aðstaða bátanna batnaði mjög, þar sem þeim var nú heimiluð veiði allt inn að þremur sjómílum frá straumfjöruborði við suðurströndina, og allt upp að Vestmannaeyjum.
Afli Vestmannaeyjabátanna varð þennan áratug samtals 293.084 tonn og var hann enn eins og afli undanfarinna ára nær eingöngu verkaðir í salt og fluttur út ýmist sem fullverkaður fiskur eða sem hálfverkaður saltfiskur.
Ísfisk útflutningur
Strax á vertíðinni 1940 fór að gæta afleiðinga síðari heimstyrjaldarinnar. Hætt var hinni hefðbundnu verkunaraðferð, þ.e að þurrka eða salt nær allan aflann til útflutnings, því að það þýddi að útgerðarmenn fengu ekki greitt fyrr en mörgum mánuðum seinna.


Ísaður til Bretlands
[[Unnur VE-80]] kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með LauruUnnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél.
Þess í stað var nú mestur hluti aflans flutttur út ísvarinn til Bretlands. Þeir sem önnuðust útflutninginn keyptu fiskinn á bryggju og borguðu þá nokkurn veginn jafnóðum. Þetta létti mjög undir útgerðarmönnum því að fiskverðið fór sífellt hækkandi, og afkoma útgerðarinnar varð mun betri, og  þessi útflutningur til Bretlands hélst öll styrjaldarárin.
Fimm voru eigendur UnniFormaðurinn, Þorsteinn Jónsson í Laufási, [[Geir Guðmundsson]] [[Geirland]]i, [[Friðrik Svipmundsson]] [[Lönd-vestri|Löndum]], [[Þórarinn Gíslason]] [[Lundur|Lundi]] og [[Þorsteinn Jónsson í Jómsborg|Þorsteinn Jónsson]] í [[Jómsborg]] sem var vélamaður.
Mikil bátasmíði
Eftir að styrjöldinni lauk varð mikið um bátasmiði í Vestmannaeyjum, og voru margir gömlu bátanna gengnir úr sér og teknir af skipaskrá, og fækkaði þá Eyjabátunum örlítið á þessum árum, en í stað smærri bátanna sem voru gengnir úr sér komu stórir og nýir í staðinn sem smíðaðir voru í Eyjum, og stækkaði þá skipastóll Vestmannaeyinga úr 1806 tonnum árið 1940 í 4320 tonn árið 1950, meira en helmingsstækkun.
Má segja að það sem hafi gert útgerð nýsköpunartogaranna og hinna stærri skipa mögulega frá Eyjum var stórbætt aðstaða í höfninni þar sem þessi skip fluttu nú að Básaskersbryggjunni og viðleguplássinu inni í Friðarhöfn og gátu athafnað sig þar.
   
Fleiri tilraunir til togaraútgerðar
Árið 1919 keyptu Vestmannaeyingar sinn fyrsta togara en sú útgerð heppnaðist ekki sem skyldi. Og togaraútgerð var ekki reynd aftur frá Vestmanneyjum fyrr en árið 1945 er Sæfell hf. keypti togarann Surprise frá Hafnarfirði. Var honum gefið nafnið Helgafell VE 32. Skipið var gert út frá Eyjum enda höfnin orðin mun betri.Útgerðin gekk vel í fyrstu en versnaði svo eftir að verðfall varð á ísuðum fiski í Bretlandi, var þá skipið selt. Og Vestmannaeyingar gerðu svo fleiri tilraunir til togaraútgerðar sem heppnuðust ekki heldur, má þar kannski helst nefna reynsluleysi Eyjamanna varðandi slíka útgerð.
Heildarafli togaranna var þó 336.600 tonn og var hann annað hvort seldur til Bretlands eða hraðfrystur, en hraðfrysting í Eyjum hófst á þessum áratug.
Tilkoma nælon-netanna
Á sjötta áratugnum komu nælon-þorskanetin fyrst til sögunnar. Var fyrsta tilraun með þau gerð árið 1951, en almennt farið að nota þau á vetrarvertíðinni 1954.
Reyndust þau það mikið fisknari en hampnetin að bátar, sem ekki voru nógu fljótir skipta yfir í þessa tegund neta, drógust áberandi aftur úr með afla á þessari vertíð.
   
Fyrstu stálbátarnir
Annað sem markar tímamót á þessum áratug var að útgerðarmenn í Eyjum hófust handa um að láta smíða fyrir sig erlendis báta úr stáli.Var þar fyrstur báturinn m/b Ófeigur III í eigu Þorsteins Sigurðssonar frá Blátindi og Ólafs Sigurðssonar frá Skuld sem var skipstjóri á bátnum hann smíðaður var í Hollandi 1954, og svo árið eftir m/b Gjafar sem einnig var smíðaður í Hollandi. Voru þessir 66 og 51 tonn að stærð. Með smíði þessara báta verða kaflaskil í útgerðarsögunni þar sem flestir stærri bátar og skip sem smíðuð hafa verið fyrir Vestmannaeyinga síðan hafa verið úr stáli.


Samanlagður afli Vestmannaeyjabáta og skipa þennan áratug var samtals 401.212 tonn, og var aflinn nú ýmist verkaður í salt, hraðfrystur eða þurrkaður í skreið.
== Aflinn þrefaldaðist ==
   
Fyrsti róðurinn á Unni var farinn 3. febrúar 1906 í góðu veðriAðeins var fimm manna áhöfn um borð þar sem ekki þurfti að andæfa á árum meðan línan var dreginÁ stóru áttæringunum voru jafnan 18 menn í áhöfn þegar róið var með færi.
Úthafssíldveiðar hefjast - stærri skip
Allt gekk að óskum í þessum fyrsta róðri og var aflinn 280 þorskar og 30 ýsur. Frá því farið var í þennan fyrsta róður á Unni, 3. febrúar 1906 og fram til 18. júlí sama ár, voru farnir 83 róðrar á bátnum. Aflinn varð á þessum tíma 24.250 af þorski og löngu, 4000 ýsur, 2460 keilur og 420 stórar skötur. Aflinn vigtaði fullverkaður 282 skippund og var það um þrefalt meira en gott þótti á áraskipi með fjölmenna áhöfn.
Í byrjun sjöunda áratugarins hófust úthafssíldveiðar Íslendinga og þurfti þá mun stærri skip en til voru í Eyjum. En Vestmannaeyingar létu það ekki stoppa sig heldur réðust nokkrir í það láta smíða fyrir sig skip að þeirri stærð sem hentaði við þessar veiðar.  
   
Fyrstir til þess var Kristinn Pálsson skipstjóri og félagar hans með m/b Berg VE 44 sem smíðaður var árið 1963. Á eftir þeim komu þeir Guðmundur I. Guðmundsson skipstjóri og hans félagar með m/b Huginn II og Ársæll Sveinsson útgerðarmaður með Ísleif IV. Voru allir þesir bátar 216 lestir stærð og smíðaðir í Þrándheimi í Noregi, síðan fylgdu svo fleiri á eftir sem voru nokkuð stærri.
Stunduðu öll þessi skip, og einnig þau sem á eftir komu af svipaðri stærð, síldveiðar hvar sem var við landið og einnig á fjarlægari miðum, bæði í Norðursjó og víðar. Reyndust þau einnig vel nothæf til netaveiða á vetrarvertíðum og til togveiða þegar það þótti henta.
Loðnuveiðar hefjast
Um miðjan sjöunda áratuginn hófust loðnuveiðar Íslendinga í stórum stíl. Og urðu Vestmannaeyingar strax þáttakendur með sínum stærri skipum sem reyndust þó fljótlega of lítil.  


Stærri skip
== Þáttaskil í útgerð ==
Réðust þá allmargir útgerðarmenn í að láta smíða fyrir sig enn stærri skip sem hentuðu betur, þar á meðal Guðjón Pálson skipstjóri og félagar hans með m/b Gullberg VE 292 sem smíðað var í Noregi. En aðrir keyptu stærri notuð skip innanlands, eða erlendis frá, til þessara veiða, þannig Vestmannaeyingar eiga nú allverulegan flota til loðnuveiða. Var loðnu fyrst landað til bræðslu og frystingar í Vestmannaeyjum árið 1964.
Vestmannaeyingar voru fljótir að sjá að þetta var framtíðin.  Vertíðin 1906 er talin síðasta áraskipavertíðin.  Þá reru héðan 28 áraskip.  Á vertíðinni 1907 gengu héðan 18 vélbátar og árið 1908 voru þeir yfir 30 og áraskipin heyrðu nánast sögunni til.
Þessi nýja tækni létti ómældu erfiði af sjómönnum.  Og það sem merkilegt er; þó svo að fækkaði í áhöfnum skipanna við vélvæðinguna, þá margfaldaðist íbúafjöldinn í Eyjum á næstu árum.  Bæði var það bátum fjölgaði sem og að fleiri hendur þurfti í landi til að vinna aflann sem margfaldaðist við þessa nýju tækni.
Árið 1904 voru íbúar í Eyjum rúmlega 500 talsins.  Árið 1910 hafði sú tala tvöfaldast og árið 1925 voru íbúar í Eyjum orðnir yfir 3000.  Munu þess fá dæmi á Íslandi að annað eins stökk hafi orðið í fjölgun íbúa á einum stað á jafnskömmum tíma. Rétt eins og Tyrkjaránið hjó á sínum tíma stærsta skarð í íbúafjöldann í Eyjum, sem nokkurn tíma hefur verið höggvið, þá varð vélvæðing bátaflotans til þess auka hann; meira en nokkuð annað.


Hafa bæði síldveiðarnar og loðnuveiðarnar færst Vestmannaeyingum verulega björg í bú, jafnt afli heimaskipanna og þeirra aðkomuskipa sem landað hafa afla sínum þar, en Vestmannaeyjar hafa verið aflahæsta löndunarstöðin landsins.
''Samantekt: Sigurgeir Jónsson''
   
Heildarafli
Heildarafli þennan áratug var 854.457 tonn, þar af síld og loðna 423.892 tonn, mest í bræðslu og frystingu.
Á áttunda áratuginum lækkaði bátafloti Vestmanaeyinga niður í 63 skip og hafði aldrei verið lægri, en tonnatalan jókst á þessum árum um 2.931 tonn, og réð því mestu tilkoma skutttogaranna og stærri skipa sem keypt höfðu verið til loðnuveiða.
Skuttogarar koma til sögunnar
Togaraútgerð hófst að nýju frá Vestmannaeyjum árið 1973 eftir nær 20 ára hlé.


Vestmannaey
== Sjá einnig ==
Fyrstir til að kaupa skuttogara voru útgerðir Bergs Ve 44 eigendur Kristinn Pálsson og Sævald Pálsson og Hugins Ve 55 eigandi Guðmundur Ingi Guðmundsson ásamt skipstóranum Eyjólfi Péturssyni er þeir létu smíða v/b Vestmannaey Ve 54 fyrir sig í Japan árið 1972, en til landsins kom skipið fyrri hluta árs 1973.
* [[:Flokkur:Formenn|Listi yfir formenn]]
Klakkur
Síðar kom skuttogarinn Klakkur, sem smíðaður var í Póllandi. Skip þessi eru 462 og 488 tonn að stærð.
Með þessum kaupum hófst blómleg togaraútgerð frá Vestmannaeyjum.
Truflun vegna eldgoss
Á vertíðinni 1973, eftir að eldgosið kom upp á Heimaey, var  ringlureið í útgerð Vestmannaeyjaflotans. Bátarnir hrökkluðust úr heimahöfn sinni og dreifðust á hafnir á Suður-og Suðvesturlandi. Voru þeir gerðir þaðan út yfir vetrarmánuðina og fram á haust, að sjálfsögðu við mun erfiðari aðstæður en þeir höfðu í heimahöfn sinni.
Loðnu landað í gosinu
Þess ber að geta að meðan gosið stóð yfir var samt sem áður landað hér í Eyjum 23.300 tonnum af loðnu og brætt fram á vor.
Sett á sóknarmark og svo kvótamark
Fiskiskipastóll Vestmannaeyinga hefur aldrei verið stærri en hann er nú, það er að segja í rúmlestum talið né betur búinn að tækjum eða fjölbreyttari, og stafar stækkun hans á þessum árum mest af eldri togskipum sem til Eyja hafa verið keypt, svo og stækkun loðnuflotans. Var útgerð á þessum áratug  með hefðbundum hætti, bolfisk,-loðnu,-og síldveiðar og humarveiðar smærri báta að sumrinu til, eftir því sem leyfi stjórnvalda hefur fengist.
Í upphafi var hægt að velja um aflamark eða sóknarmark
Á þessum áratug urðu miklar breytingar á stjórnun fiskveiða þar sem settur var á kvóti. Til að byrja með höfðu útgerðar menn val, annað hvort aflamark eða sóknarmark. Sóknarmarkið var síðan afnumið í byrjun tíunda áratugarins.Á þessum árum varð mikil breyting á sölu fisks þar sem bátar lönduðu körum í gáma sem fluttu fiskinn ferskan til Englands. Landað var einu sinni í viku og voru skipakomur þá margar til að flytja fiskinn. Miikið líf var við  höfnina hvern fimmtudag sem var aðallöndunardagurinn. Mikill uppgangur var í bolfisk-útgerð því mun betri verð fengust með þessum hætti heldur en að landa aflanum í stöðvarnar. Togararnir sáu frystihúsunum fyrir hráefni á þessum tíma.
Á árunum 1980-1983 var samtals landað í Vestmannaeyjum 384.259 tonnum af sjávarafla, þar af botnfisksafli 189649 tonn en loðnu-og síldarafli 194.610 tonn.
Kvótinn minnkar
Á tíunda áratugnum fór bolfisks kvóti fiskiskipaflotanns ört minnkandi var þannig komið að árskvóti meðal vertíðarbáta var töluvert minni en fiskaðist á vertíðinni einni saman á sams konar bát 10 til 15 árum áður. En frágangur aflans í kjölfar karavæðingar varð til þess að aflinn varð verðmætari. Eftir að kvótinn minnkaði svo mikið þá jókst bæði leigu- og kaupverðið á honum.  Þetta olli því að sumir útgerðamenn létu sjómennina taka þátt í kvótakaupum og urðu margir sjómenn fyrir tekjuskerðingu vegna þessa.


Miklar breytingar hafa átt sér stað í skipaflota Eyjamanna síðustu árin skipin hafa verið lengd,breikkuð byggt yfir þau.
 
{{Heimildir|
* [[Sigfús M. Johnsen]]. ''Saga Vestmannaeyja.'' Reykjavík: Fjölsýn forlag, 1989.
* [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn Jónsson]]. ''Aldahvörf í Eyjum.'' Vestmannaeyjar: Bæjarstjórn Vestmannaeyja, 1958.
* [[Friðrik Ásmundsson]].  Aðstoð við aðra heimildaöflun.
}}
 
[[Flokkur:Sjórinn]]

Núverandi breyting frá og með 9. júlí 2007 kl. 10:38

Árabátar voru ekki framtíðin og voru það vélbátar sem koma skyldi.

Árið 1904 markaði tímamót í útgerðarsögu Vestmannaeyja því að þá var fyrsti vélbáturinn fenginn til Eyja. Hann var smíðaður í Reykjavík af Páli Þorkelssyni, skipasmið og var 3,5 tonn að stærð. Í Eyjum var sett í hann 6 hestafla vél af Möllerupsgerð. Báturinn fékk nafnið Eros og einkennisstafina VE 79. Eigendur hans og upphafsmenn að þessari tilraun voru Gísli J. Johnsen kaupmaður, Sigurður Sigurðsson í Frydendal, sem var formaður á bátnum og Ágúst Gíslason frá Valhöll sem var vélamaður.

Eros, sem oftast var kallaður Rosi, uppfyllti ekki þær væntingar sem gerðar voru og var ekki gerður út til fiskveiða. Hann þótti óhentugur til slíks og við bættist að vélin var ekki gangviss.

Upphafið á Ísafirði

Vestmannaeyingar voru ekki forgöngumenn í vélvæðingu bátaflotans, því að tveimur árum áður hafði vél verið sett í bát á Ísafirði. Í nóvember 1902 var vél sett í sexæringinn Stanley á Ísafirði og síðan í fleiri báta. Líklegt má telja að þetta frumkvöðlastarf Ísfirðinga hafi verið kveikjan að vélvæðingunni í Eyjum sem og annars staðar en Þorsteinn Jónsson í Laufási kynntist þessari tækni í bátnum Bjólfi frá Seyðisfirði og hreifst af henni..

Fyrstu bátarnir

Knörr VE-73

Sjá aðalgrein:Knörr VE-73

Vélbátar farnir að kræla á sér í höfninni.

Þó að þessi fyrsta tilraun í Eyjum hafi misheppnast, lögðu menn ekki árar í bát. Í september, árið 1905, komu tveir vélbátar til Eyja. Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri og formaður á Heiði, sigldi hingað báti sem fékk nafnið Knörr VE-73.

Sigurður fór um sumarið til Noregs og keypti þar 14 tonna seglbát, smíðaðan úr eik og furu. Hann sigldi honum til Frederikshavn í Danmörku og lét setja í hann átta hestafla Dan-vél. Síðan sigldi hann bátnum frá Danmörku til Íslands og þótti það mikið afrek. Eigendur að Knerrinum með Sigurði voru fjórir. Árni Filippusson í Ásgarði, Einar Jónsson Garðhúsum, Lyder Höjdal Þingvöllum og Magnús Þórðarson í Sjólyst. Í ljós kom að vélin var of lítil fyrir jafnstórt skip og Knörrinn var. Hann náði ekki sama gangi og áraskipin og væri eitthvað að veðri, var vélaraflið ekki nóg til að andæfa á línunni. Þá var báturinn of djúpristur fyrir dýpið í höfninni. Um haustið var Knörr notaður til flutninga milli lands og Eyja, bæði upp í Landeyjasand og til Stokkseyrar og þótti gífurleg framför frá því sem verið hafði.

Unnur VE-80

Sjá aðalgrein:Unnur VE-80

Unnur VE-80 kom til Eyja fjórum dögum á eftir Knerrinum, þann 9. september 1905, og var báturinn fluttur frá Danmörku með Lauru. Unnur var nýsmíði frá Frederikssund í Danmörku, súðbyrt, 7,23 tonn að stærð, 33 fet á lengd og 8 feta breið. Í henni var átta hestafla Dan-vél. Fimm voru eigendur að Unni. Formaðurinn, Þorsteinn Jónsson í Laufási, Geir Guðmundsson Geirlandi, Friðrik Svipmundsson Löndum, Þórarinn Gíslason Lundi og Þorsteinn Jónsson í Jómsborg sem var vélamaður.

Aflinn þrefaldaðist

Fyrsti róðurinn á Unni var farinn 3. febrúar 1906 í góðu veðri. Aðeins var fimm manna áhöfn um borð þar sem ekki þurfti að andæfa á árum meðan línan var dregin. Á stóru áttæringunum voru jafnan 18 menn í áhöfn þegar róið var með færi. Allt gekk að óskum í þessum fyrsta róðri og var aflinn 280 þorskar og 30 ýsur. Frá því að farið var í þennan fyrsta róður á Unni, 3. febrúar 1906 og fram til 18. júlí sama ár, voru farnir 83 róðrar á bátnum. Aflinn varð á þessum tíma 24.250 af þorski og löngu, 4000 ýsur, 2460 keilur og 420 stórar skötur. Aflinn vigtaði fullverkaður 282 skippund og var það um þrefalt meira en gott þótti á áraskipi með fjölmenna áhöfn.

Þáttaskil í útgerð

Vestmannaeyingar voru fljótir að sjá að þetta var framtíðin. Vertíðin 1906 er talin síðasta áraskipavertíðin. Þá reru héðan 28 áraskip. Á vertíðinni 1907 gengu héðan 18 vélbátar og árið 1908 voru þeir yfir 30 og áraskipin heyrðu nánast sögunni til. Þessi nýja tækni létti ómældu erfiði af sjómönnum. Og það sem merkilegt er; þó svo að fækkaði í áhöfnum skipanna við vélvæðinguna, þá margfaldaðist íbúafjöldinn í Eyjum á næstu árum. Bæði var það að bátum fjölgaði sem og að fleiri hendur þurfti í landi til að vinna aflann sem margfaldaðist við þessa nýju tækni. Árið 1904 voru íbúar í Eyjum rúmlega 500 talsins. Árið 1910 hafði sú tala tvöfaldast og árið 1925 voru íbúar í Eyjum orðnir yfir 3000. Munu þess fá dæmi á Íslandi að annað eins stökk hafi orðið í fjölgun íbúa á einum stað á jafnskömmum tíma. Rétt eins og Tyrkjaránið hjó á sínum tíma stærsta skarð í íbúafjöldann í Eyjum, sem nokkurn tíma hefur verið höggvið, þá varð vélvæðing bátaflotans til þess að auka hann; meira en nokkuð annað.

Samantekt: Sigurgeir Jónsson

Sjá einnig



Heimildir