„Urðir“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 37: Lína 37:
''Vilborgarstaðartangi'' var lágur tangi sem skagaði langt út óg sjó og var mikið af söl og þangi einnig var mikið um polla á tanganum sem krakkar sóttust mikið í að leika sér í.
''Vilborgarstaðartangi'' var lágur tangi sem skagaði langt út óg sjó og var mikið af söl og þangi einnig var mikið um polla á tanganum sem krakkar sóttust mikið í að leika sér í.


''Afapollur'' var djúpur og skálarlaga pollur á Vilborgarstaðatanga. Á heitum dögum var sjórinn í pollinum  volgur og var pollurinn lengi notaður til  sjóbaða og leikja. Síðustu árin fyrir gos var þó stór blágrítissteinn í honum miðjum sem hafði lent þar í brimi og hálffyllti þessi steinn pollinn.


''Grasatangi'' var tangi austur af Vilborgarstaðartanga. Fór tanginn allveg í kaf í flóði og var því alvaxinn þangi, fjörugrös, söl og öðrum sjáfargróðri. En fók af Kirkjubæjunum nýtti þennan tanga til þangskurðar, söl- og fjörugrasatínslu.


''Grásteinar'' einnig kallað ''Gráusteinar'' en það voru tveir gráir steinar sem stóðu við sjóinn fyrir ofan og austan Grasatanga. Var vinsæll leikstaður drengja frá Kirkjubæjunum.


''Sólboði'' var sker út af Urðunum sunnan við Þvottatanga. Fyrr á tíð var tekið lag á Leiðina með því að merkja sjó á Sólboða. Átti að taka lagið og róa inn, þegar ólagið gékk á boðan. Ef ólagi var sleppt inn fyrir boðan var álitið of seint að leggja á Leiðina.


''Þvottatangi'' var nokkru sunnar en Grasatangi en þar var þvegin ull frá Kirkjubæjum og Vilborgarstöðum. En það var venja að bera ull frá bæjunum til þvotta á urðirnar.


''Sléttaklöpp''. Af Urðunum sunnan við Þvottadranga tók við mjótt stórgrýtisbelti , en síðan kom aðdjúp vík inn í landið, þar sem sjór skvampaði alltaf í. Þá tók við sléttaklöpp sem voru stórar flatar klappir beint austur af Kirkjubæjum. Þær voru þurrar á fjöru og var þar fjöldin allur af lónum og pollum. Mikið var af kröbbum og ígulkerjum í pollunum og lónunum og mikið um söl á klöppunum.
''Rauðhellir''. Í jaðri stórgrýtisins fyrir ofan sléttuklöpp tók við nokkuð af rauðamöl og var þar Rauðhellir. Opið í hann var nokkuð ofarlega í Urðinni og var erfitt að finna hellinn. Þar var [[Jón Þorsteinsson]] píslarvottur, prestur að Kirkjubæ veginn í [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]] árið 1627.
''Sigurðarranka'' var þar sem vitinn á Urðum var fyrir gos. Sagt er að þar hafi áður verið fiskikró sem Sigurður nokkur hlóð. Kona hans var kölluð Ranka og var króin nefnd eftir henni.