„Tyrkjaránið“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


== Aðdragandi og sögulegt umhverfi Tyrkjaránsins í Vestmannaeyjum ==
== Aðdragandi og sögulegt umhverfi Tyrkjaránsins í Vestmannaeyjum ==
Þann 16. júlí 1627 gekk fjölmennt lið ræningja á land í Vestmanneyjum úr þremur sjóræningjaskipum frá Algeirsborg, núverandi höfuðborg Alsír, sem lagt höfðu upp í ránsleiðangur til Íslands meðal annarra landa á norðurslóðum. Þeir höfðu þegar farið um með ránshendi og drepið fólk á leið sinni um Austfirði frá 5. - 13. júlí. Þeir voru með alls 110 íslenska fanga um borð auk danskra sjómanna við komuna til Eyja. Eyjamenn sem þegar höfðu frétt af atferli ránsmanna í Grindavík höfðu í fyrstu nokkurn viðbúnað en þegar vikurnar liðu og ekkert sást til ræningja færðist værð yfir fólkið. Á leiðinni höfðu sjóræningjarnir hertekið enska duggu og neytt áhöfnina til að vísa sér góða leið til Vestmannaeyja. Sagan segir að einn áhafnarmanna af duggunni hafi vitað af fyrirhugaðri mótspyrnu við og því ráðlagt ræningjum frá því lenda þar. Sjómaðurinn sem var líklega vel kunnugir á þessum slóðum vísaði þeim á afvikinn áningarstað, á tanga, suður af [[Brimurð]] sem heitir síðan [[Ræningjatangi]]. Þaðan réðust ræningjarnir til atlögu Eyjamönnum að óvörum. Það hafði sést til skipanna seilast í átt til eyjanna allt frá því um morguninn en er kvölda tók yfirgaf varnarliðið stöður sínar því að margir töldu að þarna væri um dönsk varðskip að ræða og að auki höfðu þau vart mjakast nær vegna mótbyrs allan daginn.
Þann 16. júlí 1627 gekk fjölmennt lið ræningja á land í Vestmanneyjum úr þremur sjóræningjaskipum frá Algeirsborg, núverandi höfuðborg Alsír, sem lagt höfðu upp í ránsleiðangur til Íslands meðal annarra landa á norðurslóðum. Þeir höfðu þegar farið um með ránshendi og drepið fólk á leið sinni um Austfirði frá 5. - 13. júlí. Þeir voru með alls 110 íslenska fanga um borð auk danskra sjómanna við komuna til Eyja. Eyjamenn sem þegar höfðu frétt af atferli ránsmanna í Grindavík höfðu í fyrstu nokkurn viðbúnað en þegar vikurnar liðu og ekkert sást til ræningja færðist værð yfir fólkið. Á leiðinni höfðu sjóræningjarnir hertekið enska duggu og neytt áhöfnina til að vísa sér góða leið til Vestmannaeyja. Sagan segir að einn áhafnarmanna af duggunni hafi vitað af fyrirhugaðri mótspyrnu við og því ráðlagt ræningjum frá því lenda þar. Sjómaðurinn sem var líklega vel kunnugur á þessum slóðum vísaði þeim á afvikinn áningarstað, á tanga, suður af [[Brimurð]] sem heitir síðan [[Ræningjatangi]]. Þaðan réðust ræningjarnir til atlögu Eyjamönnum að óvörum. Það hafði sést til skipanna seilast í átt til eyjanna allt frá því um morguninn en er kvölda tók yfirgaf varnarliðið stöður sínar því að margir töldu að þarna væri um dönsk varðskip að ræða og að auki höfðu þau vart mjakast nær vegna mótvinds allan daginn.


== Tyrkjarán í Grindavík ==
== Tyrkjarán í Grindavík ==
Annar leiðangur ræningja frá Salé í Marokkó hafði þá nýlega yfirgefið Ísland eftir viðkomu í Grindavík þar sem þeir tóku 15 Íslendinga til fanga og drápu tvo. Einnig rændu þeir fé, hirtu öll verðmæti, hertóku tvö kaupskip og tóku áhafnirnar til fanga. Ferðinni var síðan heitið til Vestfjarða en sjóræningjarnir hættu við er þeir fréttu af enskum herskipum á þeim slóðum. Í staðinn var sótt að Bessastöðum þar sem tekið var á móti þeim með fallbyssuskotárás úr skansinum þar. Á fjöru strandaði skip þeirra á skeri. Þeim tóks að losna en þetta varð til þess að þeir hörfuðu heim á leið. Siglt var með fanga til Salé þar sem þeir voru seldir í þrældóm. einhverjir komust til baka úr þrældómnum þar. (Þorsteinn Helgason, Jón Þorsteinsson og Helgi Þorláksson.)
Annar leiðangur ræningja frá Salé í Marokkó hafði þá nýlega yfirgefið Ísland eftir viðkomu í Grindavík þar sem þeir tóku 15 Íslendinga til fanga og drápu tvo. Einnig rændu þeir fé, hirtu öll verðmæti, hertóku tvö kaupskip og tóku áhafnirnar til fanga. Ferðinni var síðan heitið til Vestfjarða en sjóræningjarnir hættu við er þeir fréttu af enskum herskipum á þeim slóðum. Í staðinn var sótt að Bessastöðum þar sem tekið var á móti þeim með fallbyssuskotárás úr Skansinum þar. Á fjöru strandaði skip þeirra á skeri. Þeim tóks að losna en þetta varð til þess að þeir hörfuðu heim á leið. Siglt var með fanga til Salé þar sem þeir voru seldir í þrældóm. einhverjir komust til baka úr þrældómnum þar. (Þorsteinn Helgason, Jón Þorsteinsson og Helgi Þorláksson.)


== Ástandið í Evrópu og verslunin við Englendinga ==
== Ástandið í Evrópu og verslunin við Englendinga ==
Lína 14: Lína 14:
Englendingar höfðu sótt miðin við Íslandsstrendur og stundað viðskipti í verulega mæli frá upphafi 15. aldar. Danir höfðu gert ítrekaðar tilraunir að banna eða a.m.k. takmarka umsvif Englendinga en því var tekið misalvarlega. Árið 1583 samþykktu Englendingar að versla ekki við Íslendinga og veiða aðeins á tilteknum svæðum með tilskildum leyfum. Dönum var sérstaklega í mun að vernda hagsmuni sína í Vestmannaeyjum því þær þóttu mjög arðbærar. Danakonungur talaði t.a.m. um löndin sín tvö; Ísland og Wespenö (Vestmannaeyjar).
Englendingar höfðu sótt miðin við Íslandsstrendur og stundað viðskipti í verulega mæli frá upphafi 15. aldar. Danir höfðu gert ítrekaðar tilraunir að banna eða a.m.k. takmarka umsvif Englendinga en því var tekið misalvarlega. Árið 1583 samþykktu Englendingar að versla ekki við Íslendinga og veiða aðeins á tilteknum svæðum með tilskildum leyfum. Dönum var sérstaklega í mun að vernda hagsmuni sína í Vestmannaeyjum því þær þóttu mjög arðbærar. Danakonungur talaði t.a.m. um löndin sín tvö; Ísland og Wespenö (Vestmannaeyjar).


Vegna ófriðar á Atlantshafi voru dönskum og enskum kaup- og fiskiskipum veitt fylgd á leiðinni til Íslands til að verjast sjóræningum en vegna bágs ástands bæði í Danmörku og í Englandi 1627 voru Íslandsstrendur auk danskra og enskra skipa nær óvarin fyrir árás Tyrkjanna.
Vegna ófriðar á Atlantshafi voru dönskum og enskum kaup- og fiskiskipum veitt fylgd á leiðinni til Íslands til að verjast sjóræningjum en vegna bágs ástands bæði í Danmörku og í Englandi 1627 voru Íslandsstrendur auk danskra og enskra skipa nær óvarin fyrir árás Tyrkjanna.


== Tyrkjaránið ==
== Tyrkjaránið ==
Lína 20: Lína 20:


== Innrásin hefst ==
== Innrásin hefst ==
Um þrjúhundruð manns stigu á land í Vestmannaeyjum, skiptu sér í þrjár fylkingar og héldu í átt að höfninni. Fyrsta fylkingin hélt í átt að Ofanleiti, önnur fór vestan [[Helgafell]]s og kom að bæjunum í Dölum. Þriðja fylkingin fór austan við Helgafell og komu þeir að Kirkjubæ og að Vilborgarstöðum. Á efstu bæjunum komu þeir eyjarbúum mest á óvart því ekki var búist við komu þeirra sunnan frá og átti fólkið þar sér engrar undankomu auðið. Íbúar neðar í byggðinni höfðu hins vegar einhverja viðvörun af háreistinni á eyjunni og gátu forðað sér á flótta. Sjóræningjarnir gripu alla sem urðu á vegi þeirra, bundu á höndum og fótum, og smöluðu þeim saman í dönsku verslunarhúsin.
Um þrjú hundruð manns stigu á land í Vestmannaeyjum, skiptu sér í þrjár fylkingar og héldu í átt að höfninni. Fyrsta fylkingin hélt í átt að Ofanleiti, önnur fór vestan [[Helgafell]]s og kom að bæjunum í Dölum. Þriðja fylkingin fór austan við Helgafell og komu þeir að Kirkjubæ og að Vilborgarstöðum. Á efstu bæjunum komu þeir eyjarbúum mest á óvart því ekki var búist við komu þeirra sunnan frá og átti fólkið þar sér engrar undankomu auðið. Íbúar neðar í byggðinni höfðu hins vegar einhverja viðvörun af háreistinni á eyjunni og gátu forðað sér á flótta. Sjóræningjarnir gripu alla sem urðu á vegi þeirra, bundu á höndum og fótum, og smöluðu þeim saman í dönsku verslunarhúsin.


== Flótti undan sjóræningjum ==
== Flótti undan sjóræningjum ==
Lína 35: Lína 35:


=== Lok flóttans ===
=== Lok flóttans ===
Ræningjarnir leituðu að flóttafólki fram á kvöld þann 18. júlí. Talið er að um 200 manns hafi tekist að fela sig fyrir ræningjunum í þá þrjá sólahringa sem á þessari heimsókn stóð. Eftir að öllum föngunum hafði verið komið fyrir í dönsku verslunarhúsunum, [[Dönskuhús|Dönskuhúsum]], var hafist handa við að skilja að þá sem átti að flytja með til Algeirsborgar og hina sem ekki var líkegt að lifðu ferðina af. Þeir sem ekki voru líklegir til sölu voru þvingaðir inn í verslunarhúsin á ný, útgönguleiðir voru byrgðar og kveikt í húsunum. Ræningjarnir brenndu einnig [[Landakirkja|Landakirku]] og höfðu á brott með sér skip danska skipstjórans sem honum hafði ekki tekist að sökkva. Talið er að alls hafi um 36 manns verið teknir af lífi. Ræningjarnir eru hafa líklega yfirgefið eyjarnar með 243 fanga sína, sem var þá líklega um helmingur íbúa. Einnig höfðu þeir á brott með sér búfénað, kirkjumuni og margt annað verðmætt.  
Ræningjarnir leituðu að flóttafólki fram á kvöld þann 18. júlí. Talið er að um 200 manns hafi tekist að fela sig fyrir ræningjunum í þá þrjá sólahringa sem á þessari heimsókn stóð. Eftir að öllum föngunum hafði verið komið fyrir í dönsku verslunarhúsunum, [[Dönskuhús|Dönskuhúsum]], var hafist handa við að skilja að þá sem átti að flytja með til Algeirsborgar og hina sem ekki var líklegt að lifðu ferðina af. Þeir sem ekki voru líklegir til sölu voru þvingaðir inn í verslunarhúsin á ný, útgönguleiðir voru byrgðar og kveikt í húsunum. Ræningjarnir brenndu einnig [[Landakirkja|Landakirkju]] og höfðu á brott með sér skip danska skipstjórans sem honum hafði ekki tekist að sökkva. Talið er að alls hafi um 36 manns verið teknir af lífi. Ræningjarnir eru hafa líklega yfirgefið eyjarnar með 243 fanga sína, sem var þá líklega um helmingur íbúa. Einnig höfðu þeir á brott með sér búfénað, kirkjumuni og margt annað verðmætt.  


== „Tyrkirnir“ ==
== „Tyrkirnir“ ==
Lína 47: Lína 47:
Það verður þó að skoða þetta þrælahald með hliðsjón af því að um 1627 var þríhyrningsverslunin í bernsku sinni. Bretar, Frakkar, Hollendingar og margar aðrar þjóðir stunduðu þrælahald í stórum stíl til þess að halda uppi nýlendum sínum. Munurinn var kannski helst sá að Tyrkirnir stunduðu ekki bara þrælahald, heldur einnig ''þrælasöfnun'' — á meðan að hinar þjóðirnar forðuðust að óhreinka hendur sínar (og mannorð) við slíkt, og keyptu mestan part sinna þræla frá Tyrkjum og öðrum þjóðum sem áttu lönd að strandlínu Afríku.
Það verður þó að skoða þetta þrælahald með hliðsjón af því að um 1627 var þríhyrningsverslunin í bernsku sinni. Bretar, Frakkar, Hollendingar og margar aðrar þjóðir stunduðu þrælahald í stórum stíl til þess að halda uppi nýlendum sínum. Munurinn var kannski helst sá að Tyrkirnir stunduðu ekki bara þrælahald, heldur einnig ''þrælasöfnun'' — á meðan að hinar þjóðirnar forðuðust að óhreinka hendur sínar (og mannorð) við slíkt, og keyptu mestan part sinna þræla frá Tyrkjum og öðrum þjóðum sem áttu lönd að strandlínu Afríku.


== Afdrif brottnumdu Vestmannaeyinga ==
== Afdrif brottnuminna Vestmannaeyinga ==
Tyrkirnir rændu 242 Vestmannaeyingum. Þegar komið var til Algeirsborgar var fólkið selt hæstbjóðanda. Algeirsborg var höfuðborg sjóræningja og var illræmt ræningjabæli. Flestir voru seldir sem almennir þrælar en nokkrar konur voru keyptar í hjúskap, voru þær keyptar út á fríðleik og gjörvileik. Meðferðin á þeim konum var mun mannúðlegri en í garð óbreyttra þræla. Þær konur fengu ambáttir og þræla til að stjana við sig. [[Anna Jasparsdóttir]] var seld háu verði ríkum höfðingja, Iss Hamett að nafni. Hún lifði í lystisemdum og var af almenningi kölluð drottningin af Algeirsborg. Hún fékk mann sinn til þess að greiða lausnargjald fyrir föður sinn og farareyri til Vestmannaeyja.  
Tyrkirnir rændu 242 Vestmannaeyingum. Þegar komið var til Algeirsborgar var fólkið selt hæstbjóðanda. Algeirsborg var höfuðborg sjóræningja og var illræmt ræningjabæli. Flestir voru seldir sem almennir þrælar en nokkrar konur voru keyptar í hjúskap, voru þær keyptar út á fríðleik og gjörvileik. Meðferðin á þeim konum var mun mannúðlegri en í garð óbreyttra þræla. Þær konur fengu ambáttir og þræla til að stjana við sig. [[Anna Jasparsdóttir]] var seld háu verði ríkum höfðingja, Iss Hamett að nafni. Hún lifði í lystisemdum og var af almenningi kölluð drottningin af Algeirsborg. Hún fékk mann sinn til þess að greiða lausnargjald fyrir föður sinn og farareyri til Vestmannaeyja.  


Lína 54: Lína 54:
[[Ólafur Egilsson|Ólafi Egilssyni]], öldruðum presti, var sleppt stuttu eftir komuna til Algeirsborgar til þess að hann gæti skipulagt söfnun lausnargjalds heima á Íslandi. Söfnunin gekk heldur dræmt fyrst um sinn enda Vestmannaeyjar í lamasessi eftir árásina og brottnám um helmings íbúanna og danska konungsveldið var í fjárhagsvandræðum. Hann sté á land í Veswtmannaeyjum 6. júli 1628, rétt tæpu ári eftir brottflutninginn. Hann færði fólkinu fréttir sem ollu fögnuði og hryggð.
[[Ólafur Egilsson|Ólafi Egilssyni]], öldruðum presti, var sleppt stuttu eftir komuna til Algeirsborgar til þess að hann gæti skipulagt söfnun lausnargjalds heima á Íslandi. Söfnunin gekk heldur dræmt fyrst um sinn enda Vestmannaeyjar í lamasessi eftir árásina og brottnám um helmings íbúanna og danska konungsveldið var í fjárhagsvandræðum. Hann sté á land í Veswtmannaeyjum 6. júli 1628, rétt tæpu ári eftir brottflutninginn. Hann færði fólkinu fréttir sem ollu fögnuði og hryggð.


[[Mynd:Gudda1.JPG|thumb|250px|left|Listræn höggmynd af Tyrkja-Guddu]]
[[Mynd:Gudda1.JPG|thumb|250px|left|Listræn höggmynd af Tyrkja-Guddu.]]
Tilraunir til að frelsa þrælana bar fyrst árangur með almennri fjársöfnun á Íslandi, í Danmörku og í Noregi nokkrum árum síðar. Um 35 Íslendingar voru leystir úr ánauð og af þeim sneru 27 aftur lifandi til Vestmannaeyja eftir 9 ára vist í Alsír. Margir karlmannanna gátu greitt eigin lausnargjöld með því fé sem þeir höfðu unnið sér inn með vinnu sinni í Algeirsborg. Lausnargjöld kvennanna voru hærri; t.d. var borgað hæsta lausnargjaldið fyrir konu séra Ólafs, en hún var seinni kona hans, ung og fríð. Nokkrum tókst að leysa sig á annan hátt t.d. með því að slá sér lán hjá hollenskum kaupmönnum.
Tilraunir til að frelsa þrælana bar fyrst árangur með almennri fjársöfnun á Íslandi, í Danmörku og í Noregi nokkrum árum síðar. Um 35 Íslendingar voru leystir úr ánauð og af þeim sneru 27 aftur lifandi til Vestmannaeyja eftir 9 ára vist í Alsír. Margir karlmannanna gátu greitt eigin lausnargjöld með því fé sem þeir höfðu unnið sér inn með vinnu sinni í Algeirsborg. Lausnargjöld kvennanna voru hærri; t.d. var borgað hæsta lausnargjaldið fyrir konu séra Ólafs, en hún var seinni kona hans, ung og fríð. Nokkrum tókst að leysa sig á annan hátt t.d. með því að slá sér lán hjá hollenskum kaupmönnum.


Jón Jónsson, sem kallaði sig [[Jón Westmann]], fékk menntun og komst til mikilla metorða. Hann varð skipherra og fór í sjóræningaferðir. Hann lést í Kaupmannahöfn 24 árum eftir Tyrkjaránið. 10 árum eftir ránið komu 27 Íslendingar heim úr Barbaríinu. Flestir voru úr Vestmannaeyjum. Ein þeirra sem kom heim var [[Guðrún Símonardóttir]]. Hún var gift [[Hallgrími Péturssyni]]. Hún skrifaði frægt bréf frá Algeirsborg sem að varðveist hefur fram á okkar dag. Hér er bréfið frá Guðrúnu, sem oft er nefnd Tyrkja-Gudda:  
Jón Jónsson, sem kallaði sig [[Jón Westmann]], fékk menntun og komst til mikilla metorða. Hann varð skipherra og fór í sjóræningjaferðir. Hann lést í Kaupmannahöfn 24 árum eftir Tyrkjaránið. 10 árum eftir ránið komu 27 Íslendingar heim úr Barbaríinu. Flestir voru úr Vestmannaeyjum. Ein þeirra sem kom heim var [[Guðrún Símonardóttir]]. Hún var gift [[Hallgrími Péturssyni]]. Hún skrifaði frægt bréf frá Algeirsborg sem að varðveist hefur fram á okkar dag. Hér er bréfið frá Guðrúnu, sem oft er nefnd Tyrkja-Gudda:  


<div style="background:#e0e0e0;">
<div style="background:#e0e0e0;">
Lína 75: Lína 75:


==Nýjar varnir==
==Nýjar varnir==
Eftir Tyrkjaránið kom einnig í ljós að Vestmannaeyingar þurftu nauðsynlega á vörnum að halda. Stjórnvöld hröðuðu viðgerðum á varnavirkinu, Skansinum, sem var upprunalega byggt árið 1586 til að verja konungsverlunina í Eyjum ágangi breskra kaup- og sjómanna. Danskur herþjálfari var fenginn til að hafa umsjón með landvörnum frá Skansinum. Starf hans fól í sér að skipuleggja vökur á Helgafelli og að hafa gát á skipum. Hann átti einnig að stofna og þjálfa upp herlið heimamanna. Æfingar voru haldnar einu sinni í viku og voru allir byssufærir menn skyldaðir til þátttöku. Árið 1639 tók [[Jón Ólafsson Indíafari]] við stöðu byssuskyttu við Skansinn og eftirmaður hans og síðasta byssuskytta Skansins var [[Gunnar Ólafsson]]. Vestmannaeyingar héldu vökur á Helgafelli fram yfir árið 1700.
Eftir Tyrkjaránið kom einnig í ljós að Vestmannaeyingar þurftu nauðsynlega á vörnum að halda. Stjórnvöld hröðuðu viðgerðum á varnavirkinu, Skansinum, sem var upprunalega byggt árið 1586 til að verja konungsverslunina í Eyjum ágangi breskra kaup- og sjómanna. Danskur herþjálfari var fenginn til að hafa umsjón með landvörnum frá Skansinum. Starf hans fól í sér að skipuleggja vökur á Helgafelli og að hafa gát á skipum. Hann átti einnig að stofna og þjálfa upp herlið heimamanna. Æfingar voru haldnar einu sinni í viku og voru allir byssu færir menn skyldaðir til þátttöku. Árið 1639 tók [[Jón Ólafsson Indíafari]] við stöðu byssuskyttu við Skansinn og eftirmaður hans og síðasta byssuskytta Skansins var [[Gunnar Ólafsson]]. Vestmannaeyingar héldu vökur á Helgafelli fram yfir árið 1700.


== Sagnaritun ==
== Sagnaritun ==
943

breytingar

Leiðsagnarval