„Tyrkjaránið“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 32: Lína 32:
::''Guðrún Símonardóttir frá Bakkagerði í Vestmannaeyjum.''
::''Guðrún Símonardóttir frá Bakkagerði í Vestmannaeyjum.''
</div>
</div>
== Félagsleg vandamál í kjölfar Tyrkjaránsins ==
Margvísleg vandamál sköpuðust í hinni löngu fjarveru Íslendinganna. Margir karlar höfðu t.a.m. misst eiginkonur sínar í hendur Tyrkjanna og öfugt. Makarnir sem heima sátu tóku oft saman við aðra í sömu stöðu. Ekki var mögulegt að veita giftingarleyfi nema maki hefði verið fjarverandi í 7 ár og því taldist athæfið hórdómur sem samkvæmt lögum var refsiverður með dauðadómi.. Fæstum þótti mannúðlegt að beita þessari hörðu hegningu á samfélagið sem hafði þegar þolað svo mikið. Því var leitast við að fá dóma mildaða í slíkum tilfellum. Gefinn var út heldur loðinn konungsúrskurður en hann var túlkaður á þá leið að milda skyldi dóma yfir fólki í þessari stöðu.
Varnir í Vestmannaeyjum í kjölfar Tyrkjaránsins
==Nýjar varnir==
Eftir Tyrkjaránið kom einnig í ljós að Vestmannaeyingar þurftu nauðsynlega á vörnum að halda. Stjórnvöld hröðuðu viðgerðum á varnavirkinu, Skansinum, sem var upprunalega byggt árið 1586 til að verja konungsverlunina í Eyjum ágangi breskra kaup- og sjómanna. Danskur herþjálfari var fenginn til að hafa umsjón með landvörnum frá Skansinum. Starf hans fól í sér að skipuleggja vökur á Helgafelli og að hafa gát á skipum. Hann átti einnig að stofna og þjálfa upp herlið heimamanna. Æfingar voru haldnar einu sinni í viku og voru allir byssufærir menn skyldaðir til þátttöku. Árið 1639 tók Jón Ólafsson Indíafari við stöðu byssuskyttu við Skansinn og eftirmaður hans og síðasta byssuskytta Skansins var Gunnar Ólafsson. Vestmannaeyingar héldu vökur á Helgafelli fram yfir árið 1700.


== Sagnaritun ==
== Sagnaritun ==