„Tyrkjaránið“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2: Lína 2:


== Aðdragandi og sögulegt umhverfi Tyrkjaránsins í Vestmannaeyjum ==
== Aðdragandi og sögulegt umhverfi Tyrkjaránsins í Vestmannaeyjum ==
Þann 16. júlí 1627 gekk fjölmennt lið ræningja á land í Vestmanneyjum úr þremur sjóræningjaskipum frá Algeirsborg, höfuðborg Alsír, sem lagt höfðu upp í ránsleiðangur til Íslands meðal annarra landa á norðurslóðum. Þeir höfðu þegar farið um með ránshendi og drepið fólk á leið sinni um Austfirði frá 5. - 13. júlí. Þeir voru með alls 110 íslenska fanga um borð auk danskra sjómanna við komuna til Eyja. Eyjamenn sem þegar höfðu frétt af atferli ránsmanna í Grindavík höfðu í fyrstu nokkurn viðbúnað en þegar vikurnar liðu og ekkert sást til ræningja færðist værð yfir fólkið. Á leiðinni höfðu sjóræningjarnir hertekið enska duggu og neytt áhöfnina til að vísa sér góða leið til Vestmannaeyja. Sagan segir að einn áhafnarmanna af duggunni hafi vitað af fyrirhugaðri mótspyrnu við og því ráðlagt ræningjum frá því lenda þar. Sjómaðurinn sem var líklega vel kunnugir á þessum slóðum vísaði þeim á afvikinn áningarstað, á tanga, suður af Brimurð sem heitir síðan [[Ræningjatangi]]. Þaðan réðust ræningjarnir til atlögu Eyjamönnum að óvörum. Það hafði sést til skipanna seilast í átt til eyjanna allt frá því um morguninn en er kvölda tók yfirgaf varnarliðið stöður sínar því að margir töldu að þarna væri um dönsk varðskip að ræða og að auki höfðu þau vart mjakast nær vegna mótbyrs allan daginn.  
Þann 16. júlí 1627 gekk fjölmennt lið ræningja á land í Vestmanneyjum úr þremur sjóræningjaskipum frá Algeirsborg, höfuðborg Alsír, sem lagt höfðu upp í ránsleiðangur til Íslands meðal annarra landa á norðurslóðum. Þeir höfðu þegar farið um með ránshendi og drepið fólk á leið sinni um Austfirði frá 5. - 13. júlí. Þeir voru með alls 110 íslenska fanga um borð auk danskra sjómanna við komuna til Eyja. Eyjamenn sem þegar höfðu frétt af atferli ránsmanna í Grindavík höfðu í fyrstu nokkurn viðbúnað en þegar vikurnar liðu og ekkert sást til ræningja færðist værð yfir fólkið. Á leiðinni höfðu sjóræningjarnir hertekið enska duggu og neytt áhöfnina til að vísa sér góða leið til Vestmannaeyja. Sagan segir að einn áhafnarmanna af duggunni hafi vitað af fyrirhugaðri mótspyrnu við og því ráðlagt ræningjum frá því lenda þar. Sjómaðurinn sem var líklega vel kunnugir á þessum slóðum vísaði þeim á afvikinn áningarstað, á tanga, suður af Brimurð sem heitir síðan [[Ræningjatangi]]. Þaðan réðust ræningjarnir til atlögu Eyjamönnum að óvörum. Það hafði sést til skipanna seilast í átt til eyjanna allt frá því um morguninn en er kvölda tók yfirgaf varnarliðið stöður sínar því að margir töldu að þarna væri um dönsk varðskip að ræða og að auki höfðu þau vart mjakast nær vegna mótbyrs allan daginn.
== Sagan af Sængurkonusteini==
Sagan um Sængurkonustein er líka alkunn. Kona ein ól barn sitt þar en steinninn er norðvestur af Helgafelli. Ræningjarnir hlífðu bæði konunni og barninu og reif annar af skikkjunni sinni til að sveipa um barnið
 
== Lok flóttans ==
Ræningjarnir leituðu að flóttafólki fram á kvöld þann 18. júlí. Talið er að um 200 manns hafi tekist að fela sig fyrir ræningjunum í þá þrjá sólahringa sem á þessari heimsókn stóð. Eftir að öllum föngunum hafði verið komið fyrir í dönsku verslunarhúsunum var hafist handa við að skilja að þá sem átti að flytja með til Algeirsborgar og hina sem ekki var líkegt að lifðu ferðina af. Þeir sem ekki voru líklegir til sölu voru þvingaðir inn í verslunarhúsin á ný, útgönguleiðir voru byrgðar og kveikt í húsunum. Ræningjarnir brenndu einnig Landakirku og höfðu á brott með sér skip danska skipstjórans sem honum hafði ekki tekist að sökkva. Talið er að alls hafi um 36 manns verið teknir af lífi. Ræningjarnir eru hafa líklega yfirgefið eyjarnar með 243 fanga sína, sem var þá líklega um helmingur íbúa. Einnig höfðu þeir á brott með sér búfénað, kirkjumuni og margt annað verðmætt.
 


== "Tyrkirnir" ==
== "Tyrkirnir" ==