„Sveinn Jónsson (Sveinsstöðum)“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 9: Lína 9:
Grein hans er hér birt orðrétt:<br>
Grein hans er hér birt orðrétt:<br>
'''Sveinn Jónsson''' var fæddur 19. apríl 1862 á Steinum undir Eyjafjöllum, sonur Jóns bónda á Steinum og síðar á Leirum, f. 13. júlí 1837, d. 24. febr. 1894, Helgasonar á Kálfhaga í Flóa, Guðmundssonar, og konu hans (20. okt. 1858) Guðrúnar, f. 1837, d. 13. okt. 1896, Sveinsdóttur frá Skógum, Ísleifssonar í Ytri-Skógum, Jónssonar ríkisbónda og lögréttumanns í Selkoti undir Eyjafjöllum, Ísleifssonar á Lambafelli, Magnússonar. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Steinum og næsta bæ, Leirum, unz hann var 12 ára, er hann missti föður sinn, en síðan hjá móðursystur sinni á Steinum. 14 ára hóf hann róðra í Vestmannaeyjum, en hélt til Reykjavíkur 1883 til að læra trésmíði. "Þá var eg 21 árs að aldri; hafði ekki farið neitt að heiman, utan róið sjö vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum, enda hafði eg ekkert lært nema að slá og róa," sagði hann síðar. Lærði hann trésmíðina hjá Þorkatli Gíslasyni og fekk sveinsbréf 1886. Fluttist svo til Vestmannaeyja 1887 og starfaði þar sem trésmiður í 11 ár, eignaðist þar konu og átti með henni sín börn, en var upp frá því trésmíðameistari í Reykjavík frá 1898. Sumarið áður en hann fluttist þangað alkominn var hann þar við smíðar á barnaskólahúsinu. Hann var tvívegis við smíðar á Austfjörðum, Eskifirði, og einnig í Vík í Mýrdal. Varð hann yfirsmiður 40 húsa, m.a. húss Sturlu kaupmanns Jónssonar, Hallbergs og Halldórs Jónssonar bankagjaldkera o.m.fl., en þekktastur er hann fyrir þátt sinn í Völundarfélaginu, sem m.a. byggði Íslandsbanka, Gutenberg, Iðnskólann og Kleppsspítalann, áður en hann gerðist kaupmaður. En sem byggingameistari og hjá Völundi reisti Sveinn mörg stórhýsi og var alkunnur maður að dugnaði, vandvirkni og framtakssemi. Árið 1902 keypti hann Miðvöll og Suðurvöll (Miðstræti) í þeim tilgangi að skipta túnunum niður í byggingarlóðir. Byggði hann þar flest timburhúsin sjálfur í hinum reisulega sveitser-stíl, sem borizt hafði hingað frá Noregi, en átt upptök sín í Mið-Evrópu.
'''Sveinn Jónsson''' var fæddur 19. apríl 1862 á Steinum undir Eyjafjöllum, sonur Jóns bónda á Steinum og síðar á Leirum, f. 13. júlí 1837, d. 24. febr. 1894, Helgasonar á Kálfhaga í Flóa, Guðmundssonar, og konu hans (20. okt. 1858) Guðrúnar, f. 1837, d. 13. okt. 1896, Sveinsdóttur frá Skógum, Ísleifssonar í Ytri-Skógum, Jónssonar ríkisbónda og lögréttumanns í Selkoti undir Eyjafjöllum, Ísleifssonar á Lambafelli, Magnússonar. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Steinum og næsta bæ, Leirum, unz hann var 12 ára, er hann missti föður sinn, en síðan hjá móðursystur sinni á Steinum. 14 ára hóf hann róðra í Vestmannaeyjum, en hélt til Reykjavíkur 1883 til að læra trésmíði. "Þá var eg 21 árs að aldri; hafði ekki farið neitt að heiman, utan róið sjö vetrarvertíðir í Vestmannaeyjum, enda hafði eg ekkert lært nema að slá og róa," sagði hann síðar. Lærði hann trésmíðina hjá Þorkatli Gíslasyni og fekk sveinsbréf 1886. Fluttist svo til Vestmannaeyja 1887 og starfaði þar sem trésmiður í 11 ár, eignaðist þar konu og átti með henni sín börn, en var upp frá því trésmíðameistari í Reykjavík frá 1898. Sumarið áður en hann fluttist þangað alkominn var hann þar við smíðar á barnaskólahúsinu. Hann var tvívegis við smíðar á Austfjörðum, Eskifirði, og einnig í Vík í Mýrdal. Varð hann yfirsmiður 40 húsa, m.a. húss Sturlu kaupmanns Jónssonar, Hallbergs og Halldórs Jónssonar bankagjaldkera o.m.fl., en þekktastur er hann fyrir þátt sinn í Völundarfélaginu, sem m.a. byggði Íslandsbanka, Gutenberg, Iðnskólann og Kleppsspítalann, áður en hann gerðist kaupmaður. En sem byggingameistari og hjá Völundi reisti Sveinn mörg stórhýsi og var alkunnur maður að dugnaði, vandvirkni og framtakssemi. Árið 1902 keypti hann Miðvöll og Suðurvöll (Miðstræti) í þeim tilgangi að skipta túnunum niður í byggingarlóðir. Byggði hann þar flest timburhúsin sjálfur í hinum reisulega sveitser-stíl, sem borizt hafði hingað frá Noregi, en átt upptök sín í Mið-Evrópu.
 
[[Mynd:Volundur.jpg|thumb|200px|''Hús Völundar hf.]]
[[Mynd:Ur Volundi.jpg|thumb|200px|''Úr trésmiðju Völundar hf.]]
Vorið 1902 tóku Sveinn og sex aðrir trésmiðir í Reykjavík (Guðmundur Jakobsson, Einar Pálsson, Helgi Thordersen, Hjörtur Hjartarson, Jón Sveinsson og Sigvaldi Bjarnason) sig saman um að stofna hlutafélag til þess að setja þar upp trésmíðaverksmiðju og sóttu þá um kaup á Klapparlóð svonefndri til að reisa þar verksmiðjuna. Ekki fór svo, að bæjarstjórnin féllist á þá skilmála, sem í boði voru, og varð þá ekki úr þessu né fyrirheitnu 15.000 króna láni úr landsjóði. En fimmtudaginn 25. febrúar 1904 var trésmiðafélagið Völundur hf. stofnað, og var Sveinn meðal stofnenda, ásamt Magnúsi Th. S. Blöndahl, Hirti Hjartarsyni, Sigvalda Bjarnasyni, Guðmundi Jakobssyni, Sigfúsi Eymundssyni bóksala og Ólafi Sveinssyni gullsmið. Segir í lögum félagsins, að hlutverk þess sé að vinna að timbursmíði í verksmiðju, sem sett verði á stofn í Reykjavík, og reka timburverzlun. Upphaflegt stofnfé var 12.000 krónur, er skiptist í 40 hluti og hver hlutur 300 kr., en þó ákveðið, að stofnféð mætti vera allt að 20.000, en 15. febr. 1905 samþykkt að það mætti vera 100.000 kr. Á fundi 30. okt. 1906 var ákveðið að auka veltufé félagsins upp í allt að 200.000 kr. og gefa út 100 króna hlutabréf. Sat Sveinn í stjórn Völundar frá stofnun. Magnús Blöndahl hafði áður rekið timburverzlun í félagi við sex aðra menn, og áttu þeir hús og lóð við Vonarstræti. Þá eign keypti Völundur 1. apríl 1904 og rak frá þeim tíma timburverzlun. Vorið 1904 fær félagið vilyrði fyrir kaupum á Klapparlóðinni (sem úr varð vorið 1905) og leyfi til að byggja þar timburgeymsluhús og byrja á grunni undir fyrirhugaða verksmiðju. Fór Magnús til timburkaupa fyrir félagið um veturinn, og þá réð það danskan mann, Rostgaard, til að annast um smíði og kaup á vélum til verksmiðjurnar. Kom hann hingað með vélarnar í ágúst 1905, og var þá strax tekið að koma þem fyrir, en verksmiðjan var fullger og tók til starfa 7. nóv. 1905.
Vorið 1902 tóku Sveinn og sex aðrir trésmiðir í Reykjavík (Guðmundur Jakobsson, Einar Pálsson, Helgi Thordersen, Hjörtur Hjartarson, Jón Sveinsson og Sigvaldi Bjarnason) sig saman um að stofna hlutafélag til þess að setja þar upp trésmíðaverksmiðju og sóttu þá um kaup á Klapparlóð svonefndri til að reisa þar verksmiðjuna. Ekki fór svo, að bæjarstjórnin féllist á þá skilmála, sem í boði voru, og varð þá ekki úr þessu né fyrirheitnu 15.000 króna láni úr landsjóði. En fimmtudaginn 25. febrúar 1904 var trésmiðafélagið Völundur hf. stofnað, og var Sveinn meðal stofnenda, ásamt Magnúsi Th. S. Blöndahl, Hirti Hjartarsyni, Sigvalda Bjarnasyni, Guðmundi Jakobssyni, Sigfúsi Eymundssyni bóksala og Ólafi Sveinssyni gullsmið. Segir í lögum félagsins, að hlutverk þess sé að vinna að timbursmíði í verksmiðju, sem sett verði á stofn í Reykjavík, og reka timburverzlun. Upphaflegt stofnfé var 12.000 krónur, er skiptist í 40 hluti og hver hlutur 300 kr., en þó ákveðið, að stofnféð mætti vera allt að 20.000, en 15. febr. 1905 samþykkt að það mætti vera 100.000 kr. Á fundi 30. okt. 1906 var ákveðið að auka veltufé félagsins upp í allt að 200.000 kr. og gefa út 100 króna hlutabréf. Sat Sveinn í stjórn Völundar frá stofnun. Magnús Blöndahl hafði áður rekið timburverzlun í félagi við sex aðra menn, og áttu þeir hús og lóð við Vonarstræti. Þá eign keypti Völundur 1. apríl 1904 og rak frá þeim tíma timburverzlun. Vorið 1904 fær félagið vilyrði fyrir kaupum á Klapparlóðinni (sem úr varð vorið 1905) og leyfi til að byggja þar timburgeymsluhús og byrja á grunni undir fyrirhugaða verksmiðju. Fór Magnús til timburkaupa fyrir félagið um veturinn, og þá réð það danskan mann, Rostgaard, til að annast um smíði og kaup á vélum til verksmiðjurnar. Kom hann hingað með vélarnar í ágúst 1905, og var þá strax tekið að koma þem fyrir, en verksmiðjan var fullger og tók til starfa 7. nóv. 1905.


Leiðsagnarval