Sveinn Jónsson (Landamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. júlí 2006 kl. 09:09 eftir Margret (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. júlí 2006 kl. 09:09 eftir Margret (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sveinn Jónsson, Landamótum, var fæddur að Yztaskála undir Eyjafjöllum þann 1. desember 1887. Sveinn byrjaði sjóróðra í Vestmannaeyjum um 1900 á skipi hjá Vigfúsi Jónssyni í Holti og er með honum þar til þeir kaupa Sigurð árið 1907. Árið 1911 kaupir Sveinn Sæfara með fleiri mönnum og ári síðar hefur hann formennsku á honum. Þann 5. janúar 1916 missir hann bátinn í ofsaveðri. Mannbjörg varð. Sveinn lét smíða annan bát, Ingólf Arnarson sem hann var með til 1922. Eftir það var hann með hina ýmsu báta til 1930 er hann lét af formennsku.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.