„Surtsey“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
119 bæti fjarlægð ,  11. nóvember 2005
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
{{Eyjur}}
{{Eyjur}}
Það voru skipverjar á [[Ísleifi II]]. sem tilkynntu um neðansjávareldgos að morgni 14. nóvember 1963. Þá mældu þeir sjávarhita í hálfrar mílu (900m) fjarlægð í kringum 10°C.  
Það voru skipverjar á [[Ísleifi II]] sem tilkynntu um neðansjávareldgos að morgni 14. nóvember 1963. Þá mældu þeir sjávarhita í hálfrar mílu (um 900 metra) fjarlægð í um 10°C.  


Gosið magnaðist hratt og fjórum tímum eftir að tilkynnt var um gosið hafði gosmökkurinn náð 3.500 metra hæð. Daginn eftir árdegis, sást í gosmekkinum að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist nokkrum dögum áður en þess varð vart. Þann 12. nóvember fannst brennisteinslykt í lofti í suðvestanátt við Vík í Mýrdal, en engra jarðhræringa hafði orðið vart dagana fyrir uppkomu gossins. Gosið stóð fram til 5. júní 1967 eða í um það bil þrjú og hálft ár. Eyjan er um 20 km suðvestur af [[Heimaey]], eða um 30 km suðvestur af Landeyjasandi á meginlandi Íslands.  
Gosið magnaðist hratt og fjórum tímum eftir að tilkynnt var um gosið hafði gosmökkurinn náð 3.500 metra hæð. Strax daginn eftir var gosmökkurinn kominn í rúmlega 9.000 metra hæð og uppa hafði hlaðist gjóskubunki sem náði 10 metra upp fyrir sjávarmál þar sem áður var 130 metra sjávardýpi og því er líklegt að gosið hafi hafist nokkrum dögum áður en þess varð fyrst vart. Í suðvestan átt þann 12. nóvember fannst brennisteinslykt í lofti við Vík í Mýrdal en engra jarðhræringa hafði orðið vart dagana fyrir uppkomu gossins. Gosið stóð með hléum fram til 5. júní 1967 eða í um það bil þrjú og hálft ár. Eyjan er um 20 km suðvestur af [[Heimaey]], eða um 30 km suðvestur af Landeyjasandi á meginlandi Íslands.  


[[Mynd:Surtsey-gos.jpg|thumb|left|Surtseyjargosið.]]
[[Mynd:Surtsey-gos.jpg|thumb|left|Surtseyjargosið.]]
Varð þá til við gosið syðsta eyjan í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjaklasanum]], og jafnframt á Íslandi, en miðpunktur hennar er 63°18'N, 20°36'W. Hún er jafnframt eina eyjan sem hefur myndast á sögulegum tíma við Ísland, og myndaðist hún í mesta neðansjávareldgosi sem mælst hefur á sögulegum tíma.
Við gosið varð til syðsta eyjan í [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyjaklasanum]], og jafnframt á Íslandi, en miðpunktur hennar er 63°18'N, 20°36'W. Hún er jafnframt eina eyjan sem hefur myndast á sögulegum tíma við Ísland og myndaðist hún í mesta neðansjávareldgosi sem sögur fara af.


Eyjan fékk nafnið Surtsey og er nafnið tekið úr norrænni goðafræði. Minnst er á Surt hinn svarta í Völuspá: „''Surtr ferr sunnan; með sviga lævi''“.  
Eyjan fékk nafnið Surtsey og er nafnið tekið úr norrænni goðafræði. Minnst er á Surt hinn svarta í Völuspá: „''Surtr ferr sunnan; með sviga lævi''“.  
Strax þegar eyjan myndaðist sáu vísindamenn hversu frábært tækifæri þeir höfðu til þess að rannsaka nýja eyju og myndun lífs á eynni. Surtsey var því friðlýst, og er því á náttúruminjaskrá. Vísindamenn vildu komast því hvort líf kæmist á fót af sjálfu sér eða hvort maðurinn þyrfti að hafa eitthvað með málin að gera. Umferð þangað er aðeins leyfð í vísindaskyni og þarf leyfi '''Surtseyjarfélagsins''' fyrir heimsókn í eyjuna.
Strax þegar eyjan myndaðist sáu vísindamenn hversu frábært tækifæri þeir höfðu til þess að rannsaka nýja eyju og landnám lífs á eynni. Surtsey var því friðlýst samkvæmt lögum um náttúruvernd (lög 44/1999). Vísindamenn hafa því tækifæri til fylgjast með hvernig líf tekur land og þróast á nýjum stað. Umferð í Surtsey er aðeins leyfð í vísindaskyni og þarf leyfi '''Surtseyjarfélagsins''' til að heimsækja eyjuna.


Nokkrar smáeyjar mynduðust í neðansjávargosunum. Mánuði eftir upphaf gossins opnaðist eldstöð austan við Surtsey og var opin frá desember til janúar 1964. Engin eyja myndaðist en á yfirborðinu mátti sjá hraunkúlur þeytast í loft upp. Árið 1965 mynduðust tvær eyjar, Syrtlingur og Jólnir, sem varð til á jóladag sama ár. Hvorug eyjanna þoldi ágang Norður-Atlantshafsins og hurfu báðar af yfirborði sjávar. Eflaust er forvitnilegt að skoða umhverfi Surtseyjar neðansjávar. Þar eru leifar Syrtlings og Jólnis og ætti að vera komið blómlegt líf þar, með kóröllum og lífi.
Nokkrar gossprungur opnuðust við Surtsey á meðan á gosinu stóð. Mánuði eftir upphaf gossins opnaðist sprunga norðaustan við Surtsey sem gefið var nafnið Surtla en engin eyja myndaðist. Árið 1965 mynduðust tvær eyjar, Syrtlingur austnorðaustan við Surtsey og Jólnir suðvestan Surtseyjar. Báðar eyjarnar létu undan ágangi Norður-Atlantshafsins og hurfu í hafið.


Surtsey hefur ekki farið varhluta af ágangi sjávar og sést það vel á stærð hennar. Þegar gosinu lauk var stærð Surtseyjar 2,7 km². 40 árum eftir lok gossins hefur eyjan minnkað um tæpan helming. Eyjan var mæld 1,5 km² árið 2002. Ætla má að sjávarrofið haldi áfram í 160 ár, þar til að aðeins móbergsstapi verður eftir og mun þá eyjan ef til vill líkjast [[Bjarnarey]].
Surtsey hefur ekki farið varhluta af ágangi sjávar og sést það vel á breytingum á stærð hennar. Þegar gosinu lauk var stærð Surtseyjar 2,7 km². 40 árum eftir lok gossins hefur eyjan minnkað um tæpan helming. Eyjan var mæld 1,5 km² árið 2002. Ætla má að sjávarrofið haldi áfram þar til að aðeins móbergskjarninn verður eftir og mun þá eyjan ef til vill líkjast [[Bjarnarey]].


Lífríkið er orðið fjölbreytt neðansjávar og er flóran mikil. [[Þörungar]], [[hrúðurkarlar]], [[krossfiskar]] og öll algengustu sjávardýr hafa fundist við Surtsey. [[Selir]] nota Surtsey sem hvíldarstað og hafa kæpt þar reglulega síðustu ár. Ýmsar tegundir fléttna, mosa og háplantna hafa numið land. [[Fjörukál]] og [[melgresi]] eru elstu landnemarnir. Nýjustu plönturnar eru [[friggjargras]], [[gulmura]] og [[gulvíðir]]. Minnst 8 tegundir varpfugla hafa tekið sér bólfestu í Surtsey. Fyrstur til að verpa var fýllinn og var það árið 1970. Teista hóf svo varp ári seinna. Ýmiss konar skordýr hafa fundið sér leið til Surtseyjar, m.a. [[köngulær]], [[fiðrildi]] og [[bjöllur]].
Lífríkið er orðið fjölbreytt neðansjávar og er flóran mikil. [[Þörungar]], [[hrúðurkarlar]], [[krossfiskar]] og öll algengustu sjávardýr hafa fundist við Surtsey. [[Selir]] nota Surtsey sem hvíldarstað og hafa kæpt þar reglulega síðustu ár. Ýmsar tegundir fléttna, mosa og háplantna hafa numið land. [[Fjörukál]] og [[melgresi]] eru elstu landnemarnir. Nýjustu plönturnar eru [[friggjargras]], [[gulmura]] og [[gulvíðir]]. Minnst 8 tegundir varpfugla hafa tekið sér bólfestu í Surtsey. Fyrstur til að verpa var fýllinn og var það árið 1970. Teista hóf svo varp ári seinna. Ýmiss konar skordýr hafa fundið sér leið til Surtseyjar, m.a. [[köngulær]], [[fiðrildi]] og [[bjöllur]].
12

breytingar

Leiðsagnarval