Sumarnótt

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Þjóðhátíðarlag
1995 1996 1997
Húmar að kveldi
Nóttin læðist inn
Dúnalogn í dalnum
Rætist draumur minn
Með hnotubrúnum augum
horfir þú til mín
Í öllum mínum æðum
brennur ást til þín
Söngvar óma úr hverju tjaldi
gleðja sérhvert hjarta
Þjóðhátíðarstemmingin
og sumarnóttin bjarta
Haltu mér í örmum þínum
þú undraveröld, Eyjar
Allt of stuttur þessi tími
í faðmi yngismeyjar
Þú strýkur mér um vangann
heit er þín hönd
Atlot þín mig senda
í ævintýralönd
Við mildan bjarma logans
gleymum stað og stund
Enginn betri staður
fyrir ástarfund

Höfundar: Sveinbjörn Grétarsson og Kristján Viðar Haraldsson.