Sumarliði Gunnar Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sumarliði Gunnar Jónsson sjómaður, verkstjóri fæddist 1. ágúst 1928 í Hafnarfirði og lést 5. desember 1991.
Foreldrar hans voru Jón Ársæll Jónsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 3. janúar 1897, d. 9. ágúst 1994, og Ólafía Guðrún Sumarliðadóttir, f. 15. janúar 1905, d. 6. júlí 1984.

Þau Hilma giftu sig, eignuðust tvö börn, Þau bjuggu í Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, á Þingeyri við Skólaveg 37, en síðast á Fjólugötu 29.
Sumarliði lést 1991.

I. Kona Sumarliða Gunnars, (4. nóvember 1953), var Hilma Marinósdóttir húsfreyja, glerlistarkona, f. 30. desember 1932, d. 11. mars 2014.
Börn þeirra:
1. Einar Ársæll Sumarliðason rafveituvirkjameistari, f. 14. febrúar 1954 í Eyjum. Fyrrum kona hans Sólrún Anna Ólafsdóttir. Kona hans Oddbjörg Inga Jónsdóttir.
2. Guðrún Erla Sumarliðadóttir húsfreyja, f. 17. janúar 1960. Maður hennar Halldór Egill Guðnason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.