Steinunn Jónsdóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Steinunn Jónsdóttir frá Miðbæli u. Eyjafjöllum, verkakona, vinnukona, húskona, fæddist 19. ágúst 1903 á Rauðsbakka í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum og lést 4. nóvember 1976.
Faðir Steinunnar var Jón vinnumaður á Miðbælisbökkum, síðar bóndi á Miðbæli, f. 15. júlí 1859, d. 6. júlí 1937, Einarsson bónda á Minni-Borg og Bakkakoti undir Eyjafjöllum, f. 3. júní 1796, d. 30. janúar 1869, Péturssonar bónda á Fornusöndum og Lambhúshóli undir Eyjafjöllum, f. 1757, d. 7. júlí 1841, Erlendssonar, og konu Péturs, Margrétar húsfreyju á Fornusöndum 1801, f. 1768, d. 25. september 1825, Jónsdóttur.
Móðir Jóns Einarssonar í Miðbæli og síðari kona Einars á Minni-Borg var Margrét húsfreyja í Bakkakoti 1860, f. 7. febrúar 1830 í Pétursey í Mýrdal, d. 16. ágúst 1868, Loftsdóttir bónda í Hjörleifshöfða, f. 22. febrúar 1791, d. 19. apríl 1856, Guðmundssonar, og barnsmóður Lofts, Bjarghildar vinnukonu víða, f. 1800, d. 10. júlí 1856, Oddsdóttur.

Móðir Steinunnar var Margrét húsfreyja í Miðbæli 1910, f. 15. apríl 1866; var hjá foreldrum sínum á Hærri-Þverá í Fljótshlíð 1870, vinnukona og kona (1889) Jóns Einarssonar vinnumanns á Miðbælisbökkum 1890 með 3 börn sín, húsfreyja í Miðbæli 1910, 15 barna móðir, d. 20. mars 1939, Jónsdóttir; hann býr með móður sinni og konu á Efri-Þverá f. um 1828, Eyjólfssonar bónda á Háu-Þverá, f. 3. október 1787, d. 27. júlí 1851, Jónssonar, og konu Eyjólfs, Þorbjargar frá Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, f. 5. október 1790, d. 24. desember 1888, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar í Miðbæli og kona Jóns Eyjólfssonar á Hærri-Þverá var Margrét húsfreyja á Miðbælisbökkum, f. 11. maí 1834, d. 28. mars 1912, Ögmundsdóttir bónda í Auraseli í Breiðabólsstaðarsókn, f. 30. október 1803, d. 25. maí 1890, Ögmundssonar, og konu Ögmundar í Auraseli, Guðrúnar húsfreyju, f. 23. apríl 1807, d. 29. júlí 1891, Andrésdóttur.

Börn Jóns Einarssonar bónda í Marbæli og Margrétar Jónsdóttur húsfreyju, - í Eyjum:
1. Jóhanna Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Litlabæ, f. 24. júní 1889, d. 4. apríl 1977.
2. Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Vestri-Norðurgarði, f. 23. ágúst 1894, d. 3. júní 1934.
3. Kristín Jónsdóttir í Gíslholti, húsfreyja f. 24. mars 1898, d. 19. apríl 1969.
4. Sæmundur Jónsson verkamaður í Oddhól, f. 27. apríl 1902, d. 12. október 1943.
5. Steinunn Jónsdóttir verkakona, vinnukona í Eystri-Norðurgarði og víðar, húskona, f. 19. ágúst 1903, d. 4. nóvember 1976.
6. Sigurbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Eskihlíð, Skólavegi 36 og víðar, f. 9. mars 1908, d. 14. ágúst 1981.
Uppeldisbróðir systkinanna var
7. Adolf Andersen bóndi á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 5. desember 1913, d. 20. september 1987.
Ömmubróðir systkinanna var
8. Guðmundur Ögmundsson í Borg, bróðir Margrétar Ögmundsdóttur.

Steinunn var með foreldrum sínum í Miðbæli 1910, var hjú á Miðbælisbökkum 1920.
Hún fluttist til Eyja 1929, eignaðist Óskar með Katli á Vestri-Uppsölum, Vestmannabraut 51B í apríl á árinu.
Steinunn var vinnukona í Eystri-Norðurgarði 1930, bjó hjá Kristínu systur sinni í Gíslholti við Landagötu með Óskar hjá sér 1934, bjó hjá Sigurbjörgu systur sinni í Eskihlíð, Skólavegi 36 1940, vinnukona að Ofanleiti 1944, en Óskar var í fóstri hjá Guðrúnu móðursystur sinni á Miðbælisbökkum. Steinunn var leigjandi í Stakkholti, Vestmannabraut 49 1945, húskona þar 1949.
Steinunn lést 1976, var grafin að Eyvindarhólum.

Barnsfaðir Steinunnar var
I. Ketill Kristján Brandsson frá Krókvelli u. A-Eyjafjöllum, netagerðarmaður á Bólstað, Heimagötu 18, síðast á Önundarhorni u. Eyjafjöllum, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975.
Barn þeirra:
1. Óskar Ketilsson sjómaður, síðar bóndi á Miðbælisbökkum u. A-Eyjafjöllum, f. 5. apríl 1929, d. 11. maí 1993. Kona hans var Björg Jóhanna Jónsdóttir frá Önundarfirði.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 22. maí 1993. Minning Óskars Ketilssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.