Steinn Sigurðsson (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 08:53 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. júní 2005 kl. 08:53 eftir Daniel (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Steinn Sigurðsson var skólastjóri í Barnaskóla Vestmannaeyja árin 1904-1914. Steinn var fæddur 24. apríl 1872 að Fagurhóli í Austur-Landeyjum. Þar ólst hann upp í verkamannavinnu fyrir fátækan föður sinn. Ekki fékk hann neina fræðslu nema þá er hann kenndi sjálfum sér. Hann þyrsti í nám og í óþökk föður síns hóf hann nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Þaðan lauk hann kennaraprófi vorið 1893. Næstu ár vann sem kennari og ferðaðist milli bæja. Það var svo árið 1903 að Steinn flytur til Vestmannaeyja. Hóf hann störf sem farkennari og fólst það í að kenna 7-14 ára börnum sem ekki fengu vist í skólanum sökum rúmleysis.