Stakkagerðistún

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. september 2005 kl. 14:07 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. september 2005 kl. 14:07 eftir Frosti (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Stakkagerðistún

Stakkagerðistún, eða Stakkó eins og það er kallað í daglegu máli, er stórt tún sem afmarkast í dag af Hilmisgötu að norðan, Ráðhúströð að sunnan, Kirkjuvegi að austan og Skólavegi að vestan, en þó hefur það líklega verið nokkuð stærra áður. Túnið er kennt við húsið Stakkagerði, sem stóð þar ofarlega, líklega á þeim stað þar sem Alþýðuhúsið er nú.

Stakkó er skilgreint sem útivistarsvæði, og var það endurhannað á árunum 2001-2003. Þar eru nokkur listaverk, t.d. Tröllskessan, abstrakt-höggmynd af Guðríður Símónardóttir, og Tónninn, minnisvarði um Oddgeir Kristjánsson, eitt þekktasta tónskáld Vestmannaeyja.

Sunnan við Stakkagerðistún eru Ráðhús Vestmannaeyja, Safnahús Vestmannaeyja og Alþýðuhúsið í röð frá austri til vesturs. Norðan við það eru Akógeshúsið og Arnardrangur, svo að dæmi séu nefnd.

Á sjöunda áratugnum, eftir lok Heimaeyjargossins, var nýtt miðbæjarskiplag gert, og þá voru lögð drög að mjög framtíðarlegu viðmóti við Stakkagerðistún og umgjörð um hana. Árið 2005 var samþykkt nýtt miðbæjarskipulag og er gert ráð fyrir Stakkgerðistúni sem hátíðarsamkomustað bæjarins.