„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2010/Uppruni bátanafna í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(15 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>'''Uppruni bátanafna í Vestmannaeyjum'''</center><br>
 
[[Mynd:Jóhanna Lilja Eiríksdóttir Sdbl. 2010.jpg|miðja|thumb|200x200dp]]<center>'''JÓHANNA LILJA EIRÍKSDÓTTIR'''</center><br><big><big><center>'''Uppruni bátanafna í Vestmannaeyjum'''</center></big></big><br>


   
   
Lína 10: Lína 11:
Á tíma konungsskipanna voru biblíunöfnin greinilega langflest og ákveðið þema hjá konungi að nota kristileg nöfn, en það gæti einnig hafa verið algeng nafnahefð á þessum tíma. Undir lok einokunartímans hafði útgerðin dregist mikið saman og eftir að honum lauk voru bátarnir seldir. Árið 1790 var uppboð haldið á bátunum. Aðeins einn þeirra seldist enda voru þeir illa farnir og höfðu staðið ónotaðir í mörg ár (Sigfús M. Johnsen 1946:85).<br>
Á tíma konungsskipanna voru biblíunöfnin greinilega langflest og ákveðið þema hjá konungi að nota kristileg nöfn, en það gæti einnig hafa verið algeng nafnahefð á þessum tíma. Undir lok einokunartímans hafði útgerðin dregist mikið saman og eftir að honum lauk voru bátarnir seldir. Árið 1790 var uppboð haldið á bátunum. Aðeins einn þeirra seldist enda voru þeir illa farnir og höfðu staðið ónotaðir í mörg ár (Sigfús M. Johnsen 1946:85).<br>
Kaupmenn sáu um að reka konungsskipin og voru Eyjabændur skyldugir til að róa á þeim. Á meðan það ástand varði var ekki mikið um sjálfstæða útgerð Eyjamanna. Þeir voru mergsognir af kaupmönnum. Skipaeign Eyjamanna var helst smáfleytur fram undir lok 18. aldar þegar hún fer að aukast. Árið 1855 voru í Vestmannaeyjum 25 vertíðarskip, þar af 13 Eyjaskip. Um aldamótin 1900 var skipaeign orðin 20 áttæringar, 30 sexæringar og 16 fjögurra-mannaför. Eftir að vélbátaútgerðin hófst tóku opnu bátarnir að hverfa (Sigfus M. Johnsen 1946:86-88). Tveir síðustu teinæringamir hétu Daníel og Fortúna og voru í Eyjum fram undir miðja 19. öld. Sömu nöfnin og voru á konungsskipunum héldust hér lengi vel. Ef báturinn hafði verið happaskip trúðu margir því að gæfa fylgdi nafninu (Sigfús M. Johnsen 1946:89). Vertíðarskipin, stórskipin í Eyjum, voru að mestu byggð úr eik, traust og sterk. Með góðu viðhaldi gátu þau gengið um 70 vertíðir og jafnvel fleiri. Fyrsti vélbáturinn kom árið 1904 og hét Eros, eftir það fjölgaði vélbátum mikið og smám saman hurfu opnu bátarnir.<br>
Kaupmenn sáu um að reka konungsskipin og voru Eyjabændur skyldugir til að róa á þeim. Á meðan það ástand varði var ekki mikið um sjálfstæða útgerð Eyjamanna. Þeir voru mergsognir af kaupmönnum. Skipaeign Eyjamanna var helst smáfleytur fram undir lok 18. aldar þegar hún fer að aukast. Árið 1855 voru í Vestmannaeyjum 25 vertíðarskip, þar af 13 Eyjaskip. Um aldamótin 1900 var skipaeign orðin 20 áttæringar, 30 sexæringar og 16 fjögurra-mannaför. Eftir að vélbátaútgerðin hófst tóku opnu bátarnir að hverfa (Sigfus M. Johnsen 1946:86-88). Tveir síðustu teinæringamir hétu Daníel og Fortúna og voru í Eyjum fram undir miðja 19. öld. Sömu nöfnin og voru á konungsskipunum héldust hér lengi vel. Ef báturinn hafði verið happaskip trúðu margir því að gæfa fylgdi nafninu (Sigfús M. Johnsen 1946:89). Vertíðarskipin, stórskipin í Eyjum, voru að mestu byggð úr eik, traust og sterk. Með góðu viðhaldi gátu þau gengið um 70 vertíðir og jafnvel fleiri. Fyrsti vélbáturinn kom árið 1904 og hét Eros, eftir það fjölgaði vélbátum mikið og smám saman hurfu opnu bátarnir.<br>
 
[[Mynd:Bátanöfn í Eyjum bls. 103 Sdbl. 2010.jpg|thumb]]
'''Skipaskrá 1928'''<br>
'''Skipaskrá 1928'''<br>
Hér verður fjallað um nöfn skráðra skipa í Vestmannaeyjum árið 1928 en þau eru fengin úr Íslenska sjómannaalmanakinu sem Fiskifélag Íslands gaf út í mörg ár. Þau verða skoðuð og flokkuð með sama hætti og nöfn formannabálkanna.<br>
Hér verður fjallað um nöfn skráðra skipa í Vestmannaeyjum árið 1928 en þau eru fengin úr Íslenska sjómannaalmanakinu sem Fiskifélag Íslands gaf út í mörg ár. Þau verða skoðuð og flokkuð með sama hætti og nöfn formannabálkanna.<br>
Lína 26: Lína 27:
Yngsti bálkurinn er í sama mót steyptur og bálkur Ása. Þar eru valdir úr nokkrir formenn og ort um þá, en bálkurinn var sunginn á skemmtun hjá Verðandi undir þekktu lagi eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Ekki er öruggt hver samdi bálkinn en trúlega hefur það verið Jón Stefánsson. Ég tel mig hafa nokkuð áreiðanlegar upplýsingar um að kvæðið sé eignað réttum höfundi (Eyjólfur Gíslason 2009). Það sem skilur á milli bálkanna tveggja er að Ási velur úr sjómenn sem stunda sjóinn en Jón er með nokkra sem voru hættir sjómennsku og byrjaðir að vinna í landi. Einn þeirra var tekinn til starfa sem hafnsögumaður og er ýjað að því í vísunni þar sem sagt er að hann sætti sig ekki við neitt minna en -fell eða -foss. Annar var útgerðarstjóri hjá Fiskiðjunni en lengi vel var hann aflamaður mikill á bát sínum Stíganda. Tveir voru orðnir vigtarmenn, annar hjá Vinnslustöðinni, hinn hjá Fiskiðjunni. Nöfn báta þeirra formanna sem enn stunduðu sjóinn koma ekki alltaf fram í vísunum sjálfum en eru í skýringum sem fylgdu þegar bálkurinn var birtur. Nöfn bátanna voru: Elías Steinsson, Halkion, Huginn, Kópur, Lundinn, Suðurey og Sæbjörg (Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi 70 ára 2008:30-31). Þau nöfn sem eru ný hér eru Elías Steinsson, Huginn og Kópur.<br>
Yngsti bálkurinn er í sama mót steyptur og bálkur Ása. Þar eru valdir úr nokkrir formenn og ort um þá, en bálkurinn var sunginn á skemmtun hjá Verðandi undir þekktu lagi eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. Ekki er öruggt hver samdi bálkinn en trúlega hefur það verið Jón Stefánsson. Ég tel mig hafa nokkuð áreiðanlegar upplýsingar um að kvæðið sé eignað réttum höfundi (Eyjólfur Gíslason 2009). Það sem skilur á milli bálkanna tveggja er að Ási velur úr sjómenn sem stunda sjóinn en Jón er með nokkra sem voru hættir sjómennsku og byrjaðir að vinna í landi. Einn þeirra var tekinn til starfa sem hafnsögumaður og er ýjað að því í vísunni þar sem sagt er að hann sætti sig ekki við neitt minna en -fell eða -foss. Annar var útgerðarstjóri hjá Fiskiðjunni en lengi vel var hann aflamaður mikill á bát sínum Stíganda. Tveir voru orðnir vigtarmenn, annar hjá Vinnslustöðinni, hinn hjá Fiskiðjunni. Nöfn báta þeirra formanna sem enn stunduðu sjóinn koma ekki alltaf fram í vísunum sjálfum en eru í skýringum sem fylgdu þegar bálkurinn var birtur. Nöfn bátanna voru: Elías Steinsson, Halkion, Huginn, Kópur, Lundinn, Suðurey og Sæbjörg (Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi 70 ára 2008:30-31). Þau nöfn sem eru ný hér eru Elías Steinsson, Huginn og Kópur.<br>
Þar sem þessir bálkar gefa ekki góða mynd af nafnabreytingunni sem orðið hefur ætla ég að fjalla um aðrar heimildir sem gefa betri mynd af nafnaflórunni. Hér að framan er gott yfirlit yfir árin 1944, 1950 og 1956. Til viðbótar ætla ég að taka árin 1928, 1980 og 2004 upp úr Skipaskrá.<br>
Þar sem þessir bálkar gefa ekki góða mynd af nafnabreytingunni sem orðið hefur ætla ég að fjalla um aðrar heimildir sem gefa betri mynd af nafnaflórunni. Hér að framan er gott yfirlit yfir árin 1944, 1950 og 1956. Til viðbótar ætla ég að taka árin 1928, 1980 og 2004 upp úr Skipaskrá.<br>
[[Mynd:Niðurstöður fyrir árið 1980.jpg|miðja|thumb]]
[[Mynd:Bátanöfn í Eymum bls. 105.jpg|thumb]]
'''Skipaskrá 1980'''<br>
'''Skipaskrá 1980'''<br>
Hér verður fjallað um skráð skip í Vestmannaeyjum árið 1980. Þau eru fengin úr íslenska sjómannaalmanakinu 1980.<br>
Hér verður fjallað um skráð skip í Vestmannaeyjum árið 1980. Þau eru fengin úr íslenska sjómannaalmanakinu 1980.<br>
Lína 38: Lína 39:
Heiti sótt til örnefna eru: Álsey, Bergey, Bjarnarey, Elliðaey, Heimaey, Suðurey, Surtsey, Vestmannaey og Vestmannaey (grafskipið). Samtals níu nöfn. Það sem er mjög merkilegt við þennan hóp er að öll skipin hafa viðliðinn -ey og eru því sótt í örnefni á heimaslóðum. Einungis eitt nafnið var hér á vertíðinni 1956 og það er Suðurey. Árið 1944 og árið 1928 eru þessi nöfn ekki á bátum í Eyjum, því er þetta algjör nýjung.<br>
Heiti sótt til örnefna eru: Álsey, Bergey, Bjarnarey, Elliðaey, Heimaey, Suðurey, Surtsey, Vestmannaey og Vestmannaey (grafskipið). Samtals níu nöfn. Það sem er mjög merkilegt við þennan hóp er að öll skipin hafa viðliðinn -ey og eru því sótt í örnefni á heimaslóðum. Einungis eitt nafnið var hér á vertíðinni 1956 og það er Suðurey. Árið 1944 og árið 1928 eru þessi nöfn ekki á bátum í Eyjum, því er þetta algjör nýjung.<br>
Önnur nöfn eru: Andvari, Frár, Gjafar, Glófaxi, Gullberg, Gullborg, Hvítingur, Kap II, Klakkur, Kópur, Léttir, Lóðsinn, Lundi, Sjöstjarnan, Skuld, Sómi, Stígandi, Sæfaxi, Þristur og Ölduljón, Samtals 20 nöfn. Töluvert mikið af þessum nöfnum voru í bálknum árið 1956: Andvari, Gjafar, Gullborg, Kap, Léttir, Lundinn, Sjöstjarnan, Skuld, Stígandi og Þristur. 10 af 35 nöfnum hafa því haldið sér, en ein breyting hefur orðið á nafninu Lundi því þá var Lundinn með ákveðnum greini. Ef við skoðum nöfnin sem voru nefnd árið 1944 eru Lundinn og Sjöstjarnan enn í notkun. Árið 1928 voru nöfnin: Kap, Kópur, Lundi I, Lundi II, Skuld, Skuld II. Kap, Kópur og Skuld hafa því dottið úr notkun um tíma en komið inn aftur. Árið 1928 var Lundi ekki með ákveðnum greini, því er að hann er kominn aftur í sinni gömlu mynd árið 1980.<br>
Önnur nöfn eru: Andvari, Frár, Gjafar, Glófaxi, Gullberg, Gullborg, Hvítingur, Kap II, Klakkur, Kópur, Léttir, Lóðsinn, Lundi, Sjöstjarnan, Skuld, Sómi, Stígandi, Sæfaxi, Þristur og Ölduljón, Samtals 20 nöfn. Töluvert mikið af þessum nöfnum voru í bálknum árið 1956: Andvari, Gjafar, Gullborg, Kap, Léttir, Lundinn, Sjöstjarnan, Skuld, Stígandi og Þristur. 10 af 35 nöfnum hafa því haldið sér, en ein breyting hefur orðið á nafninu Lundi því þá var Lundinn með ákveðnum greini. Ef við skoðum nöfnin sem voru nefnd árið 1944 eru Lundinn og Sjöstjarnan enn í notkun. Árið 1928 voru nöfnin: Kap, Kópur, Lundi I, Lundi II, Skuld, Skuld II. Kap, Kópur og Skuld hafa því dottið úr notkun um tíma en komið inn aftur. Árið 1928 var Lundi ekki með ákveðnum greini, því er að hann er kominn aftur í sinni gömlu mynd árið 1980.<br>
Til dýranafna má telja: Kóp og Lunda. Áhrif frá goðafræði má sjá í nafninu Skuld. Tvö nafnanna hafa forliðinn Gull-, Gullberg og Gullborg. Nafnið Sómi er dregið af plastbátum sem smíðaðir voru á þessum tíma og kölluðust einu nafni Sómabátar. Ef nafnið Hvítingur er rakið kemur margt til greina. Samkvæmt Íslenskri orðabók getur það verið skáldamál og þýtt ,freyðandi haf „fægt sverð“ eða „drykkjarhorn“ en einnig er það sækonungsheiti. En á almennu máli væri merkingin fisktegundin lýsa eða mjaldur sem er hánorrænn tannhvalur og flækingur við Íslandsstrendur (Íslensk orðabók, tölvuútgáfa 2000). En sú þjóðtrú að illt væri að skíra eftir hvölum virðist ekki vera enn við lýði þar sem þó nokkrir bátar heita nú nöfnum hvala, t.d. Sléttbakur frá Akureyri, en minni hætta er líka á að hvalur geti grandað skipum sem nú eru smíðuð. Virðist því sem hjátrúin sé liðin undir lok því minni bátar eru einnig nefndir hvalanöfnum í dag.<br>
Til dýranafna má telja: Kóp og Lunda. Áhrif frá goðafræði má sjá í nafninu Skuld. Tvö nafnanna hafa forliðinn Gull-, Gullberg og Gullborg. Nafnið Sómi er dregið af plastbátum sem smíðaðir voru á þessum tíma og kölluðust einu nafni Sómabátar. Ef nafnið Hvítingur er rakið kemur margt til greina. Samkvæmt Íslenskri orðabók getur það verið skáldamál og þýtt ,freyðandi haf „fægt sverð“ eða „drykkjarhorn“ en einnig er það sækonungsheiti. En á almennu máli væri merkingin fisktegundin lýsa eða mjaldur sem er hánorrænn tannhvalur og flækingur við Íslandsstrendur (Íslensk orðabók, tölvuútgáfa 2000). En sú þjóðtrú að illt væri að skíra eftir hvölum virðist ekki vera enn við lýði þar sem þó nokkrir bátar heita nú nöfnum hvala, t.d. Sléttbakur frá Akureyri, en minni hætta er líka á að hvalur geti grandað skipum sem nú eru smíðuð. Virðist því sem hjátrúin sé liðin undir lok því minni bátar eru einnig nefndir hvalanöfnum í dag.<br>[[Mynd:Niðurstöður fyrir árið 1980.jpg|miðja|thumb]]
 




'''Skipaskrá 2004'''<br>
'''Skipaskrá 2004'''<br>
Fiskifélag íslands gaf út Islenska sjómannaalm- anakið til ársins 1999 en þá breyttist nafnið í Skipa- skráin, íslensk skipa- og hafnaskrá. I þessum kafla er Skipaskráin árið 2004 notuð. Eftir nafnbreytingu varð ritið efnismeira og myndir fylgja flestöllum bátanöfnunum.
Fiskifélag Íslands gaf út Íslenska sjómannaalmanakið til ársins 1999 en þá breyttist nafnið í Skipaskráin, Íslensk skipa- og hafnaskrá. Í þessum kafla er Skipaskráin árið 2004 notuð. Eftir nafnbreytingu varð ritið efnismeira og myndir fylgja flestöllum bátanöfnunum.<br>
Karlmannsnöfnin eru: Addi á Gjábakka, Bergur, Binni í Gröf, Breki, Dala-Rafn, Daníel, Gandí, Guð- mundur, Guðni Ólafsson, Herjólfúr, Hlöddi, Hug- inn, ísleifur, Kári, Narfi, Sighvatur Bjamason, Sig- urður, Snorri Sturluson, Svanur, Sævaldur, Víkingur, Þorri, Þór og Þrasi, samtals 24 nöfn. Þau bátanöfn
Karlmannsnöfnin eru: Addi á Gjábakka, Bergur, Binni í Gröf, Breki, Dala-Rafn, Daníel, Gandí, Guðmundur, Guðni Ólafsson, Herjólfur, Hlöddi, Huginn, Ísleifur, Kári, Narfi, Sighvatur Bjarnason, Sigurður, Snorri Sturluson, Svanur, Sævaldur, Víkingur, Þorri, Þór og Þrasi, samtals 24 nöfn. Þau bátanöfn
sem voru árið 1980 eru: Bergur, Breki, Dala-Rafn, Gandí, Herjólfur, Huginn, Isleifur og Kári 8 af 25 nöfnum. Frá árinu 1956 eru Bergur, Isleifur og Kári, 3 af 45 nöfnum. Árið 1950 voru ísleifur og Kári en ekki Bergur, 2 af 27 nöfnum. Árið 1944 var nafnið Isleifur notað en einnig Víkingur sem kemur aftur eftir nokkuð langt hlé. Árið 1928 finnst Isleifur ekki en sömu nöfn það ár og árið 2004 eru: Huginn, Kári, Víkingur og Þór, 4 af 37 nöfnum. Nafnið Isleifur virðist eiga sér nokkuð óslitna sögu um langt skeið.
sem voru árið 1980 eru: Bergur, Breki, Dala-Rafn, Gandí, Herjólfur, Huginn, Ísleifur og Kári 8 af 25 nöfnum. Frá árinu 1956 eru Bergur, Ísleifur og Kári, 3 af 45 nöfnum. Árið 1950 voru ísleifur og Kári en ekki Bergur, 2 af 27 nöfnum. Árið 1944 var nafnið Ísleifur notað en einnig Víkingur sem kemur aftur eftir nokkuð langt hlé. Árið 1928 finnst Ísleifur ekki en sömu nöfn það ár og árið 2004 eru: Huginn, Kári, Víkingur og Þór, 4 af 37 nöfnum. Nafnið Ísleifur virðist eiga sér nokkuð óslitna sögu um langt skeið.<br>
Ef undirflokkar eru skoðaðir kemur í ljós að til norrænnar goðafræði er hægt að rekja nöfnin: Hug- inn, Narfi og Þór. Narfi er sonur Loka en einnig bar jötunn einn það nafn (Snorra Edda 2002:18). Erlend áhrif em í einu nafni: Gandí. Eitt dýranafn: Svanur. Ósk um gott gengi kemur ekki fram í neinu nafni. Gælunöfnin eru: Addi á Gjábakka, Binni í Gröf og Hlöddi. Fomir kappar eru nokkrir: Herjólfur, ísleif- ur, Kári og Snorri Sturluson. Bátar sem nefndir hafa verið nöfnum aðstandenda eru: Addi á Gjábakka, Binni í Gröf, Guðni Ólafsson og Sighvatur Bjama- son, trúlega em þeir þó fleiri þó ekki sé hægt að sjá beina tengingu. I Þjóðsögum Jóns Ámasonar er saga um Þrasa. Hann bjó að sögn sumra í Eystriskógum að Þrasastöðum nálægt Skógarfossi. Segir sagan frá viðureign Þrasa og Loðmundar en þeir vom báðir fjölkunnugir mjög. Einnig segir sagan frá því að Þrasi hafi komið fyrir gullkistu undir Skógafossi (íslenskar þjóðsögur og ævintýri 2003:86).
Ef undirflokkar eru skoðaðir kemur í ljós að til norrænnar goðafræði er hægt að rekja nöfnin: Huginn, Narfi og Þór. Narfi er sonur Loka en einnig bar jötunn einn það nafn (Snorra Edda 2002:18). Erlend áhrif em í einu nafni: Gandí. Eitt dýranafn: Svanur. Ósk um gott gengi kemur ekki fram í neinu nafni. Gælunöfnin eru: Addi á Gjábakka, Binni í Gröf og Hlöddi. Fornir kappar eru nokkrir: Herjólfur, Ísleifur, Kári og Snorri Sturluson. Bátar sem nefndir hafa verið nöfnum aðstandenda eru: Addi á Gjábakka, Binni í Gröf, Guðni Ólafsson og Sighvatur Bjarnason, trúlega eru þeir þó fleiri þó ekki sé hægt að sjá beina tengingu. Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er saga um Þrasa. Hann bjó að sögn sumra í Eystriskógum að Þrasastöðum nálægt Skógarfossi. Segir sagan frá viðureign Þrasa og Loðmundar en þeir voru báðir fjölkunnugir mjög. Einnig segir sagan frá því að Þrasi hafi komið fyrir gullkistu undir Skógafossi (íslenskar þjóðsögur og ævintýri 2003:86).<br>
Kvenmannsnöfnin eru: Beta, Birta, Bylgja, Eva, Freyja, Frú Magnhildur, Guðfinna, Guðrún, Harpa, Inga, Mardís, María Pétursdóttir, Sjöín, Svanborg og Þórunn Sveinsdóttir, samtals 15 nöfn. Árið 1980 voru þrjú þessara nafna á bátum í Eyjum: Bylgja, Sjöfn og Þómnn Sveinsdóttir, 3 af 13 nöfnum. Árið 1956 vom nöfnin Sjöfn og Freyja, 2 af 19 nöfnum. Freyja er gamalt og hefúr verið tekið afltur upp eftir hlé. Árið 1950 eru bæði Sjöfn og Freyja. Árið 1944 var einungis nafnið Sjöfn. Árið 1928 er ekkert af nöfnunum sem em árið 2004, en Sjöfn hefur trúlega lengstu óslitnu söguna.
Kvenmannsnöfnin eru: Beta, Birta, Bylgja, Eva, Freyja, Frú Magnhildur, Guðfinna, Guðrún, Harpa, Inga, Mardís, María Pétursdóttir, Sjöfn, Svanborg og Þórunn Sveinsdóttir, samtals 15 nöfn. Árið 1980 voru þrjú þessara nafna á bátum í Eyjum: Bylgja, Sjöfn og Þórunn Sveinsdóttir, 3 af 13 nöfnum. Árið 1956 vom nöfnin Sjöfn og Freyja, 2 af 19 nöfnum. Freyja er gamalt og hefur verið tekið aftur upp eftir hlé. Árið 1950 eru bæði Sjöfn og Freyja. Árið 1944 var einungis nafnið Sjöfn. Árið 1928 er ekkert af nöfnunum sem eru árið 2004, en Sjöfn hefur trúlega lengstu óslitnu söguna.<br>
Til norrænnar goðafræði má telja: Freyju og Sjöfn. Engin erlend áhrif eru og engin dýranöfn. Ósk um gott gengi endurspeglast í nafninu Frú Magnhildur en það nafn á sér sérstaka sögu, eftir teiknimynda- persónu. I kringum 1970 þegar eina bamaefnið sem sýnt var í sjónvarpinu var á sunnudögum var teiknimyndin um fílinn Blámann og móður hans Frú Magnhildi. Walt Disney gerði síðar myndina um fíl- inn Dúmbó, en það er sama teiknimyndapersóna og Blámann. Fyrirtækið sem gerir út bátinn Frú Magn- hildi heitir Blámann (Jóhannes Sigurðsson 2009). Til gælunafna má telja Betu. Bátar sem eru nefndir í höfuðið á ættingjum em: Þómnn Sveinsdóttir og  
Til norrænnar goðafræði má telja: Freyju og Sjöfn. Engin erlend áhrif eru og engin dýranöfn. Ósk um gott gengi endurspeglast í nafninu Frú Magnhildur en það nafn á sér sérstaka sögu, eftir teiknimyndapersónu. Í kringum 1970 þegar eina barnaefnið sem sýnt var í sjónvarpinu var á sunnudögum var teiknimyndin um fílinn Blámann og móður hans Frú Magnhildi. Walt Disney gerði síðar myndina um fílinn Dúmbó, en það er sama teiknimyndapersóna og Blámann. Fyrirtækið sem gerir út bátinn Frú Magnhildi heitir Blámann (Jóhannes Sigurðsson 2009). Til gælunafna má telja Betu. Bátar sem eru nefndir í höfuðið á ættingjum eru: Þórunn Sveinsdóttir og María Pétursdóttir.<br>
 
Heiti sótt til örnefna eru: Drangavík, Heimaey, Hrauney, Pétursey, Portland (2), Smáey, Vestmannaey og Víkurröst, samtals níu nöfn. Árið 1980 var flokkurinn einungis með nöfnum sem sótt voru í heimabyggð en hér hafa aftur orðið hvörf. Þau nöfn sem voru árið 1980 og eru einnig árið 2004 eru: Heimaey og Vestmannaey. Ný nöfn sem sótt eru í heimahagana eru meðal annars Smáey eftir Smáeyjunum en svo kallast einu nafni eyjarnar Hæna, Hani, Hrauney og Grasleysa ásamt fjölda smáskerja. Einnig er bátsnafnið Hrauney sótt til Smáeyjanna. Bátsnafnið Vestmannaey skýrir sig sjálft. Pétursey er í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Ætla mætti að nafnið Portland væri sótt til útlanda, væri hægt að tengja nafnið við borg í Bandaríkjunum, en svo er ekki. Nafnið er annað nafn yfir Dyrhólaey. Dyrhólaey er syðsti tangi Íslands og syðsti hlutinn sem gengur út í sjó nefnist Tóin, þar sem gatið fræga er, sem gefur henni nafnið Portland á útlensku (Dyrhólaey 2009). Nafnið Portland nota sjómenn um tangann í daglegu tali (Friðrik Ásmundsson 2009). Drangavíkin, nafnið er komið til vegna þess að eigandinn vildi halda í viðliðinn -vík því hann átti Sigurvíkina þegar hann keypti bátinn en sá bátur hafði samsett nafn úr viðliðnum -vík og forlið úr nafni konu hans, Sigurjónu. En einnig er til örnefnið Drangavík á Hornströndum (Magnús Ríkharðsson 2009).<br>
Önnur nöfn eru: Antares, Bliki, Blíða, Bravo, Einfari, Frár, Fönix (2), Glaður, Glófaxi, Gullberg, Gæfa, Heppni, Hlýri, Kap, Léttir, Lóðsinn, Lundi, Sporður, Stígandi, Uggi og Æskan, samtals 22 nöfn. Árið 1980 eru nöfnin: Frár, Glófaxi, Gullberg, Kap II, Léttir, Lóðsinn, Lundi og Stígandi. Árið 1956 er einungis nafnið Lundinn og þá með ákveðnum greini. Greinilega hefur orðið einhver endumýjun á gömlum nöfnum aftur því þessi nöfn sem eru á Eyjabátum árið 1980 voru þar líka árið 1950: Glaður, Gæfa, Kap, Léttir og Lundinn, 4 af 17 nöfnum. Árið 1944 er einungis Lundinn og eins með árið 1956. Árið 1928 kemur síðan aftur samsvörun við árið 2004 því eldri nöfn hafa verið tekin upp og þau eru: Bliki, Glaður, Kap, Lundi 1, Lundi II, 4 af 25 nöfnum. Bátsnafnið Lundi kemur fyrir tvisvar sinnum en nafnið er ekki með ákveðnum greini og samsvarar því mynd nafnsins árið 2004 eldri myndinni. Bátsnafnið Lundi með og án greinis virðist því eiga sér lengstu og óslitnustu söguna.<br>
SJOMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA
Til norrænnar goðafræði má telja Frá því einn dverganna í dvergatali Völuspár heitir því nafni. Önnur nöfn sem eru einnig dýranöfn eru: Fönix (2), Hlýri og Lundi. Ósk um gott gengi kemur fram í nöfnunum Gæfa og Heppni. Erlend áhrif má sjá í nafninu Antares.<br>
[[Mynd:Niðurstöður fyrir árið 2004 Sdbl. 2010.jpg|miðja|thumb]]
[[Mynd:Niðurstöður fyrir öll árin Sdbl. 2010.jpg|miðja|thumb]]


María Pétursdóttir.
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
Heiti sótt til örnefna eru: Drangavík, Heima- ey, Hrauney, Pétursey, Portland (2), Smáey, Vest- mannaey og Víkurröst, samtals níu nöfn. Árið 1980 var flokkurinn einungis með nöfnum sem sótt voru í heimabyggð en hér hafa aftur orðið hvörf. Þau nöfn sem voru árið 1980 og eru einnig árið 2004 eru: Heimaey og Vestmannaey. Ný nöfn sem sótt eru í heimahagana eru meðal annars Smáey eftir Smáeyj- unum en svo kallast einu nafni eyjarnar Hæna, Hani, Hrauney og Grasleysa ásamt fjölda smáskerja. Einnig er bátsnafnið Hrauney sótt til Smáeyjanna. Bátsnafnið Vestmannaey skýrir sig sjálft. Pétursey er í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Ætla mætti að nafnið Portland væri sótt til útlanda, væri hægt að tengja nafnið við borg í Bandaríkjunum, en svo er ekki. Nafnið er annað nafn yfir Dyrhólaey. Dyrhóla- ey er syðsti tangi Islands og syðsti hlutinn sem geng- ur út í sjó nefnist Tóin, þar sem gatið fræga er, sem gefur henni nafnið Portland á útlensku (Dyrhólaey 2009). Nafnið Portland nota sjómenn um tangann í daglegu tali (Friðrik Ásmundsson 2009). Dranga- víkin, nafnið er komið til vegna þess að eigandinn vildi halda í viðliðinn -vík því hann átti Sigurvíkina þegar hann keypti bátinn en sá bátur hafði samsett nafn úr viðliðnum -vík og forlið úr nafni konu hans, Sigurjónu. En einnig er til ömefnið Drangavík á Hornströndum (Magnús Ríkharðsson 2009).
Önnur nöfn eru: Antares, Bliki, Blíða, Bravo, Einfari, Frár, Fönix (2), Glaður, Glófaxi, Gullberg, Gæfa, Heppni, Hlýri, Kap, Léttir, Lóðsinn, Lundi, Sporður, Stígandi, Uggi og Æskan, samtals 22 nöfn. Árið 1980 eru nöfnin: Frár, Glófaxi, Gullberg, Kap II, Léttir, Lóðsinn, Lundi og Stígandi. Árið 1956 er einungis nafnið Lundinn og þá með ákveðnum greini. Greinilega hefur orðið einhver endumýjun
á gömlum nöfnum aftur því þessi nöfn sem eru á Eyjabátum árið 1980 voru þar líka árið 1950: Glað- ur, Gæfa, Kap, Léttir og Lundinn, 4 af 17 nöfnum. Árið 1944 er einungis Lundinn og eins með árið 1956. Árið 1928 kemur síðan aftur samsvörun við árið 2004 því eldri nöfn hafa verið tekin upp og þau em: Bliki, Glaður, Kap, Lundi 1, Lundi II, 4 af 25 nöfnum. Bátsnafnið Lundi kemur fyrir tvisvar sinn- um en nafnið er ekki með ákveðnum greini og sam- svarar því mynd nafnsins árið 2004 eldri myndinni. Bátsnafnið Lundi með og án greinis virðist því eiga sér lengstu og óslitnustu söguna.
Til norrænnar goðafræði má telja Frá því einn dverganna í dvergatali Völuspár heitir því nafni. Önnur nöfn sem eru einnig dýranöfn em: Fönix (2), Hlýri og Lundi. Ósk um gott gengi kemur fram í nöfnunum Gæfa og Heppni. Erlend áhrif má sjá í nafninu Antares.
Niðurstöður fyrir árið 2004
Aðalflokkar Alls %
Mannanöfn 39 55,7 %
Ömefnaflokkur 9 12,9%
Önnur nöfn 22 31,4%
Alls 70 100%
Undirflokkar
Karlmannsnöfn 24 34,3 %
Kvenmannsnöfn 15 21,4%
Goðfræðinöfn 6 8,6 %
Erlend áhrif 2 2,9 %
Dýranöfn 5 7,1 %
Ósk um gott gengi 3 4,3 %
Gælunöfn 4 5,7 %
3.704

breytingar

Leiðsagnarval