„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2007/Nýsköpunartogarar Vestmannaeyinga“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<center>'''HELGA HALLBERGSDÓTTIR'''</center>
<center>'''HELGA HALLBERGSDÓTTIR'''</center>
<big><big><center>'''Nýsköpunartogarar Vestmannaeyinga - böl eða blessun?'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Nýsköpunartogarar Vestmannaeyinga - böl eða blessun?'''</center><br>
 
[[Mynd:Helga Hallbergsdóttir Sdbl. 2001.jpg|thumb|245x245dp|Helga Hallbergsdóttir]]
Stríðsárin voru mikill uppgangstími í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Nýsköpunarstjórnin sem tók við völdum í október 1944, hafði m.a. á stefnuskrá að verja um 300 milljónum af gjaldeyriseign landsmanna til að styrkja atvinnuvegina og viðhalda lífskjörum fólks þegar stríðið og hersetan væru að baki. Einn liðurinn í því átaki var samningur um smíði 32 togara í Bretlandi, sem voru bæði stærri og fullkomnari en Íslendingar höfðu áður átt. Íslendingar voru hins vegar búnir að þurrausa gjaldeyrisvarasjóði sína um mitt ár 1947 og togararnir því að mestu fjármagnaðir með erlendum lánum.<br>
Stríðsárin voru mikill uppgangstími í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Nýsköpunarstjórnin sem tók við völdum í október 1944, hafði m.a. á stefnuskrá að verja um 300 milljónum af gjaldeyriseign landsmanna til að styrkja atvinnuvegina og viðhalda lífskjörum fólks þegar stríðið og hersetan væru að baki. Einn liðurinn í því átaki var samningur um smíði 32 togara í Bretlandi, sem voru bæði stærri og fullkomnari en Íslendingar höfðu áður átt. Íslendingar voru hins vegar búnir að þurrausa gjaldeyrisvarasjóði sína um mitt ár 1947 og togararnir því að mestu fjármagnaðir með erlendum lánum.<br>
Vestmannaeyingar ákváðu kaup tveggja síðutogara Nýbyggingarráðs í desember 1945. Í lok árs 1954 var búið að selja bæði skipin úr byggðarlaginu með miklu tapi. Með því að skoða bæjarblöðin frá þessum tíma, Víði, Eyjablaðið, Brautina, Framsóknarblaðið og Fylki, má rýna í hug heimamanna til togaranna. Voru þeir sú lyftistöng sem vonast var til í atvinnumálum eða var útgerðin algjörlega vonlaus frá upphafi? Hvað brást eiginlega?<br>
Vestmannaeyingar ákváðu kaup tveggja síðutogara Nýbyggingarráðs í desember 1945. Í lok árs 1954 var búið að selja bæði skipin úr byggðarlaginu með miklu tapi. Með því að skoða bæjarblöðin frá þessum tíma, Víði, Eyjablaðið, Brautina, Framsóknarblaðið og Fylki, má rýna í hug heimamanna til togaranna. Voru þeir sú lyftistöng sem vonast var til í atvinnumálum eða var útgerðin algjörlega vonlaus frá upphafi? Hvað brást eiginlega?<br>


'''Dugnaðarlegir Vestmannaeyingar panta sér nýsköpunartogara'''<br>
'''Dugnaðarlegir Vestmannaeyingar panta sér nýsköpunartogara'''<br>
Hlutdeild Vestmannaeyinga í stríðsgróðanum var ekki mjög mikil en staða bæjarmála í ársbyrjun 1944 var samt allgóð. Flestir útgerðarmenn gátu losað vel um skuldir og bætt hag sinn. Engin var Bretavinnan en verkamenn og iðnaðarmenn höfðu ágæta vinnu. Hlutur sjómanna á Eyjabátum mátti almennt teljast góður þó að ekki jafnaðist hann á við hlut togaramanna. Þegar dró að stríðslokum óttuðust menn þó stöðu markaða erlendis.<br> Boð nýsköpunarstjórnar um togarakaup með miklum stofnlánum og lágum vöxtum létu vel í eyrum Eyjamanna. Fréttir af góðri afkomu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar vöktu vonir um að geta létt undir með bæjarkassanum við ýmsar framkvæmdir og að minnka útsvarsbyrði almennings. Bæjarútgerð Vestmannaeyja var stofnuð 11. janúar 1945. Á borðinu voru tillögur um kaup tveggja togara Nýbyggingarráðs, 8-10 nýtísku vélbáta, hraðskreiðs flutningaskips með fullkomnum kælibúnaði og stofnun verksmiðju til vinnslu á fjölbreyttum vörum úr fiskafurðum með aðkomu bæjarsjóðs. Í maíbyrjun spyr Viðir: „Væri ekki dugnaðarlegt af Vestmannaeyingum, ef þeir létu byggja handa sér tvo til þrjá af þeim 50 bátum sem Nýbyggingarráð hefur ákveðið að byggðir verði hér á landi?“ Mikill hugur var því í Vestmannaeyingum og 12. desember 1945 sendi bæjarstjórn með samþykki allra bæjarfulltrúa Nýbyggingarráði skeyti með staðfestingu á kaupum tveggja togara sem byggja átti í Bretlandi.<br>
Hlutdeild Vestmannaeyinga í stríðsgróðanum var ekki mjög mikil en staða bæjarmála í ársbyrjun 1944 var samt allgóð. Flestir útgerðarmenn gátu losað vel um skuldir og bætt hag sinn. Engin var Bretavinnan en verkamenn og iðnaðarmenn höfðu ágæta vinnu. Hlutur sjómanna á Eyjabátum mátti almennt teljast góður þó að ekki jafnaðist hann á við hlut togaramanna. Þegar dró að stríðslokum óttuðust menn þó stöðu markaða erlendis.<br> Boð nýsköpunarstjórnar um togarakaup með miklum stofnlánum og lágum vöxtum létu vel í eyrum Eyjamanna. Fréttir af góðri afkomu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar vöktu vonir um að geta létt undir með bæjarkassanum við ýmsar framkvæmdir og að minnka útsvarsbyrði almennings. Bæjarútgerð Vestmannaeyja var stofnuð 11. janúar 1945. Á borðinu voru tillögur um kaup tveggja togara Nýbyggingarráðs, 8-10 nýtísku vélbáta, hraðskreiðs flutningaskips með fullkomnum kælibúnaði og stofnun verksmiðju til vinnslu á fjölbreyttum vörum úr fiskafurðum með aðkomu bæjarsjóðs. Í maíbyrjun spyr Viðir: „Væri ekki dugnaðarlegt af Vestmannaeyingum, ef þeir létu byggja handa sér tvo til þrjá af þeim 50 bátum sem Nýbyggingarráð hefur ákveðið að byggðir verði hér á landi?“ Mikill hugur var því í Vestmannaeyingum og 12. desember 1945 sendi bæjarstjórn með samþykki allra bæjarfulltrúa Nýbyggingarráði skeyti með staðfestingu á kaupum tveggja togara sem byggja átti í Bretlandi.
[[Mynd:Elliðaey VE 10 Sdbl. 2007.jpg|miðja|thumb|500x500dp|''Elliðaey VE 10 kom til Eyja nýsmíðuð, frá skipasmíðastöð Alexander Hall i Aberdeen, 8. september 1947. Hún var seld Bœjarútgerð Hafnarjjarðar, i lok september 1953 og fékk þá nafnið Agúst og einkennisstafma GK 2.Í fyrstu áhöfn Elliðaeyjar voru: Ásmundur Friðriksson Vestmannaeyjum, skipstjóri, Arni Finnbogason Vestmannaeyjum, 1. stýrimaður, Guðvarður Vilmundarson Hafnarflrði, 2. stýrimaður. Þórður Bjarnason Reykjavik, bátsmaður, Hermann Hjálmarsson Vestmannaeyjum. 1. vélstjóri, Kristinn Guðlaugsson Reykjavik, 2. vélstjóri, Ólafur Hjálmarsson Reykjavik, 3. vélstjóri, Pétur Sigurðsson Vestmannaeyjwn, kyndari, Elías Gunnlaugsson Vestmannaeyjum, kyndari, Guðni Ingvarsson Vestmannaeyjum, matsveinn, Hafsteinn Júliusson Vestmannaeyjum, aðstoðarmatsveinn, Marinó Guðmundsson Reykjavík. loftskeytamaður, Ottó Magnússon Vestmannaeyjum, háseti, Oddsteinn Friðriksson Veslmannaeyjum, háseti, Sigurður Stefánsson Vestmannaeyjum, háseti, Jón B. Jónsson Vestmannaeyjum. háseti, Friðrik Friðriksson Vestmannaeyjum, háseti, Sigurgeir Olafsson Vestmannaeyjum, háseti, Bjarnhéðinn Eliasson Vestmannaeyjum, háseti, Sœvar Benónýsson Vestmannaeyjum, háseti. Þórarinn Eiríksson Vestmannaeyjum. háseti, Sigurður Eyjólfsson Vestmannaeyjum, háseti, Sigurjón Auðunsson Vestmannaeyjum, háseti, Pálmi Sigurðsson Vestmannaeyjum, háseti, Pálmi Þórðarson Reykjavík, háseti, Jón Kr. Jónsson Ísafirði, háseti, Július Hallgrimsson Vestmannaeyjum, háseti, Sœmundur Einarsson Vestmannaeyjum, háseti, Eyjólfur Guðjónsson Reykjavík. háseti. Sófus Hálfdánarson Hafnarfirði, háseti, Einar Sigurðsson Reykjavík. háseti og Ólafur Ísleifsson Vestmannaeyjum, brœðslumaður.'']]
<br>
Ekki sjást merki atvinnuleysis í bæjarblöðunum í ársbyrjun 1946. Víðir segir frá því að í skipasmíðastöð [[Helgi Benediktsson|Helga Benediktssonar]] sé nú verið að smíða sennilega stærsta skip sem sett hafi verið á stokk á Íslandi.  Uppgangur var í húsbyggingum og töluverð vinna við gerð flugvallar.  Kvartað var undan eklu á sjómönnum, aðeins fullráðið á 12-15 vélbáta og samþykkt að skora á bæjarstjórn að draga úr verklegum framkvæmdum meðan á vertíð
Ekki sjást merki atvinnuleysis í bæjarblöðunum í ársbyrjun 1946. Víðir segir frá því að í skipasmíðastöð [[Helgi Benediktsson|Helga Benediktssonar]] sé nú verið að smíða sennilega stærsta skip sem sett hafi verið á stokk á Íslandi.  Uppgangur var í húsbyggingum og töluverð vinna við gerð flugvallar.  Kvartað var undan eklu á sjómönnum, aðeins fullráðið á 12-15 vélbáta og samþykkt að skora á bæjarstjórn að draga úr verklegum framkvæmdum meðan á vertíð
stæði. Með kaupum Nýbyggingarráðs á stærri og fullkomnari bátum mætti búast við samdrætti í vélbátaútgerð og Vestmannaeyjar því nú á tímamótum. Ódýrasti fiskurinn aflist á togarana og þá verði Vestmannaeyingar að kaupa ef þeir vilji fylgja með í kapphlaupinu og að Eyjarnar dragist ekki aftur úr sem verstöð.   
stæði. Með kaupum Nýbyggingarráðs á stærri og fullkomnari bátum mætti búast við samdrætti í vélbátaútgerð og Vestmannaeyjar því nú á tímamótum. Ódýrasti fiskurinn aflist á togarana og þá verði Vestmannaeyingar að kaupa ef þeir vilji fylgja með í kapphlaupinu og að Eyjarnar dragist ekki aftur úr sem verstöð.   
3.704

breytingar

Leiðsagnarval