„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 15: Lína 15:


'''Veðurhorfur og veðurfar í Vestmannaeyjum.'''<br>
'''Veðurhorfur og veðurfar í Vestmannaeyjum.'''<br>
Helstu breytingar í lofti til veðurbreytinga skulu hér nefhdar eftir því sem ég þekkti. Þegar sáust smá grá skýjadrög á vesturloftinu í heiðskíru veðri nefndu menn það bliku og komust þannig að orði að nú færi bráðlega að draga til austanáttar, og ef skýin voru þéttari og dekkri var sagt, hann er orðinn korgblikaóur í útsuðrinu, svo það má búast við austan stormi á morgun, sem oftast varð líka orð að sönnu. Þá var einnig tekið mark á því, þegar skýja-bólstrar sáust vestan til efst á Heklu. Það boðaði austanátt og einnig mikið skýjaþykkni í útnorðri.
Helstu breytingar í lofti til veðurbreytinga skulu hér nefndar eftir því sem ég þekkti. Þegar sáust smá grá skýjadrög á vesturloftinu í heiðskíru veðri nefndu menn það ''bliku'' og komust þannig að orði að nú færi bráðlega að draga til austanáttar, og ef skýin voru þéttari og dekkri var sagt, hann er orðinn ''korgblikaður'' í útsuðrinu, svo það má búast við austan stormi á morgun, sem oftast varð líka orð að sönnu. Þá var einnig tekið mark á því, þegar skýjabólstrar sáust vestan til efst á Heklu. Það boðaði austanátt og einnig mikið skýjaþykkni í útnorðri.<br>
Þegar sáust þykkir skýjabakkar neðst við sjón¬deildarhring fram af Dyrhólaey var vís austan stormur og ef kembdi upp úr þeim bakka mátti búast við miklu suðaustan hvassviðri. Þá veittu menn því einnig athygli, hvort ekki sæjust litlir skýhnoðrar- hrafnar- bera við há-Eyjafjallajökul og ef að þeir sáust, þurfti ekki að efast um, að stutt yrði í austan rok.
Þegar sáust þykkir skýjabakkar neðst við sjóndeildarhring fram af Dyrhólaey var vís austan stormur og ef kembdi upp úr þeim bakka mátti búast við miklu suðaustan hvassviðri. Þá veittu menn því einnig athygli, hvort ekki sæjust litlir skýhnoðrar- ''hrafnar''- bera við há-Eyjafjallajökul og ef að þeir sáust, þurfti ekki að efast um, að stutt yrði í austan rok.<br>
Þá fylgdust og margir menn vel með brim,- og sjáv-arhljóðum. Þegar brimhljóð heyrðist í logni frá Sólboða og Urðum, boðaði það austanátt og eftir því sem hljóðið var hærra eða lægra, átti vind-hraðinn að vera.
Þá fylgdust og margir menn vel með brim,- og sjávarhljóðum. Þegar brimhljóð heyrðist í logni frá Sólboða og Urðum, boðaði það austanátt og eftir því sem hljóðið var hærra eða lægra, átti vindhraðinn að vera.<br>
Þegar brimhljóð heyrðist innan hafhar og á Eiðinu, vissi það á norðanátt.
Þegar brimhljóð heyrðist innan hafnar og á Eiðinu, vissi það á norðanátt.<br>
Eyjamenn áttu erfiðast með að sjá og spá fyrir vestan- og útsynnings (SV) veðrum, því þau brustu oft svo snögglega á. A undan þessum veðrum fóru þykkir skýjabakkar sem gengu hratt upp á vestur-loftið. Þá var og höfð gát á sjólagi og brimboðum vestan Eyja, en eftir að menn fóru að kynnast og þekkja á barómetin, var mikið farið eftir mælistöðunni. Alhörðustu veðrin sem gengu yfir Eyjar voru kölluð skarðaveóur, var þá vindstaðan um Náttmálaskarð, sem er á milli Litla-Klifs og Eggja.
Eyjamenn áttu erfiðast með að sjá og spá fyrir vestan- og útsynnings (SV) veðrum, því þau brustu oft svo snögglega á. Á undan þessum veðrum fóru þykkir skýjabakkar sem gengu hratt upp á vesturloftið. Þá var og höfð gát á sjólagi og brimboðum vestan Eyja, en eftir að menn fóru að kynnast og þekkja á barómetin, var mikið farið eftir mælistöðunni. Alhörðustu veðrin sem gengu yfir Eyjar voru kölluð ''skarðaveður'', var þá vindstaðan um Náttmálaskarð, sem er á milli Litla-Klifs og Eggja.<br>
Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum
<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum'''</div><br>
461

breyting

Leiðsagnarval