Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2005/Þær eru víða þúfurnar - Um örnefni og fiskimið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. apríl 2017 kl. 13:34 eftir Valli (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. apríl 2017 kl. 13:34 eftir Valli (spjall | framlög) (Ný síða: ÓLAFUR TÝR GUÐ.TÓNSSON Þær eru víða þúfurnar Hugleiðing um örnefni og fískimið Þ au eru mörg furðuleg örnefnin í Vestmannaeyjum. Sum eiga sér gleymda sögu og...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

ÓLAFUR TÝR GUÐ.TÓNSSON


Þær eru víða þúfurnar Hugleiðing um örnefni og fískimið


Þ au eru mörg furðuleg örnefnin í Vestmannaeyjum. Sum eiga sér gleymda sögu og önnur hafa breyst í aldanna rás í meðförum manna. Örnefnið Þúfa ætti ekki að vera eitt af þessum örnefnum, allir vita hvað þúfa er eða er það ekki? Grasþúfa, þýft land, kemur strax upp í hugann, jafnvel var sérstakt göngulag kallað þúfnagangur. Einnig rifjast upp sagan af því þegar Einar Benedikts-son, skáld átti að hafa selt mönnum þúfu í Ölfusi sem kaupandi hélt auð-vitað að væri sveitabær með öllu tilheyrandi. Það kom því heldur á hann þegar honum var boðið að velja hvaða þúfu sem var í tún-inu. Skiptir hér engu máli hvort sagan er sönn eða ekki, hún er jafn góð. I þessu greinarkorni verða aðeins örfáum fiskim-iðum úr bók Þorkels Jóhannessonar, Örnefni í Vestmannaeyjum frá árinu 1938, gerð skil en ekki leitað uppruna þeirra. Margar tilvísanir í bókinni segja frá því hvaðan Þorkell hafði miðin. Nokkur fiskimið í kringum Eyjar vísa til Þúfu og eru þær víða. Við skulum byrja á fiskimiðum sem nota Þúfu á Hænu: Bjarnahraun: Þúfan á Hænu við Halldórsskoru og Þjófanef í Vatnsgil (Á Álsey) Danskahraun: Þúfan á Hænu við Ufsaberg og Steinarnir (réttara Steinninn, þ.e. Hrútur) á Nálinni í rofið á Bunka (Á Elliðaey) Nýjahraun: Þúfan á Hænu við Ufsaberg og hryggurinn á Suðurey og Alsey saman. Setjum einnig fiskimiðin sem vísa til Þúfu á Suðurey. Hrútsbringsklakkur: Hrútsbringur við Litlahöfða og Þúfan á Suðurey við Höfðann og Kirkja (sem er í Elliðaey) í Bjarnarey. Mannklakkur-dýpri: Hér verður aðeins getið eins þriggja miða sem notuð eru. Maðurinn við Hettu og Þúfan á Suðurey við Stórhöfða. Kemur nú í ljós að skilgreining okkar á þúfu er farin veg allrar verald-ar og heilmargt sem hægt er að skoða. Hvar er Þúfa á Hænu eða Þúfa á Suðurey? Ef maður gengur um þessar eyjar þá eru víða þúfur enda lundinn búinn að grafa allt út en þegar mið eru tekin þá eru þessar eyjar ansi langt í burtu og einstakar þúfur ekki greindar. Hér kemur því örnefnið Þúfa fyrst og fremst í stað orðanna þar sem Hœntt/Suðurey ber hœst. Suðurey Hér er með öðrum orðum aðeins verið að lýsa því að hæsti punktur eyjanna á að standa í ákveðinni afstöðu við einhvern annan nafngreindan stað. A báðum stöðum er hæsti punktur grasi vaxinn og því er nokkuð öruggt að finna má þúfu þar sem hún er sögð vera.


Smáeyjar. Hœna, Hani og Hrauney. Drangurinn lengsl t.v.

er Jötunn.

-Ljo.m.: Jóhann Heidmumhson


í bók Þorkels Jóhannessonar „Örnefni í Vestmannaeyjum" frá árinu 1938, er sagt um Þúfu: „Af sjó er víða nefnd Þúfa á hæstu tindum og hæðum." Þetta passar nokkuð vel við það sem áður er sagt. Skoðum nú fleiri eyjar og Þúfur sem þar má finna. Þúfa á Elliðaey, einnig sagt Þúfan á Hábarðinu enda er Hábarðið hæsti punktur Elliðaeyjar. I Djúpamiði er bætt við: „Upp af Siggaflesi," og ætti það að passa við Hábarðið einnig. Djúpamið: Þrídrangar í Skerið (Faxasker) og Ömpuhóll við og Þúfan (á Elliðaey, upp af Siggaflesi) við Búrin.- Nú er síðari hlutinn svo: Haugaborgin við Bjarnarey að sunnan vegna þess að vafi leikur á, hvar Ömpuhóll er. I næsta fiskimiði, sem vísar í Þúfu í Elliðaey, er einnig sagt frá Þúfti á Hettu og verður vikið að því aðeins síðar. Djúpbót: Þúfan á Elliðaey við Bjarnarey að vest-anverðu og Þúfan á Hettu við Flugur. Sömu skýringar eiga við um þessa Þúfti á Elliðaey og áður, þ.e. þarna ber eyjuna hæst við himin. Þetta er þó ekki algilt eins og næsta fiski-mið ber með sér. Herjólfsklakkur: Nautaréttin á Elliðaey norðan undan Bunka á Elliðaey og Freykja við Stafsnes. Eða: Þrjár þúfur á Nautaréttinni undan Bunka o. s. frv. Geta menn nú talið þúfurnar? Ekki ein, tvær eða fjórar heldur nákvæmlega þrjár. Hvernig stendur á þessu? Svarið er fólgið í því að skoða örnefnið Nautarétt aðeins nánar. Nautarétt er samkvæmt Þorkeli Jóhannessyni „Byrgi undir lágum ham-rastöllum, fyrir austan Norðurflatir." Betra er í dag að vísa til gamla kofans í Elliðaey og hamrastall-arnir, sem um getur, eru einmitt austan við hann. Þegar getið er þriggja þúfna þá er verið að segja frá afstöðu þessara hamrastalla. Þúfur eða ekki þúfur skipta þá ekki meginmáli heldur staðsetningin og hamrastallarnir sem standa hærra en flatirnar í kring. Sama gildir um Þúfu í Bjarnarey. Hún er ekki uppi á Bunka, þar sem Bjarnarey er hæst, heldur ,,á Skorunni". Skoran er austan á eynni, sunnan við

Höfnina og er Þúfan nef sem stendur frammi. Skoráll: Þúfan á Skorunni (á Bjarnarey) og Maðurinn við Hettu. Ef við skoðum Heimalandið nánar þá er í bók Þorkels Jóhannessonar minnst á Þúfa á þremur stöðum. A Hettu, á Suðurtindum og á Halldórs-skoru. Þegar hefur komið fram Þúfa á Hettu og er skýringin enn og aftur sú að orðið Þúfa er notað um það sem hæst ber við himin hverju sinni. Hetta er vestan í Heimakletti, ofan við Efri-Kleifar. Þarna er nokkuð stór sléttur grasflötur og engin sérstök þúfa áberandi. Mangasonarflúð: Mangalönd í Hástein og Þúfan á Suðurtindum við Danskahöfuð. Suðurtindar era uppi a Klettsnefi og allt norður fyrir veiðikofa Ystaklettsmanna. Þarna er, eins og nafnið bendir til, tindótt og fyrst og fremst hraun-drangar með grastoppum. Halldórsskora er vestur á Dalfjalli, ofan á Fílnum. Rétt er að athuga að Halldóisskora liggur ekki lóðrétt eins og ætla mætti um skorur í bergi heldur lárétt. Það er reyndar farið að hluta til niður skoruna sem liggur niður úr Hvíld til að fara í Halldórsskoru en þarna er ágætur lundaveiðistaður og fyrr á öldum voru lömb höfð þar á beit á haust-um, segir sagan! Þó er ef til vill merkilegra að þrátt fyrir að Þorkell segi að nafnið Þúfa sé víða notað af sjó þá er ekki eitt einasta fiskimið í kaflanum um þau sem vísar til þessarar Þúftt á Halldórsskoru. Lítum nú aðeins á Hellisey. Þar er Þúfa ýmist kölluð Flagtaþúfa eða Þtifan á Flögtttm. Flagtir (Austur- og Vestur-Flagtir) í Hellisey eru ýmist austan í eyjunni eða vestan í, uppi við brún og verp-ir töluvert af súlu þar. Þarna er Hellisey ekki hæst og það sem meira er, þarna er ekki nein venjuleg grasþúfa eins og við áttum e.t.v. von á, frekar nef eða klettur. Flagtaþúfa er á Vestur-Flögtum. Sérkennilegt er því að lesa eftirfarandi mið. Helliseyjarrif: Þúfan á Flögtum við Flagtir og Heimaklettur við Suðurey að attstan. Eða: Flagtaþúfan frammi o.s.fn'. Grynnstarif. Flagtaþúfan frammi og Drangar við Sámsnef að innan. Eða: Þúfan á Flögtum við Háeyna að austan o.s.frv.

Hvað er eiginlega átt við þegar sagt er Þúfan á Flögtum við Flagtirl Svarið verður ekki ljóst nema við setjum miðin saman þ.e. að Flagtaþúfa, sem er á Vestur-Flögtum, ber í Austur-Flagtir. Helliseyjarrif dýpra: Ystiklettur við Suðurey að austan og Flagtaþúfan frammi. Þetta er reyndar ekki allt sem segja má um Hellisey þvf sunnan við Eyjar er fiskimið sem kallast Einarsklakkur : Álsey og þrjár þúfur komi í Skarðinu á lágeynni á Hellisey. Eins og sjá má er annað miðið „þrjár þúfur komi í Skarðinu á lágeynni á Hellisey." Hvaða þrjár þúfur eru þetta? Eru menn aftur orðnir svo glöggir að þeir geti talið þúfurnar, var ekki nóg að sjá eina? Hér er að sjálfsögðu eitthvað annað á ferðinni. Hér er sjónarhornið slíkt að þrír klettar eða þrjú nef standa upp úr lágeyjunni. Athyglisvert er að ekki er talað um Þúfu á Álsey, Geirfuglaskeri, Geldungi, Hana eða Hrauney. Einnig mætti ætla að nota þyrfti þetta kennileiti víðar á Heimaey en gert er, t.d. á Sæfjalli, Há og mörgum öðrum stöðum. Skýringar á þessu eru lík-Iega tvíþættar. Annars vegar eru engin fiskimið sem þurfa á hæsta punkti þessara eyja eða fjalla að halda og hins vegar bera þessir hæstu punktar örnefni sem þá eru notuð. Má í þessu sambandi nefna miðið sem er á Hundraðmannahelli þó ekki sé um fiskimið að ræða! Hundraðmannahellir: Halldórsskora í Hana-höfuð og Hásteinn í Dönskutó. Hér heitir hæsti punktur Hana Hanahöfuð og því óþarft að segja Þúfan á Hana. Til gamans er rétt að geta einu Þúfunnar sem getið er í bók Þorkels Jóhannessonar og hægt er að benda á með vissu en það er Þúfudrangur. Hann er minnstur af Þrídröngum og stundum nefndur Þúfa. Einnig langar mig nefna Þúfusker. Það er fyrir vest-an Geldung, sunnan við Hundasker Læt ég þetta nægja í bili um fiskimiðin og þetta sérkennilega örnefni Þúfit ef hægt er að segja að um sérstakt örnefni sé að ræða. Ef til vill er heillavæn-legast að nefna frekar staðinn sem um ræðir eða segja í stað Þúfii „ þar sem er hæst". Þá er líkast til hætta á að við missum eitt sérkenni örnefn-anna og væri það miður. Það, sem skiptir auðvitað mestu máli, er að í samtali manna um fiskimið lfkt og um nef, kletta, tær og aðra staði að menn séu að tala sama málið. Þeir, sem áður fundu fiskimiðin upp á gamla móðinn og þekktu ekki til gervihnatta og staðsetningartækja, voru að tala sama mál og það fór ekkert á milli mála hvað átt var við. Þúfa átti sína merkingu þá og við skulum endilega halda Þiífiinum í dag. Skrifað á vordögttm 2005, Ólafur Týr Guðjónsson