Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2004/ Bæjarlistamaður Vm. 2003 er sjómaður á frystitogara

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2017 kl. 16:49 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2017 kl. 16:49 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) (Ný síða: Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2003 er sjómaður á frystitogara S jómaðurinn og tónlistamaðurinn, Ósvaldur Freyr Guðjónsson, var af Menningarmála-nefnd Vestmannaeyja ti...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2003 er sjómaður á frystitogara

S jómaðurinn og tónlistamaðurinn, Ósvaldur Freyr Guðjónsson, var af Menningarmála-nefnd Vestmannaeyja tilnefndur bæjar-Iistamaður Eyjanna árið 2003. Það er óhætt að segja að margir urðu undrandi þegar þessi heiðursnafnbót féll í hlut eins hásetans á frystitogaranum Vestmannaey VE 54. Sjómanna-stéttin og margir aðrir fögnuðu. Arið 1997 útskrifaðist Obbi sem tónlistarkennari frá blásarakennaradeild Tónlistarskóla Reykjavík-ur. Hann lærði þar aðallega á trompet sem er aðalhljóðfærið hans. Á það hefur hann leikið í Lúðrasveit Vestmannaeyja síðan 1976. A Vestmannaey hefur hann verið með hléum frá 1996. Talsvert verið við nám og kennslu á veturna en alfarið verið um borð síðasta árið. Hann byrjaði á sjó á Kap VE 4 áríð 1987 á sumarsíldveiðum og var þar áfram á loðnunni til vors 1988. Hann hefur á sjómannsferlinum verið víðar, m.a. á Heimaey, Skúla fógeta o.fl. Pilturinn kann mjög vel við sig á sjónum, það á hann ekki langt að sækja. Olafur Vigfússon (Óli Fúsa í Gíslholti) var föðurafi hans, mikill aflamaður og farsæll skipstjóri hér í Eyjum í fjöldamörg ár. A sjónum er Obbi með gítarinn og gutlar á hann, eins og hann segir, þegar næði gefst. Stundum syngja vélstjórarnir með honum og þegar vel liggur á karlinum, bætist hann og kokkurinn í hópinn. Frítíminn um borð er allt of lítill til útsetninga og annarra hugverka. Þó er hægt að grunnvinna þar ýmislegt og margar hugmyndir að lögum og textum hafa kviknað á sjónum. Gítarinn verður að vera við höndina ef hugmynd að lagi kviknar. Þær koma án nokkurs fyrirvara. Niðurstaðan er samt sú að það fer ekki vel saman að vera á sjónum og á fullu í tón-Iist. En hvoru tveggja togar í kappann. í fríum æfir hann og hefur haldið tónleika með hópi fólks. Þau kalla sig Obbó - síí. Leikið er á



trommur, bassa, gítar og orgel og 4 syngja ein-göngu. Obbi spilar á píanó og gítar og stjórnar öllu saman. Aðrir í hópnum eru: Hannes Friðbjarnarson, leikur á trommur, Högni Hilmisson á bassa, Karl Björnsson og Oskar Matthíasson á gítara, Páll Viðar Kristinsson og Þórir Ólafsson á hljómborð. Um söng sjá: Iris Guðmundsdóttir, Ragnhildur Magnúsdóttir, Sara Hamilton, Sævar Helgi Geirsson, Birkir Egilsson og Hafdís Kristjánsdóttir. Yfirleitt eru lögin melodískt popp sem Obbi hefur samið, bæði lög og texta og útsett. Obbó - síí hefur haldið þrenna tónleika í Höllinni fyrir fleiri en 500 manns. Þeir síðustu voru þar á sjómanna-dagskvöldið 2003. Það vekur upp þá spurningu hvort ekki þurfi að vekja aftur upp kvöldskemmtun sjómannadagsins, hún hefur ekki verið haldin í mörg ár en var mjög vinsæl á árum áður. Þau hafa einnig verið mikilvirk í nokkrum kaffi-húsamessum í Safnaðarheimili Landakirkju. Og allt ætlaði um koll að keyra í Herjólfsdal á síðustu þjóðhátíð þar sem þau komu fram. Þjóðhátíðargestir fögnuðu þeim innilega. Öllum þessum tónleikum hefur verið mjög vel tekið, svo nafnbótin bæjarlistamaður Vestmannaeyja, er full-komlega eðlileg og góð. Þarna er saman kominn hópur fólks, undir stjórn Obba, sem sannarlega hefur glatt bæjarbúa og aðra og gerir vonandi lengi enn. Túrarnir á Vestmannaey eru venjulega 3 vikur og dvöl í landi milli þeirra um 4 dagar. Æfingar fyrir tónleika hafa liðið fyrir þessar fjarvistir að áliti Obba en hvað sem því líður, finnst flestum að tón-leikar þeirra hafi tekist vel hverju sinni og aðdá-endahópurinn er stór. Það verður gaman að fylgjast með Obba og Obbó - síí. Vonandi verður hann með list sinni og hæfileikum, okkur til gleði mörg ókomin ár.



Fjallasigling Fagrakletts