„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2003/ Stelpa, sjór og kjölfar Guðrúnar Símonardóttur“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
<center>'''STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR'''</center>
<center>'''STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR'''</center>
<big><big><center>'''Stelpa, sjór og kjölfar Guðríðar Símonardóttur'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Stelpa, sjór og kjölfar Guðríðar Símonardóttur'''</center></big></big><br>
   
  [[Mynd:Steinunn Jóhannesdóttir.png|250px|center|thumb|Steinunn Jóhannesdóttir]]
Eg er af sjómönnum komin. Alin upp við sjávarsíðuna á úrgu nesi. Akranesi.<br>
Eg er af sjómönnum komin. Alin upp við sjávarsíðuna á úrgu nesi. Akranesi.<br>
Sunnan megin á nesinu er löng og rennislétt sandströnd, sem heitir Langisandur. Þar þótti mér barni gaman að leika mér í flæðarmálinu, láta ölduna elta mig, byggja sandkastala, teikna hús og landaparís, tína skeljar, telja hrúgurnar eftir sandmaðkinn, skoða dauða sjófugla. I góðu veðri að kasta mér til sunds. Leggjast svo í sólbað undir bakka og brenna.<br>
Sunnan megin á nesinu er löng og rennislétt sandströnd, sem heitir Langisandur. Þar þótti mér barni gaman að leika mér í flæðarmálinu, láta ölduna elta mig, byggja sandkastala, teikna hús og landaparís, tína skeljar, telja hrúgurnar eftir sandmaðkinn, skoða dauða sjófugla. I góðu veðri að kasta mér til sunds. Leggjast svo í sólbað undir bakka og brenna.<br>
Lína 11: Lína 11:
En þótt ég væri vön að ferðast á sjó fann ég oft fyrir sjóveiki, sérstaklega ef hann var á suðvestan, þá er ylgja í straumröstinni út af Hvalfirðinum og skipið tók að velta meira en maginn í mér þoldi. Eg ældi þó ekki oft. Fékk bara óbragð í munninn og sjóriðu þegar í land var komið. Eg var alltaf jafn fegin því að vera ekki þerna. Þær þurftu að standa uppi og selja kaffi og sælgæti hvernig sem viðraði og þrífa æluna sem farþegarnir skildu eftir í döllum og pokum eða bara á gólfinu í farþegasalnum. En ég hefði ekki heldur viljað vera háseti, né nokkur annar með starfsheiti um borð.<br>
En þótt ég væri vön að ferðast á sjó fann ég oft fyrir sjóveiki, sérstaklega ef hann var á suðvestan, þá er ylgja í straumröstinni út af Hvalfirðinum og skipið tók að velta meira en maginn í mér þoldi. Eg ældi þó ekki oft. Fékk bara óbragð í munninn og sjóriðu þegar í land var komið. Eg var alltaf jafn fegin því að vera ekki þerna. Þær þurftu að standa uppi og selja kaffi og sælgæti hvernig sem viðraði og þrífa æluna sem farþegarnir skildu eftir í döllum og pokum eða bara á gólfinu í farþegasalnum. En ég hefði ekki heldur viljað vera háseti, né nokkur annar með starfsheiti um borð.<br>


'''Hamona og Höfrungur III'''<br>
'''Hamona og Höfrungur III'''<br>[[Mynd:Höfrungur III AK 250 siglir inn í Akraneshöfn.png|250px|thumb|Höfrungur III AK 250 siglir inn í Akraneshöfn]]
Svo gerðist það að pabbi fór til sjós eftir margra ára landlegu. Hann var af fræknum vestfirskum sjómönnum kominn og hafði stundað sjó sem ungur maður, var meðal annars í áhöfn skonnortunnar Hamonu, sem siglt var til Íslands frá Kanada í miðri seinni heimsstyrjöldinni vorið 1941. Pabbi sagði okkur stundum frá þessari sjóferð og ég hafði sérstakt yndi af að fletta gömlu albúmi með myndum úr ferðinni. Á einni þeirra stóð pabbi yst á bómu aftursegls Hamonu hátt yfir haffletinum. Það þótti mér í meira lagi glæfralegt. Bómumyndin og mynd af honum að leika á mandólín og fleiri myndir úr þessari háskaför birtust í bók Vestfirska forlagsins, ''Frá Bjargtöngum að Djúpi'', sem út kom 2001. En pabbi hafði sem sagt hætt á sjó, gefist upp fyrir sjóveikinni og sjúkum maga, farið í Samvinnuskólann og gerst skrifstofumaður og kórsöngvari með meiru. Svo fór hann aftur á sjó. Yngri bróðir hans var landsfræg aflakló og síldarkóngur, Garðar Finnsson, og hann bauð honum skipsrúm, fyrst á Höfrungi II. ef ég man rétt. En í febrúar 1964 tók Garðar við glæsilegasta skipi í flota Haraldar Böðvarssonar & Co, Höfrungi III. Höfrungur III. var smíðaður í Noregi og var á sínum tíma merkilegasta fiskiskip íslendinga, fyrsta fiskiskip í heiminum með hliðarskrúfu og stýrisskrúfu „sem átti eftir að gerbreyta allri aðstöðu til síld- og loðnuveiða" er haft eftir Garðari í bókinni ''Til fiskiveiða fóru 1.'' Í sömu bók er sagt frá því að svo mikil hafi aflasæld hans verið að á fyrstu níu mánuðunum sem hann var með skipið hafi hann aflað fyrir tvöföldu kaupverði þess. Þeir byrjuðu á þorskanetum um veturinn en um sumarið var farið norður á síld. Og nú var orðið langt að sækja silfrið. Alla leið til Jan Mayen.<br>
Svo gerðist það að pabbi fór til sjós eftir margra ára landlegu. Hann var af fræknum vestfirskum sjómönnum kominn og hafði stundað sjó sem ungur maður, var meðal annars í áhöfn skonnortunnar Hamonu, sem siglt var til Íslands frá Kanada í miðri seinni heimsstyrjöldinni vorið 1941. Pabbi sagði okkur stundum frá þessari sjóferð og ég hafði sérstakt yndi af að fletta gömlu albúmi með myndum úr ferðinni. Á einni þeirra stóð pabbi yst á bómu aftursegls Hamonu hátt yfir haffletinum. Það þótti mér í meira lagi glæfralegt. Bómumyndin og mynd af honum að leika á mandólín og fleiri myndir úr þessari háskaför birtust í bók Vestfirska forlagsins, ''Frá Bjargtöngum að Djúpi'', sem út kom 2001. En pabbi hafði sem sagt hætt á sjó, gefist upp fyrir sjóveikinni og sjúkum maga, farið í Samvinnuskólann og gerst skrifstofumaður og kórsöngvari með meiru. Svo fór hann aftur á sjó. Yngri bróðir hans var landsfræg aflakló og síldarkóngur, Garðar Finnsson, og hann bauð honum skipsrúm, fyrst á Höfrungi II. ef ég man rétt. En í febrúar 1964 tók Garðar við glæsilegasta skipi í flota Haraldar Böðvarssonar & Co, Höfrungi III. Höfrungur III. var smíðaður í Noregi og var á sínum tíma merkilegasta fiskiskip íslendinga, fyrsta fiskiskip í heiminum með hliðarskrúfu og stýrisskrúfu „sem átti eftir að gerbreyta allri aðstöðu til síld- og loðnuveiða" er haft eftir Garðari í bókinni ''Til fiskiveiða fóru 1.'' Í sömu bók er sagt frá því að svo mikil hafi aflasæld hans verið að á fyrstu níu mánuðunum sem hann var með skipið hafi hann aflað fyrir tvöföldu kaupverði þess. Þeir byrjuðu á þorskanetum um veturinn en um sumarið var farið norður á síld. Og nú var orðið langt að sækja silfrið. Alla leið til Jan Mayen.<br>


Lína 20: Lína 20:
Við lögðum af stað í dögun og veðrið var svalt og gott. Pabbi tók strax til starfa eins og aðrir um borð en við systkinin stóðum við borðstokkinn og horfðum út á víðáttumikinn bláan hafflötinn og hvítt löðrið freyða um kinnunga skipsins. Að baki okkur minnkaði Akrafjallið uns það virtist hafa fengið sjó upp í miðjar hlíðar. Þegar kokkurinn var kominn með heitt á könnuna kom pabbi og sótti okkur í morgunkaffi. Mér fannst matsalurinn ótrúlega fallegur. Veggirnir voru klæddir ljósu viðarlíki og mikið má vera ef ekki var rautt leðurlíki á bekkjunum. Allt var svo hreint og fágað. Ég hef aldrei fundið betri lykt í nokkru skipi. Kaffið og kexið bragðaðist dásamlega og mér fannst gaman að hlusta á skrafið í köllunum yfir krúsunum. En svo vildi ég fara aftur upp á dekk að horfa á himininn og hafið og fjöllin sem sífellt tóku á sig nýja mynd eftir því sem skipið sigldi vestar og norðar. Og ég lagðist niður í svartan nótarbing sem angaði af tjöru og horfði á skýin á sinni siglingu og lét mig dreyma og gleymdi mér.<br>
Við lögðum af stað í dögun og veðrið var svalt og gott. Pabbi tók strax til starfa eins og aðrir um borð en við systkinin stóðum við borðstokkinn og horfðum út á víðáttumikinn bláan hafflötinn og hvítt löðrið freyða um kinnunga skipsins. Að baki okkur minnkaði Akrafjallið uns það virtist hafa fengið sjó upp í miðjar hlíðar. Þegar kokkurinn var kominn með heitt á könnuna kom pabbi og sótti okkur í morgunkaffi. Mér fannst matsalurinn ótrúlega fallegur. Veggirnir voru klæddir ljósu viðarlíki og mikið má vera ef ekki var rautt leðurlíki á bekkjunum. Allt var svo hreint og fágað. Ég hef aldrei fundið betri lykt í nokkru skipi. Kaffið og kexið bragðaðist dásamlega og mér fannst gaman að hlusta á skrafið í köllunum yfir krúsunum. En svo vildi ég fara aftur upp á dekk að horfa á himininn og hafið og fjöllin sem sífellt tóku á sig nýja mynd eftir því sem skipið sigldi vestar og norðar. Og ég lagðist niður í svartan nótarbing sem angaði af tjöru og horfði á skýin á sinni siglingu og lét mig dreyma og gleymdi mér.<br>


'''Bræla'''<br>
'''Bræla'''<br>[[Mynd:Jóhannes Finnsson faðir höfundar.png|250px|thumb|Jóhannes Finnson, faðir höfundar. F. 26. júní 1917, d.15. febrúar 1974. Ljósm.: Baldur Ólafsson]]
Undir kvöld var farið að bræla. Skýin höfðu sortnað og sigið niður að haffletinum sem orðinn var grár og báturinn var tekinn að velta á úfnum öldunum. Eftir kvöldmat vildi pabbi að við Leó færum í koju niðri í lúkar og fengjum okkur blund. Bráðum yrði kastað og hann lofaði að vekja okkur ef þeir fengju síld. Lúkarinn var jafn snyrtilegur og annað um borð í þessu glæsta skipi. Eg fór í pabba koju, sem var efrikoja, en bróðir minn fékk lánaða koju eins félaga hans fyrir neðan mig. Það var hægt að draga tjöld fyrir.<br>
Undir kvöld var farið að bræla. Skýin höfðu sortnað og sigið niður að haffletinum sem orðinn var grár og báturinn var tekinn að velta á úfnum öldunum. Eftir kvöldmat vildi pabbi að við Leó færum í koju niðri í lúkar og fengjum okkur blund. Bráðum yrði kastað og hann lofaði að vekja okkur ef þeir fengju síld. Lúkarinn var jafn snyrtilegur og annað um borð í þessu glæsta skipi. Eg fór í pabba koju, sem var efrikoja, en bróðir minn fékk lánaða koju eins félaga hans fyrir neðan mig. Það var hægt að draga tjöld fyrir.<br>
Mér leið einkennilega, bæði vel og illa. Eg fann hvernig skipið tók alltaf stærri og stærri dýfur og höfuðið á mér hallaðist ýmist upp eða niður. Maginn fór á hreyfingu og ég óttaðist að verða sjóveik. En ef ég lá alveg slök á bakinu gat ég haldið aftur af þeirri leiðu tilfinningu. Við bróðir minn mösuðum eitthvað saman í fyrstu, en svo náði syfjan tökum á mér og ég sofnaði. Eg vaknaði við að pabbi stóð hjá mér með fullt mjólkurglas og þykka rúgbrauðssneið með smjöri og rúllupylsu. Hann sagði mér að borða þetta, klæða mig svo vel og koma upp, því nú væru þeir að fá hana. Leó væri löngu kominn upp í brú til Garðars. Það væri bræluskratti og hann hefði orðið hræddur, fyndist betra að fylgjast með því sem væri að gerast úr brúnni.<br>
Mér leið einkennilega, bæði vel og illa. Eg fann hvernig skipið tók alltaf stærri og stærri dýfur og höfuðið á mér hallaðist ýmist upp eða niður. Maginn fór á hreyfingu og ég óttaðist að verða sjóveik. En ef ég lá alveg slök á bakinu gat ég haldið aftur af þeirri leiðu tilfinningu. Við bróðir minn mösuðum eitthvað saman í fyrstu, en svo náði syfjan tökum á mér og ég sofnaði. Eg vaknaði við að pabbi stóð hjá mér með fullt mjólkurglas og þykka rúgbrauðssneið með smjöri og rúllupylsu. Hann sagði mér að borða þetta, klæða mig svo vel og koma upp, því nú væru þeir að fá hana. Leó væri löngu kominn upp í brú til Garðars. Það væri bræluskratti og hann hefði orðið hræddur, fyndist betra að fylgjast með því sem væri að gerast úr brúnni.<br>
'''Veiðihljómkviðan'''<br>
'''Veiðihljómkviðan'''<br>
Sú sjón sem mætti mér þegar ég kom upp á dekk rennur mér seint úr minni. Sterkur ljóskastari klauf svart myrkrið umhverfis og lýsti upp þilfarið og spriklandi síldina í nótinni á stjórnborða. Nótin var full af síld. Það stirndi á iðandi kösina í ljóskeilunni. Hún féll eins og silfurlitur foss úr háfnum niður í lestina. Eg fékk nánast ofbirtu í augun. Þungur niður öldunnar og gargið í sjófuglinum skall á eyrunum. Vængjasláttur fuglanna, hífopp sjómannanna og köll frænda míns úr brúarglugganum blönduðust garginu, síldarkliðnum og veðurhljóðunum í magnaðri hljómkviðu. Það rigndi og baksviðs gnæfði Jökullinn. Mér virtist við vera alveg uppi undir honum, en hér leit hann allt öðru vísi út en sú prúða, hvíta keila sem Snæfellsjökull er séður frá Akranesi. í þessari miklu nálægð var hann svartrákóttur, úfinn og hrikalegur. Það lá við ég yrði hrædd. Samt varð ég hvorki hrædd né fann til sjóveiki lengur. Eg var algjörlega uppnumin af öllu sem fyrir augu og eyru bar, hávaðanum í náttúrunni og agaðri veiðigleðinni í skipshöfninni. Eg hef sjaldan skynjað jafn sterkt hver var undirstaða lífs míns og landsins. Björg úr sjó.<br>
Sú sjón sem mætti mér þegar ég kom upp á dekk rennur mér seint úr minni. Sterkur ljóskastari klauf svart myrkrið umhverfis og lýsti upp þilfarið og spriklandi síldina í nótinni á stjórnborða. Nótin var full af síld. Það stirndi á iðandi kösina í ljóskeilunni. Hún féll eins og silfurlitur foss úr háfnum niður í lestina. Eg fékk nánast ofbirtu í augun. Þungur niður öldunnar og gargið í sjófuglinum skall á eyrunum. Vængjasláttur fuglanna, hífopp sjómannanna og köll frænda míns úr brúarglugganum blönduðust garginu, síldarkliðnum og veðurhljóðunum í magnaðri hljómkviðu. Það rigndi og baksviðs gnæfði Jökullinn. Mér virtist við vera alveg uppi undir honum, en hér leit hann allt öðru vísi út en sú prúða, hvíta keila sem Snæfellsjökull er séður frá Akranesi. í þessari miklu nálægð var hann svartrákóttur, úfinn og hrikalegur. Það lá við ég yrði hrædd. Samt varð ég hvorki hrædd né fann til sjóveiki lengur. Eg var algjörlega uppnumin af öllu sem fyrir augu og eyru bar, hávaðanum í náttúrunni og agaðri veiðigleðinni í skipshöfninni. Eg hef sjaldan skynjað jafn sterkt hver var undirstaða lífs míns og landsins. Björg úr sjó.<br>
Lína 29: Lína 28:
'''Fundinn samferðamaður'''<br>
'''Fundinn samferðamaður'''<br>
Þessi tveggja daga síldartúr á Höfrungi III. er minn sjómannaskóli og jók enn á aðdáun mína á Garðari föðurbróður mínum. Mér fannst pabbi líka flottur í sjógallanum. Ferðin treysti kærleiksböndin milli okkar og ég fór reynslunni ríkari norður í Menntaskólann á Akureyri. Þar gleypti skólinn og félagslífið mig fljótlega, ég hellti mér út í bókmenntalestur og leiklist og lenti strax fyrsta veturinn minn í leikferðalagi með Drangi til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Það var eins og hver önnur lystireisa að sigla út frostkyrran Eyjafjörðinn undir stjörnuhimni samanborið við brælugjarnan Faxaflóann og sérstaklega spennandi að koma inn til Siglufjarðar, norðlægasta kaupstaðar á öllu Íslandi. Mig hafði lengi langað til að sjá þetta fræga pláss þar sem mamma hafði saltað síld sumarið sem allt varð vitlaust. Í einni landlegunni hafði lögreglan stöðvað slagsmál á dansleik með því að varpa táragasi inn í samkomuhúsið. Í æðinu sem greip um sig var mömmu varpað út um glugga. Nú var allt með kyrrum kjörum og okkur var frábærlega vel tekið. Við fórum aftur í leikferð til sömu plássa veturinn eftir og lentum í íshröngli á leiðinni inn til Ólafsfjarðar. Eða kannski var ísinn fyrra veturinn. Eg man það ekki. Hitt man ég, að á þessum siglingum um Eyjafjörð vorum við farin að gefa hvort öðru auga, ég og Einar Karl Haraldsson, sem seinna árið lék unnusta minn í ítölskum ærslaleik. 17. september 1967 opinberuðum við trúlofun okkar, 19 ára bæði, og ég hringdi í pabba til Jan Mayen til að láta hann vita fyrstan allra. Ef honum fannst við of ung, var hann ekkert að hafa orð á því.<br>
Þessi tveggja daga síldartúr á Höfrungi III. er minn sjómannaskóli og jók enn á aðdáun mína á Garðari föðurbróður mínum. Mér fannst pabbi líka flottur í sjógallanum. Ferðin treysti kærleiksböndin milli okkar og ég fór reynslunni ríkari norður í Menntaskólann á Akureyri. Þar gleypti skólinn og félagslífið mig fljótlega, ég hellti mér út í bókmenntalestur og leiklist og lenti strax fyrsta veturinn minn í leikferðalagi með Drangi til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Það var eins og hver önnur lystireisa að sigla út frostkyrran Eyjafjörðinn undir stjörnuhimni samanborið við brælugjarnan Faxaflóann og sérstaklega spennandi að koma inn til Siglufjarðar, norðlægasta kaupstaðar á öllu Íslandi. Mig hafði lengi langað til að sjá þetta fræga pláss þar sem mamma hafði saltað síld sumarið sem allt varð vitlaust. Í einni landlegunni hafði lögreglan stöðvað slagsmál á dansleik með því að varpa táragasi inn í samkomuhúsið. Í æðinu sem greip um sig var mömmu varpað út um glugga. Nú var allt með kyrrum kjörum og okkur var frábærlega vel tekið. Við fórum aftur í leikferð til sömu plássa veturinn eftir og lentum í íshröngli á leiðinni inn til Ólafsfjarðar. Eða kannski var ísinn fyrra veturinn. Eg man það ekki. Hitt man ég, að á þessum siglingum um Eyjafjörð vorum við farin að gefa hvort öðru auga, ég og Einar Karl Haraldsson, sem seinna árið lék unnusta minn í ítölskum ærslaleik. 17. september 1967 opinberuðum við trúlofun okkar, 19 ára bæði, og ég hringdi í pabba til Jan Mayen til að láta hann vita fyrstan allra. Ef honum fannst við of ung, var hann ekkert að hafa orð á því.<br>
   
  [[Mynd:Toulouse. Brúarsporður frá 17. öld.png|500px|center|thumb|Toulouse. Brúarsporður frá 17. öld. Brúin yfir Garonne var nœr fullsmíðuð þegar Guðríður Símonardóttir og ferðafélagar hennar hófu siglingu stína niður fljótið neðan hennar.]]
'''Með Smyrli til Færeyja'''<br>
'''Með Smyrli til Færeyja'''<br>[[Mynd:Árós Garrone-Gironde norðvestur af Bordaux utan við Blayes 20. júlí 1997.png|250px|thumb|Árós Garrone-Gironde norðvestur af Bordaux utan við Blayes 20. júlí 1997. Höfundur léttklæddur og með sólgleraugu í blíðunni]]
Sumarið 1975 hófust ferjusiglingar milli Íslands og Færeyja með Smyrli og við Einar ákváðum að heimsækja frændþjóð okkar á eyjunum 18, ásamt góðum vini, vikuna fyrir Ólafsvöku. Hluta leiðarinnar út hrepptum við vonskuveður og ég varð í fyrsta og eina skipti hrædd á sjó. Þetta voru líka mín fyrstu og einu kynni af úthafsöldunni og þegar ég var komin í koju um nóttina, djúpt í skrokki skipsins, fannst mér það taka svo brattar dýfur niður í öldudalina að ég varð efins um að það hefði sig aftur upp. Svo hafði það sig aftur upp en skall þá aftur niður svo ég tókst á loft og skipið nötraði. Ég var ákaflega glöð þegar við sigldum inn til Þórshafnar og fegin að eiga vikudvöl fyrir höndum í eyjunum og þurfa ekki að halda siglingunni áfram til Noregs eins og sumir farþeganna. Dvölin í Færeyjum varð eitt samfellt ævintýri og við sigldum milli stærstu eyjanna, klifum fjöll og hittum gestrisið og elskulegt fólk. Flestir karlmenn sem við tókum tali á götum úti höfðu verið á vertíð við Ísland. A heimleiðinni fengum við rjómablíðu alla leiðina. En þegar við nálguðumst land skall á niðdimm þoka svo varla sá handa skil. Okkur virtist skipið hætta að hreyfast og það var eins og maður missti allt tímaskyn. Þokulúðurinn vældi án afláts og var svarað með væli einhvers staðar úti í hvítri móðunni. Þótt það væru vissulega vonbrigði að verða af tilkomumikilli landsýn varð þessi sigling í Austfjarðaþokunni mögnuð á annan hátt.<br>
Sumarið 1975 hófust ferjusiglingar milli Íslands og Færeyja með Smyrli og við Einar ákváðum að heimsækja frændþjóð okkar á eyjunum 18, ásamt góðum vini, vikuna fyrir Ólafsvöku. Hluta leiðarinnar út hrepptum við vonskuveður og ég varð í fyrsta og eina skipti hrædd á sjó. Þetta voru líka mín fyrstu og einu kynni af úthafsöldunni og þegar ég var komin í koju um nóttina, djúpt í skrokki skipsins, fannst mér það taka svo brattar dýfur niður í öldudalina að ég varð efins um að það hefði sig aftur upp. Svo hafði það sig aftur upp en skall þá aftur niður svo ég tókst á loft og skipið nötraði. Ég var ákaflega glöð þegar við sigldum inn til Þórshafnar og fegin að eiga vikudvöl fyrir höndum í eyjunum og þurfa ekki að halda siglingunni áfram til Noregs eins og sumir farþeganna. Dvölin í Færeyjum varð eitt samfellt ævintýri og við sigldum milli stærstu eyjanna, klifum fjöll og hittum gestrisið og elskulegt fólk. Flestir karlmenn sem við tókum tali á götum úti höfðu verið á vertíð við Ísland. A heimleiðinni fengum við rjómablíðu alla leiðina. En þegar við nálguðumst land skall á niðdimm þoka svo varla sá handa skil. Okkur virtist skipið hætta að hreyfast og það var eins og maður missti allt tímaskyn. Þokulúðurinn vældi án afláts og var svarað með væli einhvers staðar úti í hvítri móðunni. Þótt það væru vissulega vonbrigði að verða af tilkomumikilli landsýn varð þessi sigling í Austfjarðaþokunni mögnuð á annan hátt.<br>
   
   
Lína 38: Lína 37:


'''Siglingin suður í heimildum'''<br>
'''Siglingin suður í heimildum'''<br>
Þetta var mín aðferð. Eg gat ekki látið ræna mér í Vestmannaeyjum og loka mig niðri í lest á gömlu sjóræningjaskipi til að liggja þar eins og síld í kös fangaðra samferðamanna. Til að lýsa slíkri reynslu hafði ég m.a bréf Guttorms Hallsonar frá Djúpavogi, sem er einn hinna merku heimildamanna okkar um Tyrkjaránið 1627. Hann segir svo: „Í siglingunni áttum vér auma ævi og sorglega; fólkið var hrakt úr öðrum stað í annan, og hver varð nálega að liggja ofan á öðrum í barlestinni; á því skipi sem ég var, var 400 fólks með ungum og gömlum. Slík óp og hróp, vein og kvein var að heyra á sálunum guðs, að þú varst nálega hlessa, því enginn getur sig ræktað eður nokkurn hlut til góða gert. Tvær konur sofnuðu á því skipi, sem eg var á, kona Rafns og konan frá Gautavík. En kerlingunni gömlu frá Búlandsnesi snöruðu þeir út lifandi."<br>
Þetta var mín aðferð. Eg gat ekki látið ræna mér í Vestmannaeyjum og loka mig niðri í lest á gömlu sjóræningjaskipi til að liggja þar eins og síld í kös fangaðra samferðamanna. Til að lýsa slíkri reynslu hafði ég m.a bréf Guttorms Hallsonar frá Djúpavogi, sem er einn hinna merku heimildamanna okkar um Tyrkjaránið 1627. Hann segir svo: „Í siglingunni áttum vér auma ævi og sorglega; fólkið var hrakt úr öðrum stað í annan, og hver varð nálega að liggja ofan á öðrum í barlestinni; á því skipi sem ég var, var 400 fólks með ungum og gömlum. Slík óp og hróp, vein og kvein var að heyra á sálunum guðs, að þú varst nálega hlessa, því enginn getur sig ræktað eður nokkurn hlut til góða gert. Tvær konur sofnuðu á því skipi, sem eg var á, kona Rafns og konan frá Gautavík. En kerlingunni gömlu frá Búlandsnesi snöruðu þeir út lifandi."<br>[[Mynd:Ferðaleiðir Guðríðar Símonardóttur.png|250px|thumb|Ferðaleiðir Guðríðar Símonardóttur. Teikn. Jean-Pierre Biard]]
Síra Ólafur Egilsson prestur á Ofanleiti lýsir sömu siglingu suður Atlantshafið og allt til Algeirsborgar í sinni frægu Reisubók: „Þann 19. júlí, sem að var fimmtudagsmorguninn, um miðjan morgun, þá rippuðu þeir upp sín akkeri. Þessi í illmenni vundu þá upp segl undir eins og það stóra skipið, sem austar lá, þá þeir sáu Krabbann út koma, sem þeir ræntu frá Dönskum. Og nær eð þeir gengu til segls, þá skutu þeir af ix [9] fallstykkjum og slógu sér svo til samans og fóru svo fyrir innan Elliðaey, og svo settu þeir sinn kóss í hádegisstað, og þann kóss héldu þeir í fullar og fastar iij [3] vikur með þann besta og beinasta byr, sem þeir sér óska kunnu eða hafa vildu. „Og Ólafur lýsir ýmsu sem fyrir bar á siglingunni, m.a. þessu: „Á þann 30. dag Julii, þá fæddi mín fátæka kvinna barn til veraldarinnar eftir tímans hentugleikum."<br>
Síra Ólafur Egilsson prestur á Ofanleiti lýsir sömu siglingu suður Atlantshafið og allt til Algeirsborgar í sinni frægu Reisubók: „Þann 19. júlí, sem að var fimmtudagsmorguninn, um miðjan morgun, þá rippuðu þeir upp sín akkeri. Þessi í illmenni vundu þá upp segl undir eins og það stóra skipið, sem austar lá, þá þeir sáu Krabbann út koma, sem þeir ræntu frá Dönskum. Og nær eð þeir gengu til segls, þá skutu þeir af ix [9] fallstykkjum og slógu sér svo til samans og fóru svo fyrir innan Elliðaey, og svo settu þeir sinn kóss í hádegisstað, og þann kóss héldu þeir í fullar og fastar iij [3] vikur með þann besta og beinasta byr, sem þeir sér óska kunnu eða hafa vildu. „Og Ólafur lýsir ýmsu sem fyrir bar á siglingunni, m.a. þessu: „Á þann 30. dag Julii, þá fæddi mín fátæka kvinna barn til veraldarinnar eftir tímans hentugleikum."<br>


Lína 45: Lína 44:
Þarna vissi ég að söguhetja mín, Guðríður Símonardóttir, engdist í barlestinni sjóveik og skelfingu lostin ásamt barnungum syni sínum. Og ég kallaði fram minn eigin ótta í dimmum skrokki Smyrils, bætti nokkrum hnútum í vindinn og afli í ölduna, breytti járnskrokki í marrandi tréskrokk. Og rýndi í Ólaf Egilsson:<br>
Þarna vissi ég að söguhetja mín, Guðríður Símonardóttir, engdist í barlestinni sjóveik og skelfingu lostin ásamt barnungum syni sínum. Og ég kallaði fram minn eigin ótta í dimmum skrokki Smyrils, bætti nokkrum hnútum í vindinn og afli í ölduna, breytti járnskrokki í marrandi tréskrokk. Og rýndi í Ólaf Egilsson:<br>
„Og á þeirri vorri mánaðarreisu önduðust 2 eða 3 konur gamlar, sem að voru teknar þar eystra, og um þeirra líkami voru vafðir gamlir segldúkar og snarað svo fyrir borð. En það kristna fólkið var þá vel til friðs og margir af þeim með hjartans góðum orðum báðu guð um burtför á þeirri sömu stundu, ef honum þóknaðist. En illmennin tóku það til ráðs á því skipinu, sem eg var, að þeir slátruðu einum hrút mjög svo feitum sér til offurs, annaðhvort djöflinum eða einhverjum sínum afguði, hvað mér var óvitanlegt, hvern þeir skáru í tvo parta og köstuðu svo sínum helmingi á hvert borð við skipið, og stormurinn stilltist innan fárra tíma."<br>
„Og á þeirri vorri mánaðarreisu önduðust 2 eða 3 konur gamlar, sem að voru teknar þar eystra, og um þeirra líkami voru vafðir gamlir segldúkar og snarað svo fyrir borð. En það kristna fólkið var þá vel til friðs og margir af þeim með hjartans góðum orðum báðu guð um burtför á þeirri sömu stundu, ef honum þóknaðist. En illmennin tóku það til ráðs á því skipinu, sem eg var, að þeir slátruðu einum hrút mjög svo feitum sér til offurs, annaðhvort djöflinum eða einhverjum sínum afguði, hvað mér var óvitanlegt, hvern þeir skáru í tvo parta og köstuðu svo sínum helmingi á hvert borð við skipið, og stormurinn stilltist innan fárra tíma."<br>
Sjómenn hafa löngum verið taldir hjátrúarfullir. Margir eru einlægir trúmenn. Svo var siglt í flasið á öðrum ræningjaflota.<br>
Sjómenn hafa löngum verið taldir hjátrúarfullir. Margir eru einlægir trúmenn. Svo var siglt í flasið á öðrum ræningjaflota.<br>[[Mynd:Úr bókinni Historie van Barbaryen eftir Pieter Dan.png|500px|center|thumb|Menn hanga í snörum í höfninni í Alsírborg. Úr bókinni Historie van Barbaryen eftir Pieter Dan]]
'''Ræningjaflotar á höfunum'''<br>
'''Ræningjaflotar á höfunum'''<br>
„Á þann 9. Augusti komum vér undir Hispanien. Þar mættu fríbýtarar á 6 skipum. Þá urðu þessi illmenni geysihræddir við þá um sín efni, svo að nær þeir uppbundu sínar verjur, þá hristust þeir upp og niður, svo sem hundar upp úr köldu vatni. En þá að fram kom, þá voru það Tyrkjar, hinum að öllu líkir, orðum og illskuverkum, þeir eð út voru farnir af þeim illvirkjastað Asser [Algeirsborg] fyrir 14 dögum á 27 skipum til að stela og ræna, drepa og myrða þá kristnu. - Þann 11. dag Augusti, þá sigldu þessir illvirkjar gegnum það mjóa sund, sem þeir kalla Strát, hvert að er 4 mílna breitt á milli Spanien og Barbariens, hjá þeim stað, sem Grindavíkurfólk var flutt til [Salé], og fyrir þeirri ferð báru þeir stóran kvíða, því að þeir Spanier höndla þá oft. En þeir fengu svo stóran storm og beinstan byr, að ekki mátti hönd á festa. Þann 16. eður 17. Augusti komum vér til þess staðar Asser, þangað sem þeir áttu heima."<br>
„Á þann 9. Augusti komum vér undir Hispanien. Þar mættu fríbýtarar á 6 skipum. Þá urðu þessi illmenni geysihræddir við þá um sín efni, svo að nær þeir uppbundu sínar verjur, þá hristust þeir upp og niður, svo sem hundar upp úr köldu vatni. En þá að fram kom, þá voru það Tyrkjar, hinum að öllu líkir, orðum og illskuverkum, þeir eð út voru farnir af þeim illvirkjastað Asser [Algeirsborg] fyrir 14 dögum á 27 skipum til að stela og ræna, drepa og myrða þá kristnu. - Þann 11. dag Augusti, þá sigldu þessir illvirkjar gegnum það mjóa sund, sem þeir kalla Strát, hvert að er 4 mílna breitt á milli Spanien og Barbariens, hjá þeim stað, sem Grindavíkurfólk var flutt til [Salé], og fyrir þeirri ferð báru þeir stóran kvíða, því að þeir Spanier höndla þá oft. En þeir fengu svo stóran storm og beinstan byr, að ekki mátti hönd á festa. Þann 16. eður 17. Augusti komum vér til þess staðar Asser, þangað sem þeir áttu heima."<br>
 
[[Mynd:Waddenzee seint í júlí. Það kular þegar norðar dregur.png|500px|center|thumb|Waddenzee seint í júlí. Það kular þegar norðar dregur]]
'''Siglt í kjölfar leysingjanna frá 1636'''<br>
'''Siglt í kjölfar leysingjanna frá 1636'''<br>
Þetta eru að vísu ekki miklar heimildir um langa sjóferð, en þær urðu mér ómetanlegar við ritun ''Reisubókar Guðríðar Símonardóttur''. Þegar kom að heimferðinni eftir níu ára ánauð í Alsír var úr enn minnu að moða, engar beinar frásagnir varðveittar frá neinum ferðalanganna, en í Tyrkjaránssögu Björns Jónssonar á Skarðsá er stuðst við glataða ferðalýsingu Einars Loftssonar. Heimildaskorturinn gerði að mér þótti þeim mum mikilvægara að reyna að sigla í kjölfar leysingjanna ef ég ætlaði mér að endurskapa heimreisuna með trúverðugum hætti. Fólkið lét úr höfn í Algeirsborg 22. júní 1636 og áfangastaðirnir voru kunnir, hvenær þeim var náð og hversu lengi var staðið við á hverjum stað. Að auki voru nokkur orð höfð um borgirnar, Palma á Mallorca, Marseille, Narbonne, Toulouse og Bordeaux í Suður Frakklandi, Sophire á Suður Englandi, Texel og Amsterdam í Hollandi, Gluckstadt í Norður-Þýskalandi og Kaupmannahöfn sem komið var til í lok ágúst.<br>
Þetta eru að vísu ekki miklar heimildir um langa sjóferð, en þær urðu mér ómetanlegar við ritun ''Reisubókar Guðríðar Símonardóttur''. Þegar kom að heimferðinni eftir níu ára ánauð í Alsír var úr enn minnu að moða, engar beinar frásagnir varðveittar frá neinum ferðalanganna, en í Tyrkjaránssögu Björns Jónssonar á Skarðsá er stuðst við glataða ferðalýsingu Einars Loftssonar. Heimildaskorturinn gerði að mér þótti þeim mum mikilvægara að reyna að sigla í kjölfar leysingjanna ef ég ætlaði mér að endurskapa heimreisuna með trúverðugum hætti. Fólkið lét úr höfn í Algeirsborg 22. júní 1636 og áfangastaðirnir voru kunnir, hvenær þeim var náð og hversu lengi var staðið við á hverjum stað. Að auki voru nokkur orð höfð um borgirnar, Palma á Mallorca, Marseille, Narbonne, Toulouse og Bordeaux í Suður Frakklandi, Sophire á Suður Englandi, Texel og Amsterdam í Hollandi, Gluckstadt í Norður-Þýskalandi og Kaupmannahöfn sem komið var til í lok ágúst.<br>
Ég gerði mér ekki ljóst fyrirfram að siglingum milli landa við Miðjarðarhafið hefði hnignað svo mjög sem raun var á. Eg vissi að samgöngur við Alsír voru miklum takmörkunum háðar, jafnt í lofti sem á legi, vegna blóðugra og mannskæðra átaka sem stóðu í landinu allan tíunda áratug nýliðinnar aldar. Eg neyddist því til að geyma mér Alsírferðina þar til síðast. En um Miðjarðarhafið var ég staðráðin í að sigla. Við Einar Karl flugum því til fyrsta áfangastaðar Guðríðar og félaga, Palma á Mallorca, og tókum ferju þaðan, sigldum yfir spegilsléttan hafflötinn undir stjörnubjörtum himni og höfðum landsýn við sólarupprás. Eg reyndi að festa hina „rósfingruðu gyðju morgunroðans" á filmu, en ljósmyndirnar geta aldrei orðið meira en áminning um fegurðina og kyrrðina sem ég nam. Og ég hugsaði; skipin eru öðruvísi nú, en stjörnurnar, hafið og sólarupprásin eru óbreytt frá því þennan sama dag fyrir 361 ári. Um lýsingu á innsiglingunni til Marseille sá Ólafur Egilsson, því hann var þar á ferð níu árum fyrr. Ólafur var sendur til Danmerkur að afla lausnargjalds fyrir konu sína og börn eftir aðeins um mánaðardvöl í herleiðingunni í Alsír.<br>
Ég gerði mér ekki ljóst fyrirfram að siglingum milli landa við Miðjarðarhafið hefði hnignað svo mjög sem raun var á. Eg vissi að samgöngur við Alsír voru miklum takmörkunum háðar, jafnt í lofti sem á legi, vegna blóðugra og mannskæðra átaka sem stóðu í landinu allan tíunda áratug nýliðinnar aldar. Eg neyddist því til að geyma mér Alsírferðina þar til síðast. En um Miðjarðarhafið var ég staðráðin í að sigla. Við Einar Karl flugum því til fyrsta áfangastaðar Guðríðar og félaga, Palma á Mallorca, og tókum ferju þaðan, sigldum yfir spegilsléttan hafflötinn undir stjörnubjörtum himni og höfðum landsýn við sólarupprás. Eg reyndi að festa hina „rósfingruðu gyðju morgunroðans" á filmu, en ljósmyndirnar geta aldrei orðið meira en áminning um fegurðina og kyrrðina sem ég nam. Og ég hugsaði; skipin eru öðruvísi nú, en stjörnurnar, hafið og sólarupprásin eru óbreytt frá því þennan sama dag fyrir 361 ári. Um lýsingu á innsiglingunni til Marseille sá Ólafur Egilsson, því hann var þar á ferð níu árum fyrr. Ólafur var sendur til Danmerkur að afla lausnargjalds fyrir konu sína og börn eftir aðeins um mánaðardvöl í herleiðingunni í Alsír.<br>
'''Massillia'''<br>
'''Massillia'''<br>[[Mynd:Reisubók Guðríðar Símonardóttur.png|250px|thumb|Bókakápa Reisubókar Guðríðar Símonardóttur]]
„Staðurinn Massillia er byggður í kringum fjörð einn kringlóttan, sem er mjór framan, að eg hygg ei fulla xi faðma yfir fjarðarkjaptinn. Í það sund eru settir stólpar fjórir af múr í sjóinn, og millum allra þeirra eru járnhlekkir furðu sterkir, og svo stórir járnbroddar niður úr hverjum hlekk, svo hvorki komast skip né bátar út né inn með nokkru móti. Öðru megin fjarðar er staður með kastala, en þrjú stór tré á floti, föst á endanum við þann innra staðinn, en annar er læstur hjá þeim í kastalanum og staðnum, hvar fyrir innan skipin liggja öll saman, hver eg hygg aldrei færri en 1000. Það er mikill kaupstaður, fimm húsa hár eða nærri 6, allur varinn fallbyssum svo stórum, að hvergi sá eg slíkar á minni aumu reisu. Fer þar enginn út eður inn, nema með leyfi þeirra í kastalanum."<br>Það var enginn smá floti sem þeir áttu Massilliumenn og lýsing Olafs á víggirtum fjarðarkjaftinum kemur fyllilega heim við samtíma teikningu sem birt er í ''Reisubók Guðriðar Símonardóttur''.<br>
„Staðurinn Massillia er byggður í kringum fjörð einn kringlóttan, sem er mjór framan, að eg hygg ei fulla xi faðma yfir fjarðarkjaptinn. Í það sund eru settir stólpar fjórir af múr í sjóinn, og millum allra þeirra eru járnhlekkir furðu sterkir, og svo stórir járnbroddar niður úr hverjum hlekk, svo hvorki komast skip né bátar út né inn með nokkru móti. Öðru megin fjarðar er staður með kastala, en þrjú stór tré á floti, föst á endanum við þann innra staðinn, en annar er læstur hjá þeim í kastalanum og staðnum, hvar fyrir innan skipin liggja öll saman, hver eg hygg aldrei færri en 1000. Það er mikill kaupstaður, fimm húsa hár eða nærri 6, allur varinn fallbyssum svo stórum, að hvergi sá eg slíkar á minni aumu reisu. Fer þar enginn út eður inn, nema með leyfi þeirra í kastalanum."<br>Það var enginn smá floti sem þeir áttu Massilliumenn og lýsing Olafs á víggirtum fjarðarkjaftinum kemur fyllilega heim við samtíma teikningu sem birt er í ''Reisubók Guðriðar Símonardóttur''.<br>


Lína 78: Lína 77:


<small>1 Til fiskiveiða fóru 70 ár á sjó og landi. Safnað hafa og skráð Haraldur Sturlaugsson og Sigurdór Sigurdórsson. Akranes 1977<small>
<small>1 Til fiskiveiða fóru 70 ár á sjó og landi. Safnað hafa og skráð Haraldur Sturlaugsson og Sigurdór Sigurdórsson. Akranes 1977<small>
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Leiðsagnarval