„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1992/Tvo daga að sigla sama sólarhring“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''<big><center>[[Eyjólfur Pétursson]]:</center></big>'''<br>
'''<big>'''<center>'''[[Eyjólfur Pétursson]]:'''</center><br>


<big><big><center>Tvo daga að sigla sama sólarhringinn</center></big></big><br>
<big><big><center>Tvo daga að sigla sama sólarhringinn</center><br>


<big><big><center>Heimsigling Vestmannaeyjar VE 54 frá Japan 1973</center></big></big><br>
<big><big><center>Heimsigling Vestmannaeyjar VE 54 frá Japan 1973</center><br>
[[Mynd:Eyjólfur Pétursson Sdbl. 1992.jpg|thumb|302x302dp]]
Það var árið 1972 að þeir félagar [[Kristinn Pálsson]] og [[Guðmundur Ingi Guðmundsson]] ákváðu að ráðast í það stórvirki að láta smíða fyrir sig skuttogara í Japan, þann fyrsta sem byggður var fyrir Vestmannaeyinga og stofnuðu um hann félagið [[Bergur - Huginn ehf]] s/f.<br>
Það var árið 1972 að þeir félagar [[Kristinn Pálsson]] og [[Guðmundur Ingi Guðmundsson]] ákváðu að ráðast í það stórvirki að láta smíða fyrir sig skuttogara í Japan, þann fyrsta sem byggður var fyrir Vestmannaeyinga og stofnuðu um hann félagið [[Bergur - Huginn ehf]] s/f.<br>
Í maímánuði það sama ár kom Kristinn að máli við mig og bauð mér skipið, sem ég þáði skömmu síðar. Eftir það hittumst við Kristinn nokkuð oft þar sem við í sameiningu ásamt öðrum kaupendum á togurum frá Japan fórum yfir smíðalýsingar og ýmislegt fleira. Síðsumars var skipinu hleypt af stokkunum og var gefið nafn af konsúli okkar íslendinga í Japan og hlaut nafnið [[Vestmannaey VE-54]].
Í maímánuði það sama ár kom Kristinn að máli við mig og bauð mér skipið, sem ég þáði skömmu síðar. Eftir það hittumst við Kristinn nokkuð oft þar sem við í sameiningu ásamt öðrum kaupendum á togurum frá Japan fórum yfir smíðalýsingar og ýmislegt fleira. Síðsumars var skipinu hleypt af stokkunum og var gefið nafn af konsúli okkar íslendinga í Japan og hlaut nafnið [[Vestmannaey VE-54]].
Lína 10: Lína 10:
'''Lyfjakistan hirt'''<br>
'''Lyfjakistan hirt'''<br>
Í október hélt ASIACO, umboðsaðili fyrir þessum skipakaupum, nokkrum Íslendingum, sem voru að fara til Japans til að fylgjast með smíði skipanna og taka við þeim, kveðjuhóf að Hótel Loftleiðum. Að því loknu var haldið til Keflavíkur. Fyrir Vestmannaey fór Kristinn Pálsson og ég undirritaður, fyrir [[Bjartur NK|Bjart NK]] fóru [[Magni Kristjánsson]] skipstjóri og frú, ennfremur [[Sigurður Jónsson]] 1. vélstjóri. Frá Keflavík flugum við síðan til New York og þegar þangað var komið vorum við að brölta með farangurinn. Þá kom til okkar öryggisvörður alvopnaður, benti á trékistu sem var í farangri okkar og spurði hvað í henni væri. Kristinn tók þá upp skjal nokkurt og rétti þessum verði og fór jafnframt að útskýra að þetta væri nú bara lyfjakistan í nýja skipið sem hann væri að láta byggja fyrir sig í Japan en íslensk lög krefðust að notuð yrði lyfjakista að heiman. Þetta hefði nú allt gengið ef vörðurinn hefði ekki rekið augun í að á listanum voru nöfn eins morfín og fleiri deyfilyf eins og skylt er að hafa í kistum þessum, var ekki að sökum að spyrja að kistan var tekin af okkur og héldum við satt að segja að við sæjum hana ekki meir.<br>
Í október hélt ASIACO, umboðsaðili fyrir þessum skipakaupum, nokkrum Íslendingum, sem voru að fara til Japans til að fylgjast með smíði skipanna og taka við þeim, kveðjuhóf að Hótel Loftleiðum. Að því loknu var haldið til Keflavíkur. Fyrir Vestmannaey fór Kristinn Pálsson og ég undirritaður, fyrir [[Bjartur NK|Bjart NK]] fóru [[Magni Kristjánsson]] skipstjóri og frú, ennfremur [[Sigurður Jónsson]] 1. vélstjóri. Frá Keflavík flugum við síðan til New York og þegar þangað var komið vorum við að brölta með farangurinn. Þá kom til okkar öryggisvörður alvopnaður, benti á trékistu sem var í farangri okkar og spurði hvað í henni væri. Kristinn tók þá upp skjal nokkurt og rétti þessum verði og fór jafnframt að útskýra að þetta væri nú bara lyfjakistan í nýja skipið sem hann væri að láta byggja fyrir sig í Japan en íslensk lög krefðust að notuð yrði lyfjakista að heiman. Þetta hefði nú allt gengið ef vörðurinn hefði ekki rekið augun í að á listanum voru nöfn eins morfín og fleiri deyfilyf eins og skylt er að hafa í kistum þessum, var ekki að sökum að spyrja að kistan var tekin af okkur og héldum við satt að segja að við sæjum hana ekki meir.<br>
Við sváfum síðan eina nótt í New York héldum svo með Pan Am til Fairbanks í Alaska, stoppuðum þar stutt en héldum síðan til Tokyo og lentum þar eftir um 12 tíma ferðalag frá New York. Vegabréfa- og tollskoðun gekk þar með ágætum.<br>
Við sváfum síðan eina nótt í New York héldum svo með Pan Am til Fairbanks í Alaska, stoppuðum þar stutt en héldum síðan til Tokyo og lentum þar eftir um 12 tíma ferðalag frá New York. Vegabréfa- og tollskoðun gekk þar með ágætum.
[[Mynd:Úti fyrir hótelinu Sdbl. 1992.jpg|miðja|thumb|Úti fyrir hótelinu. Frá hægri Kristinn Pálsson, Magni Kristjánsson skipstjóri á Bjarti og eiginkona hans.]]
<br>
Þegar út var komið beið okkar nokkuð sem enginn okkar hafði kynnst áður, en það var móttökunefnd á vegum ATAKA Ltd. sem var eins konar söluaðili fyrir skipasmíðastöðvarnar báðar. En skipin níu, sem þegar hafði verið samið um smíði á, voru byggð í tveimur borgum. Niigata á NV-strönd Honshu og Mouoran sem er sunnarlega á Hokkaido. Okkur var síðan raðað í svarta eðalvagna sem skörtuðu japanska og íslenska fánan-um á sitthvoru frambretti. Einn íslendingur var með þeim; hann var [[Kjartan Örn Kjartansson]], sonur Kjartans í ASIACO og átti hann að vera okkur til halds og trausts sem og hann gerði þá mánuði sem við áttum eftir að dvelja þarna. Við Kristinn lentum saman í bíl, hjónin saman. Kjartan og vélstjórinn í þeim þriðja. Svo formlegt var þetta að við urðum að sitja saman afturí en fulltrúi frá fyrirtækinu frammí. Var síðan ekið sem leið lá í hið fræga hverfi sem Ginxa nefnist og að hóteli sem heitir Ginxa Dai Ichi sem átti eftir að vera okkar aðalmiðstöð næsta mánuðinn. Þegar þangað var komið var rétt gefinn tími til að þrífa sig, síðan beið okkar veisla uppi í grillinu á hótelinu sem stóð fram eftir kvöldi. Ég held ég mæli fyrir munn okkar allra ferðalanganna að mikið vorum við hvíldinni fegin þegar við fengum loks að fara í háttinn. Næstu dagar fóru svo í fundi og matarboð sem við vorum farin að kalla prjónapartý en nokkuð misjafnlega gekk hjá okkur samferðafólkinu að temja okkur þennan borðsið heimamanna að eta með prjónum. Það tók aftur á móti ekki langan tíma að venjast því að hafa ávallt borðdömur við hlið sér sem sáu um að alltaf væri nóg í glösum, nægur matur, nudduðu bakið og lærin þess á milli. Fyrst í stað fannst manni þetta dálítið undarlegt en síðan alveg sjálfsagt enda er þetta siður í landinu.
Þegar út var komið beið okkar nokkuð sem enginn okkar hafði kynnst áður, en það var móttökunefnd á vegum ATAKA Ltd. sem var eins konar söluaðili fyrir skipasmíðastöðvarnar báðar. En skipin níu, sem þegar hafði verið samið um smíði á, voru byggð í tveimur borgum. Niigata á NV-strönd Honshu og Mouoran sem er sunnarlega á Hokkaido. Okkur var síðan raðað í svarta eðalvagna sem skörtuðu japanska og íslenska fánan-um á sitthvoru frambretti. Einn íslendingur var með þeim; hann var [[Kjartan Örn Kjartansson]], sonur Kjartans í ASIACO og átti hann að vera okkur til halds og trausts sem og hann gerði þá mánuði sem við áttum eftir að dvelja þarna. Við Kristinn lentum saman í bíl, hjónin saman. Kjartan og vélstjórinn í þeim þriðja. Svo formlegt var þetta að við urðum að sitja saman afturí en fulltrúi frá fyrirtækinu frammí. Var síðan ekið sem leið lá í hið fræga hverfi sem Ginxa nefnist og að hóteli sem heitir Ginxa Dai Ichi sem átti eftir að vera okkar aðalmiðstöð næsta mánuðinn. Þegar þangað var komið var rétt gefinn tími til að þrífa sig, síðan beið okkar veisla uppi í grillinu á hótelinu sem stóð fram eftir kvöldi. Ég held ég mæli fyrir munn okkar allra ferðalanganna að mikið vorum við hvíldinni fegin þegar við fengum loks að fara í háttinn. Næstu dagar fóru svo í fundi og matarboð sem við vorum farin að kalla prjónapartý en nokkuð misjafnlega gekk hjá okkur samferðafólkinu að temja okkur þennan borðsið heimamanna að eta með prjónum. Það tók aftur á móti ekki langan tíma að venjast því að hafa ávallt borðdömur við hlið sér sem sáu um að alltaf væri nóg í glösum, nægur matur, nudduðu bakið og lærin þess á milli. Fyrst í stað fannst manni þetta dálítið undarlegt en síðan alveg sjálfsagt enda er þetta siður í landinu.
 
[[Mynd:Verið að leggja síðustu hönd Sdbl. 1992.jpg|miðja|thumb|Verið að leggja síðustu hönd Vestmannaey VE 54.]]
'''Á flakki'''<br>
'''Á flakki'''<br>
Næstu tvær til þrjár vikur fóru í að heimsækja allmörg fyrirtæki sem framleiddu hluti þá sem skipin voru byggð utan um og urðu það fleiri fundir og fleiri prjónapartý. Heimsóttum við meðal annars Furuno verksmiðjurnar sem framleiddu öll siglinga- og fiskleitartæki í skipin en þær eru staðsettar í Nishinomiya borg sem er skammt frá Osaka en við gistum á Plasa hóteli þar í borg þá daga sem heimsóknin stóð yfir en það má segja að frá Osaka til Kobe sé ein borg og fellur Nishinomiya þar mitt á milli. Var meðal annars farið með okkur þaðan í þá gömlu höfuðborg þeirra Japana, Kyoto, en okkur skildist að fyrir Japani væri ferð til Kyoto samsvarandi og fyrir múslima að fara til Mekka, einskonar pílagrímaferð. Þeir voru duglegir að sýna okkur öll þessi Búddalíkneski og Búddahofin og ýmislegt fleira í þessari helgu borg þeirra. Þeir sögðu okkur að þegar fundið var nafnið á Tokyo hafi þeir einfaldlega tekið to aftan af Kyoto og sett það framan við kyo svo útkoman var Tokyo. Eftir þetta fórum við svo til Fukuoka sem er á eyjunni Kyushu. Þar skammt frá er borg sem heitir Shimonoseki en sú borg er á eyjunni Honshu og var ekið þangað í gegn um neðansjávargöng og þar heimsóttum við veiðarfæraverksmiðju og netaverkstæði sem hét Kaneyasu en ákveðið hafði verið að annaðhvort Vestmannaey eða Bjartur NK færu í veiðafæraprufu þegar skipin væru tilbúin þannig að menn sæju það á svörtu og hvítu að hægt væri að fiska á skipin. Þarna dvöldum við í nokkra daga. Þeir á Bjarti pöntuðu eitt troll sem þótti nokkuð víðáttumikið, japanskt að gerð ásamt varastykkjum en við pöntuðum troll af enskri gerð sem reyndar er í notkun enn í dag hér á íslandi og hefur yfirleitt verið kennt við togarann [[Marz]].<br>
Næstu tvær til þrjár vikur fóru í að heimsækja allmörg fyrirtæki sem framleiddu hluti þá sem skipin voru byggð utan um og urðu það fleiri fundir og fleiri prjónapartý. Heimsóttum við meðal annars Furuno verksmiðjurnar sem framleiddu öll siglinga- og fiskleitartæki í skipin en þær eru staðsettar í Nishinomiya borg sem er skammt frá Osaka en við gistum á Plasa hóteli þar í borg þá daga sem heimsóknin stóð yfir en það má segja að frá Osaka til Kobe sé ein borg og fellur Nishinomiya þar mitt á milli. Var meðal annars farið með okkur þaðan í þá gömlu höfuðborg þeirra Japana, Kyoto, en okkur skildist að fyrir Japani væri ferð til Kyoto samsvarandi og fyrir múslima að fara til Mekka, einskonar pílagrímaferð. Þeir voru duglegir að sýna okkur öll þessi Búddalíkneski og Búddahofin og ýmislegt fleira í þessari helgu borg þeirra. Þeir sögðu okkur að þegar fundið var nafnið á Tokyo hafi þeir einfaldlega tekið to aftan af Kyoto og sett það framan við kyo svo útkoman var Tokyo. Eftir þetta fórum við svo til Fukuoka sem er á eyjunni Kyushu. Þar skammt frá er borg sem heitir Shimonoseki en sú borg er á eyjunni Honshu og var ekið þangað í gegn um neðansjávargöng og þar heimsóttum við veiðarfæraverksmiðju og netaverkstæði sem hét Kaneyasu en ákveðið hafði verið að annaðhvort Vestmannaey eða Bjartur NK færu í veiðafæraprufu þegar skipin væru tilbúin þannig að menn sæju það á svörtu og hvítu að hægt væri að fiska á skipin. Þarna dvöldum við í nokkra daga. Þeir á Bjarti pöntuðu eitt troll sem þótti nokkuð víðáttumikið, japanskt að gerð ásamt varastykkjum en við pöntuðum troll af enskri gerð sem reyndar er í notkun enn í dag hér á íslandi og hefur yfirleitt verið kennt við togarann [[Marz]].<br>
 
[[Mynd:Þar úti gekk á með Sdbl. 1992.jpg|thumb|350x350dp|Þar úti gekk á með eilífum prjónapartýum. Kristinn Pálsson og greinarhöfundur hakka í sig hrísggrjónin. Á milli þeirra er japönsk þjónustustúlka, ein þeirra sem minnst er á í greininni.]]
'''Með teikningar í báðum lófum'''<br>
'''Með teikningar í báðum lófum'''<br>
Eftir um þriggja vikna flakk víðsvegar um eyjarnar kom loks að því að leiðir skildu hjá okkur samferðafólkinu, þau héldu til Niigata en við Kristinn til Muroran. Við lentum á flugvellinum í Sapporo. Voru þar menn frá skipasmíðastöðinni sem óku okkur til Muroran á hótel eða gistiheimili sem skipasmíðastöðin átti. Þarna áttum við svo eftir að gista mestanpart sem eftir var ferðarinnar. Við komum þangað seinnipart dags og að sjálfsögðu var eftirvæntingin farin að naga í okkur að fá loks að sjá skipið eftir tæplega mánaðar veru í Japan.<br>
Eftir um þriggja vikna flakk víðsvegar um eyjarnar kom loks að því að leiðir skildu hjá okkur samferðafólkinu, þau héldu til Niigata en við Kristinn til Muroran. Við lentum á flugvellinum í Sapporo. Voru þar menn frá skipasmíðastöðinni sem óku okkur til Muroran á hótel eða gistiheimili sem skipasmíðastöðin átti. Þarna áttum við svo eftir að gista mestanpart sem eftir var ferðarinnar. Við komum þangað seinnipart dags og að sjálfsögðu var eftirvæntingin farin að naga í okkur að fá loks að sjá skipið eftir tæplega mánaðar veru í Japan.<br>
3.704

breytingar

Leiðsagnarval