„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1989/Sjómannadagurinn 1988“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Magnús Guðmundsson:''' <big><big>'''Sjómannadagurinn 1988'''</big></big> Sjómannadagurinn 1988 var haldinn hátíðlegur á hefðbundinn hátt. Hófst á laugardeginum með ...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Mikill mannfjöldi Sdbl. 1989.jpg|miðja|thumb|Mikill mannfjöldi fylgdist með keppninni við Friðarhöfn í blíðskaparveðri á laugardag. Daginn eftir var veður heldur rysjótt og viðraði lítt til útihátíðarhalda]]
'''Magnús Guðmundsson:'''
'''Magnús Guðmundsson:'''


<big><big>'''Sjómannadagurinn 1988'''</big></big>
<big><big>'''Sjómannadagurinn 1988'''</big></big>


[[Mynd:Og þar fauk hún Sdbl. 1989.jpg|thumb|331x331dp|„Og þar fauk hún.“ Ásta situr uppi sem sigurvegari í koddaslag kvenna]]
[[Mynd:Nokkrir eyjapeyjar Sdbl. 1989.jpg|thumb|334x334dp|Nokkrir Eyjapeyjar sýndu skemmtileg tilþrif í sprangi á laugardeginum]]
Sjómannadagurinn 1988 var haldinn hátíðlegur á hefðbundinn hátt. Hófst á laugardeginum með því að Eyjapeyjar sýndu Vestmannaeyingum spranglistir í Spröngunni.<br>
Sjómannadagurinn 1988 var haldinn hátíðlegur á hefðbundinn hátt. Hófst á laugardeginum með því að Eyjapeyjar sýndu Vestmannaeyingum spranglistir í Spröngunni.<br>
Skemmtidagskráin við Friðarhöfn var eins og venjulega mjög fjörug og spennandi. Þar var saman kominn fjöldinn allur af fólki í þessari líka einmuna blíðu.<br>
Skemmtidagskráin við Friðarhöfn var eins og venjulega mjög fjörug og spennandi. Þar var saman kominn fjöldinn allur af fólki í þessari líka einmuna blíðu.<br>
Lína 10: Lína 13:
Í koddaslag karla var mikil barátta en þar sigraði Hörður Ólafsson eftir að hafa lamið alla sína keppinauta í hafið. Ekki var baráttan minni í kvennadeildinni. Þar stóð Ásta Erlingsdóttir uppi að lokum sem sigurvegari.
Í koddaslag karla var mikil barátta en þar sigraði Hörður Ólafsson eftir að hafa lamið alla sína keppinauta í hafið. Ekki var baráttan minni í kvennadeildinni. Þar stóð Ásta Erlingsdóttir uppi að lokum sem sigurvegari.
Í tunnuhlaupi karla sýndi Gísli Gíslason hvernig fara átti að. Hljóp hann yfir allar tunnurnar 16 og sigraði þriðja árið í röð. Í tunnuhlaupi kvenna urðu þær að reyna tvívegis með sér, Ásta Erlingsdóttir og Sylvía Daníelsdóttir og þar beið Ásta lægri hlut.<br>
Í tunnuhlaupi karla sýndi Gísli Gíslason hvernig fara átti að. Hljóp hann yfir allar tunnurnar 16 og sigraði þriðja árið í röð. Í tunnuhlaupi kvenna urðu þær að reyna tvívegis með sér, Ásta Erlingsdóttir og Sylvía Daníelsdóttir og þar beið Ásta lægri hlut.<br>
Þá var komið að reiptoginu. Þar ætluðu að reyna með sér „Fyrirmyndarbílstjórar'' og „Oddur Júll og Jólatrén". Ekkert varð þó úr þeirri viðureign þar sem bílstjórarnir gáfu leikinn.<br>
Þá var komið að reiptoginu. Þar ætluðu að reyna með sér „Fyrirmyndarbílstjórar'' og „Oddur Júll og Jólatrén". Ekkert varð þó úr þeirri viðureign þar sem bílstjórarnir gáfu leikinn.<br>''
Síðasta keppnisgrein dagsins, stakkasundið, var á milli þeirra Gunnars Júlíussonar og Sveinbjarnar Guðmundssonar. Sýndu þeir báðir mikil tilþrif en Sveinbjörn sigraði þar með miklum yfirburðum.
Síðasta keppnisgrein dagsins, stakkasundið, var á milli þeirra Gunnars Júlíussonar og Sveinbjarnar Guðmundssonar. Sýndu þeir báðir mikil tilþrif en Sveinbjörn sigraði þar með miklum yfirburðum.
Sú nýbreytni var höfð á þessum indælis degi að verðlaun voru afhent á Friðarhafnarbryggju jafnóðum og keppni lauk í hverri grein.<br>
Sú nýbreytni var höfð á þessum indælis degi að verðlaun voru afhent á Friðarhafnarbryggju jafnóðum og keppni lauk í hverri grein.<br>
Um kvöldið var borðhald í fjórum samkomuhúsum. Sverrir Stormsker, sá landskunni skemmtikraftur, kom fram í öllum húsunum og sá til þess að matargestum leiddist ekki. Eftir matinn var svo stiginn dans fram eftir nóttu. Í Kiwanishúsinu lék stórsveitin Sjöund fyrir dansi. Stefán P og hans menn sáu um fjörið í Hallarlundi. Hljómsveitin Eymenn hélt uppi stuðinu í Alþýðuhúsinu og á Skansinum voru það Stjórnin og Grétar Örvarsson sem fengu fólk til að hreyfa sig og það eftirminnilega. Um þetta kvöld er aðeins eitt hægt að segja; það var vel heppnað.<br>
Um kvöldið var borðhald í fjórum samkomuhúsum. Sverrir Stormsker, sá landskunni skemmtikraftur, kom fram í öllum húsunum og sá til þess að matargestum leiddist ekki. Eftir matinn var svo stiginn dans fram eftir nóttu. Í Kiwanishúsinu lék stórsveitin Sjöund fyrir dansi. Stefán P og hans menn sáu um fjörið í Hallarlundi. Hljómsveitin Eymenn hélt uppi stuðinu í Alþýðuhúsinu og á Skansinum voru það Stjórnin og Grétar Örvarsson sem fengu fólk til að hreyfa sig og það eftirminnilega. Um þetta kvöld er aðeins eitt hægt að segja; það var vel heppnað.
[[Mynd:Þær sýndu fallegasta áralagið Sdbl. 1989.jpg|miðja|thumb|Þær sýndu fallegasta áralagið og hlutu að launum bikar sem Óli Pétur Sveinsson gaf til keppninnar. Kvennasveit Fiskiðjunnar]]
<br>
Ekki er hægt að segja að blásið hafi byrlega á sunnudeginum, hann heilsaði með þoku og rigningu. En fjölmennt var svið sjómannamessu í Landakirkju þar sem séra Jóhann S. Hlíðar messaði. Að messu lokinni minntist svo Einar J. Gíslason drukknaðra á sinn einstæða máta. Þá voru afhjúpaðir bautasteinar með nöfnum þeirra sem farist hafa í sjó- og flugslysum frá árinu 1950. Munu það vera um eitthundrað manns.<br>
Ekki er hægt að segja að blásið hafi byrlega á sunnudeginum, hann heilsaði með þoku og rigningu. En fjölmennt var svið sjómannamessu í Landakirkju þar sem séra Jóhann S. Hlíðar messaði. Að messu lokinni minntist svo Einar J. Gíslason drukknaðra á sinn einstæða máta. Þá voru afhjúpaðir bautasteinar með nöfnum þeirra sem farist hafa í sjó- og flugslysum frá árinu 1950. Munu það vera um eitthundrað manns.<br>
Sú nýbreytni var höfð þennan sjómannadag að sameina skemmtun dagsins og heiðrun aflakónga. Átti skemmtidagskráin að fara fram á Stakkagerðistúni að deginum til. En vegna veðurs voru hátíðarhöldin færð inn í Hallarlund. Þar hófst dagskráin með því að þrír miklir sjómenn voru heiðraðir, þeir Már Pálsson, Guðmann Guðmundsson og Einar S. Jóhannesson.<br>
Sú nýbreytni var höfð þennan sjómannadag að sameina skemmtun dagsins og heiðrun aflakónga. Átti skemmtidagskráin að fara fram á Stakkagerðistúni að deginum til. En vegna veðurs voru hátíðarhöldin færð inn í Hallarlund. Þar hófst dagskráin með því að þrír miklir sjómenn voru heiðraðir, þeir Már Pálsson, Guðmann Guðmundsson og Einar S. Jóhannesson.<br>
Lína 26: Lína 31:
Í Safnahúsinu var mikið um að vera þennan dag. Í tilefni dagsins var komið á sýningu í Byggðasafninu á bátateikningum og líkönum og í anddyri Safnahússins sýndu sjómenn landmönnum snilld sína í taflmennsku eða öfugt.<br>
Í Safnahúsinu var mikið um að vera þennan dag. Í tilefni dagsins var komið á sýningu í Byggðasafninu á bátateikningum og líkönum og í anddyri Safnahússins sýndu sjómenn landmönnum snilld sína í taflmennsku eða öfugt.<br>
Þessi frábæra helgi endaði svo með dansleikjum í Hallarlundi og á Skansinum.<br>
Þessi frábæra helgi endaði svo með dansleikjum í Hallarlundi og á Skansinum.<br>
 
[[Mynd:Er það nú ekki Sdbl. 1989.jpg|miðja|thumb|„Er það nú ekki ólíkt þægilegra að geta fylgst með hátíðarhöldum sjómannadags af sjó? Það finnst okkur.“ Erlendur Pétursson og Tóti í Geisla Makindalegir á laugardeginum. Skyldi eitthvað búa undir þessu brosi?]]
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}