Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Herra, bjarg þú

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 21. mars 2017 kl. 13:23 eftir Halla1 (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. mars 2017 kl. 13:23 eftir Halla1 (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big><center>'''Herra, bjarga þú'''</center></big></big><br> Þegar við komum inn í Landakirkju þá sjáum við í kórglugga mynd af því þegar Jesús hastar á vindinn...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Herra, bjarga þú



Þegar við komum inn í Landakirkju þá sjáum við í kórglugga mynd af því þegar Jesús hastar á vindinn og vatnið og það varð stillilogn. Myndin sýnir það augnablik þegar Jesús mælir þessi orð af vörum. Læri¬sveinarnir eru óttaslegnir. Þeir byrgja amilit í höndum sér. Þeir eru hræddir. Afskaplega mannleg og eðlileg viðbrögð það. Mér þykir sérstaklega vænt um þessa mynd og mér finnst hún eiga svo vel við hér í kirkjunni okkar. Hversu oft hafa ekki Vestmanney¬ingar bæði á sjó og landi byrgt andlit sín í ótta um afdrif sín og ástvina sinna. Hversu oft hafa ekki þessi bænarorð borist upp í himin¬inn: .. Herra. bjarga þú. vér förumst." Ég hef oft verið spurður að því hvort Vcstrnanncyingar séu trúhneigðari en aðrir landsmenn. Ég hef hvorki viljað né getað svarað þeirri spurningu. En ég veit að spurn¬ingin kviknar af því að hér hafa orðið meiri athurðir og furðulegri en annars staðar á landinu. Nefni ég tvennt til sem hæst ber. Annars vegar er það Tyrkjaránið 1627 og hins vegar og það sem nær okkur er, en það er eldgosið á Heimaey 1973. Þó er enn ótalið það sem mestu skiptir líklega. Hér er stærsta verstöð landsins og hér hefur það verið hlutskipti margra hraustra sjómanna að gista hina votu gröf. Og margir. já allir. hafa siglt í kröppum sjó og fundið til smæðar sinnar og ráðaleysis frammi fyrir ógnarafli Ægis. Við slíkar aðstæður hafa menn fundið fánýti þess að treysta einungis á afl sitt og megin. Þá hafa aðstæður kallað fram bænarorðin: .. Herra. bjarga þú ... Þannig hafa menn leitað ásjár hjá honum sem er upphaf og endir allra hluta. Þeir hafa setið við hlið lærisveinanna á þóftunni í litla SJÖMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEYJA