„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1985/ Elsta skipi flotans sökkt“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Elsta skipi flotans sökkt Það fækkaði um einn í bátaflota Vest¬manneyinga 18. nóv. s.l. þegar elsta skipi flotans var sökkt í skipakirkjugarði norð¬vestur af Eiðinu í...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Elsta skipi flotans sökkt
<big><big><center>'''Elsta skipi flotans sökkt'''</center></big></big><br>
Það fækkaði um einn í bátaflota Vest¬manneyinga 18. nóv. s.l. þegar elsta skipi flotans var sökkt í skipakirkjugarði norð¬vestur af Eiðinu í Eyjum. Haförn VE 23 hafði verið dæmdur í úreldingu og þetta 6 7 ára gamla happa- og gæfuskip fékk virðulega „útför". Af þiljum aflaskipsins Þórunnar Sveinsdóttur YE. sem hafði hjálpað Haf¬erninum síðustu ferðina út úr höfninni.
Það fækkaði um einn í bátaflota Vestmanneyinga 18. nóv. s.l. þegar elsta skipi flotans var sökkt í skipakirkjugarði norðvestur af Eiðinu í Eyjum. Haförn VE 23 hafði verið dæmdur í úreldingu og þetta 67 ára gamla happa- og gæfuskip fékk virðulega „útför“. Af þiljum aflaskipsins Þórunnar Sveinsdóttur VE. sem hafði hjálpað Haferninum síðustu ferðina út úr höfninni, fylgdust eigendur bátsins, aðstandendur þeirra og vinafólk, með söknuði og trega með því er skipið smám saman seig í sjó og hvarf loks alveg undir lognkyrrt yfirborðið. Langri og farsælli útgerðarsögu Hafarnarins var lokið.<br>
fylgdust eigendur bátsins, aðstandendur þeirra og vinafólk, með söknuði og trega með því er skipið smám saman seig í sjó og hvarf loks alveg undir lognkyrrt yfirborðið. Langri og farsælli útgerðarsögu Hafarnarins var lokið.
Haförn VE 23 var smíðaður í Fredrikssund í Danmörku árið 1917 og var 36 brúttó
Haförn VE 23 var smíðaður í Fredriks¬sund í Danmörku árið 1917 og var 36 brúttó-
lestir að stærð. Haförninn var elsta skip
lestir að stærð. Haförninn var elsta skip
Eyjaflotans og jafnframt næstelsta skip íslenska fiskiskipaflotans skv. nýjustu skipaskrá. Skipið var keypt hingað til Eyja frá Danmörku árið 1940 af Pétri Andersen útgerðarmanni, sem kallaður var í daglegu tali Eyjabúa Danski-Pétur. Pétur átti bátinn ásamt sonum sínum og hlaut báturinn nafnið Meta VE. Þann 26. október 1959 keyptu svo bátinn bræðurnir Ingólfur og Sveinn Matthíassynir og gerðu þeir bátinn út allt fram til loka síðustu vetrarvertíðar að þeir ákváðu að hætta útgerð. Þeir bræður höfðu alla tíð róið sjálfir á bátnum. Ingólfur sem skipstjóri og Sveinn sem vélstjóri.
Eyjaflotans og jafnframt næstelsta skip íslenska fiskiskipaflotans skv. nýjustu skipaskrá. Skipið var keypt hingað til Eyja frá Danmörku árið 1940 af Pétri Andersen útgerðarmanni, sem kallaður var í daglegu tali Eyjabúa Danski-Pétur. Pétur átti bátinn ásamt sonum sínum og hlaut báturinn nafnið Meta VE. Þann 26. október 1959 keyptu svo bátinn bræðurnir Ingólfur og Sveinn Matthíassynir og gerðu þeir bátinn út allt fram til loka síðustu vetrarvertíðar að þeir ákváðu að hætta útgerð. Þeir bræður höfðu alla tíð róið sjálfir á bátnum. Ingólfur sem skipstjóri og Sveinn sem vélstjóri.<br>
Ingólfur Matthíasson sagði í samtali að sér þætti mikil eftirsjá í þessum bát. .Þetta hefur verið mikil happafleyta og öll þessi 25 ár sem við bræður höfum gert hann út hafa engin slys eða óhöpp hent bátinn né áhöfn hans ... Aðspurður um það, hvernig honum hefði verið innanbrjósts þegar hann horfði á eftir bátnum í hafið eftjr þessi löngu samskipti. svaraði Ingólfur: .,Eg fylltist miklum söknuði og eftirsjá. Þó get ég varla verið annað en ánægður með að báturinn fékk þessi endalok en ekki einhver önnur óvirðulegri eftir 6 7 ára þjónustu og farsælt 25 ára samstarf sem hefur reynst að öllu leyti vel og skilað góðum afla og afkomu. Þetta var afbragðsbátur og alla tíð vel búinn tækjum. Ég hefði óhræddur treyst bátnum til að þjóna okkur í 20 ár til viðbótar þeim 6 7 sem báturinn hefur að baki, en eftir 54 ár til sjós fannst mér tímabært að hætta sjósókn og fara að gera eitthvað annað.
Ingólfur Matthíasson sagði í samtali að sér þætti mikil eftirsjá í þessum bát. „Þetta hefur verið mikil happafleyta og öll þessi 25 ár sem við bræður höfum gert hann út hafa engin slys eða óhöpp hent bátinn né áhöfn hans .“  Aðspurður um það, hvernig honum hefði verið innanbrjósts þegar hann horfði á eftir bátnum í hafið eftir þessi löngu samskipti, svaraði Ingólfur: „Ég fylltist miklum söknuði og eftirsjá. Þó get ég varla verið annað en ánægður með að báturinn fékk þessi endalok en ekki einhver önnur óvirðulegri eftir 67 ára þjónustu og farsælt 25 ára samstarf sem hefur reynst að öllu leyti vel og skilað góðum afla og afkomu. Þetta var afbragðsbátur og alla tíð vel búinn tækjum. Ég hefði óhræddur treyst bátnum til að þjóna okkur í 20 ár til viðbótar þeim 67 sem báturinn hefur að baki, en eftir 54 ár til sjós fannst mér tímabært að hætta sjósókn og fara að gera eitthvað annað.
Við bræður erum orðnir fullorðnir og tókum 1111-
Við bræður erum orðnir fullorðnir og tókum  
þá ákvörðun að hætta útgerð." ...._
þá ákvörðun að hætta útgerð.“<br>
Ingólfur Matthíasson starfar nú sem hafnarvörður við Vestmannaeyjahöfn og því enn starfandi við lífæð byggðarlagsins þó að hann sé hættur að færa fisk að landi. ,.Ég hefi hoppað úr bátnum upp á bryggjuna, .. sagði Ingólfur Matthíasson skipstjóri að lokum - fengsæll og farsæll formaður í 25 ár. nú kominn í land eftir rúmlega hálfrar aldar sjósókn. -hkj.
Ingólfur Matthíasson starfar nú sem hafnarvörður við Vestmannaeyjahöfn og því enn starfandi við lífæð byggðarlagsins þó að hann sé hættur að færa fisk að landi. „Ég hefi hoppað úr bátnum upp á bryggjuna“, sagði Ingólfur Matthíasson skipstjóri að lokum - fengsæll og farsæll formaður í 25 ár, nú kominn í land eftir rúmlega hálfrar aldar sjósókn. -<div style="text-align: right; direction: ltr; margin-left: 1em;">'''hkj.'''</div><br>
SJÓMANNADAGSBLAÐ VESTMANNAEY JA

Útgáfa síðunnar 6. apríl 2017 kl. 14:18

Elsta skipi flotans sökkt


Það fækkaði um einn í bátaflota Vestmanneyinga 18. nóv. s.l. þegar elsta skipi flotans var sökkt í skipakirkjugarði norðvestur af Eiðinu í Eyjum. Haförn VE 23 hafði verið dæmdur í úreldingu og þetta 67 ára gamla happa- og gæfuskip fékk virðulega „útför“. Af þiljum aflaskipsins Þórunnar Sveinsdóttur VE. sem hafði hjálpað Haferninum síðustu ferðina út úr höfninni, fylgdust eigendur bátsins, aðstandendur þeirra og vinafólk, með söknuði og trega með því er skipið smám saman seig í sjó og hvarf loks alveg undir lognkyrrt yfirborðið. Langri og farsælli útgerðarsögu Hafarnarins var lokið.
Haförn VE 23 var smíðaður í Fredrikssund í Danmörku árið 1917 og var 36 brúttó lestir að stærð. Haförninn var elsta skip Eyjaflotans og jafnframt næstelsta skip íslenska fiskiskipaflotans skv. nýjustu skipaskrá. Skipið var keypt hingað til Eyja frá Danmörku árið 1940 af Pétri Andersen útgerðarmanni, sem kallaður var í daglegu tali Eyjabúa Danski-Pétur. Pétur átti bátinn ásamt sonum sínum og hlaut báturinn nafnið Meta VE. Þann 26. október 1959 keyptu svo bátinn bræðurnir Ingólfur og Sveinn Matthíassynir og gerðu þeir bátinn út allt fram til loka síðustu vetrarvertíðar að þeir ákváðu að hætta útgerð. Þeir bræður höfðu alla tíð róið sjálfir á bátnum. Ingólfur sem skipstjóri og Sveinn sem vélstjóri.
Ingólfur Matthíasson sagði í samtali að sér þætti mikil eftirsjá í þessum bát. „Þetta hefur verið mikil happafleyta og öll þessi 25 ár sem við bræður höfum gert hann út hafa engin slys eða óhöpp hent bátinn né áhöfn hans .“ Aðspurður um það, hvernig honum hefði verið innanbrjósts þegar hann horfði á eftir bátnum í hafið eftir þessi löngu samskipti, svaraði Ingólfur: „Ég fylltist miklum söknuði og eftirsjá. Þó get ég varla verið annað en ánægður með að báturinn fékk þessi endalok en ekki einhver önnur óvirðulegri eftir 67 ára þjónustu og farsælt 25 ára samstarf sem hefur reynst að öllu leyti vel og skilað góðum afla og afkomu. Þetta var afbragðsbátur og alla tíð vel búinn tækjum. Ég hefði óhræddur treyst bátnum til að þjóna okkur í 20 ár til viðbótar þeim 67 sem báturinn hefur að baki, en eftir 54 ár til sjós fannst mér tímabært að hætta sjósókn og fara að gera eitthvað annað. Við bræður erum orðnir fullorðnir og tókum þá ákvörðun að hætta útgerð.“

Ingólfur Matthíasson starfar nú sem hafnarvörður við Vestmannaeyjahöfn og því enn starfandi við lífæð byggðarlagsins þó að hann sé hættur að færa fisk að landi. „Ég hefi hoppað úr bátnum upp á bryggjuna“, sagði Ingólfur Matthíasson skipstjóri að lokum - fengsæll og farsæll formaður í 25 ár, nú kominn í land eftir rúmlega hálfrar aldar sjósókn. -

hkj.