Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976/ Frá Sjómannadeginum 1974

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. ágúst 2015 kl. 11:15 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. ágúst 2015 kl. 11:15 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: <big><big>Frá Sjómannadeginum 1974</big></big> Dagana 8. og 9. júní var Sjómannadagurinn hátíðlegur haldinn um land allt. Að venju hófust hátíðahöldin hér í Vestmanna...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Frá Sjómannadeginum 1974

Dagana 8. og 9. júní var Sjómannadagurinn hátíðlegur haldinn um land allt. Að venju hófust hátíðahöldin hér í Vestmannaeyjum fyrri daginn inni í Friðarhöfn kl. 15.00, með kappróðri og fleiru. Lengd kappróðursbrautar var um 300 metrar.

Tími róðrasveita: 1. riðill: Steinaldarmenn 1:25,1
Gullberg VE 292 1:28,8
Mömmupeyjar 1:37,4

2. riðill: Trésmiðir 1:33,0
Fiskimjölsverksmiðjan h.f. 1:33,4
Vinnslustöðin hf. 1:36,0

3. riðill (fermingardrengir): Vesturbær 1:43,3

Austurbær      1:51,5

4. riðill (stúlkur): Fiskiðjan hf. 2:03,8
Vinnslustöðin hf. 2:10,1

Úrslit í boðhlaupi urðu þessi: 1. Sveit Angantýs Agnarssonar 1:43,0
2. Sveit Harðar Guðjónssonar 2:07,3
3. Sveit Árna M Friðgeirssonar 2:13,1


Sunnudaginn 9. júní var svo hátíðahöldunum fram haldið kl. 13.15 við Landakirkju. Að þessu sinni fóru öll útihátiðahöld dagsins fram við kirkjunauna, m. a. vegna ástands á Stakkagerðistúni vegna jarðeldanna 1973.

Veitt voru verðlaun til sigurvegaranna frá deginum áður. Heiðraðir voru aldraðir sjómenn og þeim færð skrautrituð heiðurskjöl í því skyni. Einnig fór fram athöfn til heiðurs þeim, er höfðu orðið svo lánsamir að bjarga öðrum úr sjávarháska.

Eftirtaldir aldraðir sjómenn voru heiðraðir: Karl Guðmundsson frá Goðalandi, Guðmann Guðmundsson, Sigurður Gissurarson og Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið.

Þá voru heiðraðir skipverjar á Þórunni Sveinsdóttur fyrir björgun áhafnar af vélbátnum Bylgju frá Reykjavík, og ennfremur skipverjar á Sigurði Gísla fyrir björgun áhafnarinnar af Frigg i marsmánuði 1973.

Kl. 20.00 hófst venjubundin kvöldskemmtun í Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Skemmtunin varð að þessu sinni óvenjulega stutt og fábreytt að efni. Orsökin var sú, að veður hafði spillst síðdegis og nokkur hluti skemmtikraftanna, sem pantaður hafði verið frá Reykjavík, komst ekki flugleiðis til Eyja. Kvöldskemmtuninni lauk með því að aflakóngarnir voru heiðraðir, þeir: Daníel Traustason á Kóp VE 11 og Gunnar Jónsson á Ísleifi VE 63, og áhafnir þeirra. Sá fyrrnefndi fyrir mestan afla Eyjabáta á næstliðinni vertið, og hinn síðarnefndi fyrir mest aflaverðmæti á árinu 1973.

Loks var dansað fram undir morgun.