Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/ Vélbáturinn Árni í Görðum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. júlí 2016 kl. 11:03 eftir Mardis94 (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. júlí 2016 kl. 11:03 eftir Mardis94 (spjall | framlög) (Ný síða: <center>500px|thumb|Árni Í Görðum VE 73</center> [[Mynd:Okkar er 999 tonna -spánskur!.png|300px|thumb|Okkar er 999 tonna -spánskur!. - Þegar ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Árni Í Görðum VE 73


Okkar er 999 tonna -spánskur!. - Þegar Íslendingar loks vöknuðu til uppbyggingar togaraflotans með skuttogurum var „handagangur í öskjunni“ og eins og vikið er að í grein um uppbyggingu íslenzka togskipaflotans hefur verið gengið frá kaupum rúmlega 30 skipa á einu ári. Þetta er nú einu sinni „okkar íslenzka aðferð“ við þessa hluti, en hinn ágæti skopteiknari okkar Vestmannaeyinga m.m., Sigmund, kunni að gefa þessu nafn.