Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1969/ Af blöðum Jóhanns Gunnars Ólafssonar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. maí 2016 kl. 13:09 eftir StefánBjörn (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. maí 2016 kl. 13:09 eftir StefánBjörn (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Af blöðum Jóhanns Gunnars Ólafssonar


Skipsáróður
Gat verið mishár eftir atvikum og samningum. Þannig var hann á áttæringnum Ebeneser hákarlavertíðina 1856 einn ril fjórir ríkisdalir. Þá var formannskaup 12 ríkisdalir. Magnús Oddsson var þá formaður á skipinu.
Vatnsból undir Stóru-Löngu
Undir StóruLöngu hefur áður verið vatnsból fyrir verzlanir og skip þau, sem hingað hafa komið, og áttu kaupmenn þar tvö stórkeröld, er tóku mgi tunna, til að taka við vatni því, er þar drýpur niður úr berginu, en nú er þar aðeins eitt slíkt kerald táfúið og nær dottið í stafi, og gám nú í sumar leið aðeins tollað í því 2-3 tunnur af vatni í senn. Lítur því út fyrir, að kaupmenn ætli sér eigi að nota vatnsból þetta framvegis, enda hafa þeir nú allir komið upp stórum, múruðum brunnum, hver við sinn verzlunarstað, sem sjaldan mun þurfa að þrjóta vatn.

Úr bréfi ábúenda Vilborgarstaða til sýslumanns Vestmannaeyja, dags. 16. desember 1889.
Frakkneskir skiptapar
Við Vestmannaeyjar strönduðu tvö frönsk fiskiskip árið 1888, Jeanne Berthe og Agneau de Dieu, en Marie Valentine sökk í námunda við Eyjarnar. Skipshafnirnar björguðust og dvöldust í Eyjum þangað til skipsferð féll. Varð af þessu mikill kostnaður, sem sýslumaður varð að inna af hendi, en síðan var innheimtur í Frakklandi.
Skipshöfn á hverju skipi var 18 manns.
Hákarlaveiðar
Voru lengi vel stundaðar í Vestmannaeyjum á opnu skipunum. Samkvæmt skiptabók Garðsverzlunar yfir hákarlalifur gengu þessi skip, sem við hana skiptu, ril hákarla árið 1875: Neptúnus, Haffrú, Gideon, Enok, Svanur Mýrdælingur, Æolus og ennfremur þilskipið Olga.
Skipri voru þannig, að spíralagjald var dregið frá óskiptum afla, en eftirstöðvar skipmst þannig, að formaður skipsins fékk tvo hluti, skipið sjö, en hásetar einn og prestur einn hlur. Skipti voru þessi á afla Gideons 8. apríl 1875: Aflinn var 6 runnur og 14 pottar af hákarlalifur, en spíralagjald kr. 1.20.
Hluturinn var kr. 6.87 og skiptist svona: 1 hlut Guðmundur í París 1„ Hannes í Kastala 1„ Jóhannes í Hólakoti 1„
Guðmundur á Fögruvöllum