Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Þegar Fram VE 176 fórst 14. jan. 1915

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. mars 2016 kl. 13:42 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. mars 2016 kl. 13:42 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: J Ó N SIOURDSSON Þegar Fram VE 176 f órst 14. jan. 1915 i Laust fyrir síSustu aldamót kom ungur maS-ur ofan úr Rangárvallasýslu til sjóróðra í Vestmannaeyjum. Hann hé...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

J Ó N SIOURDSSON


Þegar Fram VE 176 f órst 14. jan. 1915

i Laust fyrir síSustu aldamót kom ungur maS-ur ofan úr Rangárvallasýslu til sjóróðra í Vestmannaeyjum. Hann hét Magnús Þórðar-son frá Kirkjulandi í Landeyjum. síðar kennd-nr við Dal í Vestmannaeyjuni. Magnús byrjaði strax sjómennsku á einu af opnu skipunum, sem þá gengu í Eyjum, en ekki hafði hann verið Iengi í Eyjuni, er hann gerðist háseti á einu aflamesta skipinu, sem þá gekk, og var það sexferingurinn Isak, sem Þorsteinn Jónsson í Laufási stýrði. Var Magn-ús háseti á því skipi til vertíðarloka 1905, er Þorsteinn lét af formennsku á ísak og keypti fyrsta vélbátinn. sem hér gekk til þorskveiða. Var það Unnur fyrsta. Nú vanlaði eigendur Isaks formann fyrir skipið og báðu þeir Þorstein að vísa á eftir-mann sinn og vísaði hann á Magnús Þórðar-son, Tók Magnús þá við skipinu og var meS þaS verlíðina 1906 og aflaði vel, en sú vertíð var síðasta vertíS opnu skipanna í Vestmanna-eyjum. Þegar kom fram á veturinn sá Magnús, að það myndi verða vélaraflið, sem gilti til sjó-sóknar, því þaS sýndi Þorsteinn á hinum nýja báti. Magnús fwr sér menn í félag, og pantar hann vélbát 7 lesta. Mennirnir voru: Olafur Auðunsson Þinghól, Sigurður Ölafsson Ból-slað, Guðlaugur Jónsson Gerði og Símon Eg-ilsson AsgarSi, og átti hann að vera vélar-maður. Báturinn kom vorið 1906 og nefndi Magnús haun Bergþóru VE 88. Magnús byrj-aði strax róðra á þessum nýja báti og hélt honum út yfir sumarið. Var Magnús áfram með bátinn vertíðina 1907 og var með hæstu bátum í Eyjum. Eftir þá vertíð skipti Magnús um vél í bátn-um og fékk í hann 10 hestafla Dan-vél, tveggja „sílundra", en áður var 8 ha. „Dan", einna „sílundra" í bátnurn. Veturinn 1908 er Magnús ineð Bergþóru. Hinn 20. febrúar gerSi afspyrnu rok af austri og lá fj öldi báta úti þá nótt, þar á meSal Berg-þóra. Vélarbilun varð hjá Bergþóru og kom enskur togari þeim til bjargar og tók Berg-þóru í slef, viS þaS laskaðist báturinn svo mjög, aS togarinn varS aS taka mennina um borS, en Bergþóra sökk. Hásetar Magnúsar voru þessa vertíS: Ólaf-ur AuSunsson, Stefán GuSlaugsson GerSi, GuSjón GuSjónsson Borgareyrum Eyjafjöll-um, Sveinbjorn GuSmundsson Efstu-Grund Eyjafjöllum og Símon Egilsson ÁsgarSi. Ekki lagði Magnús árar í bát við þetta, pant-aði hann strax tvo báta, átta lesta með 10 hest-afla Dan-vél, og skyldu bátarnir koma um sum-arið 1908. Bátarnir komu á tilskildum tíma og tók Magnús við formennsku á öðrum, en há-seti hans, Stefán Guðlaugsson í Gerði, tók við hinum. Eigendur þessara báta voru að miklu leyti hinir sömu menn og að Bergþóiu. Bát sinn skirði Magnús Karl 12. VE 136, en Stefán bát sinn Halkion VE 140, og gengu þessir bátar fyrst veturinn 1909. Urðu þeir einhver hin mestu happaskip, sem hér voru á þeim tima. Stefán var með Halkion til vetrar-vertiðarloka 1918. Veturinn 1914 ákvað Magnús í Dal að panta sér bát og skyldi hann vera 9—10 lesta. Þá voru bátarnir farnir að stækka og fannst Magnúsi hann vera á eftir á Karli 12. Vildi hann fylgja þróuninni. Akveðið var, að bát-urinn skyldi koma til Vestniannaeyja í ágúsl um sumarið. Var þá Magnús búinn að vera formaður með Karl 12. í sex vertíðar og oft-ast með beztu bátum, stundum hæstur.


2 Stefán Ingvarsson, sem byggði Kalmans-tjörn og bjó þar lengi var árið 1914 til húsa í Vallanesi. Hann var ættaður úr Höfnum á Reykjanesi, frá Kalmanstjörn og lét hann hús sitt í Eyjum heita eftir því. Stefán var hreysti-maður og greinagóður. Um vorið 1914 ræður Stefán sig austur á Norðfjörð til sjóróðra á m.b. Hrólf, sem þeir áttu Hinrik Þorsteinsson og Vilhjálmur Stef-ánsson á Tröllanesi. Stefán fór austur í mai 1914 með strandferðaskipi og bjó um sig i lestinni, því að fullt var af fólki og ekki um annað pláss að ræða. Stefán leggur sig til svefns og sefur inn all-an Seyðisfjörð. Dreymir hann þá þann draum, sem hér fer á eftir: Honum finnst hann vera kominn suður i Hafnir og standa á túninu í Kotvogi. Finnst honum bliðuveður og sér hann fjölda af fólki og horfa allir út a sjóinn. Þar sér hann marga V estmannaeyinga og skilur hann ekki í því. Þar sér hann Guðmund Eyjólfsson í Miðbæ, Agúst Eiríksson, Vegamótum: þá sér hann Qlaf Auðunsson, Þinghól, þá Guðjón Jónsson, Oddsstöðum, og síðast Jón Magnússon á Kirkjubæ. Loks sér hann Vilborgu í Kotvogi sem dáin var fyrir mörgum árum. Hún kemur til Stefáns og segir: „Þú ert hér?" ,.Já, ég er hér," segir Stefán við hana. „Já", svarar Vilborg. „Komdu nær mér og talaðu við mig." Stefán sagði svo frá, að hann hefði verið hálfsmeykur að koma nærri henni. því að hann vissi, að hún var dáin, en samt gjörði hann það. Þá segir Vilborg við Stefán: „Nú ætla ég að fara að gera út. Ég er búin að fá tvo for-menn úr Vestniannaeyjum, hvernig lízt þér á það?" „Það veit ég ekki." segir Stefán. „Veizt þú það ekki?" segir Vilborg. „og ert úr Vestmannaeyjum." I þvi kemur Guðjón á Oddsstöðum til þeirra Stefáns og Vilborgar og segir: „Hann er far-inn í sjóinn, hann Magnús í Dal." „Nei, hann er ekki farinn ennþá, en það er verst, að hann Jón Stefánsson fer eins," segir Vilborg. í því finnst Stefáni að sé tekið í öxlina á sér og það vera Magnús Guðniundsson á Vest-urhúsuni, og vaknar Stefán i þeim svifum. Er þá skipið að leggja að bryggju á Seyðisfirði. Stefán mundi drauniinn vel.

3 Nú fer Stefán til Norðfjarðar og rær þar um sumarið og ber ekkert tii tíðinda. Það var eitt sinn í ágústmánuði, að Stefán gekk til Sigfúsar Sveinssonar. því að þar voru Vestmannaeyingar. Sigurjón Jónsson í Víði-dal var þar formaður með bát fyrir Sigfús. Hásetar hjá Sigurjóni voru: Agúst Sigur-hansson, Agúst Þórðarson, Aðalbóli og Gísli Þórðarson, DalStefán tekur þá tali og spyr þá hvenær þeir fari til Eyja. Þeir segjast fara bráðlega, og spyrja þeir hann hvenær hann fari. Segist Stefán verða langt fram á haust. „Það er langur tími," segja þeir. „Það er sama hvar maður eyðir tímanum," svarar Stefán. „En meðal annarra orða," segir Stefán við Agúst Sigurhansson, „hvenær kemur bát-urinn hans Magnúsar í Dal?" Ágúst var ráð-inn vélamaður á bátinn. „Það veit ég ekki," svarar Agúst, „og er mér alveg sama um það." Stefán segir: „Alltaf er nú gott að vera á nýj-um báti." Ágúst segir: „Mér lízt ekkert á það, ég hefði helzt viljað vera á Karli gamla á-fram," og var hann heldur fátalaður. Svo hættir þetta samtal og þeir félagar fara suður eins og um var talað, en Stefán er fram á haust.

4 I ágústmánuði kom bátur Magnúsar i Dal. Þennan bát skírði Magnús „Fram" VE 176. Bátur þessi var 9^/2 lest með 12 hestafla Dan-vél, faltegur bátur á allan hátt og ganggóður. Magnús átti % hluta, en Olafur Auðunsson V5. Magnús fór strax að stunda ýmsar ferðir á bátnum upp að Fjallasandi og Landeyjum. í þessum ferðum var Ólafur Ingileifsson vélaniaður og niinntist Magnús á það við Ólaf, að varla gæti það komið fyrir, að svona bátur færi í sjóinn; svo var Magnús hrifinn af bátn-um. Enda var það svo þá. ef einn kom stærri en annar, að þetta þóttu mikil skip og er svo enn i dag.

5 Nú leið að vertíð 1915 og fór Magnús að fala sér háseta og falaði þá, sem voru með honum veturinn áður. en það voru: Eyjólfur Sigurðssoii frá Syðstu-Grund, Torfi Einarsson, Varmahlíð, Eyjafjöllum og Einar Ingvarsson, Efstu-Grund, Eyjafjöllum. Ekki gáfu þeir Magnúsi nein loforð um það og leið svo tím-inn. Um þessar mundir slóð hafnargerðin sem hæst. Var verið að byggja Hringskersgarðinn. Ahaldaskúr hafði Höfnin látið byggja í urð-unuin austur af Miðhúsuin og voru þar geymd ýms verkfæri, sem tilheyrðu höfninni. Þetta var i nóvember. Margt manna vann við höfnina, þar á með-al Einar Þórðarson á Kirkjubæ, bróðir Guð-jóns í Heklu. Eitt sinn er hann á gangi hjá skúrnum og sér þá fiinm inenn koma á móti sér norður urðir. alla í sjókla:ðuni. Hann þekkir þá alla nema einn: ganga þeir fram með skúrnum og ætlar Einar að mæta þeim hinum megin við skúrinn. Þegar hann kemur þar, sér hann eng-an mann. Einari þótti þetta ekki góður fyrir-boði. og sagði hann strax frá þessu, en bað menn leyna þessu fyrst um sinn.

6 Sigurð Sverrisson, seiu lengi var formaður hér í Eyjum með m.b. France, dreymdi draurn þann, sem hér fer á eftir: Honum fannst konia til sín niaður. sem átti heima austur i Mýrdal og var dáinn fyrir nokkrum árum. Biður hann Sigurð að lofa sér að róa með honum i vetur. Sigurður þverneit-aði þessu í svefninum. „Það gerir ekkert til," segir þá maðurinn, „ég fæ að róa með honum Magnúsi í Dal." Þegar Sigur'ður vaknaði, var hann ánægður að hafa neitað manninum um plássið. Bjóst hann við, að þetta yrði fyrir slæmu. 7 Nú vantaði formann fyrir Karl 12. og fóru nú eigendur bátsins til Eyjólfs Sigurðssonar frá Syðstu-Grund (síðar Laugardal) og föluðu hann fyrir bátinn. Eyjólfur keypti hluta í bátn-um og ákvað að vera formaður með bátinn. Eyjólfur falar Torfa Einarsson og Einar Ing-varsson, og slá þeir föstu að verða á Karli. Ekki skildu þeir Torfi og Einar í sjálfum sér að hafa ráðið sig þarna á mikið lélegri bát og með óvönum fornianni, þó að allir hefðu þeir mjög mikið álit á Eyjólfi, þar á meðal Magnús Þórðarson. Eyjólfur sýndi síð-ar á sinni löngu formannstið, að hann var traustsins verður. Nú er það af Magnúsi að segja, að hann hittir fyrrverandi háseta sína og vill fá hjá þeim svar, hvort þeir ætli að vera hjá sér um veturinn. og svara þeir því. að þeir ætli að halda hópinn á Karli 12. Magnús gerði sér það að góðu, en segir við Eyjólf: „Þú smiðar þó alltaf bjóðin fyrir mig á Fram?" og lofar Eyjólfur því. Magnús hafði keypt beituskúr við For-mannabraut um haustið og látið endurbyggja hann að nýju. Sagði Magnús við Eyjólf, að það væri bezt fyrir hann að vera í skúrnum við smiðarnar. og samsinnti Eyjólfur því. Nú byrjar Eyjólfur að smíða bjóðin. en ekki er hann búinn að vera lengi í skúrnum, þegar hann finnur einhver leiðindi í kringum sig, strax og fór að skyggja á kveldin, og var Eyjólfur ekki smeykur við neina smámuni.

8 Fer nú að líða að vertíð og fara allir að standsetja. Fram varð með fyrstu bátum, sem tilbúnir voru og fór hann að róa fyrir jól og gengu aflabrögð mjög vel. Þetta haust kom maðux austau af Bakka-firði til Vestmannaeyja. Hann hét Arnkell Thorlacíus Daníelsson. Hann hafði verið í siglingum úti um heim, myndarmaður og kunni meira í siglingafræði en þá almennt gerðist; einnig var hann mjög vel syndur. Aður en hann fór að heiman af Bakkafirði bað móðir hans hann um að róa ekki í Vest-mannaeyjum og gaf hann litið út á það. Nú líður fram yfir áramót, og er fjöldi af bátum tilbúinn að róa, þar á meðal m.b. Karl 12.


9 Fyrirboði Sigurjóns lngvarssonar frá Klömbru undir Eyjafjöllum: Sigurjón Ing-varsson var veturinn 1915 sjómaður á Ingólfi hjá Guðjóni á Sandfelli. Hann var til húsa í kjallaranum á Grund við Kirkjuveg. Guðjón kallar Sigurjón til sjós 14. janúar; klæðir Sig-urjón sig í skyndi og fer út. Þegar hann kem-ur út sér hann Magnús í Dal og Ágúst Sigur-hansson standa á stéttinni við Dal og horfa þeir í austur. Sigurjón verður ánægður með sér að geta orðið þeim samferða, því að hann var myrk-fælinn. Það dregst í tímann, að þeir Magnús og Agúst komi og hugsar Sigurjón með sér, að þetta dugi ekki, gamli maðurinn verði ekki gustgóður, ef hann komi of seint til skips. Fer Sigurjón á undan þeim Magnúsi og Agústi af stað niður að beituskúr í Geirseyri, og stóðu þeir á stéttinni, þegar Sigurjón leggur af stað niður eftir. Þegar Sigurjón kemur niður i skúr er Guðjón að láta bjóðin á seinni vagn-inn, og fær Sigurjón bullandi skammir hjá Guðjóni. Síðan er bjóðunum ekið niður á bryggju; þá sér Sigurjón hvar Magnús í Dal er að ýta frá með alla sína skipshöfn, svo að það var ekki sá rétti Magnús og Ágúst, sem stóðu á stéttinni í Dal.

10 Arnkell Thorlacíus, sein áður er nefndur, hittir Magnús i Dal og falar pláss hjá honum. Magnús segir það velkomið og fer nú Arnkell að róa með strengi á Fram. Eyjólfur Sigurðsson kallar 13. janúar eins og fleiri formenn. Veðurútlit var Ijótt þessa nótt og gengur Eyjólfur austur á Skans. Þegar hann kemur austur í sundið á Skansinurn, ætl-ar að líða yfir hann, og svo er harrn góða stund, að hann veit hvorki í þennan heim né annan. 1 sama bili kemur maður austan af Skansi og býður Eyjólfi góðan daginn: það er Magnús í Dal. I því léttir yfir Eyjólfi. Magnús ávarpar Eyjólf og segir: „Það verð-ur ekki sjóveður í dag og er óhætt að fara heim." „Það kemur sér vel fyrir mig," svarar Eyjólfur. „Ég var svo lasinn, að ég komst hvorki aftur á bak né áfram." „Ég skal fylgja þér heim," segir Magnús. Eyjólfur tók því og fór Magnús með honum heim. Eyjólfur var þá til húsa í Bræðraborg. Eyjólfur sagðist aldrei hafa fengið svona yfir sig, hvorki fyrr né síðar. Almenn landlega var þennan dag. Næsta dag, 14. janúar, kalla allir fornienn, sem voru byrjaðir róðra, þar á meðal Guðjón Jónsson í Bræðraborg (síðar á Heiði). Hann var þá með m.b. Gamm. Guðjón gengur niður Formannabraut um nóttina og með honum vélamaður hans, Sveinn Sigurhansson. Þeir hitta þar Ágúst Sigurhansson, bróður Sveins, en Ágúst var vélamaður á Fram. Sveinn slær upp á því við bróður sinn, hvort þeir eigi ekki að koma í kappstím í dag. Agúst svarar þvi dauflega og segir: „Það verður annað að gera hjá mér í dag." Við það skilja þeir. Veður var stillt þessa nótt en ljótt útlit. Bát-arnir keyra á miðin, sumir austur fyrir Eyjar. Karl 12. reri á landsuður þessa nótt. Þegar búið var að leggja línuna fer að storma af suðaustri og með birtu er kominn þunga stormur. Næstu bátar við Karl 12. voru Fram og Gammur og var nú almennt farið að draga línuna, en alltaf var veðrið að versna. Karl 12. náði allri línunni og fór heim vestan við Eyjar og gekk allt vel. Upp úr hádegi fara bátar að koma almennt að landi, og var þá komið ofsa veður. Um tvö-leytið sást frá Kirkjubæ bátur koma sunnan með og fá stórt ólag, sem keyrir hann í kaf. Eftir ólagið flaut upp undir skammdekk. Bátn-um skilaði upp undir urðir og þekktu menn bátinn og sáu, að það var Fram. Tveir menn voru þá í bátnum, annar á dekki. en hinn í vélarhúsgati. Sá sem var á dekkinu fór úr sjófötunum og tók bauju, sem flaut við hinn sökkvandi bát og hélt sér í hana. Stakk hann sér við hvern sjó, sem á hana kom og tók hana alltaf aftur. Baujuna bar að á urðunum og kenndi grunns og brotnaði; þar með hvarf maðurinn og drukknaði. Þetta var Arnkell Thorlacíus.

12 Margt fólk af Kirkjubæjum og austurbyggð Eyjanna var komið á urðirnar, ef ske kynni, að einhverjum væri hægt að bjarga. Einnig var m.b. Baldur á eftir, formaður Sigurður Oddsson, og hægði hann á, til að reyna að bjarga, en Fram var kominn svo nálægt landi að ekkert varð að gert. Siðan sökk Fram út af Sólboða, en flökin rak upp á urðir.

13 Nú er að segja af Stefáni Ingvarssyni. Hann er beitumaður þessa vertíð á m.b. Hlíf og er hún á sjó þennan dag. Stefán er í beituskúrn-um um tvö-leytið og lítur út i dyrnar og heyrir að komið er vont veður. Hann hugsar með sér, að það sé bezt að ganga austur á Skans og það gjörir hann. Þegar Stefán kemur austur í sundið á Skansinum er varla stætt fyrir Toki. Stefán heldur áfram og þegar hann kemur á Skansinn er fullt af fólki með báðum veggjum að horfa eftir bátunum. sem voru að koma af sjónum. Stefán skilur ekki hvernig á því stendur, að menn eru suður með öllum urðum. Fer hann þangað á móti veðrinu. Þegar hann kemur austur fyrir Miðhús mætir hann Guðmundi Eyjólfssyni í Miðbæ, þá mætir hann Ágústi Eiríkssyni Vegamótum, þá Ólafi Auðunssyni og svo Guðjóni Jónssyni á Oddsstöðum. Hann segir við Stefán: „Það var bátur stopp hér fyrir austan, og veit ég ekki hvað varð af honum." Stefán heldur áfram suður urðir, og hittir hann þá Jón Magnússon á Kirkjubæ. Jón segir við Stefán: „Það var að farast bátur hér áð-an." „Varð það Hlíf ?" spyr Stefán. „Nei, það var hann Magnús í Dal." „Já, akkúrat," segir Stefán og fer norður urðir aftur og heim. Þegar Stefán kemur upp á Heimagötu hittir hann Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum. Magnús spyr Stefán frétta af sjónum. Stefán segir hvernig komið sé, og lét Magnús illa yfir. Þarna er draumur Stefáns kominn fram, ná-kvæmlega 8 mánuðum siðar. Arnkel Thorla-cíus rak á urðirnar daginn eftir, en Ágúst Sig-urhansson viku seinna.


14 Þeir, sem fórust með Fram, voru: Magnús Þórðarson formaður. Hann var fæddur að Tjörnum undir Eyjafjöllum 21. sept. 1879. Foreldrar hans voru Þórður Lofts-son bóndi á Tjörnum Guðmundssonar og Kristín Gísladóttir. Magnús fór ungur með foreldrum sínum að Amundakoti í Fljótshlíð og ólst þar upp. Munu systkinin hafa verið 8, og mun hann hafa verið með þeini elztu. Magnús fór fljótt til sjóróðra eins og áður segir, fyrst til Stokks-eyrar, til Bernharðs í Kjalnakoti, föður Ingi-niundar, sem hér býr við Heiðarveg, og síðast til Vestmaimaeyja, eins og áður segir. Foreldrar Magnúsar fluttu að Kirkjulandi í Landeyjuin, en þar missti Magnús föður sinn, svo hann fór með móSur sína og yngstu syst-kini til Vestmannaeyja og ól þau upp hér í Eyjum. ÁriS 1906 byggir Magnús húsið Dal viS Kirkjuveg, sem ber glæsibrag enn i dag. Kona Magnúsar var Irigibjörg Bergsteins-dóttir frá Fitjamýri undir EyjafjöIIum, mynd-arkona, og áttu þau 4 börn, sem voru: Berg-þóra, dáin fyrir mörgum árum, þá innan við tvítugt, Kristján, búsettur í Reykjavík, Agústa, dáin fyrir nokkrum árum, og Lovísa, kona Odds Sigurðssonar í Dal og dvelur nú Ingi-björg hjá þeim, öldiuð kona. Magnús Þórðarson var meðalmaður á vöxt. vel á sig kominn á allan hátt, dökkur á hár og skegg, fríSur, lipur í hreyfingum, kappsamur og harður við sjálfan sig. Hann sötti manna mest sjó og var með beztu aflamönnum, eins og áður segir. Hann hafði alltaf góða inenn, því að allir vildu með honum vera. Það leit því út fyrir, ef Magnús hefði öðlazt lengri lifdaga, að hann hefði átt mikið ógert.

Arnkell Thorlaeíus. Haim var fædilur í Stykkishólnii við Breiðafjörð 6. nóv. 1881, sonur hjónanna Daníels Thorlacíus kaupmanns og umboðsmanns og Guðrúnar Onnu Jósefs-dóttur læknis á Hnausum í Húnaþingi, Skafta-sonar prests á Skeggjastöðum í Skeggjastaða-hreppi í Norður-Múlasýslu. Arnkell útskrifað-ist úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var þar ásamt Einari Stefánssyni, sem síðar varð skipstjóri á Fossunum. Arnkell Thorlacíus var mörg ár í siglingum ytra, en varð fyrir þvi slysi í Þýzkalandi, að bóma slóst fyrir brjóst-ið á honum. Þá fór hann til systur sinnar, Jórunnar Thorlacíus, og móður sinnar að Steintúni í Bakkafirði, sem þá voru fluttar austur á Bakkafjörð og var hann þar í 2 ár. Fór hann svo til Vestmannaeyja og drukknaði þar um veturinn. Arnkell var glæsilegur ínaður og karlmenni hið mesta, sundmaður var hann ágætur, eins og sýndi sig i þessu hörmulega slysi. Hann var talinn mjög vel greindur eins og margir af hans ættmönnum.

Agúst Sigurhansson vélamaSur. Hann var fæddur að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum 21. ágúst 1889. Foreldrar hans voru Sigurhans 01-afsson og Dórothe Sveinsdóttir. Fjölskyldan flutti að Gerðakoti í sömu sveit og bjuggu þau þar i nokkur ár. en 1911 fluttu þau til Vest-niannaeyja. Agúst var elztur af systkinunum og fór snemma til vers, eins og kallað var. Um sama leyti og vélbátar komu í Eyjar, byrjaði Ágúst sjómennsku á þeim. Hann varð fljótlega véla-maður og var búinn að vera lengi á Karli 12. hjá Magnúsi í Dal. Ágúst var góður sjómaður og jafnhliða góður vélamaður, þvi að hann var mjög handlaginn eins og bræður hans, en þeir voru Sveinn, sem var fjölda ára véla-maður hér i Eyjum, Þorbjörn, sem einnig var vélamaður hér í mörg ár, Berent vélsmiður, látinn fyrir rnörgum árum, Óskar vélsmiður í Magna, Aðalsteinn, sem drukknaði með Mín-ervu 24. janúar 1927, og Þorbjörg, sem bjó á Brimnesi hér í bæ með bræðrum sínum, þeim Karli og Oskari. Ágúst var ógiftur, en átti tvær dætur, sem báðar eru á lífi, Guðrúnu, sem býr á Eskifirði, og Sigríði, sem er gift Einari Sveini, skipstjóra á Lóðsinum hér í bæ.

Björn Eyjólfsson. Hann var fæddur í Björns-koti undir Eyjafjöllum 1890. Foreldrar hans voru Eyjólfur Ketilsson frá Ásólfsskála og Guðrún Guðmundsdóttir frá Sauðhúsvelli. Björn fór með foreldrum sínum að Ásólfs-skála og síðar að Miðskála. Björn fór ungur til sjóróðra til Vestmannaeyja eins og margir Eyfellingar. Hann varð fljótt eftirsóttur mað-ur, þvi að hann var harðskeyttur mannskaps-maður og gekk að öllu með harðfylgi. Eitt sinn fóru þeir Auðunn Jónsson á Yzta-skála og Björn upp i Flauthelli, en hellir sá er í berginu vestur af Irá, og veit enginn til, að neinn maður hafi farið þangað fyrr né síðar. Björn hafði róið margar vertíðir í Eyjum og var nú kominn á glæsilegan bát með einum af álitlegustu formönnum Eyjanna. Björn var þriðji í röðinni af bræðrum sín-um. Hinir voru: Guðmundur, sem bjó í Mið-bæ. faðir Björns kaupmanns hér í bæ, Kjartan, sem lengi var hér i Eyjum, vélamaður á Hlíf hjá Kristni Ingvarssyni, og Eyjólfur, sem dvaldi allan sinn aldur undir Eyjafjöllum. Einnig var Guðný, sem lengi átti heima í Ut-hlíð, systir Björns, og voru þau tvíburar. Björn var ógiftur og barnlaus og var hjá foreldrum sínum til dauðadags.

Helgi Halldórsson. Hann var fæddur að Ön-undarhorni undir Eyjafjöllum 27. júní 1880. Foreldrar hans voru Halldór Magnússon og kona hans, Helga Jónsdóttir, sem þar bjuggu. Helgi fór ungur til sjóróðra til Vestinanna-eyja, og mun hafa verið mörg úthöld á opnu skipi. Fór svo alfariim úr Vestmannaeyjum til Hafnarfjarðar og giftist þar og átti þar eitt-hvað af börnum. Hann sleit samvistum við konu sína og kom til Vestmannaeyja haustið 1913 og varð sjómaður á M.b. Trausta hjá Guðmundi Helgasyni. Veturinn 1914 fór hann svo háseti á M.b. Fram til Magnúsar í Dal, og urðu þar hans ævilok. Helgi var talinn dugnaðarmaður. Hann var virðulegur maður og þreklegur á allan hátt.