Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1965/ Formannsvísa um aflakóng Vestmannaeyja 1965

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. mars 2016 kl. 14:52 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2016 kl. 14:52 eftir Kristinsigurlas (spjall | framlög) (Ný síða: '''Formannavísa um aflakóng Vestmannaeyja 1965, eftir Óskar Kárason (ort 1956).'''<br> Óskar ég fylkinn fara<br> frækinn veit stjórann sækinn,<br>...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Formannavísa um aflakóng Vestmannaeyja 1965, eftir Óskar Kárason (ort 1956).
Óskar ég fylkinn fara
frækinn veit stjórann sækinn,
Mattason kólgu klatta
klýfur á Leó stífur
hrönn, þegar æst í önnum,
æðir um veiðisvæði,
spyrðlinga marga myrðir,
meiðurinn býsna veiðinn.

Formannavísa frá 1956 um Kristinn á Berg, eftir Óskar Kárason.
Kristinn á kvæða lista
knáan ég hér með tjái.
Berg stýrir banginn hvergi,
bragn Páls í öldu ragni.
Þétt veiðir þorskinn nettur,
þekkur er öllum rekkur.
Geðprúður grérinn téði
gnoð rær, þó falli boði.

Draumvísa.
Hörð eru sig í Háubæli og hættuleg.
Hábrandinn ei hræðist ég,
en Hellisey er ógurleg.