„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1963/ Minningar úr gömlum hugarfylgsnum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: <big><center>JÓHANN PÁLSSON:</center></big><br> <big><big><center>Minningar úr gömlum hugarfylgsnum</center></big></big><br> Árið 1942, aðfaranótt sunnud...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 3: Lína 3:


Árið 1942, aðfaranótt sunnudagsins 1. marz. Vekjaraklukkan hringir á tilsettum tíma, engin grið gefin um að vakna. Í svefnrofunum er hlustað eftir vindgnauði, en alll er hljótt, ætlar hann aldrei að geta hvesst núna, búið að róa stanzlaust í fleiri daga og sunnudagur á morgun. Hvað sem mér væri núna boðið af þessa heims gæðum mundi ég helzt kjósa mér að mega leggjast aftur útaf og sofna svefni hinna réttlátu, að minnsta kosti til næsta hádegis, nú nú hringir þá ekki hin klukkuskömmin. Þá er að tína á sig spjarirnar, þó öll skilningarvitin bókstaflega neiti að starfa á eðlilegan hátt.<br>
Árið 1942, aðfaranótt sunnudagsins 1. marz. Vekjaraklukkan hringir á tilsettum tíma, engin grið gefin um að vakna. Í svefnrofunum er hlustað eftir vindgnauði, en alll er hljótt, ætlar hann aldrei að geta hvesst núna, búið að róa stanzlaust í fleiri daga og sunnudagur á morgun. Hvað sem mér væri núna boðið af þessa heims gæðum mundi ég helzt kjósa mér að mega leggjast aftur útaf og sofna svefni hinna réttlátu, að minnsta kosti til næsta hádegis, nú nú hringir þá ekki hin klukkuskömmin. Þá er að tína á sig spjarirnar, þó öll skilningarvitin bókstaflega neiti að starfa á eðlilegan hátt.<br>
[[Mynd:Jóhann Pálsson.png|250px|thumb|Jóhann Pálsson, kunnur skipstjóri og aflamaður úr Vestmannaeyjum.]]
Þá er næst að skoða veðrið, hann er dauðhægur og heiðríkja. Eftir að hafa dregið nokkrum sinnum djúpt að sér hreint og tært næturloftið, kemst líkamsvélin í eðlilegt ástand og virðist nú starfa með eðlilegri vinnslu á öll skilningarvit.<br>
Þá er næst að skoða veðrið, hann er dauðhægur og heiðríkja. Eftir að hafa dregið nokkrum sinnum djúpt að sér hreint og tært næturloftið, kemst líkamsvélin í eðlilegt ástand og virðist nú starfa með eðlilegri vinnslu á öll skilningarvit.<br>
Þá er að fá sér kaffisopa með tilheyrandi í flýti, grípa bitakassann með sér um leið og snarazt er út úr dyrunum. Þá þekktist ekki að hafa kokka um borð í landróðrarbátum, þess vegna varð bitakassinn allsherjar mælikvarði á húsmóðurina hjá sjómönnunum, væri hann góður varð hún í þeirra augum hreinasta fyrirmynd í öllu, en þætti hann yfirleitt lélegur heyrðist oft sagt: „Það er eins og vant er, andskotans kerlingin er lík sjálfri sér í dag, aldrei ætur biti í kassafjandanum“, og oft bættu þeir við: „Það vildi ég, að allt stæði öfugt í henni, bölvaðri truntunni.“ Annars var góður kassi sá algengasti. Því miður eru allar slíkar tækifærisræður nú glataðar, svo kröftugar sem margar þeirra voru.<br>  
Þá er að fá sér kaffisopa með tilheyrandi í flýti, grípa bitakassann með sér um leið og snarazt er út úr dyrunum. Þá þekktist ekki að hafa kokka um borð í landróðrarbátum, þess vegna varð bitakassinn allsherjar mælikvarði á húsmóðurina hjá sjómönnunum, væri hann góður varð hún í þeirra augum hreinasta fyrirmynd í öllu, en þætti hann yfirleitt lélegur heyrðist oft sagt: „Það er eins og vant er, andskotans kerlingin er lík sjálfri sér í dag, aldrei ætur biti í kassafjandanum“, og oft bættu þeir við: „Það vildi ég, að allt stæði öfugt í henni, bölvaðri truntunni.“ Annars var góður kassi sá algengasti. Því miður eru allar slíkar tækifærisræður nú glataðar, svo kröftugar sem margar þeirra voru.<br>  
Lína 16: Lína 17:
Ekki heyrðist æðruorð í neinum manni, enda voru þeir slarkinu vanir, fóru allir nema við vélstjórinn niður í lúkar, er gert hafði verið klárt. Þegar farið var að keyra heim, en veðrið var beint á móti, fann maður bezt hvað beið manns næstu klukkutímana. Hvað átti nú að stýra heim til að koma réttur? Hvað selti mikið af í þessu veðri? Ca.1 1/2 strik. Það mátti segja að ekki sæist nema í næstu öldur. Alltaf varð að rýna fram og hafa auga með brotsjóum. Rétt áður eu þeir skullu á bátnum var dregið af vélinni, svo báturinn yrði mýkri og lyfti sér betur í öldubrotinu. Þetta varð oft að endurtaka með nokkurra sjóa millibili. Þrátt fyrir alla varúð kolfyllti oft í brotunum. Þá var gefin full olía á vélina áfram og við það reif báturinn sig upp úr sjónum. Með þessu lagi var keyrt klukkutíma eftir klukkutíma, allaf mjakaðist í áttina heim, klukkan langt gengin ellefu um kvöldið var komið beint upp undir [[Þrælaeiði|Eiðið]]. Þar voru nokkrir bátar í vari, en áfram var samt haldið. Við [[Faxi|Faxa]] mættum við 3 bátum, er ætlað höfðu austur fyrir, en snúið við.<br>
Ekki heyrðist æðruorð í neinum manni, enda voru þeir slarkinu vanir, fóru allir nema við vélstjórinn niður í lúkar, er gert hafði verið klárt. Þegar farið var að keyra heim, en veðrið var beint á móti, fann maður bezt hvað beið manns næstu klukkutímana. Hvað átti nú að stýra heim til að koma réttur? Hvað selti mikið af í þessu veðri? Ca.1 1/2 strik. Það mátti segja að ekki sæist nema í næstu öldur. Alltaf varð að rýna fram og hafa auga með brotsjóum. Rétt áður eu þeir skullu á bátnum var dregið af vélinni, svo báturinn yrði mýkri og lyfti sér betur í öldubrotinu. Þetta varð oft að endurtaka með nokkurra sjóa millibili. Þrátt fyrir alla varúð kolfyllti oft í brotunum. Þá var gefin full olía á vélina áfram og við það reif báturinn sig upp úr sjónum. Með þessu lagi var keyrt klukkutíma eftir klukkutíma, allaf mjakaðist í áttina heim, klukkan langt gengin ellefu um kvöldið var komið beint upp undir [[Þrælaeiði|Eiðið]]. Þar voru nokkrir bátar í vari, en áfram var samt haldið. Við [[Faxi|Faxa]] mættum við 3 bátum, er ætlað höfðu austur fyrir, en snúið við.<br>
Undir Eiði höfðum við tekið talsverðan slatta af olíu upp í stýrishúsið, ef á þyrfti að halda við innsiglinguna. Var nú slóað austur í flóann, og er nógu langt var komið austur, var tekið lag til að snúa bátnum undan. Var nú lónað með hægustu ferð beint undan. Við og við var olíu hellt á stýrishúsgólfið, er svo rann út, aðallega utan við hafnarmynnið.<br>
Undir Eiði höfðum við tekið talsverðan slatta af olíu upp í stýrishúsið, ef á þyrfti að halda við innsiglinguna. Var nú slóað austur í flóann, og er nógu langt var komið austur, var tekið lag til að snúa bátnum undan. Var nú lónað með hægustu ferð beint undan. Við og við var olíu hellt á stýrishúsgólfið, er svo rann út, aðallega utan við hafnarmynnið.<br>
[[Mynd:Jón Í. Sigurðsson.png|500px|thumb|Jón Í. Sigurðsson hafnsögumaður stjórnar björgun b/v Trave frá Kiel. Nánar verður sagt frá atburðinum í næsta blaði.]]
Klukkan rúmlega 11 var lagzt að bryggju heilu og höldnu. Margir bátar voru þá komnir í höfn, en við vorum sá síðasti, er inn kom um kvöldið.<br>  
Klukkan rúmlega 11 var lagzt að bryggju heilu og höldnu. Margir bátar voru þá komnir í höfn, en við vorum sá síðasti, er inn kom um kvöldið.<br>  
Fjölda marga báta vantaði; var vitað um suma, en aðra ekki. Vitað var, að um daginn hafði einn báturinn sprengt sig og sokkið, en tilviljun og snarræði annars báts varð til þess að öllum mönnunum varð bjargað um borð í þann bát. Leið svo af nóttin með óbreyttu veðri. Um morguninn lægði veðrið svo mikið og gekk heldur suðlægari, að bátarnir komust inn. Höfðu margir legið undir Eiðinu um nóttina, en aðrir ekki náð landi fyrr en um morguninn. Þrjá báta vantaði, er ekki hafði spurzt til, einn af þeim rak á land næsta dag við Grindavík og björguðust allir mennirnir.<br>
Fjölda marga báta vantaði; var vitað um suma, en aðra ekki. Vitað var, að um daginn hafði einn báturinn sprengt sig og sokkið, en tilviljun og snarræði annars báts varð til þess að öllum mönnunum varð bjargað um borð í þann bát. Leið svo af nóttin með óbreyttu veðri. Um morguninn lægði veðrið svo mikið og gekk heldur suðlægari, að bátarnir komust inn. Höfðu margir legið undir Eiðinu um nóttina, en aðrir ekki náð landi fyrr en um morguninn. Þrjá báta vantaði, er ekki hafði spurzt til, einn af þeim rak á land næsta dag við Grindavík og björguðust allir mennirnir.<br>
Lína 26: Lína 28:
Síðan breiddist sunnudagahelgihaldið út yfir nær allar verstöðvar sunnanlands vegna þeirrar góðu reynslu, er það hafði gefið hér. Nú vildi áreiðanlega enginn missa þennan ákveðna hvíldardag í hinu erfiða starfi. Í yfir 20 ár hefur enginn hér átt við sorgir og trega að beygjast vegna sjóskaða og slysa er voru svo tíð í sunnudagsróðrunum á línuvertíðum.<br>
Síðan breiddist sunnudagahelgihaldið út yfir nær allar verstöðvar sunnanlands vegna þeirrar góðu reynslu, er það hafði gefið hér. Nú vildi áreiðanlega enginn missa þennan ákveðna hvíldardag í hinu erfiða starfi. Í yfir 20 ár hefur enginn hér átt við sorgir og trega að beygjast vegna sjóskaða og slysa er voru svo tíð í sunnudagsróðrunum á línuvertíðum.<br>
Heill sé þeim mönnum er voru svo lánsamir að koma þessari fögru hugsjón á þeim tíma í þá friðarhöfn, er reynslan hefur sannað, að rétt var að gera.<br>
Heill sé þeim mönnum er voru svo lánsamir að koma þessari fögru hugsjón á þeim tíma í þá friðarhöfn, er reynslan hefur sannað, að rétt var að gera.<br>
[[Mynd:Koddaslagur á Sjómannadaginn.png|500px|thumb|center|Koddaslagur á Sjómannadaginn.]]


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
3.443

breytingar

Leiðsagnarval