Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1958/ Þegar „Tóta” hvolfdi

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. febrúar 2017 kl. 14:32 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. febrúar 2017 kl. 14:32 eftir Vpj1985 (spjall | framlög) (Ný síða: <big><center>EINAR H. EIRÍKSSON, KENNARI</center></big><br> <big><big><center>Þegar „TÓTA“ hvolfdi</center></big></big><br> Ein af elztu verstöðvum...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
EINAR H. EIRÍKSSON, KENNARI


Þegar „TÓTA“ hvolfdi


Ein af elztu verstöðvum á Vestfjörðum er Bolungavík við Ísafjarðardjúp. Þar hafa róðrar verið stundaðir allt frá þeim tíma, er Þuríður landnámskona sundafyllir settist þar að og setti Kvíamið með þeim ummælum, að þar skyldi aldrei fisk þrjóta. Til róðra í Bolungavík sóttu hér áður fyrr Ijölmargir bændur við ísa-fjarðardjúp, sem stunduðu útveginn með búskapnum. Eru margir bændur alkunn-ir þar vestra frá þeim tíma, er þeir réru í Bolungavík. Mætti þar til nefna marga, svo sem þá Laugabólsbændur og fleiri. Allt fram á síðustu áratugi var högum Bolvíkinga svo háttað, að bátar þeirra máttu ekki fara yfir vissa stærð eða þunga. Hafnargerð hefur reynzt gífur-legum erfiðleikum bundin þar, þótt nokkuð hafi miðað í áttina á síðari ár-um. Það var því lengi vel og allt fram á stríðsárin siðustu, að draga varð bátana upp á kamb, sem kallað var, þ. e. þeir voru að loknum róðri dregnir á land. Væri veður óblítt, var ekki gerlegt að leggjast að brimbrjótnum, allra sízt að skilja við bátana þar. Þess vegna var það álit manna, að bátarnir í Víkinni, eins og sagt var, mættu ekki vera stærri en ca. 8 lestir. Það vakti þess vegna megna undr-nn, er útgerðarmaður einn í Víkinni keypti eikarbyggðan bát, ca. I 1 lestir, og hugðist gera þaðan út. En þetta tókst þó vel, og nú er ekki umtalsvert, þótt Bol-víkingar eigi og geri út 100 lesta báta. Einn af bátunum í Víkinni, sem oli komu á Isatjörð, var „Tóti", (5 lestir að stærð. Hann var eign Kristjáns nokkurs Kristjánssonar í Bolungavík og hafði oft komið í kaupstaðarferðir. Og enn var það 3. júlí árið 1934, að „Tóti" var kominn til ísaijarðar með tvo uppskipunarbáta í togi. Þennan morgun hafði „Nova", eign Bergenska gufuskipafélagsins í Bergen í Noregi, komið frá útlöndum, en á þeim árum hélt félag þetta uppi ferðum með „Novu" og „Lyru" til íslands. Okkur strákunum á ísafirði fannst það jafnan vera hin merkilegustu tíðindi, er „Nova" var komin. Norðmennirnir voru jafnan góðir við okkur og ömuðust ekki tiltakan-lega mikið við því, þótt við værum að þvælast um borð í skip þeirra. Þennan dag var gott veður, sólskin og logn um morguninn og ágætur þurrkur. Að lokinni fiskbreiðslu hjá föður mínum fór ég ásamt einhverjum fleiri jafnöldr-um mínum upp á bryggju að sjá „Novu". Lá þá „Tóti" við líæjarbryggjuna. Var verið að láta í hann og uppskipunarbát-ana allmikið af girðingarstaurum. Voru bátarnir þegar orðnir hlaðnir og mcð nokkuð háfermi, en menn voru að vinna í „Tóta" við að koma þessum varningi fyrir. Því virtist hafa verið lokið að aflíð-andi hádegi, og talað var um, að bátur-inn mundi halda heirn um þrjúleytið. Einhvern tímann á þriðja tímanum var ég enn kominn upp á bryggju. Fór¬um við nokkrir saman um borð í „Novu" og aftur á „hekkið". Þar horfðum við of-an í spegilsléttan sjóinn og ræddum vandamál mannlífsins, trúlega af mikilli speki. Við horfðum á litlu sílin stökkva upp úr sjónum. Þau voru að kanna, hvort ætilegt mundi vera eitthvað af því, sem matsveinninn hafði fleygt fyrir borð. Virtust þau þó ekki liafa mikla lyst á því. Við gengum aftur upp á bryggjuna og þar að, sem „Tóti" lá. Voru þá nokkrir menn komnir út í hann, vélin í gangi og báturinn sýnilega tilbúinn til heimferð-ar. Farþegar voru allmargir á bátnum, alls voru með honum 16 manns, þeirra á meðal kona ein, sem Jóhanna hét, Krist-jánsdóttir, húsmóðir í Bolungavík. Hafði hún komið með bátnum um morguninn og ætlaði með honum heim aftur. Mikil umferð var um bryggjuna þennan dag, enda mikið að snúast. Meðal þeirra manna, sem ég man sérstaklega eftir var Kobbi Elli, alkunnur dugnaðarformaður þar vestra. Hann hét réttu nafni Jakob Elíasson, bróðir hins landskunna togara-skipstjóra, Jóns Björns Elíassonar, sem lengst af var á skipum Einars Þorgilsson-ar í Hafnarfirði. Kobbi var að ræða við nokkra menn, og stóðu þeir á bryggjunni ekki allfjarri „Tóta", en þó fengust þeir ekki um það, sem gerðist hjá þeim Bol-víkingum. Sennilega hefur ferðalag þeirra lagzt eitthvað illa í okkur strákana, því að við fylgdumst gerla með því, er hann lagði frá bryggjunni. Höfðum við líka orð á því, að þeir væru „kaldir" að ætla út í Vík með bátinn, svona kvikan sem hann var. Var sýnilegt, þótt annað virð-ist hafa sannazt fyrir rétti, að háturinn var bæði ofhlaðinn og illa hlaðinn. Konan, sem á bátnum var, Jóhanna, virtist hafa verið nokkuð óþolinmóð, því að lnin spurði, hvort hann Gummi færi ekki að koma. Mun hann þá hafa verið ókominn, en rétt á eftir kom hann, og sagði hún þá: „Mikið var. Ég Iiélt að þú ætlaðir bara að verða eftir." Eins og fyrr segir, var veðrið þennan morgun hið fegursta. Sjórinn var spegil-sléttur, og liélzt það allan daginn. Fór báturinn hægt frá bryggju, en nokkrum erfiðleikum var bundið að snúa honum vegna uppskipunarbátanna, sem voru hvor aftan í öðrum. Var dráttartauginni í fremri bátnum fest í festarborð innan á öldustokk nokkuð aftan til við miðju. Strákarnir, sem með mér voru, hlupu fram á bryggjuhaus til að fylgjast með ferðum bátsins, en af einlrverjum ástæð-um varð ég eftir á miðri bryggjunni. Þeir fóru svo um borð í „Novu" og aftur á skutinn og fylgdust þaðan með ferðum hátsins. Ekki mun hafa liðið ýkjalöng stund, áður einn drengjanna, Addi í Mjósund-unum var hann kallaður, kom hlaupandi upp á bryggjuna og hrópaði í ákafa: „Bátnum hvolldi, bátnum hvolfdi, hon-um hvolfdi á Pollinum." Við tókum þeg-ar viðbragð og hlupum fram á bryggjuna og um borð í „Novu". Sáum við þá, hvað hér hafði orðið. Báturinn maraði í kafi og timbur á floti í kringum hann. Hafði auðsjáanlega runnið nokkuð út af bátn-um, þótt ekki væri hægt að átta sig vel á því í þessari fjarlægð. Mér er í minni, hve snöggt viðbragð Kobbi EIli og þeir tveir menn, sem voru á tali við hann á bryggjunni, tóku, þcgar þeim barst frcgnin. Hlupu þeir í krók einn, sem myndaðist við bugðu á bryggj-unni, þar scm hún breikkaði, en Jiar var bundinn lítill árabátur. Stukku þeir þeg-ar ofan í bátinn, leystu festar og reru líf-róður á slysstaðinn. Þótti okkur, sem stundum vorumaðróa á Pollinum á álíka


stórum farkosti, stórfenglegt að sjá, hversu freyddi fyrir stefni árabátsins við liinn knálega róður þessara þrekmenna. Dró um stund athygii okkar frá hinum nauðstadda báti, meðan við fylgdumst með ferðum þeirra á árabátnum. Skömmu eftir að þeir Kobbi voru komnir af stað, lagði lystibátur, vélknú-inn, upp frá Kompaníinu, sem svo var nefnt. Hafði eigandi bátsins, Harald Aspelund, verið staddur á Bæjarbryggj-unni, þegar strákarnir komu með fregn-ina af slysinu. Þaut hann sem fætur tog-uðu út í sinn bát og fór á fullri ferð í átt-ina til ,,Tóta". Mátti næstum segja, að bátur hans risi upp á annan endann, líkt og hestur, sem prjónar, svo mikið lagði hann á hann. Stærri vélbátur, Ölver, frá Hnífsdal, lá einnig við Kompaníið. Hafði formaður-inn, Þorleifur að nafni, verið að vinnu í bátnum, ásamt fleírum, en ekki orðið var við atburðinn. Lét hann þegar setja vél í gang, er hann fékk fréttirnar hjá Aspe-lund, og hélt með hægri ferð til „Tóta". Það er af „Tóta" að segja, að þegar hann lagði frá bryggju, gerðu nokkrir erfiðieikar vart við sig. Sérstaklega var óhægt um drátt, þar sem dráttartaugin var ekki fcst í skutinn, heldur rétt aftan til við miðja síðu. Rykkirnir í uppskip-unarbátnum ollu veltingi á honum. Því var, er komið var út á Pollinn, ca. 200— 300 metra frá bryggjunni, ákveðið að færa taugina til, aftur í skutinn. Við það að hægt var á ferðinni, komu bátarnir fram með síðunni, slaknaði þá á dráttar-tauginni, hún fór undir kjölinn, en bát-arnir runnu fram með síðunni þeim meg-in sem dráttartauginni var ekki fest. Skipti það engum togum, er herti á taug-inni, því allmikil ferð var á uppskipunar-bátnum, að snögg sveifla kom á bátinn, og valt hann þá á hliðina. Um leið rann farmurinn til á þilfarinu, minnst af hon-um fór þó útbyrðis, þar sem hann var skorðaður vel. Hélt þessi óvænti þungi bátnum niðri, svo að sjór rann ofan í vél-arrúmið og barkaskýiið. Fyllti hvoru-tveggja, en báturinn sökk ekki, vegna timbursins, sem hélt honum á floti. Allmargir menn voru á þilfari, er þetta gerðist, og einnig voru nokkrir menn niðri. Sumir þilfarsmenn stukku þegar yfir í uppskipunarbátinn, er þeir sáu, hvað verða vildi, en nokkrir féllu í sjó-inn. Þeir, sem voru niðri, komust allir upp, þeirra á meðal formaðurinn, sem var í vclarrúmi að huga að vélinni. Kon-an, Jóhanna Kristjánsdóttir, sem áður er um getið, komst hvergi, en valt í sjóinn mcð því, sem sópaðist af þilfarinu. Drukknaði hún þarna. Það er svo frá björgunarmönnum að segja, að þegar þeir komu á vettvang, tóku þeir til við að leita manna, sem á bátnum voru. Héldu ýmsir sér uppi á staurum og öðru, sem þeir höfðu náð í af þilfarsfarmi. Þegar að var gáð, var kon-unnar saknað. Hófst þegar leit að henni. Fundu þeir Kobbi hana eftir skamma hríð, en hún var þá látin, eins og fyrr getur. Voru gerðar á henni lífgunartil-raunir, en án árangurs. Skipbrotsmenn voru síðan fluttir í land, en „Ölver" dró „Tóta" upp í fjör-una fyrir ofan Neðstakaupstaðarbryggj-una. Þar var farmurinn tekinn úr hon-um, dælt úr honum sjónum og vélin tek-in til athugunar. Var hann skömmu síðar kominn til ferða á ný. Það vissi ég síðast um hann, að hann var seldur að Hjöllum í Ögursveit, væntanlega til útróðra, því að þaðan var stundað útræði til skamms tíma. Pétur bóndi á Hjöllum kom oft á bátnum sínum, sem hann nefndi „Helgu", til ísafjarðar og seldi afla sinn þar. Var hann oft æðidrjúgur til fanga, þótt örðug væri aðstaðan. Atburður þessi kom fyrir dómstóla. Voru haklin sjópróf á ísafirði, og felldi þáverandi bæjarfógeti úrskurð í málinu. Fengu skipstjórinn á bátnum og eigand-inn dóm, en hæstiréttur breytti niður-stöðum sjódómsins á þann veg, að hann sýknaði skipseiganda, en forinaðurinn hlaut þyngdan dóm. Sama kvöldið og þessi atburður skeði, kom annar hátur, ,Tinar Hálfdáns", ut-an úr Bolungavík og sótti farminn, sem vcrið hafði í „Tóta". Þessi bátur var nýr, smíðaður í Noregi, 8 lestir að stærð, og var í röð stærstu og be/tu bátanna í Vík-inni þá. Hafði hann nokkru fyrr komið með „Novu" frá Bergen. Hélt hann með farminn og skipbrotsmenn heim þá um kvöldið, og varð ekki til tíðinda framar þennan dag.