„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1951/„Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða““: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 25: Lína 25:


Þeir sem átt hafa báta, hafa víst flestir sömu sögu að segja, bátarnir teknir í leyfisleysi, oft uppi í hrófum, ekki settir aftur upp, jalnvel ekki bundnir að notkun lokinni, því rekið upp og brotnað eða tapast á annan hátl, þetta er ljótt, en því miður satt.<br>  
Þeir sem átt hafa báta, hafa víst flestir sömu sögu að segja, bátarnir teknir í leyfisleysi, oft uppi í hrófum, ekki settir aftur upp, jalnvel ekki bundnir að notkun lokinni, því rekið upp og brotnað eða tapast á annan hátl, þetta er ljótt, en því miður satt.<br>  
<center>[[Mynd:Hreyfill.png|ctr|200]]</center>
Það ungur nemur sér gamall temur.          (''Ljósmynd:Jóhann Þorsteinsson'')


Nú er svo komið, að nær engin fleyta er við hendina hvað mikið sem við liggur, það væri meira en sorglegt, ef ekki væri hægt að bjarga mannslífum vegna bátaskorts, það getur komið fyrir að einhver falli út af bryggjum í sogum, jafnvel þótt syndur maður væri, myndi honum fullerfitt að bjarga sér, ef enginn bátur væri nærtækur.<br>  
Nú er svo komið, að nær engin fleyta er við hendina hvað mikið sem við liggur, það væri meira en sorglegt, ef ekki væri hægt að bjarga mannslífum vegna bátaskorts, það getur komið fyrir að einhver falli út af bryggjum í sogum, jafnvel þótt syndur maður væri, myndi honum fullerfitt að bjarga sér, ef enginn bátur væri nærtækur.<br>  

Útgáfa síðunnar 3. september 2015 kl. 10:35

Þorsteinn Jónsson:

„Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða".


Tímana, sem við lifum nú á má með sanni nefna tíma byltinga og geigvænlegrar óvissu, um hvað framtíðin ber í skauti sínu á öllum sviðum.

Það er ekki vanþörf á einstöku sinnum að staldra við, ef hægt er, og reyna að gjöra sér grein fyrir, hvernig högum okkar er háttað, í raun og veru.

Þeir sem eiga mörg ár að baki, og fylgst hafa nokkuð með þeirri þróun, sem hefur orðið hér, sérstaklega á sviði sjómennsku, dylst ekki, að álátt er á ýmsan hátt, og margt þarf að taka breytingum til bóta, ef tryggja á sæmilega afkomu þeirra, sem í sjávarþorpum búa.

Ég ætla hér í fáum orðum, að minnast á eitt mál, sem stendur hallari fæti vegna hinnar síauknu vélamenningar, en hefur haft og hefur enn mikla þýðingu á ýmsa vegu, sérstaklega þó fyrir þá, sem við sjó búa. Þetta mál er hin hnignandi róðraíþrótt hér í Eyjum, og líklega víðar hér á landi.

Það var á vertíðinni 1918, að tveir menn fóru á skjögtbát út í mótorbát, sem lá hérna á höfninni, þegar þeir höfðu lokið erindi sínu og voru á leið í land aftur, féll annar maðurinn útbyrðis, hann var ósyndur, eins og flestir voru á þessum árum. Félagi hans reyndi að róa að honum, en var þá ekki betur að sér í róðraíþróttinni en það, að hann reri í kring um hinn drukknandi mann, því hann kunni ekki að róa nema með annarri árinni. Það vildi þeim, sem í sjóinn féll til lífs, að skipstjórinn á kaupfarinu ,,Rigmor" frá Norðfirði, sem lá hér á höfninni sá atburðinn, fór á léttbál skipsins, og bjargaði manninum á síðustu stundu.

Sá sem ekki kunni að róa tveimur árum, og reyndist þess vegna ekki megnugur að bjarga félaga sínum hafði þá afsökun, að hann væri uppalinn í sveit, og hefði því ekki átt þess kost að læra að róa. Hvernig er nú þessum málum komið hérna hjá okkur nú á dögum? Vonandi gæti ekki svona atvik átt sér stað, á hinni sævi umkringdu Eyju okkar ennþá. En er ekki ómaksins vert að sýna þessari íþrótt meiri sóma, en hún er aðnjótandi nú á dögum, því svo aumt er ástandið orðið, að þrátt fyrir hina glæsilegu kappróðrabáta fást naumast nógu margir menn stundum af þeim fjölda, sem ennþá kann samt áralagið til að róa þeim á þeim hátíðisdegi, sem sérstaklega er tileinkaður sjómannastéttinni, slíkt er alls ekki vansalaust, þegar líka tekið er tillit til, að jafnvel engin skemmtiatriði, sem sýnd eru á Sjómannadaginn, eiga eins óskiptan hug almennings, eins og kappróðurinn.

Þetta hefur líka vakað fyrir þeim, sem forustu höfðu á fyrstu árum sjómannadagsins, því fyrstu framkvæmdir sjómannadagsráðs urðu þær, að smíðaðir voru þrír kappróðrabátar, varð enginn ágreiningur um, að smíði þeirra ætti að ganga fyrir öllu öðru, auðvitað með það fyrir augum, að hvetja menn til að iðka þessa hollu og gagnlegu íþrótt.

Aðeins eitt ár var svo mikill glæsibragur á kappróðrum hér á sjómannadaginn, að stúlkur tóku virkan þátt í þeim, mér finnst sjálfsagt, að auk sjómanna ættu stúlkur að æfa róðra, að ég ekki tali um pilta, því viðurkennt er, að jafnvel engin íþrótt þjálfi líkamanna betur en róðurinn, og hollara myndi æsku þessa bæjar, róðraæfingar við og við heldur en nær daglegar bíósetur og dansleikir, sem hafa lítt göfgandi áhrif á sálarlíf æskunnar.

Að unglingarnir hafi hug á að koma á sjó og róa, sér maður daglega á því, hve unglingar og börn, sækja upp í báta, og niður að sjó. Á seinni árum hafa margir piltar eignast kajaka, til að geta skotist á flot, þessir farkostir hafa þegar gefið sorglega reynslu, er það jafnvel seinna, en við mátti búast, því þeir henta ekki hér.

Nú er orðið svo ástatt hér í Eyjum, að árabátar eru því nær engir til, er það mikil breyting frá því, sem var fyrir nokkrum árum, aðalorsök þess að svona er komið, er hið gegndarlausa kæruleysi, sem hefur lengi loðað við okkur, og sízt fer batnandi.

Þeir sem átt hafa báta, hafa víst flestir sömu sögu að segja, bátarnir teknir í leyfisleysi, oft uppi í hrófum, ekki settir aftur upp, jalnvel ekki bundnir að notkun lokinni, því rekið upp og brotnað eða tapast á annan hátl, þetta er ljótt, en því miður satt.

200

Það ungur nemur sér gamall temur. (Ljósmynd:Jóhann Þorsteinsson)

Nú er svo komið, að nær engin fleyta er við hendina hvað mikið sem við liggur, það væri meira en sorglegt, ef ekki væri hægt að bjarga mannslífum vegna bátaskorts, það getur komið fyrir að einhver falli út af bryggjum í sogum, jafnvel þótt syndur maður væri, myndi honum fullerfitt að bjarga sér, ef enginn bátur væri nærtækur.

Ég vildi því beina því til björgunarsveitarinnar Eykyndils, hvort sá þróttmikli félagsskapur, vildi ekki taka forustu um að bót verði ráðin sem fyrst á þessu, og bátur yrði til taks fyrir það fyrsta á Básaskersbryggjunni, því of seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í.

Sumarið 1922 var ég um átta vikna tíma í Frederikssund í Danmörku, Þetta er svipaður bær að stærð og Vestmannaeyjar. Ég held það hafi verið á hverju kvöldi, þá veður leyfði, að ungt fólk iðkaði róðra. Það sem vakti sérstaka athygli mína, var hve kvenfólkið tók mikinn þátt í þessum æfingum, virtust stúlkurnar ekki gefa piltunum neitt eftir á þessu sviði, þess skal getið að Frederikssund er ekki útgjörðarbær svipað og Vestmannaeyjar, þó eru róðrar uppáhaldsíþrótt þar, og svo mun í fjölda sjávarbæja og borga á Norðurlöndum.

Ég vil nú hér með skora á íþróttafélögin ,,Týr" og „Þór" að taka róðraíþróttina á arma sína, og hvetja bæði drengi og stúlkur að stunda þessa íþrótt, sérstaklega mundi róður hollur hinum mörgu, sem innan dyra starfa.

Það mundi flestum Eyjabúum þykja leiðinlegt, ef einhver þeirra gæti ekki bjargað mönnum, vegna þess að hann kynni ekki að róa, því ekki hefði hann þá afsökun, sem sveitapilturinn hafði, og hér hefur verið getið. Með þá von að slíkt hendi aldrei Vestmannaeying er þessi grein skrifuð.

Þorst. Jónsson.