Sigurjón Bjarnason (Helgahjalli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigurjón Bjarnason frá Helgahjalli fæddist 1. febrúar 1872 og drukknaði 16. maí 1901.
Foreldrar hans voru Bjarni Þorsteinsson vinnumaður í Gvendarhúsi, f. 1. nóvember 1841, d. 6. september 1930, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, vinnukona, f. 2. júlí 1832, d. 2. janúar 1912.

Systir Sigurjóns var
1. Guðný Bjarnadóttir vinnukona á Vilborgarstöðum, f. 22. ágúst 1875, drukknaði við Klettsnef 16. maí 1901.
Hálfsystir þeirra, samfeðra, var
2. Jónína Bjarnadóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 31. maí 1889, d. 4. mars 1912. Hún var fyrri kona Valdimars Árnasonar sjómanns, síðar í Vallanesi og Sigtúni, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965.

Sigurjón var með foreldrum sínum í bernsku, en var sendur að Eystri-Skógum u. Eyjafjöllum 1879, tökubarn, til Guðrúnar Magnúsdóttur og Jóns Hjörleifssonar, og þar ólst hann upp, var þar „gustuka vegna“ 1880, vinnumaður þar 1890.
Hann fórst á leið til Eyja með Fjallaskipinu Björgólfi í Beinakeldu við Klettsnef 1901. Þar drukknaði einnig Guðný systir hans.
Hann var ókvæntur og barnlaus í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.