Sigurgeir Ólafsson (Víðivöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. ágúst 2006 kl. 15:44 eftir Daniel (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. ágúst 2006 kl. 15:44 eftir Daniel (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Sigurgeir Ólafsson. Myndin er tekin árið 1978.

Sigurgeir Ólafsson fæddist á Víðivöllum í Vestmannaeyjum 21. júní 1925 og lést 2. ágúst 2000. Foreldrar hans voru Ólafur Ingibergsson og Guðfinna Jónsdóttir. Árið 1959 kvæntist Sigurgeir Erlu Eiríksdóttur. Þeirra börn eru Eiríkur Heiðar, Guðfinna Guðný, Sæfinna Ásta, Emma H. og Þór. Áður átti Sigurgeir Ólöfu Jónu og Ruth Höllu með Elísu Guðlaugu Jónsdóttur. Sigurgeir var þekktur undir nafninu Siggi Vídó. Bróðir Sigurgeirs var Karl.

Sigurgeir stundaði nám við Stýrimannaskólann í Reykjavík og starfaði lengi á sjó, bæði hjá öðrum og við eigin útgerð. Hann var forseti bæjarstjórnar 1982-1984, hann var formaður Verðandi á tíma sem og formaður Íþróttafélagsins Þórs.

Í árslok 1983 veiktist Sigurgeir skyndilega, lamaðist og missti mál. Með miklum æfingum tókst honum að komast til nokkurar heilsu á ný og vann sem hafnarstjóri til ársins 1991 og síðan sem skrifstofumaður til ársins 1997.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Sigurgeir:

Bróður Karls bragninn flóða,
bind ég í vísur mynda,
Emmu úr kjalar klemmum
kempan sú tíðum lempar.
Njóturinn frægur nóta
nafni Sigurgeirs fagnar.
Veiðinn er marar meiður,
menn allir Vító [svo] kenna.

Heimildir

  • Björgvin Magnússon. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja, 2001.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.