„Sigurður Kristinsson (Eystri-Löndum)“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
Sigurður Yngvi Kristinsson f. 11.6.1919, d.8.4.2003
[[Mynd:Sigurður Yngvi Kristinsson.jpg|thumb|200px|''Sigurður Yngvi Kristinsson.]]
'''Sigurður Yngvi Kristinsson''' frá [[Lönd-eystri|Eystri-Lönd]]um, hafnarstarfsmaður, hafnarvörður fæddist þar 11. júní 1919 og lést 8. apríl 2003 á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.<br>
Foreldrar hans voru [[Kristinn Sigurðsson (Löndum)|Kristinn Sigurðsson]] frá [[Lönd-eystri|Eystri-Lönd]]um, verkamaður, f. 21. apríl 1890 á Löndum, d. 4. mars 1966, og kona hans [[Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir (Löndum)|Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir]] húsfreyja, f. 23. október 1884 á Efri-Hömrum í Holtum, d. 9. desember 1968.
 
Sigurður var með foreldrum sínum í æsku. Hann var sendill í Íshúsinu, vann við útskipun, lauk vélstjóraprófi um 1940, var til sjós um skeið, og vann við beitningu.<br>
Sigurður réðst til Hafnarinnar 1942 og vann þar á [[Grafskipið Vestmannaey|Grafaranum]] áratugum saman við stækkun og dýpkun Hafnarinnar og, m.a. við gröft á Rifi á Snæfellsnesi 1959. Einnig var hann við hafnarvörslu, nokkur ár á lóðsbátnum Létti og við vitabygginguna á Þrídröngum og við umsjón með vitum Eyjanna.<br>
Sigurður varð hafnarvörður 1960.<br>
Eftir Gos vann hann hjá Gerborg í Hafnarfirði.<br>
Þau Guðbjörg hófu búskap um 1948, eignuðust tvö börn og tóku við uppeldi Bergmundar Ella, sem hafði verið í fóstri hjá afa sínum og ömmu í Nýborg. Þau bjuggu í fyrstu á [[Hvoll|Hvoli við Urðaveg]], síðar keyptu þau [[Hóllinn|Hólinn við Landagötu 18]] og bjuggu þar meðan vært var, en fluttust í Hafnarfjörð við Gosið, bjuggu á Breiðvangi 8, sem þau eignuðust.<br>
Sigurður Yngvi lést 2003 og Guðbjörg 2014.
 
 
<center>[[Mynd:Guðbjörgog Siggi með sonum sínum.png|600px|center]]</center>
<center>''Guðbjörg og Sigurður með sonum sínum, Kristni (t.v.) og Bergmundi (t.h.). Með þeim á myndinni er lengst til hægri Bergmundur Elli Sigurðsson fóstursonur þeirra. </center>
 
I. Kona Sigurðar, (23. apríl 1949), var [[Guðbjörg Bergmundsdóttir (Hólnum)|Guðbjörg Bergmundsdóttir]] húsfreyja, f. 16. nóvember 1922 í Sjávargötu, d. 10. október 2014.<br>
Börn þeirra:<br>
1.  [[Kristinn Þórir Sigurðsson]] stýrimaður, smiður, umsjónarmaður, f. 31. maí 1948. Kona hans er Ásta Úlfarsdóttir.<br>
2.  [[Bergmundur Helgi Sigurðsson]], sjómaður, sendibifreiðastjóri, f. 12. júlí 1952. Kona hans er Ingibjörg Sigurjónsdóttir.<br>
Fóstursonur:<br>
3. [[Bergmundur Elli Sigurðsson (Nýborg)|Bergmundur Elli Sigurðsson]] trésmiður í Hafnarfirði, sonur Ásu, f. 15. apríl 1948. Kona hans er Ólöf Helga Júlíusdóttir<br>
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Íslendingabók.is.
*Manntöl.
*Morgunblaðið 16. apríl 2003. Minning.
*Prestþjónustubækur.
*[[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja]]. [[Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2002| Við Vestmannaeyjahöfn. Spjall við Sigga á Löndum]]. [[Helgi Bernódusson]].}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Vélstjórar]]
[[Flokkur: Sjómenn]]
[[Flokkur: Hafnarverðir]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 21. öld]]
[[Flokkur: Íbúar á Eystri-Löndum]]
[[Flokkur: Íbúar á Hvoli við Urðaveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Urðaveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Landagötu]]
[[Flokkur: Íbúar á Hólnum]]

Leiðsagnarval