Sigurður Jónsson (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigurður Jónsson frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum fæddist 28. júlí 1902 og drukknaði 27. febrúar 1919.
Foreldrar hans voru Jón Jóngeirsson bóndi í Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 10. ágúst 1865, d. 11. apríl 1940, og kona hans Margrét Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1868 í Sperðli, d. 23. desember 1937 í Brautarholti.

Móðursystkini Sigurðar í Eyjum:
1. Magnús Guðlaugsson formaður í Fagurlyst, síðari maður Guðrúnar Þorkelsdóttur húsfreyju; hann f. 28. maí 1863, drukknaði 20. maí 1901.
2. Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Jakobshúsi, f. 30. ágúst 1874, d. 17. febrúar 1965. Menn hennar voru Sigurður Sigurðsson í Túni, Jakob Tranberg og Einar Einarsson frá Norðurgarði.

Börn Margrétar Guðlaugsdóttur og Jóns Jóngeirssonar í Eyjum:
1. Gunnlaugur Júlíus Jónsson múrarameistari í Stafholti, f. 31. júlí 1895 í Krókatúni, d. 4. september 1978.
2. Ingibergur Jónsson sjómaður, verkamaður, f. 12. júlí 1897 í Krókatúni u. Eyjafjöllum, d. 15. apríl 1960.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Litlalandi, f. 17. maí 1899 í Lambhúshólskoti, d. 16. mars 1992.
4. Magnús Jónsson bóndi, verkamaður, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti, d. 3. júlí 1986.
5. Sigurður Jónsson sjómaður, f. 28. júlí 1902 í Lambhúshólskoti, drukknaði 27. febrúar 1919, féll út af vb. Skuld.
6. Guðjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. nóvember 1905 í Lambhúshólskoti, d. 22. janúar 1965.
7. Ólafur Jónsson skipasmiður í Nýhöfn, f. 15. maí 1908 í Lambhúshólskoti, d. 12. júlí 1998.

Sigurður var með foreldrum sínum í Vesturholtum 1910. Hann fluttist til Eyja, var háseti á v.b. Skuld 1919, er hann tók út og drukknaði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.