Sigurður Árni Sigurbergsson

From Heimaslóð
Revision as of 12:17, 18 February 2020 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to: navigation, search
Sigurður Árni Sigurbergsson.

Sigurður Árni Sigurbergsson plötusmiður, vélvirkjameistari fæddist 23. maí 1957 í Eyjum og lést 24. júní 2001 af slysförum.
Foreldrar hans voru Jóhann Sigurbergur Guðnason frá Steini, sjómaður, vélstjóri, f. 22. október 1936, og kona hans Elín Lilja Árnadóttir frá Litla-Hrauni, húsfreyja, f. 16. nóvember 1939.

Börn Elínar Lilju og Sigurbergs:
1. Sigurður Árni Sigurbergsson, f. 23. maí 1957 í Eyjum, d. 8. ágúst 2001. Kona hans Hrefna Guðjónsdóttir.
2. Guðný Ósk Sigurbergsdóttir húsfreyja, ræstitæknir á Selfossi, f. 27. september 1958 í Eyjum. Maður hennar Arnlaugur Bergsson.

Sigurður Árni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam plötusmíði og vélvirkjun í Vélsmiðjunni Magna og við Iðnskólann í Eyjum, varð sveinn í greininni og fékk síðan meistararéttindi. Hann vann í Magna, og í Vinnslustöðinni.
Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1990 og þar rak Sigurður Árni verkstæði.
Sigurður Árni bjó hjá foreldrum sínum í Steini við Vesturveg 10 og á Sóleyjargötu 6 frá 1951-1972.
Þau Hrefna giftu sig 1979, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Vesturvegi 31 1979, síðar á Búhamri 41.
Sigurður Árni lést af völdum vélhjólaslyss í Borgarnesi 2001.

I. Kona Sigurðar Árna, (26. desember 1979), er Hrefna Guðjónsdóttir frá Hvoli við Urðaveg 17, húsfreyja, f. 16. ágúst 1956.
Börn þeirra:
1. Ásgeir Sigurðsson bifvélavirki, f. 24. maí 1978. Fyrrum kona hans Elsa Alfreðsdóttir.
2. Guðbjörg Sigurðardóttir kennari, f. 16. desember 1983. Maður hennar Sigurður Jónsson.
3. Kristín Sigurðardóttir kennari, f. 16. desember 1983. Sambýlismaður Jón Gunnar Gunnarsson.
4. Bergur Sigurðsson leiðsögumaður, f. 15. apríl 1992. Sambýliskona Sigríður Embla Heiðmarsdóttir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1979.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 18. ágúst 2001. Minning.
  • Þjóðskrá 1986.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.