Sigrún Snædal Logadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sigrún Snædal Logadóttir.
Þorsteinn Waagfjörð.

Sigrún Snædal Logadóttir húsfreyja, kennari fæddist 12. júní 1973 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Logi Snædal Jónsson skipstjóri í Eyjum, f. 21. júlí 1948 í Reykjavík, d. 15. október 1996 og kona hans Halla Jónína Gunnarsdóttir frá Litla-Hofi í Öræfum, húsfreyja, fiskvinnslukona, f. 5. desember 1941.

Börn Höllu og Loga:
1. Jón Snædal Logason skipstjóri, f. 11. ágúst 1971, d. 6. maí 2013.
2. Sigrún Snædal Logadóttir kennari, f. 12. júní 1973.
3. Sæbjörg Snædal Logadóttir sjúkraliði í Eyjum, f. 21. júní 1977.

Sigrún fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1974, bjó með þeim á Boðaslóð 16.
Hún varð stúdent við Framhaldsskólann í Eyjum, lauk kennaraprófi frá Kennaraháskólanum 1997 og hefur síðan kennt við Smáraskóla í Kópavogi.
Þau Þorsteinn giftu sig 2002, hafa búið í Holtsbúð 16 í Garðabæ og eignast þrjú börn.










Sigrún, Þorsteinn og börn.

I. Maður Sigrúnar, (27. apríl 2002), er Þorsteinn Waagfjörð frá Garðhúsum, vélstjóri, iðnrekandi, f. 27. apríl 1962 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Logey Rós Waagfjörð, f. 10. mars 1998.
2. Eysteinn Arnar Waagfjörð, f. 11. október 2002.
3. Eydís María Waagfjörð, f. 3. janúar 2007.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Sigrún Snædal.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.