Sigríður Sæunn Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Sigríður Sæunn Sigurðardóttir frá Ísafirði, húsfreyja, leikskólastarfsmaður fæddist 20. febrúar 1933 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Sigurður Kristinn Ólafsson sjómaður, síðar verkamaður í Reykjavík, f. 11. nóvember 1881, d. 15. maí 1958, og kona hans Elísabet Guðfinna Guðmundsdóttir húsfreyja, síðar í Reykjavík, f. 25. september 1889, d. 7. nóvember 1971.

Sigríður Sæunn fluttist til Reykjavíkur og þaðan í vist í Keflavík. Hún fluttist 16 ára til Eyja frá Keflavík með Eiríki.
Þau Eiríkur bjuggu fyrst í Hruna, en síðan hjá Sigríði systur Eiríks á Faxastíg 5. Þar bjuggu þau 1949. Þau giftu sig 1952, eignuðust fimm börn, fluttust að Jómsborg, bjuggu þar í nokkur ár. Þau keyptu Sjávargötu 1957, misstu það í gjaldþroti 1966, fluttust þá í Sandgerði og síðan að Mosfelli og þar bjó fjölskyldan til Goss.
Eftir gosið bjuggu þau á Hólagötu 28 í 4-5 ár. Þá byggðu þau húsið að Túngötu 28 og bjuggu þar uns þau fluttust á Selfoss 1999.
Sigríður Sæunn vann við leikskólann Sóla frá 1985-1999.
Eiríkur lést 2007 eftir bifreiðaslys.
Sigríður bjó í eitt ár á Selfossi, en fluttist þá í Mosfellsbæ og býr þar.

I. Maður Sigríðar Sæunnar, (13. apríl 1952), var Eiríkur Sigurðsson frá Hruna, f. 31. janúar 1931 í Hruna, d. 28. nóvember 2007.
Börn þeirra:
1. Gísli Sigurður Eiríksson vélstjóri, kennari við Framhaldsskólann í Eyjum, f. 13. apríl 1951. Kona hans er Sigþóra Jónatansdóttir.
2. Margrét Vigdís Eiríksdóttir húsfreyja, félagsliði við heimahjúkrun í Kópavogi, f. 4. desember 1952. Maður hennar er Sigurður Örn Karlsson.
3. Elísabet Guðfinna Eiríksdóttir húsfreyja, dagmóðir í Mosfellsbæ, f. 8. febrúar 1955. Maður hennar er Björn Heimir Sigurbjörnsson.
4. Sólveig Bryndís Eiríksdóttir húsfreyja, starfskona á sambýli fatlaðra, f. 16. júlí 1959.
5. Þröstur Gunnar Eiríksson sjómaður, iðnverkamaður á Selfossi, f. 4. ágúst 1966. Fyrri kona hans var Svanhildur Svansdóttir. Síðari kona hans er Svetlans Balinskaya.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.