Sigríður Lára Árnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. apríl 2024 kl. 13:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. apríl 2024 kl. 13:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sigríður Lára Árnadóttir. '''Sigríður Lára Árnadóttir''' frá Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 62, bókari, fjármálastjóri fæddist 11. september 1972.<br> Foreldrar hennar voru og Jóna Ágústa Lárusdóttir húsfreyja, starfsmaður á hjúkrunarheimili, f. 12. júní 1951 á Raufarhöfn, og barnsfaðir hennar Árni Halldórsson frá Grundarfirði, f. 22. janúar 1952. Sigríður L...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Lára Árnadóttir.

Sigríður Lára Árnadóttir frá Hásteinsblokkinni við Hásteinsveg 62, bókari, fjármálastjóri fæddist 11. september 1972.
Foreldrar hennar voru og Jóna Ágústa Lárusdóttir húsfreyja, starfsmaður á hjúkrunarheimili, f. 12. júní 1951 á Raufarhöfn, og barnsfaðir hennar Árni Halldórsson frá Grundarfirði, f. 22. janúar 1952.

Sigríður Lára var með móður sinni í Eyjum 1972 og til 19 ára aldurs.
Hún var skiptinemi í Montreal í Kanada í eitt ár á unglingsárum sínum, lærði bókhald í Framhaldsskólanum í Eyjum, sótti námskeið í skjalavörslu hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans og síðan ýmis námskeið, m.a. í bókhaldi, viðskiptum, rekstri, tungumálum, siðfræði og fleira. Sigríður Lára lauk B.S.-prófi í viðskiptafræði í Háskólanum á Akureyri 2020.
Þau Halldór fóru til Danmerkur 1997. Þar nam hann byggingafræði og hún viðskiptagreinar í Tækniháskólanum í Horsens.
Sigríður Lára vann hjá Skipalyftunni, flutti til Rvk 1991 og vann hjá Skipulagsstofnun ríkisins í 7 ár.
Þau komu heim frá Danmörku 2001. Hún hóf störf hjá Hagfeldi, sem er umboðsskrifstofa fyrir loðdýrabændur á Íslandi. Síðan var hún ráðin til starfa hjá eMR Hugbúnaði til að vera yfir fjármálunum. Þegar fyrirtækið var selt sneri hún sér að öðru. Hún hóf vinnu hjá flugfélaginu JetX og var hún þar um skeið, en þá var henni boðið starf hjá Iceland Express, var þar flugkostnaðarstjóri, sá um samninga við flugvelli og aðra aðila, sem tengjast flugrekstri. Einnig sá hún um að samþykkja alla reikninga, sem við komu flugvélum, þ.e. lendingargjöld, þjónustugjöld, farþegaskatta, eldsneyti og annað þess háttar. Hún var síðan fjármálastjóri hjá Tali í 4 ár, þá verkefnastjóri hjá Greiðslumiðlun, síðan fjármálastjóri hjá heildv. Karls Karlssonar og er nú sérfræðingur á fjármálasviði hjá Eykt.
Sigríður Lára æfði fimleika frá 6 til 16 ára aldurs, „sprangaði“. Hún var í stjórn fimleikafélagsins Bjarkar í Hafnarfirði um skeið.
Þau Halldór giftu sig 1999, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Guðmundur Ómar giftu sig 2013, eignuðust ekki börn, en Guðmundur fóstraði börn hennar.

I. Maður Sigríðar Láru, (1999, skildu), er Halldór Jón Karlsson byggingafræðingur, f. 28. september 1969. Foreldrar hans Karl Theódór Jónsson, f. 23. maí 1932, d. 1. ágúst 1986, og Hrefna Hannesdóttir, f. 28. júlí 1930.
Börn þeirra:
1. Bryndís Jóna Halldórsdóttir, leikskólastarfsmaður, f. 21. febrúar 1995. Sambúðarmaður hennar Alexander Oddsson, vélstjóri.
2. Hlökk Halldórsdóttir, vinnur á sambýli þroskaheftra, f. 2. ágúst 2000.

II. Maður Sigríðar Láru, (22. júlí 2013), er Guðmundur Ómar Erlingsson, flugvirki, f. 31. janúar 1985. Foreldrar hans Erlingur Skúlason, f. 21. janúar 1960, d. 3. febrúar 2006, og Guðrún María Gísladóttir, f. 17. apríl 1963.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.