Sigríður Jónsdóttir eldri (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. janúar 2015 kl. 20:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. janúar 2015 kl. 20:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Jónsdóttir''' húsfreyja á Vilborgarstöðum og í Stóra-Gerði fæddist 10. september 1832 í Stóra-Dalssókn og lést 21. ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum og í Stóra-Gerði fæddist 10. september 1832 í Stóra-Dalssókn og lést 21. janúar 1920.
Foreldrar hennar voru Sigríður Oddsdóttir f. 2. júní 1808 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, d. 20. ágúst 1863 og Jón.

Sigríður var með móður sinni og Þorláki Jónssyni fósturföður sínum á Dufþekju í Hvolhreppi 1835 og enn 1845, með þeim á Vindási þar 1850, vinnukona hjá þeim í Götu þar 1855 og 1860.
Hún fluttist til Eyja frá Stórólfshvoli að Sjólyst 1862 og var vinnukona þar 1862-1867, í Stakkagerði 1867-1871, í Garðinum 1871-1874.
Hún gftist Bjarna 1874 og bjó með honum á Vilborgarstöðum 1874-1877, í Stóra-Gerði 1877-1883.
Þau Bjarni eignuðust ekki börn en fóstruðu Þuríði Sigurðardóttur frá Steinsstöðum. Hún var dóttir Sigurðar Árnasonar og Margrétar Sæmundsdóttur hjóna á Steinsstöðum.

Þau Bjarni tóku mormónatrú og fluttust með Þuríði fósturdóttur sinni til Utah 1883.

Maður Sigríðar, (23. október 1874), var Bjarni Bjarnason bóndi í Stóra-Gerði f. 1846.
Þau eignuðust ekki börn, en fósturbarn þeirra var
1. Þuríður Sigurðardóttir frá Steinsstöðum, f. 13. september 1875. Hún fór með fósturforeldrum sínum til Utah 1883.


Heimildir