„Sara Símonardóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sara Símonardóttir''' frá Siglufirði, húsfreyja fæddist 30. ágúst 1923 og lést 27. ágúst 2004. <br> Foreldrar hennar voru Símon Sveinsson frá Hágerði í Höfðahverf...)
 
m (Verndaði „Sara Símonardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 29. desember 2019 kl. 19:27

Sara Símonardóttir frá Siglufirði, húsfreyja fæddist 30. ágúst 1923 og lést 27. ágúst 2004.
Foreldrar hennar voru Símon Sveinsson frá Hágerði í Höfðahverfi, sjómaður, 12. ágúst 1884, d. 26. nóvember 1960, og kona hans Pálína Sumarrós Pálsdóttir frá Auðnum í Ólafsfirði, húsfreyja, f. 22. apríl 1881, d. 19. október 1952.

Sara var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Helgi eignuðust fjögur börn.
Þau fluttu til Eyja 1946, bjuggu í Jómsborg í Eyjum 1946-1948, en fluttu þá til Siglufjarðar, giftu sig þar í desember.
Sara lést 2004 og Helgi Jón 2008.

I. Maður Söru, (2. desember 1948), var Helgi Jón Sigurðsson frá Götu, sjómaður, verkamaður, f. þar 11. júní 1925, d. 17. janúar 2008 á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Börn þeirra:
1. Sigurður Helgason, f. 24. júní 1946 í Jómsborg, fórst 12. júní 1968. Kona hans var Jóhanna A. Sigsteinsdóttir.
2. Jóhanna Helgadóttir húsfreyja, vinnur við ummönnun á sjúkrahúsi, býr í Borgarnesi, f. 24. mars 1950. Fyrri maður Torfi Steinsson. Síðari maður Guðmundur Magnússon.
3. Elínborg Helgadóttir húsfreyja í Hnífsdal, f. 26. ágúst 1955. Maður hennar Guðmundur Þór Kristjánsson.
4. Símon Helgason bifvélavirki, f. 29. janúar 1963. Kona hans Helen Svala Meyers.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.