„Saga Vestmannaeyja I./ XI. Tyrkjaránið, fyrri hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: <br> <br> <br> <big><big><big><center>XI. Tyrkjaránið</center></big></big></big> <center>(Fyrri hluti)</center> <br> <big>Fjórtán ár liðu frá ráninu 1614, er stóð yfir frá 14....)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
<br>
<br>
<br>
<br>
<br>
Lína 15: Lína 14:
við Tangann suður af [[Brimurð]], sem síðan heitir [[Ræningjatangi]], og gengu þar á land. Þarna er að jafnaði brimasamt og lítt lendandi, nema þegar ládeyður eru og blíðviðri, svo að auðsætt er, að veður hefir verið gott þennan minnisstæða dag. Vissu menn eigi til, að þarna hefði verið lent skipum. Samt var þetta eini staðurinn á þessum hluta eyjarinnar, sem líklegur var og fær til uppgöngu, unz komið var suður fyrir [[Stórhöfði|Stórhöfða]] og í [[Höfðavík|Víkina]]. Nokkrir menn, þar á meðal kaupmaðurinn í eyjunum, höfðu fylgt bátunum frá ræningjaskipunum eftir á landi og sáu þeir hvað öllu leið. Og er ræningjarnir voru komnir á land á nefndum stað, gengu hinir fljótt úr skugga um það, að engin tök myndu á því að varna þeim uppgöngu, því að þarna er eigi erfitt upp að sækja og auðvelt að dreifa sér, en ræningjarnir fjölmennir og miklu liðfleiri en vopnfærir menn í eyjunum. Verjast hefði samt mátt þarna með steinkasti og skothríð, ef nægur mannfjöldi hefði verið þarna fyrir. Snéru nú flestir af þeim fámenna hópi, er með kaupmanni voru heimleiðis aftur, til þess að vitja kvenna sinna og barna, er heima biðu með angist, og freista, ef takast mætti að koma þeim undan. Kaupmaður hleypti samt af byssu á ræningjana, til þess að vita hvernig þeim yrði við, en þeir grenjuðu eða ráku upp sköll á móti og létu þetta eigi í neinn máta aftra sér. Reið nú kaupmaður undan sem harðast norður eftir aurunum, og mætti hann áðurnefndum skipstjóra á leiðinni. Gæti þetta hafa verið nálægt [[Dalir|Dölum]] eða bæjunum fyrir ofan Hraun, eftir því hvor leiðin hefir verið farin. En þessir menn hafa gert fólkinu á efri bæjunum aðvart, en undanfæri var lítið fyrir þetta fólk, því að ræningjarnir hafa farið hratt yfir, svo að fáir hafa getað forðað sér.<br>
við Tangann suður af [[Brimurð]], sem síðan heitir [[Ræningjatangi]], og gengu þar á land. Þarna er að jafnaði brimasamt og lítt lendandi, nema þegar ládeyður eru og blíðviðri, svo að auðsætt er, að veður hefir verið gott þennan minnisstæða dag. Vissu menn eigi til, að þarna hefði verið lent skipum. Samt var þetta eini staðurinn á þessum hluta eyjarinnar, sem líklegur var og fær til uppgöngu, unz komið var suður fyrir [[Stórhöfði|Stórhöfða]] og í [[Höfðavík|Víkina]]. Nokkrir menn, þar á meðal kaupmaðurinn í eyjunum, höfðu fylgt bátunum frá ræningjaskipunum eftir á landi og sáu þeir hvað öllu leið. Og er ræningjarnir voru komnir á land á nefndum stað, gengu hinir fljótt úr skugga um það, að engin tök myndu á því að varna þeim uppgöngu, því að þarna er eigi erfitt upp að sækja og auðvelt að dreifa sér, en ræningjarnir fjölmennir og miklu liðfleiri en vopnfærir menn í eyjunum. Verjast hefði samt mátt þarna með steinkasti og skothríð, ef nægur mannfjöldi hefði verið þarna fyrir. Snéru nú flestir af þeim fámenna hópi, er með kaupmanni voru heimleiðis aftur, til þess að vitja kvenna sinna og barna, er heima biðu með angist, og freista, ef takast mætti að koma þeim undan. Kaupmaður hleypti samt af byssu á ræningjana, til þess að vita hvernig þeim yrði við, en þeir grenjuðu eða ráku upp sköll á móti og létu þetta eigi í neinn máta aftra sér. Reið nú kaupmaður undan sem harðast norður eftir aurunum, og mætti hann áðurnefndum skipstjóra á leiðinni. Gæti þetta hafa verið nálægt [[Dalir|Dölum]] eða bæjunum fyrir ofan Hraun, eftir því hvor leiðin hefir verið farin. En þessir menn hafa gert fólkinu á efri bæjunum aðvart, en undanfæri var lítið fyrir þetta fólk, því að ræningjarnir hafa farið hratt yfir, svo að fáir hafa getað forðað sér.<br>
Það er af þeim kaupmanni og skipstjóra að segja, að þeir riðu sem hraðast heim í kaupstað. Skipstjóri fór út í skip sitt, gat borað gat á það og hjó sundur festar þess, svo að það ræki upp eða sykki, en kaupmaður gekk svo frá fallbyssunum, að þær skyldu eigi nytjast ræningjunum, ef þær féllu í þeirra hendur. Sást nú til ræningjanna, er komu með óhljóðum sunnan að, að líkindum á öxlina austur af Helgafelli, því að sá hópurinn, er austast fór, hefir verið fljótastur og tafðist eigi þar við neina bæi, en þeir, er í miðið fóru, hafa fyrst hitt bæinn eða bæina í Dölum, þar mun hafa verið tvíbýli, og rænt þar, en þriðji og vestasti hópurinn hefir tekið Ofanleitisbæina. Kaupmaður tók þann kostinn, sem vænlegastur var, að reyna að komast á bátum til lands og sté á opinn bát, er var á floti á höfninni, með öllu sínu heimafólki og réri lífróður út að [[Klettsnef]]i, en þá voru ræningjar komnir að [[Garðurinn|Dönskuhúsum]]. En úr því komið var inn fyrir Klettsnef var kaupmanni og hans fólki borgið, því að þá hafa þeir beygt inn með [[Ystiklettur|Yztakletti]] og komizt í hvarf. Skipstjórinn og skipshöfn hans forðuðu sér sömu leið á skipsbátnum. Farnaðist þeim vel til lands, en fengu ágjöf nokkra, því að norðankylja hafði verið, en þá er brimlaus sjór suður við eyjar. Eigi er þess getið, að aðrir hafi komizt undan með þessum hætti, en það er víst, að miklu fleiri hefðu getað forðað sér með þessu móti, ef athugað hefði verið nógu snemma, t.d. með því að manna út báta af [[Eiði]]nu, er ræningjaskipin voru snúin frá höfninni.<br>
Það er af þeim kaupmanni og skipstjóra að segja, að þeir riðu sem hraðast heim í kaupstað. Skipstjóri fór út í skip sitt, gat borað gat á það og hjó sundur festar þess, svo að það ræki upp eða sykki, en kaupmaður gekk svo frá fallbyssunum, að þær skyldu eigi nytjast ræningjunum, ef þær féllu í þeirra hendur. Sást nú til ræningjanna, er komu með óhljóðum sunnan að, að líkindum á öxlina austur af Helgafelli, því að sá hópurinn, er austast fór, hefir verið fljótastur og tafðist eigi þar við neina bæi, en þeir, er í miðið fóru, hafa fyrst hitt bæinn eða bæina í Dölum, þar mun hafa verið tvíbýli, og rænt þar, en þriðji og vestasti hópurinn hefir tekið Ofanleitisbæina. Kaupmaður tók þann kostinn, sem vænlegastur var, að reyna að komast á bátum til lands og sté á opinn bát, er var á floti á höfninni, með öllu sínu heimafólki og réri lífróður út að [[Klettsnef]]i, en þá voru ræningjar komnir að [[Garðurinn|Dönskuhúsum]]. En úr því komið var inn fyrir Klettsnef var kaupmanni og hans fólki borgið, því að þá hafa þeir beygt inn með [[Ystiklettur|Yztakletti]] og komizt í hvarf. Skipstjórinn og skipshöfn hans forðuðu sér sömu leið á skipsbátnum. Farnaðist þeim vel til lands, en fengu ágjöf nokkra, því að norðankylja hafði verið, en þá er brimlaus sjór suður við eyjar. Eigi er þess getið, að aðrir hafi komizt undan með þessum hætti, en það er víst, að miklu fleiri hefðu getað forðað sér með þessu móti, ef athugað hefði verið nógu snemma, t.d. með því að manna út báta af [[Eiði]]nu, er ræningjaskipin voru snúin frá höfninni.<br>
Ræningjarnir báru alvæpni, byssur, spjót og hnífa. Þeir dreifðu sér í þrem aðalhópum um [[Heimalandið]]. Vestasti hópurinn hefir farið um byggðina fyrir ofan Hraun, en sá austasti um Kirkjubæ og Vilborgarstaði. Ræningjarnir réðust heim að bæjunum, en þaðan var fólk flúið, er undan hafði getað komizt. Á efstu bæjunum hefir fólkið orðið verst úti, er ræningjana bar svo fljótt að og óvænt, því að enginn bjóst við því, að ræningjarnir kæmu sunnan að. Hvar sem ræningjarnir fundu fólk á vegi sínum, tóku þeir það og bundu og ráku á undan sér niður í kaupstaðinn og jafnvel líka búpening, er á vegi þeirra varð, en þá menn og konur, er eigi gátu gengið nógu hart og fylgt eftir, drápu þeir og hjuggu einatt lík þeirra í sundur. Stærsti hópurinn stefndi að verzlunarstaðnum og fór með mikilli skyndingu. Hafa þeir haft fregnir af virkinu og fallbyssunum, er þar voru, og gátu búist þar við vígbúnaði og vörnum, svo að þeir hafa eigi þótzt öruggir fyrr en þeir höfðu virkið á valdi sínu. Ræningjarnir, sem á land komu, voru um þrjú hundruð, líklega talið í stórum hundruðum. Þeir voru búnir að dreifa sér og fara fram og aftur um alla eyna þegar að kvöldi þess sama dags og þeir stigu á land eða 16. júlí. Leitinni héldu þeir áfram aðfaranótt hins 17., þann dag allan og 18. júlídag allan til kvölds. Segir frá því, að þeir hafi gengið fjöllin og leitað um hella og skúta, svo að enginn kæmist undan. Þeir klifruðu upp á hillurnar í [[Fiskhellar|Fiskhellum]], sem er hátt, þverhnýpt bjarg, og leituðu þar í fiskbyrgjunum, sem standa á syllum í bjarginu, og tóku þaðan nokkrar konur og börn, er þangað hafði verið komið upp með miklum erfiðismunum, til þess að forða þeim undan. En þangað hefir mönnum sízt dottið í hug að ræningjarnir myndu leita. Upp á svokallaða [[Þorlaugagerðishilla|Þorlaugargerðishillu]] hafa ræningjarnir eigi komizt, og það fólk, er þangað komst og eigi var skotið niður, hefir komizt af. Prestinn séra [[Jón Þorsteinsson]] fundu ræningjarnir í helli einum austur af bænum Kirkjubæ. Í þessum helli hafði séra Jón falið sig með fólki sínu og drápu ræningjarnir hann þar. Ræningjarnir brenndu Landakirkju til ösku og rændu skrúða hennar og öðru fémætu, er kirkjan hefir eignazt eftir fyrra ránið 1614, þó eigi kirkjuklukkunum, að því er virðist, og mun hafa verið búið að koma þeim undan í fylgsni í fjallaskúta. Þeir lögðu eld í bæinn á Ofanleiti og fluttu prestshjónin, séra [[Ólafur Egilsson|Ólaf Egilsson]] og konu hans og börn ásamt öðru heimilisfólki þeirra niður að Dönskuhúsum. Var prestskonan þunguð og nær komin að falli, en samt var henni ekki hlíft. Hún fæddi barn sitt um borð í ræningjaskipinu á 11. degi eftir burtför ræningjanna frá eyjunum.<br>
Ræningjarnir báru alvæpni, byssur, spjót og hnífa. Þeir dreifðu sér í þrem aðalhópum um [[Heimaland|Heimalandið]]. Vestasti hópurinn hefir farið um byggðina fyrir ofan Hraun, en sá austasti um Kirkjubæ og Vilborgarstaði. Ræningjarnir réðust heim að bæjunum, en þaðan var fólk flúið, er undan hafði getað komizt. Á efstu bæjunum hefir fólkið orðið verst úti, er ræningjana bar svo fljótt að og óvænt, því að enginn bjóst við því, að ræningjarnir kæmu sunnan að. Hvar sem ræningjarnir fundu fólk á vegi sínum, tóku þeir það og bundu og ráku á undan sér niður í kaupstaðinn og jafnvel líka búpening, er á vegi þeirra varð, en þá menn og konur, er eigi gátu gengið nógu hart og fylgt eftir, drápu þeir og hjuggu einatt lík þeirra í sundur. Stærsti hópurinn stefndi að verzlunarstaðnum og fór með mikilli skyndingu. Hafa þeir haft fregnir af virkinu og fallbyssunum, er þar voru, og gátu búist þar við vígbúnaði og vörnum, svo að þeir hafa eigi þótzt öruggir fyrr en þeir höfðu virkið á valdi sínu. Ræningjarnir, sem á land komu, voru um þrjú hundruð, líklega talið í stórum hundruðum. Þeir voru búnir að dreifa sér og fara fram og aftur um alla eyna þegar að kvöldi þess sama dags og þeir stigu á land eða 16. júlí. Leitinni héldu þeir áfram aðfaranótt hins 17., þann dag allan og 18. júlídag allan til kvölds. Segir frá því, að þeir hafi gengið fjöllin og leitað um hella og skúta, svo að enginn kæmist undan. Þeir klifruðu upp á hillurnar í [[Fiskhellar|Fiskhellum]], sem er hátt, þverhnýpt bjarg, og leituðu þar í fiskbyrgjunum, sem standa á syllum í bjarginu, og tóku þaðan nokkrar konur og börn, er þangað hafði verið komið upp með miklum erfiðismunum, til þess að forða þeim undan. En þangað hefir mönnum sízt dottið í hug að ræningjarnir myndu leita. Upp á svokallaða [[Þorlaugagerðishilla|Þorlaugargerðishillu]] hafa ræningjarnir eigi komizt, og það fólk, er þangað komst og eigi var skotið niður, hefir komizt af. Prestinn séra [[Jón Þorsteinsson]] fundu ræningjarnir í helli einum austur af bænum Kirkjubæ. Í þessum helli hafði séra Jón falið sig með fólki sínu og drápu ræningjarnir hann þar. Ræningjarnir brenndu Landakirkju til ösku og rændu skrúða hennar og öðru fémætu, er kirkjan hefir eignazt eftir fyrra ránið 1614, þó eigi kirkjuklukkunum, að því er virðist, og mun hafa verið búið að koma þeim undan í fylgsni í fjallaskúta. Þeir lögðu eld í bæinn á Ofanleiti og fluttu prestshjónin, séra [[Ólafur Egilsson|Ólaf Egilsson]] og konu hans og börn ásamt öðru heimilisfólki þeirra niður að Dönskuhúsum. Var prestskonan þunguð og nær komin að falli, en samt var henni ekki hlíft. Hún fæddi barn sitt um borð í ræningjaskipinu á 11. degi eftir burtför ræningjanna frá eyjunum.<br>
Í Dönskuhúsum, er hafa verið nægilega rammbyggileg, geymdu ræningjarnir fólkið, er komið var með úr leitunum, og héldu því þar, unz það var flutt út í skip ræningjanna, er nú höfðu leitað aftur að höfninni, er þar var eigi lengur neitt að óttast. Sigldu tvö skipin inn á höfnina og hafa lagzt þar, en eitt lá fyrir utan á svonefndum [[Grunn]]um. Það var stærsta skipið og út í það var flutt fólkið úr Dönskuhúsum á tveim tenæringum, og fyrst valið það skársta úr, eins og fé í rétt. Voru fangarnir sjálfir látnir róa bátunum út í skipið móti allsnörpum austanvindi. Á þessu skipi var fólkið, er ræningjarnir höfðu tekið fyrir austan. Á miðvikudagskvöld, þ. 18. júlí, var allt fólkið, er rænt var á eyjunum og ræningjarnir vildu flytja með sér, komið út í skipin. Í Dönskuhúsum var þó enn eftir nokkuð af gömlu fólki, er ræningjunum hefir eigi þótt þess virði að flytja með sér til að selja mansali. Þetta fólk skildu þeir eftir inni í húsunum, og kveiktu síðan í þeim, og brann fólkið þar inni, eftir því sem sjónarvottur lýsti síðan, piltur einn, er komst af með þeim hætti, að hann skreið eftir gólfinu í mannþrönginni og komst út um leynidyr, er eigi hafa verið lokaðar.³)<br>
Í Dönskuhúsum, er hafa verið nægilega rammbyggileg, geymdu ræningjarnir fólkið, er komið var með úr leitunum, og héldu því þar, unz það var flutt út í skip ræningjanna, er nú höfðu leitað aftur að höfninni, er þar var eigi lengur neitt að óttast. Sigldu tvö skipin inn á höfnina og hafa lagzt þar, en eitt lá fyrir utan á svonefndum [[Grunn]]um. Það var stærsta skipið og út í það var flutt fólkið úr Dönskuhúsum á tveim tenæringum, og fyrst valið það skársta úr, eins og fé í rétt. Voru fangarnir sjálfir látnir róa bátunum út í skipið móti allsnörpum austanvindi. Á þessu skipi var fólkið, er ræningjarnir höfðu tekið fyrir austan. Á miðvikudagskvöld, þ. 18. júlí, var allt fólkið, er rænt var á eyjunum og ræningjarnir vildu flytja með sér, komið út í skipin. Í Dönskuhúsum var þó enn eftir nokkuð af gömlu fólki, er ræningjunum hefir eigi þótt þess virði að flytja með sér til að selja mansali. Þetta fólk skildu þeir eftir inni í húsunum, og kveiktu síðan í þeim, og brann fólkið þar inni, eftir því sem sjónarvottur lýsti síðan, piltur einn, er komst af með þeim hætti, að hann skreið eftir gólfinu í mannþrönginni og komst út um leynidyr, er eigi hafa verið lokaðar.³)<br>
Um miðjan morgun fimmtudaginn 19. júlí voru ræningjarnir búnir að koma hinu hertekna fólki og góssi öllu, er rænt var, fyrir í skipum sínum og einnig á danska kaupfarinu, er þeir tóku í höfninni og eigi hefir verið sokkið, þrátt fyrir tilraunir skipstjóra þess til að sökkva því, sbr. áðursagt. Undu ræningjarnir nú upp segl og drógu upp akkeri, og sigldu á braut með herfang sitt. Skutu þeir um leið mörgum fallbyssuskotum eins og til að kveðja eyjarnar, sem þeir höfðu leikið svo grátt. Sigldu skipin svo inn fyrir [[Elliðaey] og tóku síðan stefnu á haf, í hádegisstað. Harmur mikill og kvein setti nú að fólkinu, er það sá eyjarnar og landið hverfa sýnum. „Reyndi þó hver, sem bezt hann kunni,“ segir séra Ólafur, „að hugga annan með guðsorði, svo vel karlar sem konur, ungir sem gamlir, því fólkið var vel að sér og frótt í orði drottins og sínum sáluhjálparefnum.“ Má geta nærri, hversu fólkinu hefir verið innanbrjósts eftir allar þjáningar þess, margt af því fráskilið ektamaka og öðrum ástvinum, og tekið með hervaldi og flutt á brottu til fjarlægra landa, sem fæstir hafa vitað nokkra grein á, til þess að ganga undir ævilanga þrælkun.<br>
Um miðjan morgun fimmtudaginn 19. júlí voru ræningjarnir búnir að koma hinu hertekna fólki og góssi öllu, er rænt var, fyrir í skipum sínum og einnig á danska kaupfarinu, er þeir tóku í höfninni og eigi hefir verið sokkið, þrátt fyrir tilraunir skipstjóra þess til að sökkva því, sbr. áðursagt. Undu ræningjarnir nú upp segl og drógu upp akkeri, og sigldu á braut með herfang sitt. Skutu þeir um leið mörgum fallbyssuskotum eins og til að kveðja eyjarnar, sem þeir höfðu leikið svo grátt. Sigldu skipin svo inn fyrir [[Elliðaey]] og tóku síðan stefnu á haf, í hádegisstað. Harmur mikill og kvein setti nú að fólkinu, er það sá eyjarnar og landið hverfa sýnum. „Reyndi þó hver, sem bezt hann kunni,“ segir séra Ólafur, „að hugga annan með guðsorði, svo vel karlar sem konur, ungir sem gamlir, því fólkið var vel að sér og frótt í orði drottins og sínum sáluhjálparefnum.“ Má geta nærri, hversu fólkinu hefir verið innanbrjósts eftir allar þjáningar þess, margt af því fráskilið ektamaka og öðrum ástvinum, og tekið með hervaldi og flutt á brottu til fjarlægra landa, sem fæstir hafa vitað nokkra grein á, til þess að ganga undir ævilanga þrælkun.<br>
Flestum ber saman um, að hernumdar hafi verið í eyjunum 242 manneskjur í þessu ráni. Séra Ólafur segir 36 drepna hér af ræningjunum. Svo er almennt talið, að 30 manns hafi fundizt drepnir og verið jarðaðir hér, sumir segja að fundizt hafi 34 drepnir. Um það, hversu margt fólk hafi komizt undan í ráninu, verður eigi sagt um með fullri vissu. Um fólkstöluna í Vestmannaeyjum á þessum tímum er eigi kunnugt, en víst er, að á þessu tímabili hefir verið hér allfólksmargt, t.d. töluvert fleira fólk en um aldamótin 1700. Góð fiskiár voru í eyjum undir lok 16. aldar og framan af 17. öld. Í góðum fiskiárum streymdi fólkið til eyjanna. Eftir tölu tómthúsanna, eins og jarðabækur sýna þau frá ári til árs, má áætla með töluverðri nákvæmni um fólksfjöldann. Tala jarðarábúenda er oftast hin sama. Tala heimilisfeðra, tómthúsmanna og bænda var árið 1601, en til þessa árs ná yngstu umboðsskrárnar fyrir Tyrkjaránið, var 79, þar af 35 tómthúsmenn. Við manntalið hér 1703 var fólksfjöldinn 339, þar af 11, er heima áttu annars staðar. 1887 er tala búandi manna hér 86, tómthúsin þá rúm 40. Fólksfjöldinn er þá 561. Í Vestmannaeyjum höfðu verið góðæri á undan Tyrkjaráninu, svo að með vissu má gera ráð fyrir, að tómthúsin hafi eigi verið færri þá en 1601 og líklega þó heldur fleiri. Í góðærum var og meira um vinnufólk hjá bændum. Á öndverðri 17. öld voru meiri góðæri hér og fiskisæld en á síðari hluta 19. aldar. Af fyrrnefndu kvæði séra Jóns Þorsteinssonar má sjá, að mikil velsæld hefir verið hér á þeim tímum. Fyrir aldamótin 1700 höfðu verið hér slæm ár og fólkið miklu færra þá en verið hafði um miðja 17. öld. Við samanburð á ofangreindum tölum um búendatölu og fólksfjölda 1887 og búendatöluna 1601 virðist með fullum rétti mega áætla mannfjöldann hér, er Tyrkjaránið var framið, allt að 500 manns. Þess sést og getið, án þess að nokkur rök séu færð fyrir, að 500 manns hafi verið í Vestmannaeyjum, er Tyrkir komu þar 1627.⁴) Samkvæmt framansögðu má því gera ráð fyrir, að um 200 manns hafi komizt undan hér í Tyrkjaráninu. Af þeim, er undan komust, eru taldir 4 eða 5 hraustir menn, er komust í fylgsni í [[Ofanleitishamar|Ofanleitishamri]]. Er sennilegra, að þeir hafi farið niður Hamarinn og falið sig í hellum í urðinni undir Hamrinum. Þessir menn munu hafa verið einhleypir menn af bæjunum fyrir ofan Hraun. Getur séra Ólafur þess, að einhleypingar hafi orðið fyrstir til að forða sér. Menn þessa höfðu ræningjarnir handtekið áður í felustað þeirra í Ofanleitishamri og látið þá liggja í fjötrum meðan þeir eltu tvær stúlkur. Höfðu sumir þessara manna tekið upp varnir, en verið ofurliði bornir. Annarri stúlkunni, er áður um getur, tókst að komast í hvarf til mannanna, og leysti hún einn þeirra, en hann aftur félaga sína. Eftir lýsingunni mun þetta hafa gerzt í hraunlautunum vestur á Hamri. Mennirnir snöruðu sér síðan niður fyrir Hamarinn, en hann er snarbrattur og eigi fær nema fjallamönnum, en samt veigruðu ræningjarnir sér eigi að fara utan í Hamarinn, sbr. er þeir tóku þessa menn þar, en nú tókst þeim að komast í öruggt fylgsni, svo að ræningjarnir höfðu þeirra ekki. Mun minnsta kosti önnur stúlkan hafa komizt til mannanna og bjargazt. Tvær konur fólu sig í afhelli eða í skúta í hellismunnanum. Úr Dönskuhúsum tókst dreng að komast undan með því að skríða í fólksþrönginni eftir gólfinu og slapp út um dyr einar. Getur verið, að þetta hafi einmitt verið [[Jón Ormsson þjófur|Jón sá Ormsson]] úr Vestmannaeyjum, er seinna komst í þjófnaðarmál fyrir norðan og var hengdur norður í Langadal 1634, en um hann var sagt, að hann hefði komizt undan Tyrkjum hér í ráninu með því að fleygja sér niður meðal þeirra, er drepnir höfðu verið. Komst svo niður fyrir björg og faldi sig þar.<br>
Flestum ber saman um, að hernumdar hafi verið í eyjunum 242 manneskjur í þessu ráni. Séra Ólafur segir 36 drepna hér af ræningjunum. Svo er almennt talið, að 30 manns hafi fundizt drepnir og verið jarðaðir hér, sumir segja að fundizt hafi 34 drepnir. Um það, hversu margt fólk hafi komizt undan í ráninu, verður eigi sagt um með fullri vissu. Um fólkstöluna í Vestmannaeyjum á þessum tímum er eigi kunnugt, en víst er, að á þessu tímabili hefir verið hér allfólksmargt, t.d. töluvert fleira fólk en um aldamótin 1700. Góð fiskiár voru í eyjum undir lok 16. aldar og framan af 17. öld. Í góðum fiskiárum streymdi fólkið til eyjanna. Eftir tölu tómthúsanna, eins og jarðabækur sýna þau frá ári til árs, má áætla með töluverðri nákvæmni um fólksfjöldann. Tala jarðarábúenda er oftast hin sama. Tala heimilisfeðra, tómthúsmanna og bænda var árið 1601, en til þessa árs ná yngstu umboðsskrárnar fyrir Tyrkjaránið, var 79, þar af 35 tómthúsmenn. Við manntalið hér 1703 var fólksfjöldinn 339, þar af 11, er heima áttu annars staðar. 1887 er tala búandi manna hér 86, tómthúsin þá rúm 40. Fólksfjöldinn er þá 561. Í Vestmannaeyjum höfðu verið góðæri á undan Tyrkjaráninu, svo að með vissu má gera ráð fyrir, að tómthúsin hafi eigi verið færri þá en 1601 og líklega þó heldur fleiri. Í góðærum var og meira um vinnufólk hjá bændum. Á öndverðri 17. öld voru meiri góðæri hér og fiskisæld en á síðari hluta 19. aldar. Af fyrrnefndu kvæði séra Jóns Þorsteinssonar má sjá, að mikil velsæld hefir verið hér á þeim tímum. Fyrir aldamótin 1700 höfðu verið hér slæm ár og fólkið miklu færra þá en verið hafði um miðja 17. öld. Við samanburð á ofangreindum tölum um búendatölu og fólksfjölda 1887 og búendatöluna 1601 virðist með fullum rétti mega áætla mannfjöldann hér, er Tyrkjaránið var framið, allt að 500 manns. Þess sést og getið, án þess að nokkur rök séu færð fyrir, að 500 manns hafi verið í Vestmannaeyjum, er Tyrkir komu þar 1627.⁴) Samkvæmt framansögðu má því gera ráð fyrir, að um 200 manns hafi komizt undan hér í Tyrkjaráninu. Af þeim, er undan komust, eru taldir 4 eða 5 hraustir menn, er komust í fylgsni í [[Ofanleitishamar|Ofanleitishamri]]. Er sennilegra, að þeir hafi farið niður Hamarinn og falið sig í hellum í urðinni undir Hamrinum. Þessir menn munu hafa verið einhleypir menn af bæjunum fyrir ofan Hraun. Getur séra Ólafur þess, að einhleypingar hafi orðið fyrstir til að forða sér. Menn þessa höfðu ræningjarnir handtekið áður í felustað þeirra í Ofanleitishamri og látið þá liggja í fjötrum meðan þeir eltu tvær stúlkur. Höfðu sumir þessara manna tekið upp varnir, en verið ofurliði bornir. Annarri stúlkunni, er áður um getur, tókst að komast í hvarf til mannanna, og leysti hún einn þeirra, en hann aftur félaga sína. Eftir lýsingunni mun þetta hafa gerzt í hraunlautunum vestur á Hamri. Mennirnir snöruðu sér síðan niður fyrir Hamarinn, en hann er snarbrattur og eigi fær nema fjallamönnum, en samt veigruðu ræningjarnir sér eigi að fara utan í Hamarinn, sbr. er þeir tóku þessa menn þar, en nú tókst þeim að komast í öruggt fylgsni, svo að ræningjarnir höfðu þeirra ekki. Mun minnsta kosti önnur stúlkan hafa komizt til mannanna og bjargazt. Tvær konur fólu sig í afhelli eða í skúta í hellismunnanum. Úr Dönskuhúsum tókst dreng að komast undan með því að skríða í fólksþrönginni eftir gólfinu og slapp út um dyr einar. Getur verið, að þetta hafi einmitt verið [[Jón Ormsson þjófur|Jón sá Ormsson]] úr Vestmannaeyjum, er seinna komst í þjófnaðarmál fyrir norðan og var hengdur norður í Langadal 1634, en um hann var sagt, að hann hefði komizt undan Tyrkjum hér í ráninu með því að fleygja sér niður meðal þeirra, er drepnir höfðu verið. Komst svo niður fyrir björg og faldi sig þar.<br>
Í ferðasögu sinni segir séra Ólafur Egilsson, að nokkrir af nágrönnum hans hafi komizt með mesta flýti undan í hella og ofan fyrir hamra til að bjarga lífi sínu, en fátt hafi annars komizt undan af efri bæjunum, því að þangað áttu ræningjarnir stytzt til að fara, og eigi nema það, sem hraust var og ei hafði eftir að draga, né gáfu sig við öðrum. Séra Ólafur nefnir „af þeim frómu mönnum, sem eftir urðu,“ „öðrum framar“ Odd Pétursson, Bjarna Valdason, Jón Snorrason og Magnús Egilsson. Þrír hinir síðasttöldu fóru með konur sínar og börn upp í hella eða skúta í berginu í Fiskhellum. Hefir þetta líklega verið á Þorlaugargerðishillu, en þar hafa Þorlaugargerðisbændur haft fiskbyrgi sín. Hafa og gengið sagnir um það í eyjunum, að á Þorlaugargerðishillu hafi fólk komizt undan í Tyrkjaráninu. Er það í munnmælum, að pils sumra kvennanna á Hillunni hafi lafað fram af berginu og hafi 18 kúlugöt verið á pilsi einnar konunnar, en hana hafi eigi sakað. Á Þorlaugargerðishillu, sem er efst í Fiskhellabergi, hefir orðið að gefa fólkinu niður í böndum. Af neðri syllunum í berginu hefir fólkið verið skotið niður. [[Jón Snorrason frá Ofanleitishjáleigu| Jón Snorrason]], er hér getur, er sennilegt að sé sonur [[Snorri Jónsson formaður|Snorra Jónssonar]], er um 1600 bjó á Ofanleitishjáleigu og var formaður á konungsbátnum [[Morgunstjarnan (konungsbátur)|Morgunstjarnan]]. [[Bjarni Valdason formaður|Bjarni Valdason]] var lengi formaður hér. Hann drukknaði 1636.⁵) Hann og [[Magnús EEyjólfsson bóndi|Magnús]], sem nefndur er Egilsson, en réttara mun Eyjólfsson, munu hafa verið bændur fyrir ofan Hraun. Þeirra getur sem gefenda til Landakirkju síðar.<br>
Í ferðasögu sinni segir séra Ólafur Egilsson, að nokkrir af nágrönnum hans hafi komizt með mesta flýti undan í hella og ofan fyrir hamra til að bjarga lífi sínu, en fátt hafi annars komizt undan af efri bæjunum, því að þangað áttu ræningjarnir stytzt til að fara, og eigi nema það, sem hraust var og ei hafði eftir að draga, né gáfu sig við öðrum. Séra Ólafur nefnir „af þeim frómu mönnum, sem eftir urðu,“ „öðrum framar“ Odd Pétursson, Bjarna Valdason, Jón Snorrason og Magnús Egilsson. Þrír hinir síðasttöldu fóru með konur sínar og börn upp í hella eða skúta í berginu í Fiskhellum. Hefir þetta líklega verið á Þorlaugargerðishillu, en þar hafa Þorlaugargerðisbændur haft fiskbyrgi sín. Hafa og gengið sagnir um það í eyjunum, að á Þorlaugargerðishillu hafi fólk komizt undan í Tyrkjaráninu. Er það í munnmælum, að pils sumra kvennanna á Hillunni hafi lafað fram af berginu og hafi 18 kúlugöt verið á pilsi einnar konunnar, en hana hafi eigi sakað. Á Þorlaugargerðishillu, sem er efst í Fiskhellabergi, hefir orðið að gefa fólkinu niður í böndum. Af neðri syllunum í berginu hefir fólkið verið skotið niður. [[Jón Snorrason frá Ofanleitishjáleigu| Jón Snorrason]], er hér getur, er sennilegt að sé sonur [[Snorri Jónsson formaður|Snorra Jónssonar]], er um 1600 bjó á Ofanleitishjáleigu og var formaður á konungsbátnum [[Morgunstjarnan (konungsbátur)|Morgunstjarnan]]. [[Bjarni Valdason formaður|Bjarni Valdason]] var lengi formaður hér. Hann drukknaði 1636.⁵) Hann og [[Magnús EEyjólfsson bóndi|Magnús]], sem nefndur er Egilsson, en réttara mun Eyjólfsson, munu hafa verið bændur fyrir ofan Hraun. Þeirra getur sem gefenda til Landakirkju síðar.<br>
Lína 30: Lína 29:


Heimildir og umfjöllun í þessum hluta:<br>
Heimildir og umfjöllun í þessum hluta:<br>
1) Tyrkjaránssagan, útg. í Reykjavik 1906—1909, II, X-XII.<br>
1) Tyrkjaránssagan, útg. í Reykjavik 1906—1909, II, X-XII.<br>
2) Tyrkjaránssaga, frás. Kláusar Eyjólfss., ferðas. sr. Ólafs Egilss.<br>
2) Tyrkjaránssaga, frás. Kláusar Eyjólfss., ferðas. sr. Ólafs Egilss.<br>
3) Tyrkjaránssaga, bls. 31, 53, 72, 87.<br>
3) Tyrkjaránssaga, bls. 31, 53, 72, 87.<br>

Leiðsagnarval