„Saga Vestmannaeyja I./ IX. Samgöngur og fleira“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
m (Verndaði „Saga Vestmannaeyja I./ IX. Samgöngur og fleira“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
Lítið hefir verið um utanfarir manna frá Vestmannaeyjum, en þeir, sem erlendis fóru, tóku sér far með kaupskipunum og stundum með erlendum fiskiskipum. Með fálkaskipinu og póstskipi stjórnarinnar síðar gátu menn og farið. Um miðbik 19. aldar voru reglulegar póstferðir frá Kaupmannahöfn í júlí, ágúst og október til Reykjavíkur, með viðkomu í Vestmannaeyjum, ef hægt var. Frá Reykjavík til Kaupmannahafnar aftur í maí, ágúst og marz, aukaferð til Liverpool í nóvember⁵). Þessar póstferðir farnar með seglskipi⁶). Nokkru síðar var póstferðunum fjölgað upp í 6 á ári og fyrsta ferðin frá Kaupmannahöfn hafin 10. apríl og sú síðasta 1. nóvember. Frá Reykjavík 2. maí og sú síðasta 23. nóv. Gufuskipið Arcturus var nú í förum. 4. ferðin var til Liverpool. Í öllum ferðunum átti skipið að koma við í Vestmannaeyjum⁷). 1870 tók póststjórnin í eigin hendur póstferðirnar með gufuskipinu Diana, en áður höfðu um nokkurt skeið einstök félög annazt þær, Koch & Henderson og síðar Sameinaða gufuskipafélagið frá 1867⁸). Viðkomustaðir voru nú Granton og Lerwich auk Þórshafnar í Færeyjum. Fargjald með Diana á 1. farrými milli landa var 45 rd. og 36 á 2. farrými. Dagkostur 1 rd. og 45 sk.<br>
Lítið hefir verið um utanfarir manna frá Vestmannaeyjum, en þeir, sem erlendis fóru, tóku sér far með kaupskipunum og stundum með erlendum fiskiskipum. Með fálkaskipinu og póstskipi stjórnarinnar síðar gátu menn og farið. Um miðbik 19. aldar voru reglulegar póstferðir frá Kaupmannahöfn í júlí, ágúst og október til Reykjavíkur, með viðkomu í Vestmannaeyjum, ef hægt var. Frá Reykjavík til Kaupmannahafnar aftur í maí, ágúst og marz, aukaferð til Liverpool í nóvember⁵). Þessar póstferðir farnar með seglskipi⁶). Nokkru síðar var póstferðunum fjölgað upp í 6 á ári og fyrsta ferðin frá Kaupmannahöfn hafin 10. apríl og sú síðasta 1. nóvember. Frá Reykjavík 2. maí og sú síðasta 23. nóv. Gufuskipið Arcturus var nú í förum. 4. ferðin var til Liverpool. Í öllum ferðunum átti skipið að koma við í Vestmannaeyjum⁷). 1870 tók póststjórnin í eigin hendur póstferðirnar með gufuskipinu Diana, en áður höfðu um nokkurt skeið einstök félög annazt þær, Koch & Henderson og síðar Sameinaða gufuskipafélagið frá 1867⁸). Viðkomustaðir voru nú Granton og Lerwich auk Þórshafnar í Færeyjum. Fargjald með Diana á 1. farrými milli landa var 45 rd. og 36 á 2. farrými. Dagkostur 1 rd. og 45 sk.<br>
Misbrestur hafði verið mikill á því að póstskipið kæmi við í hverri ferð í Vestmannaeyjum og fékkst eigi bætt úr því, þrátt fyrir háværar umkvartanir. Sendu eyjamenn Alþingi bænarskrá 1871 þess efnis, að millilandaskipum væri gert að beinni skyldu að koma við í eyjunum í hverri ferð. Segir í bænarskránni, að mjög hafi orðið misbrestur um þetta, einkum að því er snerti fyrstu og síðustu ferðina á árinu, sem raunar væru mest áríðandi fyrir eyjabúa⁹). Svar stjórnarinnar, er kom 1875, var á þá leið, að nú var hinu íslenzka póstgufuskipi gert að skyldu að bíða fyrir utan Vestmannaeyjar allt að einu dægri til að komast að, sbr. bréf landsh. til póstmeistara 30. nóv. 1875, er byggðist á bréfi ráðgjafans fyrir Ísland og tillögum neðri deildar Alþingis¹⁰). Slælega mun þessu samt oft hafa verið sinnt og þóttust Vestmannaeyingar löngum illa leiknir í þessum efnum. Hirtu skipin lítt um að koma hér við. Máttu eyjamenn oft elta milliferðaskipin á bátum sínum, stundum í lífsháska suður undir [[Flúð]], austur í [[Állinn|Ál]] eða inn á [[Leira|Leiru]], til þess að ná sambandi við skipin. Þó voru til skipstjórar, sem voru eyjamönnum ætíð mjög hjálpsamir. Þessi mál færðust ekki í horf verulega, fyrr en Íslendingar fóru sjálfir að halda uppi skipaferðum með Thorefélagsskipunum og síðar skipum Eimskipafélags Íslands. Á seinni tímum hafa eyjamenn ekki þurft að kvarta yfir samgönguleysi, fastar vikulegar ferðir og oftar allan ársins hring af millilanda- og strandferðaskipum, auk bátaferða. Nú á stríðstímunum hefir orðið hér mikil breyting. Reglubundnum ferðum til Stokkseyrar þó haldið uppi. Fyrst eftir að flugferðir hófust hér á landi, voru teknar upp flugferðir til Vestmannaeyja um tíma með sjóflugvél. Góðan flugvöll vantar hér, svo að landflugvélar treysta sér eigi til að lenda, og hafa flugferðir hingað lagzt niður. Bygging flugvallar hér er því eitt af þeim málum, sem úrlausnar bíður. Hefir nú komið skriður á málið, til flugvallargerðar veitt af opinberu fé og byrjað að mæla fyrir flugvelli. Harla einkennilegt er að sjá í umræðum á Alþingi 1877, þegar talað var um að sameina undir einn sýslumann Rangárvalla- og Vestmannaeyjasýslur. Var þetta álitið ókleyft með öllu, unz loftferðir væru komnar, sem myndi verða harla seint.<br>
Misbrestur hafði verið mikill á því að póstskipið kæmi við í hverri ferð í Vestmannaeyjum og fékkst eigi bætt úr því, þrátt fyrir háværar umkvartanir. Sendu eyjamenn Alþingi bænarskrá 1871 þess efnis, að millilandaskipum væri gert að beinni skyldu að koma við í eyjunum í hverri ferð. Segir í bænarskránni, að mjög hafi orðið misbrestur um þetta, einkum að því er snerti fyrstu og síðustu ferðina á árinu, sem raunar væru mest áríðandi fyrir eyjabúa⁹). Svar stjórnarinnar, er kom 1875, var á þá leið, að nú var hinu íslenzka póstgufuskipi gert að skyldu að bíða fyrir utan Vestmannaeyjar allt að einu dægri til að komast að, sbr. bréf landsh. til póstmeistara 30. nóv. 1875, er byggðist á bréfi ráðgjafans fyrir Ísland og tillögum neðri deildar Alþingis¹⁰). Slælega mun þessu samt oft hafa verið sinnt og þóttust Vestmannaeyingar löngum illa leiknir í þessum efnum. Hirtu skipin lítt um að koma hér við. Máttu eyjamenn oft elta milliferðaskipin á bátum sínum, stundum í lífsháska suður undir [[Flúð]], austur í [[Állinn|Ál]] eða inn á [[Leira|Leiru]], til þess að ná sambandi við skipin. Þó voru til skipstjórar, sem voru eyjamönnum ætíð mjög hjálpsamir. Þessi mál færðust ekki í horf verulega, fyrr en Íslendingar fóru sjálfir að halda uppi skipaferðum með Thorefélagsskipunum og síðar skipum Eimskipafélags Íslands. Á seinni tímum hafa eyjamenn ekki þurft að kvarta yfir samgönguleysi, fastar vikulegar ferðir og oftar allan ársins hring af millilanda- og strandferðaskipum, auk bátaferða. Nú á stríðstímunum hefir orðið hér mikil breyting. Reglubundnum ferðum til Stokkseyrar þó haldið uppi. Fyrst eftir að flugferðir hófust hér á landi, voru teknar upp flugferðir til Vestmannaeyja um tíma með sjóflugvél. Góðan flugvöll vantar hér, svo að landflugvélar treysta sér eigi til að lenda, og hafa flugferðir hingað lagzt niður. Bygging flugvallar hér er því eitt af þeim málum, sem úrlausnar bíður. Hefir nú komið skriður á málið, til flugvallargerðar veitt af opinberu fé og byrjað að mæla fyrir flugvelli. Harla einkennilegt er að sjá í umræðum á Alþingi 1877, þegar talað var um að sameina undir einn sýslumann Rangárvalla- og Vestmannaeyjasýslur. Var þetta álitið ókleyft með öllu, unz loftferðir væru komnar, sem myndi verða harla seint.<br>
Tal- og ritsímafélag var stofnað í Vestmannaeyjum 1911, og hafði það leyfi til að koma upp talsímakerfi hér og leggja leiðslu (Kabel) til lands. Átti félagið fjórar stöðvar á landi, kenndar við Hólma, Hemlu, Miðey og Garðsauka. Leyfið var aðeins gefið til eins árs með rétti til framlengingar, ef landsstjórnin eigi óskaði sjálf að taka það í sínar hendur, sem hún gerði árið eftir, sjá lög 2. sept. 1913, um að landssjóður kaupi einkasímann til Vestmannaeyja og símakerfið þar. Fyrirtækið, er staðið hafði verið að með hinum mesta dugnaði, bar sig vel fjárhagslega, en eyjamenn fengu ekki lengi að njóta hagnaðarins. Fyrsti símastjóri hér var [[Aage L. Petersen|A.L. Petersen]] verkfræðingur. Núverandi símastjóri er [[Þórhallur Gunnlaugsson]].<br>
Tal- og ritsímafélag var stofnað í Vestmannaeyjum 1911, og hafði það leyfi til að koma upp talsímakerfi hér og leggja leiðslu (Kabel) til lands. Átti félagið fjórar stöðvar á landi, kenndar við Hólma, Hemlu, Miðey og Garðsauka. Leyfið var aðeins gefið til eins árs með rétti til framlengingar, ef landsstjórnin eigi óskaði sjálf að taka það í sínar hendur, sem hún gerði árið eftir, sjá lög 2. sept. 1913, um að landssjóður kaupi einkasímann til Vestmannaeyja og símakerfið þar. Fyrirtækið, er staðið hafði verið að með hinum mesta dugnaði, bar sig vel fjárhagslega, en eyjamenn fengu ekki lengi að njóta hagnaðarins.  
[[Mynd:Saga Vestm., II., 152ea.jpg|250px|thumb|''[[Þórhallur Gunnlaugsson]] símstjóri.]]''
Fyrsti símastjóri hér var [[Aage L. Petersen|A.L. Petersen]] verkfræðingur. Núverandi símastjóri er [[Þórhallur Gunnlaugsson]].<br>
Erlend fiskiskip hafa snemma haldið sig hér við Vestmannaeyjar. Mest hefir í fyrstu verið um ensk skip og gætir þeirra nær eingöngu langt fram á 16. öld, síðan koma hollenzkir og franskir duggarar. Á 19. öldinni gætti mest frönsku skútanna, seinna ensku og þýzku togaranna. Þótt erlendu fiskiskipin umkringdu eyjarnar daglega í hundraðatali á vertíðinni á miðum úti gekk lífið þó sinn vanagang í landi. Útlendir sjómenn komu hér nær aldrei í land, svo að mesta nýlunda þótti, ef útlendan sjómann eða gest bar að garði. Sennilega vegna hafnarleysisins í eyjunum höfðu útlendir sjómenn aldrei samband við eyjarnar nema í brýnustu nauðsyn, er þeir þurftu að fá vatn, sækja skarfakál, koma líki til greftrunar eða að koma sjúkum mönnum í land.<br>
Erlend fiskiskip hafa snemma haldið sig hér við Vestmannaeyjar. Mest hefir í fyrstu verið um ensk skip og gætir þeirra nær eingöngu langt fram á 16. öld, síðan koma hollenzkir og franskir duggarar. Á 19. öldinni gætti mest frönsku skútanna, seinna ensku og þýzku togaranna. Þótt erlendu fiskiskipin umkringdu eyjarnar daglega í hundraðatali á vertíðinni á miðum úti gekk lífið þó sinn vanagang í landi. Útlendir sjómenn komu hér nær aldrei í land, svo að mesta nýlunda þótti, ef útlendan sjómann eða gest bar að garði. Sennilega vegna hafnarleysisins í eyjunum höfðu útlendir sjómenn aldrei samband við eyjarnar nema í brýnustu nauðsyn, er þeir þurftu að fá vatn, sækja skarfakál, koma líki til greftrunar eða að koma sjúkum mönnum í land.<br>
Sjómenn héðan heimsóttu stundum útlendu fiskiskipin í róðrum, oft eftir bendingum hinna. Var oft skipzt á smávarningi, tekið á móti skipsbrauði o.fl. smávegis hjá hinum erlendu skipverjum, er sóttu mjög eftir íslenzku prjónlesi, einkum sjóvettlingum. Þótt hvorugir gætu skilið annarra mál, gátu báðir aðilar gert sig skiljanlega hvor fyrir öðrum. Gengu ýmsar vana ambögusetningar, er áttu að vera franska, eða „golfranska“ milli manna, og þegar bátarnir komu að frönsku skútunum, hrópuðu skipverjar þessar setningar hver í kapp við annan. En orð fór af því hér, að útlendir sjómenn, ekki sízt Frakkar, væru gestrisnir og góðir heim að sækja um borð í skipin, og þágu eyjamenn oft hjá þeim vín og annan góðan beina. Eyjamenn tóku bréf hjá hinum og komu í póst, útveguðu stundum sauðkindur til slátrunar, og var borgað vel fyrir með peningum eða vörum.<br>
Sjómenn héðan heimsóttu stundum útlendu fiskiskipin í róðrum, oft eftir bendingum hinna. Var oft skipzt á smávarningi, tekið á móti skipsbrauði o.fl. smávegis hjá hinum erlendu skipverjum, er sóttu mjög eftir íslenzku prjónlesi, einkum sjóvettlingum. Þótt hvorugir gætu skilið annarra mál, gátu báðir aðilar gert sig skiljanlega hvor fyrir öðrum. Gengu ýmsar vana ambögusetningar, er áttu að vera franska, eða „golfranska“ milli manna, og þegar bátarnir komu að frönsku skútunum, hrópuðu skipverjar þessar setningar hver í kapp við annan. En orð fór af því hér, að útlendir sjómenn, ekki sízt Frakkar, væru gestrisnir og góðir heim að sækja um borð í skipin, og þágu eyjamenn oft hjá þeim vín og annan góðan beina. Eyjamenn tóku bréf hjá hinum og komu í póst, útveguðu stundum sauðkindur til slátrunar, og var borgað vel fyrir með peningum eða vörum.<br>

Leiðsagnarval