„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Huldufólk í Dölum“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: <br> <big><big><center>Huldufólk í Dölum.</center></big></big> <br> Nálægt Dalabænum eru tveir klettahólar. Var annar þeirra kallaður Bússa eða [[Hádegisklettur...)
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 5: Lína 5:
Það var einhverju sinni á gamlárskvöld, að allt heimilisfólk í Dölum fór til kirkju. Áður en lagt var á stað, drap Jóhanna vandlega eld í eldhúsi, því að hún var mjög eldhrædd. Þegar komið var aftur frá kirkju og Jóhanna opnaði bæjarhurðina, lagði sterka kaffibrennslulykt út úr bænum. Varð Jóhönnu þá að orði: „Já, já, nú hefur nágrannafólkið verið að brenna kaffi, eins og ég ætla að gjöra.“ Hélt hún síðan áfram inn í eldhús. Skíðlogaði þar eldurinn á hlóðunum, og furðaði hana mjög á þessu, því að hún hafði gengið frá eldinum dauðum. Taldi hún víst, að huldufólkið úr Bússu eða Nónhól hefði kveikt upp eldinn til þess að brenna sér kaffi, og hefði brennslulyktin stafað af því. <br>
Það var einhverju sinni á gamlárskvöld, að allt heimilisfólk í Dölum fór til kirkju. Áður en lagt var á stað, drap Jóhanna vandlega eld í eldhúsi, því að hún var mjög eldhrædd. Þegar komið var aftur frá kirkju og Jóhanna opnaði bæjarhurðina, lagði sterka kaffibrennslulykt út úr bænum. Varð Jóhönnu þá að orði: „Já, já, nú hefur nágrannafólkið verið að brenna kaffi, eins og ég ætla að gjöra.“ Hélt hún síðan áfram inn í eldhús. Skíðlogaði þar eldurinn á hlóðunum, og furðaði hana mjög á þessu, því að hún hafði gengið frá eldinum dauðum. Taldi hún víst, að huldufólkið úr Bússu eða Nónhól hefði kveikt upp eldinn til þess að brenna sér kaffi, og hefði brennslulyktin stafað af því. <br>
Í annað sinn bar það við kvöld eitt, er Jóhanna ætlaði að fara að skammta kvöldverðinn og þurfti að nota ausu, sem hún átti, að hún fann hana hvergi, hvernig sem hún leitaði, og var hún þó vön að hafa áhöld sín á vísum stað. Er hún kom á fætur daginn eftir, var ausan það fyrsta, sem hún sá, er hún kom í eldhúsið, og lá hún þá á eldhúsborðinu, þar sem hún hafði leitað sem vandlegast kvöldinu áður. Sagði hún þá: „Nú hafa nágrannar mínir þurft að halda á ausunni minni.“ Og kvaðst hún hafa haft við orð, að hún hefði ekkert á móti því, að þeir notuðu áhöld sín, ef þeir léti þau svo af sér, að hún þyrfti ekki að gjöra mikla leit að þeim, enda kom það ekki aftur fyrir, að henni yrði leit að eldhúsáhöldum sínum.<br>
Í annað sinn bar það við kvöld eitt, er Jóhanna ætlaði að fara að skammta kvöldverðinn og þurfti að nota ausu, sem hún átti, að hún fann hana hvergi, hvernig sem hún leitaði, og var hún þó vön að hafa áhöld sín á vísum stað. Er hún kom á fætur daginn eftir, var ausan það fyrsta, sem hún sá, er hún kom í eldhúsið, og lá hún þá á eldhúsborðinu, þar sem hún hafði leitað sem vandlegast kvöldinu áður. Sagði hún þá: „Nú hafa nágrannar mínir þurft að halda á ausunni minni.“ Og kvaðst hún hafa haft við orð, að hún hefði ekkert á móti því, að þeir notuðu áhöld sín, ef þeir léti þau svo af sér, að hún þyrfti ekki að gjöra mikla leit að þeim, enda kom það ekki aftur fyrir, að henni yrði leit að eldhúsáhöldum sínum.<br>
(Sögn [[Jón Jónsson (Brautarholti)|Jóns Jónsonar]], [[Brautarholt]]i)
<small>(Sögn [[Jón Jónsson (Brautarholti)|Jóns Jónsonar]], [[Brautarholt]]i).</small>
 
{{Sögur og sagnir}}
{{Sögur og sagnir}}

Leiðsagnarval