„Runólfur Þórðarson (verkfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Runólfur Þórðarson. '''Runólfur Þórðarson''' frá Þrúðvangi, efnaverkfræðingur, verksmiðjustjóri fæ...)
 
m (Verndaði „Runólfur Þórðarson (verkfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 30. ágúst 2019 kl. 14:59

Runólfur Þórðarson.

Runólfur Þórðarson frá Þrúðvangi, efnaverkfræðingur, verksmiðjustjóri fæddist þar 30. september 1927.
Foreldrar hans voru Þórður Bjartmar Runólfsson járnsmiður, vélfræðingur, kennari, öryggismálastjóri, f. 15. september 1899 í Saltvík á Kjalarnesi, d. 31. júlí 1994, og kona hans Sigríður Júlíana Gísladóttir frá Eyjarhólum, húsfreyja, f. 29. júlí 1904 í Hlíð, d. 7. október 1991.

Runólfur varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1947, tók B.S.-próf í efnaverkfræði í IIT í Chicago í Bandaríkjunum 1951, M.S.-próf í efnaverkfræði í University of Wisconsin þar 1952, framhaldsnám í sjálfvirkni og bestun við sama skóla 1964-1965.
Runólfur var verkfræðingur hjá Áburðarverksmiðjunni h.f. 1952-1957, verksmiðjustjóri 1957-1994, stundakennari við Tækniskóla Íslands 1968-1984.
Hann hefur setið í ýmsum faglegum nefndum á vegum ríkisins, verið formaður Tónlistarfélags Kópavogs og skólanefndar Tónlistarskóla Kópavogs frá 1970. Hefur setið í stjórn Kammermúsikklúbbsins frá 1981 (1996). Þau Hildur giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Kópavogi.
Hildur lést 2007.

I. Kona Runólfs, (15. júlí 1950), var Hildur Halldórsdóttir frá Garðakoti í Hjaltadal, húsfreyja, skrifstofustjóri, f. þar 16. nóvember 1927, d. 27. janúar 2007. Foreldrar hennar voru Halldór Gunnlaugsson bóndi, síðar kaupmaður og oddviti í Hveragerði, f. 12. október 1899 í Minna-Holti í Holtshreppi í Skagaf., d. 18. maí 1962, og kona hans, (skildu) Ingibjörg Jósefsdóttir frá Bjarnastöðum í Hólahreppi í Skagafirði, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. þar 17. maí 1889, d. 9. nóvember 1979.
Börn þeirra:
1. Sigrún Halla Runólfsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 8. desember 1952 í Reykjavík. Maður Rúnar Jónsson.
2. Þórunn Inga Runólfsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur í Reykjavík, f. 31. mars 1954. Maður Alfreð Ómar Ísaksson.
3. Ásdís Hildur Runólfsdóttir lágfiðluleikari og tónlistarkennari í Reykjavík.
4. Þórður Runólfsson verkfræðingur, prófessor í Baltimore í Bandaríkjunum, f. 22. maí 1959. Kona Anna Sigrúnardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.