„Ritverk Árna Árnasonar/Lárus Gíslason (Hlíðarhúsi)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Lárus Gíslason''' frá Hlíðarhúsi fæddist 9. ágúst 1885 og lést 26. júní 1950.<br> Foreldrar hans voru Gísla Stefánsson kaupma...)
 
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 12. ágúst 2013 kl. 20:46

Lárus Gíslason frá Hlíðarhúsi fæddist 9. ágúst 1885 og lést 26. júní 1950.
Foreldrar hans voru Gísla Stefánsson kaupmaður, f. 28. ágúst 1842, d. 25. september 1903, og kona hans, Soffía Lísebet Andersdóttir húsfreyja, f. 8. október 1847, d. 10. júní 1936.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Lárus kvæntist ekki og átti engin börn að vitað sé.
Lárus var nokkuð við veiðar í Elliðaey. Ekki gat hann heitið góður veiðimaður eða undir meðallagi, þó að hann hins vegar hefði oft alldrjúgan afla eftir daginn.
Hann var iðinn og kappsfullur og vildi afla, gerði það líka oft betur en sumir aðrir, sem betri veiðimenn voru taldir.
Lárus var hár vexti, axlabreiður, dökkhærður, allsterkur, gæflyndur og meinlaus, gat verið kátur og skemmtilegur, en annars dálítið sérsinna og var lítt um margmenni gefið.
Hann hætti snemma fuglaveiðum og lærði ljósmyndasmíði, sem hann svo gerði að lífsstarfi sínu. Hann var góður ljósmyndari og bera myndir hans þess best vitni, sem margar eru enn við líði, óskemmdar og prýðilega unnar.
Lárusi var eflaust í blóð borið að ganga á fjöll og veiða, en hann hvarf snemma að öðrum störfum og náði því ekki fullkominni leikni, sem þarfnast mikillar þjálfunar.
Lárus var ljúfmenni, sem engum gerði mein, þótti alleinkennilegur í framkomu og varð um of fyrir nepju og hæðni einstakra manna. Hann lést í Reykjavík.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir