Ritverk Árna Árnasonar/Guðjón Björnsson (Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. ágúst 2013 kl. 15:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Guðjón Björnsson (Gerði)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Björnsson frá Gerði fæddist 10. maí 1908 og lést 28. nóvember 1999. Foreldrar hans voru Jónína Jónsdóttir og Björn Erlendsson í Gerði. Kona Guðjóns var Þórey Jóhannsdóttir ættuð frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Þau bjuggu lengi í húsinu Vallartúni og eignuðust sex börn: Valbjörn, Björgu, Jóhann, Jón Inga, Guðríði, látin, og andvana barn.

Gaui í Gerði, eins og hann var jafnan kallaður, stundaði sjómennsku í tugi ára, en hann var meira og minna á sjónum fram yfir nírætt.

Guðjóns er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.
Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Guðjón Björnsson (Gerði)


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit