Gísli Bryngeirsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Gísli Bryngeirsson.

Gísli Bryngeirsson úrsmiður frá Búastöðum eystri fæddist 13. maí 1928 og lést 10. júní 2014 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Bryngeir Torfason formaður á Búastöðum, f. 26. september 1895, d. 9. maí 1939, og kona hans Lovísa Gísladóttir húsfreyja á Búastöðum, f. 18. júní 1895, d. 30. mars 1979.
Gísli lærði úrsmíði hjá Ingólfi Guðmundssyni úrsmið. Hann starfaði í Eyjum og Borgarnesi.
Gísli var tónlistarmaður, lék mikið í hljómsveitum.

I. Kona Gísla, (desember 1955), er Gréta Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1934, d. 14. nóvember 2015.
Börn Gísla og Grétu:
1. Lovísa Gísladóttir, f. 22. nóvember 1952.
2. Steinunn Ingibjörg Gísladóttir, f. 16. febrúar 1954.
3. Konráð Gíslason, f. 20. ágúst 1960.
4. Hrafnhildur Gísladóttir, f. 22. ágúst 1962. Hún dó 6 mánaða gömul.
Þau Gréta dvöldu að síðustu í Hraunbúðum.
Gísli lést 2014 og Gréta 2015.

Gísla er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit