Ritverk Árna Árnasonar/Björn Finnbogason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
300pxBjörn Finnbogason og kona hans Lára Guðjónsdóttir.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Björn er meðalmaður að hæð, dökkhærður, fríður sýnum sem og allir bræður hans, þrekinn í meðallagi, léttur í öllum hreyfingum, vel styrkur og liðugur maður.
Hann er ákaflega skapléttur og hrókur alls fagnaðar, mjög vel látinn og vinmargur. Hann hefir verið mjög við lundaveiðar í Elliðaey og mun ávallt verða talinn með bestu veiðimönnum Eyjanna. Hin síðari ár hefir hann veitt á Heimalandinu, en hættur úteyjaferðum, enda kominn nær sjötugu. Hann er heiðursfélagi í Félagi bjargveiðimanna.
Björn var formaður á vélbátum, sækinn og mjög aflasæll, vel efnum búinn og mætur borgari. Enn stundar hann sjóinn sér til gamans. Hann er ern og frísklegur á velli, skapléttur, hýr og kátur í viðmóti.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Björn Finnbogason